Tíminn - 26.03.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.03.1993, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 V í K X N G Ltm .. alltaf á iniðvíkudDgum NYTTOG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELLl 13 - SÍMI73655 HÖGG- DEYFAR Verslió hjá fagmönnum Hamarshöffta 1 - s. 67-Ö7-44 Tíminii FÖSTUDAGUR 26. MARS 1993 Guöjón Magnússon, formaður Rauða kross íslands, afhendir Dav- íð Oddssyni forsætisráöherra hvatningu Alþjóða Rauða krossins til stjómmálamanna í Evrópu. Tímamynd Áml BJama Styrjöldin í Júgóslavíu: Rauði krossinn brýnir stjórn- málamenn Evrópu „Við ríkjandi aðstæður eru virkar aðgerðir stjómmálamanna í Evrópu meira virði en bein neyðaraðstoð, sem þó er brýn nauðsyn," segir m.a. í yfírlýsingu landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Evr- ópu, sem Guðjón Magnússon af- henti forsætisráðherra, Davíð Odds- syni. í yfirlýsingunni er skorað á þjóðhöfðingja og ríkisstjórnir í álf- unni að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að binda enda á grimmdaræðið sem gripið hefur um sig í fyrrverandi lýðveldum Júgó- slavíu og stuðla að því að alþjóðleg mannúðarlög verði virt, sérstaklega Genfarsáttmálamir og viðbótar- ákvæði þeirra. Hið umfangsmikla hjálparstarf hreyfingar Rauða kross- ins og Rauða hálfmánans, veiti henni ekki aðeins rétt, heldur skyldi hana beinlínis til að bera þetta er- indi upp við ríkisstjómir Evrópu- landa. Vitnað er til orða forseta Al- þjóðaráðs Rauða krossins: „Þrátt fyrir góðan ásetning, bera þeir sem horfa á og aðhafast ekki, hluta af sökinni." Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra erfarinn að efast um að EES-samningurinn taki nokkru sinni gildi: Spurningin snýst um hvort, ekki hvenær Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra telur mikinn vafa leika á því hvort samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði taki nokkru sinni gildi. Hann sagði þetta í umræðum um tillögu framsóknar- mannanna Steingríms Hermannssonar og Halldórs Ásgrímssonar um tvíhliða viðræður við EB. Tillaga Steingríms og Halldórs ger- ir ráð fyrir að hafinn verði undir- búningur að viðræðum við EB um gerð tvíhliðasamnings á milii EB og íslands sem taki við þegar EES verður óþarft, en reiknað er með að það verði eftir nokkur ár þegar fle- stallar EFTA-þjóðirnar hafa gengið íEB. Steingrímur Hermannsson sagði í framsöguræðu sinni að markmiðið með tillögunni væri að Alþingi marki stefnu um það hvernig fram- tíðartengsl okkar eigi að vera við EB. Hann minnti á að þetta hafi aðrar EFTA-þjóðir þegar gert. Þær hafi óskað eftir að gerast aðilar að EB. Steingrímur sagði að aðild að EB henti íslandi alls ekki og við verðum að horfa til annarra lausna, sem sé að breyta EES-samningnum í tvíhliðasamning. Steingrímur sagði ekki eftir neinu að bíða að hefja undirbúning að slíkum við- ræðum. Jón Baldvin sagði tillöguna óþarfa. íslensk stjórnvöld hafi þegar rætt við æðstu ráðamenn EB um að breyta EES í tvíhliðasamning. Svör þeirra séu að EB sé ekki tilbúinn að ræða málið fyrr en EES- samning- urinn hafi tekið gildi. Jón Baldvin sagði að ísland hafi lokið undirbún- ingi að slíkum viðræðum með sam- þykkt EES-samningsins á Alþingi. Halldór Ásgrímsson sagðist ekki telja að undirbúningi að gerð tví- hliðasamnings sé lokið af hálfu ís- lenskra