Tíminn - 15.04.1993, Qupperneq 2

Tíminn - 15.04.1993, Qupperneq 2
2 Tíminn Fimmtudagur 15. apríl 1993 Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur verið að vinna að til að liðka fyrir gerð kjarasamninga munu m.a. verða fjármagnaðar með niðurskurði og samdrætti í opinberum rekstri. BSRB: Avísun á meira atvinnuleysi ögmundur Jónasson, formaöur BSRB, segist hafa orð forsætisráöherra, utanríkisráðherra og Qármálaráðherra fyrir því að þær aðgerðir sem ríkis- stjórnin hefur verið að vinna að til að liðka fyrir gerð nýs kjarasamnings verði m.a. fjármagnaöar með samdnetti og niðurskurði í opinberum rekstri. „Þannig að sumir hverjir munu koma til með að borga þetta með at- vinnu sinni og aðrir með skertri þjónustu sem þeir fá. Auðvitað vilj- um við fá lækkun á matarverði og ýmsu öðru sem verið er að tala um og m.a. fjármagn til atvinnuskap- andi aðgerða. Gn ekki að það sé fjár- Þyrla sækir landgöngu- liða Þyrla Varnarliðsins sótti í gærmorgun landgönguiiða sem var talinn illa haldinn af vosbúð í nágrenni Skjald- breiðar. Snemma í gærmorgun greindu starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar boð frá neyðarsendi sem sendi út á tíðni Vamarliðsins. Boðin bárust frá stað norðaust- ur af Þingvallavatni í námunda við Skjaldbreið en þar er æfing- arsvæði fyrir björgunarsveitir o.fl. Fjórir landgönguliðar Vam- arliðsins fóm þangað í fyrradag til æfinga. Vamarliðinu var þeg- ar gert viðvart Það sendi þyrlu á vettvang og í fyrstu var álitið að einn landgönguliðinn væri illa haldinn vegna vosbúðar. Hópurinn sem telur fjóra til fimm menn var að sögn tals- manns Landhelgisgæslunnar illa búinn til ferðarinnar og mun sá er verst var ástatt um, hafa verið lagður inn á sjúkra- hús til aðhlynningar en var út- skrifaður þaðan í gær. -HÞ magnað á kostnað samneyslunnar, velferðarþjónustunnar og atvinnu- öryggis okkar félagsmanna. En það er það sem virðist vera í burðarliðn- um á sama tíma sem áfram er haldið að ívilna atvinnurekendum með niðurfellingu á þeirra gjöldum og engum kauphækkunum." Ögmundur segir það einnig mjög alvarlegt að markmið ríkisstjómar með hugsanlegum aðgerðum í at- vinnumálum beinist ekki að því að atvinnuleysið fari niður fyrir 5%. ,Jdenn virðast vera búnir að sætta sig við það að atvinnuleysi hér á landi verði um 5%, sem þýðir stöð- ugt atvinnuleysi hjá 6-7 þúsund manns. Það sem verra er að það er ástæða til óttast að þær ráðstafanir sem stjómvöld hyggjast grípa til, niðurskurður í opinberri þjónustu og fækkun starfa þar, muni leiða til enn meira atvinnuleysis." Formaður BSRB segir það vera afar slæman hlut ef nýr kjarasamningur ASÍ og VSÍ verður fjármagnaður á kostnað atvinnuöryggis opinberra starfsmanna. „Ég hef alltaf talið það mjög slæm- an kost að hreyfing launafólks skyldi ekki samræma sínar kröfur og knýja á um þær. Ég held að það hefði orð- ið miklu farsælla en sú leið sem Al- þýðusambandið valdi að samræma sín sjónarmið Vinnuveitendasam- bandi íslands. Og ég held að þetta far sem menn fóm ofan í fyrir all- löngu síðan, leiði bara í vitlausa átt; út í fen og móa.“ -grh Tæpur helmingur af skuldum sjávarútvegarins eru hjá Landsbanka og Fiskveiðasjóði: Eignir 132 millj. skuldir 93 millj. Heildareignir í sjávarútvegi voru 132 milljarðar króna í lok september 1992. Fyrirtæki í sjávarútvegi skulduðu hins vegar 93 milljarða. Stærstu einstaka lánveitendur sjávarútvegsins eru Landsbankinn og Fiskveiðasjóð- ur, en samtals hafa þessar lánastofnanir lánað fyrirtækjum í sjávarútvegi 43,6 milljarða. Skuldir fyrirtækja í sjávarútvegi við banka voru í lok september í fyrra 40 milljarðar. Þar af lánaði Landsbanki 27 milljarða, íslands- banki 8 milljarða, Búnaðarbanki 3 milljarða og sparisjóðirnir 2 millj- arða. Sjávarútvegsfýrirtækin skuld- uðu 31 milljarð í sjóðum, þar af 16,4 milljarða hjá Fiskveiðasjóði, 5,1 milljarð hjá Byggðasjóði, 2,7 millj- arða hjá öðrum fjárfestingalánasjóð- um og 7,2 milljarða hjá atvinnu- tryggingardeild Byggðastofnunar. Sjávarútvegurinn hefur tekið einn milljarð að láni erlendis með bein- um lántökum, þ.e. án milligöngu innlendra banka. Einn milljarður hefur verið tekinn að láni með eignaleigu og 20 milljarða skuld