Tíminn - 26.03.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Föstudagur 26. mars 1993
Öllum þeim, sem glöddu mig á sjötugsaf-
mælinu með heimsóknum, skeytum, símtöl-
um, söng og gjöfum, færi ég bestu kveðjur og
alúðarþakkir.
Guð blessi ykkur öll.
Torfi Guðbrandsson,
Bogahlíð 12, Reykjavík
VELKOMIN TIL U.S.A.
Sértilboð frá bandarísk-
um stjórnvöldum
Bandarísk stjómvöld gefa þér kost á að sækja um og öðlast
varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi samkvæmt áætlun AA-1.
Dregiö verður úr umsóknum og þú getur þannig hreppt tæki-
færi til að setjast að í Bandaríkjunum og stunda þar vinnu.
(orðið handhafi „græna kortsins“). Umsóknarfrestur um dval-
arteyfi rennur út 31. mars nk. og þvi nauðsynlegt að bregð-
ast við strax, svo umsókn þín nái fram i tíma.
Allir þeir, sem eru fæddir á Islandi, Bretlandi eða Irlandi
og/eða eiga foreldri eða foreldra af sömu þjóðemum, hafa
rétt til að sækja um þetta leyfi.
Sendiö 45 Bandarikjadala greiðslu fyrir hvem umsækjanda
til okkar ásamt nafni umsækjanda, fæðingardegi, fæðingar-
stað, nafni hugsanlegs maka og nöfnum og dvalarstað
ógiftra bama undir 21 árs aldri.
Heimilisfangið er: VISA USA, P.O. Box no. 822211 Dallas,
Texas, 75382, USA.
Umboðsmenn Tímans:
Kaupstaður Nafn umboðsmanns Helmlll Slml
Keflavfk Guðrfður Waage Austurbraut 1 92-12883
NJarövfk Katrfn Sigurðardóttir Hólagata 7 92-12169
Akranes Aöalheiöur Malmqvist Dalbraut 55 93-11261
Borgarnes Sofffa Óskarsdóttir Hrafnarkletti 8 93-71642
Stykkishólmur Erta Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410
Grandarfjöröur Anna Aöalsteinsdóttir Gmndargötu 15 93-86604
Hellissandur Lilja Guðmundsdóttir Gufúskálum 93-66864
Búöardalur Sigurlaug Jónsdóttir Gunnarsbraut 5 93-41222
Isafjörður Jens Markússon Hnlfsdalsvegi 10 94-3541
Hólmavfk Ellsabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-13132
Hvammstangl Hólmfrlður Guömundsd. Fffusundi 12 95-12485
Blönduós Snorri Bjamason Uröarbraut 20 95-24581
Skagaströnd Ólafur Bemódusson Bogabraut 27 95-22772
Sauöárkrókur Guörún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-35311
Siglufjörður Guðrún Auöunsdóttir Hverfisgötu 28 96-71841
Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Sólvöllum 7 96-24275
Svalbaröseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbaröseyri 96-25016
Húsavik Sævar Salómonsson Vallholtsvegi 11 96-41559
Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð 8 96-62308
Raufarhöfn Erla Guömundsdóttir Aðalbraut 60 96-51258
Vopnafjöröur Svanborg Vlglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289
Egilsstaöir Páll Pétursson Árskógum 13 97-11350
Seyöisfjöröur Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136
Neskaupstaður Bryndis Helgadóttir Blómsturvellir 28 97-71682
Reyöarfjöröur Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167
Esklfjörður Björg Sigurðardóttir Strandgötu 3B
FáskrúösfjörðurGuðbjörg Rós Guðjónsd. Skólavegi 26 97-51499
Djúplvogur Ingibjörg Ólafsdóttir Borgariandi 21 97-88962
Höfn Sigurbjörg Einarsdóttir Vikurbraut 11 97-81274
Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Enqjaveqi 5 98-22317
Hverageröi Þórður Snæbjamarson Heiðmörk 61 98-34191
Þorlákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627
Eyrarbakki Bjami Þór Erlingsson Túngötu 28 98-31198
Laugarvatn Kjartan Kárason J.K.I. 98-61153
Hvolsvöllur Lárus og Ottó Jónssynir Króktúni 18 98-78399
Vfk Sigurbjörg Bjömsdóttir Mánabraut 4 98-71133
VestmannaeyjarMarta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða
minningargreinum í blaðinu, er bent á, að
þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum
fyrir birtingardag.
Þœrþurfa að vera vélritaðar.
Tímlnn hf.
