Tíminn - 07.04.1993, Síða 1

Tíminn - 07.04.1993, Síða 1
Miðvikudagur 7. apríl 1993 67. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- „Hin helgu vé“ verða sýnd í Sjónvarpinu flórum mánuðum eftir frumsýningu í kvikmyndahúsi: Nýskipaður framkvæmda- stjóri Sjónvarpsins í fast- eignaviðskiptum: Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf frá Hjör- leifí B. Kvaran, fram- kvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar borgar- innar, þar sem mælt var með því af skipulagsástæð- um að kaupa húsið Lindar- götu 24 tií að koma þar á fót leikskóla. Svo vill til að eigandi þessa húss er Hrafn Gunnlaugsson. Þess má og geta í þessu sam- hengi að mágkona Hrafns er Anna K. Jónsdóttir, formaður stjórnar Dagvistunar barna. —sá Raunvextir verðtryggðra lána hátt í tvöfalt hærri heldur en um miðjan níunda áratuginn: Raunvextir nú eru með allra hæsta mótinu Þrátt fyrir ótal ræður ráöamanna um nauðsyn þess aö Iækka vexti eru raunvextir verðtryggðra lána nú meö allra hæsta móti. í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar er þróun raunvaxta í nærri áratug (1984— 1993) rifjuð upp í máli og mynd- málL Þar kemur m.a. í ljós að eftir að bankar lækkuðu vexti verð- tryggðra lána um 0,25 prósentustig í bytjun mars s.l. voru þeir samt sem áður hærri heldur en raunvext- ir hafa nokkru sinni verið að meðal- tali á heilu ári og jafnframt nærri tvöfalt hærri heldur en þeir voru á árunum 1984—1986. Og þeir sem bundu vonir við umtalsverða lækk- un vaxta núna í aprílbyijun urðu fyrir verulegum vonbrigðum, sem kunnugt er. Raunvextir verðtryggðra lána voru 5,5% að meðaltali árið 1984 og héldu áfram á svipuðu róli til þensluársins 1987 þegar þeir hækk- uðu í 7,7%. Árið eftir hækkuðu þeir upp í 9,2%, sem þá þótti firnahátt Bankamir lækkuðu þessa vexti aftur niður í kringum 8% að meðaltali næstu tvö árin. Raunvextir verð- tryggðra lána ruku svo aftur upp fyr- ir 9% að meðaltali árið 1991 og þok- uðust enn aðeins upp á við árið 1992. Þessi síðustu tvö ár komust vextimir á einstaka tímabilum yfir 10%. Síðustu mánuði hafa þessir vextir verið í kringum 9,5% sem fyrr segir. Sú vaxtahækkun sem hér um ræð- ir þýðir t.d. um 4-5 þúsund króna viðbótarútgjöld á mánuði (50—60 þús.kr.á ári) fyrir þann sem þarf að borga af rúmlega milljón króna líf- eyrissjóðsláni eða álíka skuldabréfi í banka/sparisjóði. Hefði slíkur mað- ur t.d. um 120 þús.kr. mánaðarlaun þá myndi til dæmis lækkun raun- vaxta niður í 5% færa honum eins miklar kjarabætur eins og 6-8% kauphækkun. - HEI Smábátaeigendur og aðrir sem velða með þorskanetum eru komnir í páskafrí vegna veiðibanns til verndar hrygningarþorski. Þeir Óskar Ámason t.v. og Kjartan Kjartansson á Smára RE14 voru niðri á Granda í gær að fara yfir þorskanetin svo allt yrði klárt eftir páska. Veiðistoppið fer þó mis- jafnlega vel í sjómennina sem sumum finnst það fjandi hart að þurfa að taka upp netin á háver- tíðínni. Timamynd Ámi Bjarna Landssamband smábátaeigenda: Hafnar niðurstöðum Tvíhöfðanefndar Landssamband smábátaeigenda hafnar alfarið niðurstöðum svokall- aðrar Tvíhöfðanefndar um mótun sjávarútvegsstefnu og telur að með vinnubrögðum sínum hafi nefndin sýnt sig vanhæfa til að fjalla um þau mál er henni var ætlað, sam- kvæmt lögum um stjómun fisk- veiða. í bókun Landssambandsins kemur fram að á grundvelli laga um stjórn- un fiskveiða var nefndinni uppálagt að meta hagkvæmustu samsetningu fiskiskipaflotans. Að mati LS af- greiðir nefndin það hins vegar með hreinum orðhengilshætti og þannig brotið og hunsað í veigamiklum at- riðum þau ákvæði laganna er kveða áum störfhennar. Landsambandið vill sérstaklega benda á að ýmsar upplýsingar sem frá nefndinni hafa komið varðandi smábátaútgerðina eru beinlínis rangar eða þannig settar fram að að- alatriðum er sleppt Að sama skapi hefur nefndin alfarið sniðgengið lögbundið samráð sem henni var ætlað að hafa við sjávarútvegsnefnd Alþingis og samtök helstu hags- munaaðila. -grh Tillaga um rannsókn á fjármálum Hrafns „Við leggjum til með vísan til 39. gr. stjómarskrárinnar að sett verði á stofn níu manna rannsóknamefnd á vegum Alþingis sem rannsaki hvernig ráðningu Hrafns Gunnlaugssonar í stöðu framkvæmda- stjóra Sjónvarps bar að höndum. Einnig verði athugað hvort um óeðlileg hagsmunatengsl sé að ræða milli Hrafns Gunnlaugssonar annars vegar og menntamálaráðuneytisins tir verötryggöra lana meðalvextir i % og Sjónvarpsins hins vegar og hvort hann sé af þeim sökum heppilegur til að veita Sjónvarpinu forstöðu og að gera samninga við sjálfan sig,“ segir Páll Pétursson, alþingismaður. Meðflutningsmenn Páls eru þing- mennimir Steingrímur J. Sigfússon, Kristín Ástgeirsdóttir, Steingrímur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir. Samningur sá sem Pétur Guðfinns- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, gerði við Hrafn Gunn- laugsson, núverandi framkvæmda- stjóra Sjónvarpsins, og gagnrýndur var harðlega á Alþingi í fyrradag, var gerður 18. september í fyrra. Hrafn fékk fyrir samninginn 1,5 milljónir 5. febrúar í ár og 2,4 milljónir 5. apr- fl, þ.e. í fyrradag. Sveinn Einarsson, fyrrverandi dagskrárstjóri innlendr- ar dagskrárdeildar Sjónvarpsins, neitaði Hrafni að gera þennan samn- ing vegna þess að hann taldi að með honum væri verið að brjóta þær reglur sem fram að þessu hafði verið framfylgt á Sjónvarpinu í sambandi við kaup á íslenskum myndum. Sveinn vísaði m.a. til þess að Pétur Guðfmnsson hafði tekið ákvörðun um að hafna því að gera slíkan samn- ing við Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndaleikstjóra. Eftir að Hrafn hafði fengið neitun hjá Sveini snéri Hrafn sér til Péturs og gerði við hann samning. Samningur Hrafns og Péturs gerir ráð fyrir tveimur endursýningum í Sjónvarpinu, eigi síðar en þremur árum frá ffumsýningu myndarinnar. -EÓ Hrafn selur borginni hús

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.