Tíminn - 15.04.1993, Qupperneq 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 15. apríl 1993
Tímiim
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrfmsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Slml: 686300.
Auglýslngasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð i lausasölu kr. 110,-
Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Vond
skólastefna
í nýlegu svari menntamálaráðuneytis við fyrirspurn
nokkurra þingmanna stjórnarandstöðunnar um áhrif
niðurskurðar fjárframlaga til grunnskólans á skólastarf
koma fram upplýsingar sem valda verulegum áhyggjum.
Greinilegt er af svari menntamálaráðuneytis að skerð-
ing hefur orðið, einkum í Reykjavík, í því sem kalla má
grundvallarnámsgreinar, s.s. íslenska og stærðfræði.
Áhrifin hafa hins vegar ekki verið eins mikil úti á landi,
m.a. vegna þess að skerðingin kemur fram í því að
skólaárið lengist ekki eins mikið og annars hefði orðið
og að sums staðar voru kennslustundir í fyrra færri en
áætlað hafði verið og fækkunin kemur þar af leiðandi
ekki fram.
Minni íslenskukennsla, minni stærðfræðikennsla og
raunar skerðing skólatíma almennt er sú skólastefna
sem mörkuð hefur verið af núverandi ríkisstjórn undir
formerkjum sparnaðar. Tvö ár í röð hefur þessari skóla-
stefnu verið þröngvað upp á þjóðina og það jafnan látið
fljóta með að um tímabundna, einstaka aðgerð sé að
ræða „vegna erfiðrar stöðu ríkisfjármála". Engum dylst
lengur að þessi skólastefna mun ráða för meðan núver-
andi ríkisstjórn er við völd, því henni mun alltaf fylgja
„erfið staða ríkisfjármála". Ráðherrar ríkisstjórnarinnar
hafa nefnilega reynst gjörsamlega getulausir gagnvart
þeim vandamálum sem þeir hafa þurft að glíma við,
hvort heldur er á sviði atvinnumála, efnahagsmála, rík-
isfjármála eða í öðru. Skólaæska landsins og íslenskir
foreldrar þurfa því ekki að búast við nýrri skólastefnu
frá núverandi valdhöfum — niðurskurður og sparnaður,
sparnaður og niðurskurður verður áfram framlag þeirra
til íslenskra mennta.
Ekki verður hjá því komist í þessu samhengi að benda
á mál dagsins, en gagnvart yfirvöldum menntamála
virðist ekki sama í hvað fjármagn skattborgaranna er
notað. Á sama tíma og við fáum fréttir um niðurskurð á
íslenskukennslu umgmenna, telur menntamálaráð-
herra við hæfi að kaupa hálaunamann hjá Sjónvarpinu
úr embætti með því að borga honum full laun í heilt ár,
til að geta ráðið annan mann í stöðuna. Á sama tíma og
íslenskukennslan er skorin niður eru keyptar bíómynd-
ir í grunnskólana fyrir milljónir, myndir sem ekkert
fræðilegt gildi hafa til kennslu.
Þó hér séu á ferðinni „smáaurar" miðað við þær tölur,
sem annars er verið að skera niður, er það alveg ljóst að
þessir „smáaurar" hefðu víða verið vel þegnir í fjársveltu
en uppbyggilegu skólastarfi.
Heillaóskir til
Morgunblaðsins
Morgunblaðið hefur nú flutt höfuðstöðvar sínar úr
gamla miðbænum í nýtt og glæsilegt hús í Nýja mið-
bænum í Reykjavík. I hinum nýju húsakynnum mun
Morgunblaðið prófa sig áfram með ýmsar nýjungar í
vinnslu blaðsins, sem starfsmenn annarra prentmiðla
munu fylgjast grannt með. Þetta eru mikil tímamót hjá
hinu stóra og rótgróna dagblaði og vill Tíminn af þessu
tilefni óska Morgunblaðinu og starfsmönnum þess alls
hins besta í nýjum heimkynnum.
Menn eru femír að kalla mennte-
umboðsskrifstofu Hrafns Gunn-
laugssonar. Hermt er^aðþessi um-
ustu sem íslenskur fistamaður hef-
ur nokkru sinni haft
Eg hef ekki skrifað
þettabróf
f vetur sent bréf frá umboðsskrif-
stofunni. fslenska menntamáia-
Bréf hér og bréf þar
bjóðanda skrifstofunnar, Hrafni rétt
Norraena
ekki svo
Einarsson í DV í
En auðvitað er
skrifa bréfog var þar að vísa til Nor-
ræna kvikmyndasjóðsins. Petta ieiðir
menntamála hefur útskýrt í fjöb
miðlum. faetta bréf var bara eitt að
Sjóðsstjómin virðist taka það sem
skrifstofunnar, ekki að vasast í
daglegum störfum eins og bréfa-
skriftum. Ráðherrann hefur nú
um að N’omeni kvíkmyndasjóður- sjálfúr teiáð af skaríð og uppiýst að
inn hafi aldrei fyrr verið beiltur hann hafi ekki skrifað bréfið. Sví-
þrýstingi af þessu taglfrá svo valda- amir hjá Norræna kvifmyndasjóðn-
mfidum aðilum. um eru þess vegna efcki annað en Hrafn í staðinn.
voru
hverannar starfsmaður hafi svo skrif-
inn búið, því það etu jú svo margir
sem skrtfa bréf í menntamáferáðu-
að segja svo fengt f samtafi við Tím-
neytinu, og spyrja hvort ráðherrann
ábyrga ráðherra og yfirmanns frá því í
hvers hmna Noiðuríandanna aetti í um, sem aeðstu yfirmenn þess táðu-
hhit hefði þetta þótt í hæsta máta neytis sem ráðherrann ber ábyrgö á,
Við langborðm
Aldrei hafa eins margir talað eins Þú spyrð, er að ganga saman? Ég borga brúsann með einum hætti
oft við fjölmiðla um að þeir hafi
ekkert að segja eins og aðilar
vinnumarkaðar og ráðherrar und-
anfamar vikur. Myndmiðlarnir
sýna hvar Benedikt gengur inní
Garðastrætið og heilsar Þórarni
með breiðu brosi. Fjöldi manns
situr við ferhymt borð, lítur í
plögg og borðar kökur. Jakinn er
brúnaþungur og Bimi Grétari
bregst ekki bogalistin að raka
kringum skeggið.