óskar eftir umboðsmanni í Vestmannaeyjum
frá 1. maí 1993.
Upplýsingar gefur Marta Jónsdóttir í
síma 98-12192
ARSTIÐIRNAR
eftir Joseph Haydn
Næstkomandi helgi, laugardaginn
27. og sunnudaginn 28. mars, flytur
Söngsveitin Fflharmónía óratónið
Arstíðimar eftir Joseph Haydn í
Langholtskirkju í Reykjavík, kl.
16.00 báða dagana.
Texti þessa stórverks er eftir
Gottfried van Swieten, en unninn úr
kvæði eftir James Thomson. Lýsir
hann daglegri önn og skemmtan
sveitafólksins í lágsveitum Austur-
ríkis á átjándu öld, sáningu, upp-
skeru, veiðum, komu vetrar og bið
eftir nýju vori.
Einsöngvarar eru þrír: stórbóndinn
Símon (bassi), Hanna dóttír hans
(sópran) og ungur bóndi að nafni
Lúkas (tenór). Með hlutverk þeirra
fara Bergþór Pálsson, Inga Backman
og Gunnar Guðbjömsson, en kór-
inn, Söngsveitin Fflharmónía, fer
með hlutverk sveitafólksins. Hljóm-
sveitína skipa alls 36 manns. Kons-
ertmeistari er eins og oft áður
Szymon Kuran, en stjómandi Úlrik
Ólason organisti, sem verið hefúr
söngstjóri kórsins síðan árið 1988.
Árstíðimar eftir J. Haydn voru
frumfluttar í einkasamkvæmi í
Schwarzenberghöll og nokkru síðar
við austumsku hirðina, þar sem
sjálf María Theresía söng hlutverk
Hönnu við mikinn fógnuð áheyr-
enda. Verkið var síðan flutt opinber-
lega 29. maí 1801 við frábærar und-
irtektir og hefur notið mikilla vin-
sælda síðan, enda mjög fallegt og
áheyrilegt og á köflum afar létt og
fjörugt
Þess má geta að Árstíðir Haydns
voru fyrsta stórverkið sem fyrrum
stjómandi og stofnandi Söngsveit-
arinnar Fflharmómu, dr. Róbert
Abraham Ottósson, færði upp hér-
lendis, fyrir hálfri öld síðan. Var það
með Hljómsveit Reykjavíkur og
Söngfélaginu Hörpu, og raunar
einnig í fyrsta sinn sem Guðmundur
Jónsson óperusöngvari kom fram í
viðamiklu einsöngshlutverki á ís-
landi.
Árstíðimar eru eitthvert stærsta
verk sem Söngsveitin Fflharmónía
hefur tekið tíl flutnings á síðustu ár-
um, en miðaverði á tónleikana
næstu helgi er stillt í hóf, m.a. með
aðstoð nokkurra aðila sem söng-
sveitin er mjög þakkláL Aðgöngu-
miðar verða tíl sölu í bóka- og gjafa-
vörubúðinni Kilju og við inngang-
inn í Langholtskirkju.
Stjómandinn Úlrik Ólason gerir
eftirfarandi grein fyrir verkinu:
Joseph Haydn samdi verk það sem
hér er flutt, Árstíðimar, árin 1799-
1801 og var það frumflutt 29. maí
árið 1801.
Hann hóf að semja Árstíðimar
strax eftir að hann lauk Sköpuninni.
Textinn er eftir van Swieten barón.
Aðalsögupersónumar eru 3: Hanna
bóndadóttir, sem sungin er af sópr-
an, Lúkas, ungur bóndi, tenór, og
Símon stórbóndi, bassi. Hlutverk
kórsins er stórt Hann túlkar vonir
Joseph Haydn.
sveitafólksins um gott veðurfar og
uppskeru, gleði þess yfir fegurð
Selfoss — Suðurland
Steingrímur Jón Guðni
Steingrimur Hermannsson, fomiaður Framsóknarflokksins, og alþingismennimir Jón
Helgason og Guðni Ágústsson boða til opins umræðufúndar um átak til endurreisnar i
atvinnu- og efríahagsmálum að Hótei Selfossi miðvikudaginn 31. mars kl. 21.
Framsóknarfélögin í Hafnarfirði
Opiö hús að Hverfisgötu 25 alla þriðjudaga kl. 20.30.
Komið og fáið ykkur kaffisopa og spjallið.
Framsóknarfélögin
Kópavogur — Opið hús
Opið hús er alla laugardaga kl. 10.00-12.00 að Digranesvegi
12. Kafli og létt spjall. Siguröur Geirdal bæjarstjóri verður til
viötals.