liggur utan lánakerfisins. Samtals eru þetta 93 milljarðar. Eignir sjávarútvegsins eru hins vegar 132 milljarðar. Þessar eignir skiptust þannig að fiskiskip eru met- in á 71 milljarð (tryggingaverð- mæti), byggingar, vélar og tæki og birgðir fiskvinnslu á 40 milljarða, aðrir veltufjármunir á 10 milljarða og aðrir fastafjármunir á 11 millj- arða. -EÓ Suðuriand: Kornsáning aö hefjast Kombændur á Suðurlandi byrja væntanlega komsáningu strax eft- ir helgi. Olafur Eggertsson á Þor- valdseyri undir Austur- Eyjafjöll- um sagði ekkert vera að vanbúnaði að hefja sáningu því jörð sé frost- laus og vor í lofti. Ólafur og fyrirtækið Akrafóður í Austur-Landeyjum standa í ár fyrir milliliðalausum innflutningi á sáð- komi, beint frá Noregi. Ágæt þátt- taka var í þessum innflutningi meðal sunnlenskra kombænda og verða flutt 72 tonn sáðkoms til landsins. Komið kemur til landsins öðm hvom megin við helgina og þegar búið er að innleysa það úr tolli hefst sáning af fullum krafti. Flestir kombændur á Suðurlandi em undir Eyjafjöllum og í Landeyj- um en komrækt hefur einnig verið að ryðja sér til rúms í Ámessýslu á síðustu ámm, ekki hvað síst í uppsveitum sýslunnar. -sbs, Selfossi Almannavarnaæfing í Vík í Mýrdal: Hvað ef Katla dags. Á æfingunni eru fbúaríVíkí í þessum efnum. „fbúar hér í Vfkinni verða ift- ið varir við þetta fyrstu tvo dag- ana. Hins vegar verður aðalstag- kraftur æfíngarinnar á föstudag- inn. Þá verða nokkrar björgunar- sveitir hér á svæðinu, menn frá Almannavömum, vamarliðinu og þyrla Landhelgisgæslunnar verður notuð við æfinguna,“ sagði Hafsteinn Jóhannesson, sveitarstjóri í Vik í Mýrdal, f samtali viö blaðið. Almanna- vamanefndir Vestur- Skaftafells- og Rangámllasýslna taka enn- og stendur Öl föstu- en fremur þátt f æfíngunnL Þetta er eldd einasti varnaglinn sem JHýrdælingar hafa verið að slá í víðbúnaði rið KÖtluhlaup. Fyrir nokkrum vikum efndu jarðvísindamenn sem sérstak- iega hafa beint rannsóknum aín- nm að Mýrdalsjökli og Kötlu- svæðinu til svokallaðrar Kðtlu- stefnu í félagsheimiUnu Leik- skálum í Vík. Þar voru sýndar myndir og kort af þessu svæði og flutör fyririestrar um málefnið, -sbs, Selfossi Vafamál hvort þeir sem misnota áfengi ættu að fá ökuskírteini fyrr en eftir tvítugt: Ungir „alkar“ aka 4-falt oftar útaf Komið hefur í Ijós að mikil hætta er á að áfengissjúklingur valdi umferð- arslysi ekki bara á meðan hann er ölvaður heldur einnig þegar hann er að jafna sig eftir drykkju. Sérstaklega á þetta við meðal þeirra sem eru um tvítugt eða yngri. Víðtæk læknisrannsókn hefur leitt í ljós að ein- kenni um áfengissýki eru fjórum sinnum algengari meðal ungs fólks sem lent hefur í útafakstri, heldur en meðal jafnaldra þeirra almennt. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar er brýnt að fylgjast með ungu fólki sem misnotar áfengi. Sömuleiðis er það talið vafamál hvort þetta unga fólk ætti að fá ökuskírteini fyrr en eftir tví- tugsaldur. Blaðið Heilbrigðismál segir frá þessari rannsókn sem Kristinn Tómasson, læknir á geðdeild Land- spítalans, hefur gert ásamt sam- starfsmönnum sínum. Kannaður var þáttur áfengis í 475 umferðar- slysum sem urðu með þeim hætti að bíl var ekið út af vegi. Til saman- burðar var valinn 1.000 manna hópur. Samkvæmt svörum hóp- anna á sérstökum spumingalista kom í ljós að í slysahópnum reynd- ust meira en tvisvar sinnum fleiri gmnaðir um áfengisskýki heldur en í samanburðarhópnum. Meðal þeirra sem vom 20 ára og yngri var hlutfallið fjórfalt hærra í slysa- hópnum en jafnaldra í samanburð- arhópnum. - HEI Þorlákshöfn: Þorskafli svipaður og í fyrra Alls eru komin 12.161 tonn af óslægðum fiski á land í Þorlákshöfn það sem af er vetrarvertíðar. Þetta er talsvert meiri afli en á sama tíma í fyrra, en þess ber að geta að þorsk- afli er svipaður en loðnulöndun í febrúar og mars var talsvert meiri en í fyrra. Aflahæsti báturinn sem stendur er Friðrik Sigurðsson ÁR 17, en þar stendur Sigurður Bjarna- son í brúnni. Sá bátur er nú kominn með 1.108,5 tonn á land. Engir bát- ar eru á veiðum þessa dagana, aðrir en togarar, vegna páskastoppsins sem nú stendur yfir. -sbs, Selfossi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.