Við Grensásveg er lfka setið við
langborð og þar em bakningar á
borðum. Þar eru miklar nefndir að
störfum eða bíða þess að hefja
störf. í Karphúsinu er gengið mik-
ið og stundum hratt eftir göngum,
og stundum er gamla Rúgbrauðs-
gerðin vettvangur hins önnum
kafna aðgerðaleysis.
Mestu fréttirnar em samt þegar
Benedikt fer í Stjómarráðið við
Lækjartorg. Þangað hleypur líka
Magnús Gunnarsson við fót og inn
hleypur Jóhanna og inn hlaupa
Jón og Jón Baldvin og Friðrik
gengur hnakkakerrtur á móti
hljóðnemum og myndavélum.
Davíð stendur innan við glugga og
fylgist áhugasamur með hvað fram
fer á hlaðinu hjá honum.
Enginn, sem inn fer, hefur neitt
að segja um hvaða erindi hann á í
Stjómarráðið, en manni er sagt að
verið sé að funda um kjaramál.
Ég svara
Næst fara aðilar vinnumarkaðar-
ins og ráðherrar að tínast út og
Benedikt hristir höfuðið og segir
að ekkert hafi gerst. Þórarinn V.
segir að nú verði eitthvað að fara
að gerast og Magnús er vongóður
um að málin muni leysast, en
hann veit bara ekki hvenær. Jó-
hanna hristir höfuðið og segist
ekki segja orð. Jón Baldvin segir:
svara: Samningar munu nást.
Þegar ró kemst á, talar forsætis-
ráðherrann við fréttamenn og seg-
ir fundinn hafa verið góðan og að
það sé að draga saman, en málin
séu erfið.
Um helgar eru svona fundir
haldnir í Ráðherrabústaðnum og
þá mæta ráðherrar bindislausir í
sumarbústaðablússunum sínum.
Orðaskipti fjölmiðlanna og ráð-
lfáíiA ^ ^ í
vnt og preui
herra og aðila vinnumarkaðarins
og hagfræðinga þeirra em með
hefðbundnum hætti og á svipaða
lund og áður er lýst.
Benedikt segir svaka mikla vinnu
vera lagða í samningsdrög og þol-
inmæðin sé á þrotum. Þórarinn
segir að þetta verði að fara að
ganga. Jón Baldvin segir: Þú spyrð,
ég svara og svo spyr hann og svar-
ar og fer spurningin inn um annað
eyrað og svarið út um hitt.
Síðan gefur Davíð kost á viðtali og
tilkynnir að miklir erfiðleikar séu í
þjóðfélaginu, en samningar séu á
næsta ieiti.
Alltaf er verið að
semja
Tilbrigði við stefið er þegar Ög-
mundur og Páll fá að vera með.
Þeir eru löngu búnir að missa þol-
inmæðina og staðhæfa að við þá sé
barasta ekkert talað og láta að því
liggja að samtök þeirra verði látin
eða öðrum, ef samið verður við að-
ila vinnumarkaðarins um kaup á
steinsteypu til að uppmælingaað-
allinn fái eitthvað að bardúsa.
Svo er deilan í Straumsvík komin
með sérstæðum hætti þversum
inn í alla samningagerð og getur
allt eins farið svo að einhverjir
karlar og kerlingar í Zurich hafi
úrslitaáhrif á hvort þjóðarsátt get-
ur tekist á íslandi eða hvort samfé-
lagið riðlast í einhvers konar
stjómleysi.
Ekki er tekist á um kaupið í þeim
viðræðum, sem fram fara bak við
luktar dyr til að láta líta svo út fyr-
ir að eitthvað sé verið að gera. Það
er talað um vexti og skattamál og
ríkisframkvæmdir. Atvinnuástand-
ið er höfuðverkur sem enginn veit
hvemig á að lækna, nema helst
með atvinnubótavinnu, en hana
verður að kalla öðmm nöfnum, því
hvergi er hreinskilninni fyrir að
fara.
Ríkisstjórnin þverskallast við að
leggja neitt af mörkum til að leysa
málin og áfram er haldið að funda
hér og funda þar um samningana
og gefnar em út yfirlýsingar um að
þolinmæðin sé að bresta eða að
sýna verði dálitla þolinmæði, því
allt sé þetta að leysast, en enginn
veit hvernig.
Myndmiðlar halda áfram að sýna
aðila vinnumarkaðar ganga inn
um dyr og út um dyr og ráðherra
ganga inn í Stjórnarráðið og út úr
því aftur. Blöðin segja fréttir af því
að ekkert sé að frétta og fréttaskýr-
endur vita upp á hár hvers vegna
ekkert skeður í kjaraviðræðunum
og ef einhver er enn að lesa þenn-
an pistil getur hann velt fyrir sér
um hvað hann er og hvers vegna
hann er skrifaður.
Það er af því að alltaf er verið að
semja. OÓ