Framsóknarfélögln
Sigurður
Bændagisting
Til sölu nokkrar ódýrar rúmgrindur 90x200 cm.
Sfmi 91-682909 eftir kl. 18.00.
Úlrik Ólason.
náttúrunnar þegar hún vaknar af
vetrardvalanum, ótta við þrumuveð-
ur og hamfarir og lofar skaparann
fyrir ríkulega uppskem.
Verkið hefst á vorinu. Hljómsveitin
leikur fiömgan og kraftmikinn for-
leik; veturinn hopar. Kórinn syngur
því næst einskonar bæn um að vor-
ið megi koma fljótt og leysa náttúr-
una úr vetrarviðjum. Símon syngur
um bóndann sem plægir akur sinn
glaður í bragði. Hér fær Haydn al-
þekkt stef að láni úr „Surprise“-sin-
fóníu sinni. Einsöngvarar og kór
syngja saman og biðja þess að regn
falli á akurinn og sólin skíni, svo
uppskeran verði góð. Kaflinn endar
á kórfúgu og notar höfundur sama
stef og Mozart í sálumessu sinni við
orðin „quam olim Abrahae". Áfram
syngja einsöngvarar og kórinn glað-
legan söng, þau dást að fegurðinni,
blómunum, fuglunum, býflugun-
um, lömbunum og fiskunum í vatn-
inu. Hljómsveitin „hermir" eftir
dýrunum. Síðasti þáttur vorkaftens
er þakkaróður, sem endar með
kröftugri kórfúgu í B-dúr. „Heiður,
lof og dýrð sé þér, eilífi máttugi góði
Guð!“
Sumarið hefst með stuttum hljóm-
sveitarforleik sem lýsir döguninni.
Óbóið leikur sérkennilegt stef er
haninn galar og vekur bóndann til
starfa. Hirðirinn safnar hjörðinni
kringum sig og kór og einsöngvarar
fagna sólarupprásinni og þakka
Guði þá blessun sem geislar hennar
valda. Sólcirgeislamir verða brenn-
heitir og notar Haydn síendurteknar
hraðar og veikar nótur strengjanna
tíl að tákna hitann. Brátt dregur ský
fyrir sólu og óveður nálgast. Hraðir
fallandi flaututónar tákna eldingar
og kórinn hrópar í angist „Hvert
getum við flúið?“ Haydn tekst
meistaralega að túlka óveðrið, heyra
má þrumumar drynja, en brátt
gengur veðrið yfir og endar þáttur-
inn í ró. Sumrinu lýkur með kyrrlát-
um söng kórs og einsöngvara, veðr-
ið gengið hjá, stjömur skína á heið-
um næturhimni og klukkur kalla
fólk til náða.
Haustið. Hljómsveitarinngangur-
inn lýsir ánægju bóndans með ríku-
lega uppskeru. í glaðlegum dúett
þeirra Hönnu og Lúkasar heymm
við léttar og leikandi laglínur sem
minna á sakleysi æskunnar. Símon
tekur við og syngur um veiðamar
sem fylgja haustinu. Hraðinn eykst,
hundurinn eltir bráðina og skot-
hvellur heyrisL Veiðamar halda
áfram, homin gefa tóninn og veiði-
mennimir hrópa. Um miðbik kafl-
ans verða tóntegundaskipti, D-dúr í
Es-dúr og eykur það spennuna.
Haustkaflanum lýkur með gleði-
söng kórsins (allegro molto) að lok-
inni vínuppskemnni.
Veturinn. Hljómsveitarinngangur.
Þykk þokan grúfir yfir og boðar vetr-
arkomuna. Fólkið safnast saman,
Hanna syngur við rokkinn og kór-
inn svarar. Stefið er einfalt og ákveð-
ið, leikur hljómsveitarinnar undir-
strikar taktfastan klið rokksins, svip-
að undirleiknum í sönglagi Schu-
berts, Gréta við rokkinn. Hanna og
kórinn halda áfram. Hún segir
skemmtilega sögu. Aðalsmaður
reynir að tæla unga stúlku, en hún
leikur á hann. Stefjaefnið er létt og
leikandi og iðar af æskufjöri og
gáska. Símon stórbóndi hefúr upp
raust sína og minnir á að líf mann-
anna líkist gangi árstíðanna. Verk-
inu lýkur með voldugum lofsöng tíl
Drottíns."
(Fréttatilkynning)