stjórnvalda. Það þurfi að skilgreina markmið. Þá sé afar mik- ilvægt fyrir okkur að Alþingi lýsi því yfir hver afstaða íslands sé varð- andi framtíðartengslin við EB. Talsmenn Alþýðubandalags og Kvennalista lýstu yfir stuðningi við tillöguna. Það sama gerði Eyjólfur Konráð Jónsson, Sjálfstæðisflokki. Jón Baldvin lýsti í umræðunum miklum efasemdum um að EES- samningurinn taki nokkru sinni gildi. Miklir erfiðleikar séu í sam- bandi við samþykkt málsins á þjóð- þingum EB-ríkjanna. Þá geti erfið- leikar í sambandi við samþykkt Ma- astricht samningsins tafíð málið. Jón Baldvin sagði ennfremur að engar líkur væri á því að íslandi yrði veitt aðild að EB ef það sækti um aðild. Það sé stefna EB að taka ekki smáþjóðir inn í bandalagið. Hann nefndi eina af nokkrum ástæðu fyrir því. Því fylgi óheyrileg- ur kostnaður að þýða allt pappírs- flóð EB yfir á tungur smáþjóðanna, en samkvæmt reglum EB geta þær gert kröfu um það. -EÓ imm Vinn ngstöiur 24. mars VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n 6a,s 2 / á íslandi 0 14.227.000.- |71 5 af 6 tn+bónus 0 1.007.360.- 5 af 6 5 88.611.- EJ 4af6 389 1.811.- Fl 3 af 6 Cfl+bónus 1.323 228.- Aðaltölur: 5)^6)^5) 16 30 43 BÓNUSTÖLUR (24) (38) (46) Heildarupphæð þessa viku: s 2.456.538.- UPPLYSINGAR, SIMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 ...ERLENDAR FRÉTTIR... GENF Óttast farsóttir Alþjóða heilbrigðismálastofnunin varaöi viö þvl aö þúsundir Ibúa Bosniu gætu á næstunni dáiö, vegna farsótta sem þar getur fariö aö gæta I kjölfar hitnandi veöráttu og skorts á hreinlæti. WASHINGTON Clinton bjart- sýnn á framtíð Yeltsin Bandariskir og rússneskir opinberir embættismenn, sátu á fundum I gær til aö leita þeina leiöa sem styrkt gætu stööu Boris Yeltsins. Bill Clinton Banda- rikjaforseti lýsti yfir bjartsýni sinni á aö Yeltsin myndi takast aö tiyggja sig I sessi á ný. JERÚSALEM ísraelsmenn ásakaðir Palenstinskirffiöargæslumenn ásaka Israelsmenn um óhóflega valdbeitingu gagnvart Palestlnumönnum á herteknu svæöunum. Þeir segja þá myröa Araba, jafnt böm sem fulloröna, meö köldu bióði. DUBLIN Sprengja kostar fjögur mannslíf Irski lýöveldisherinn sem oröiö hefur fyr- ir miklu aökasti vegna sprengjuárásar sem grandaöi tveimur bömum, sam- þykkti aö senda mann til fundar viö föö- ur annars fómartambsins I Norður Ir- landi. Óeiröimar I landinu hafa nú enn kostaö fjögur mannsllf. LOME Barist í borginni Kröftugur skotbardagi átti sér staö I Togolese, höfuöborg Lome, I birtingu I gær. Rlkisútvarpiö I Lome sagöi aö ótiF greindar eriendar bardagasveitir heföu ráöist á herflokk i noröurhluta borgar- innar. PARlS Mitterand svartsýnn Francois Mitterand Frakklandsforseti, sem ætlar sér aö sitja áfram þrátt fyrir afhroöið sem flokkur hans galt I kosn- ingunum, spáir mikilli ólgu og hættu- ástandi I málefnum Evrópu ef hægri- sinnuö ríkisstjóm veröur mynduö I Frakklandi. TUZLA Slæmt veður hamlar f undi Sendimaöur Sameinuöu þjóöanna, Philippe Morillon, reyndi aö snúa aftur frá umsetnu svæöi Múslima i Tuzla i Bosniu i gær. Hann hugðist hitta Slo- bodan Milosevic forseta i Belgraö. Reynt var aö koma honum meö þyriu en slæmt veöur kom i veg fyrir fundinn. DENNI DÆMALAUSI JBP ©NAS/D.slr. BULLS H-3 4 A móti hverjum varstþú að kjósa núna, Wilson?“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.