Tíminn - 15.04.1993, Page 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 15. apríl 1993
Menntamálaráðherra kannast ekki við að Hrafn Gunnlaugs-
son hafi leitað aðstoðar sinnar:
Aðstoðar ráð-
herra var leitað
f DV í gær er haft eftir Ólafi G. Einarssyni menntamálaráöherra
að Hrafn Gunnlaugsson hafi ekki leitað eftir aðstoð sinni til að
reyna að þrýsta á um styrkveitingu Norræna kvikmyndasjóðsins.
„Tíminn þyrfti helst að birta þetta bráf með undirskriftinni og þá
ófalsað,“ sagði ráðherrann við DV í gær.
Hér á eftir fer bréf það sem Hrafn Gunnlaugsson sendi Ólafi G.
Einarssyni menntamálaráðherra þar sem hann óskar liðsinnis
ráðherrans við að afla styrks úr Norræna kvikmyndasjóðnum.
Hrafn Gunnlaugsson óskaði góðfúslega eftir því í gær að það
bréf yrði birt í heild sinni í Tímanum þar sem það skýrði málstað
hans gagnvart ummælum Bengt Forslund, forsfjóra Norræna
kvikmyndasjóðsins, í frétt Tímans í gær varðandi aðdraganda
styrks vegna gerðar myndar Hrafns, Hin helgu vé.
•• F.I.L.M
iiíinniamslaráðherra
Ólaiur G. Einarsson
c/o nenniamálaráðuneytið
Sölvhólsgötu 4,
Rvk.
VTA
tfð P.O. BOX 7103
RoykjavOc - lcoland
Ot&cm address: Brávalisgsts 20
Teiephone 28810 - Telex 2018 Hekle is
Reykjavík, I6.09.92
v/Nordisk Film- ovh TV fonð
við úthlutun úr Kvlkmyndasjóöi ísiends í jan. '92 voru veittar 21
milljón ísl. kr. t1l upptöku é "Hln helgu vé". Kostnaðaráœtlun myndarinnar
hljóðaðl upp á sem nœst 84 mllljónir. Úthlutun Kvlkmyridesjóðs pýddi pví að
f jérmagn var pví fenglð fyrlr 1/4 af éœtluðum kostnaði.
Pann 7. fePrúar, '92 sendl Hráín Gunnlaugsson oréf til Bengt Forslund
frarnkvœmdastjóra Nordlsk Film- och TV-fond og tjáðl honum að harrn vlldi
kanna viðörögð sjóðslns viö hjélögðu hendriti að "Hiri helgu vé'.- Bengt
svaraðl með faxl pann 17. feörúar, '92
Semkveemt ríkjandi vinnureglu gat fremkvœmdastjóri sjóðsins dundið
sjóðinn upp é alll eð 3 mllljónir sænskar pætti honum verkefni sérsteklega
áhugavert. Jákvætt svar frá Bengt var pví jaínan túlkað ef framleiöendum
sem fyrirhéit um hver endanleg niðurstaða yrði peger umsókn yrði íormlega
afgreidd. í sverfaxi Bengt segir m.a: 'Beráttelsen ár i mitt lycke en mycket
fm berndomsskildrtng med total vikt pe 'det íörpjudna', öarnets upptáckt av
sexualíteten. Jag tycker ocksá ett den ðr föredörnligt koncentrerad - som en
woody Allen-film uten jðmíörelse i övrigt" Og nokkru síðar segir
'Konstnðrligt sett tror jag bátje pá Oig och berattelsen och vill gðrna vara
med p8 ett hörn."
Hin mjög .svo jákvæðu viðbrögð við handritlnu og pað vilyrði um
pálttöku í framleiðslu sem kernur frem í tflvitnuöum orðum, varð tll pess að
Hrafn var í góðri trú um að hann hefði nú rninnst helrning fjárrnagns til
mynderinnar borðliggjandi. Hann taldi stöðu sína nógú sterka til að leita
eft.tr frekara liðsinni um íjármögnun erlendis og hafði sarnband við Bo-
Jonsson hjé Vikíng Film í Stokkhólmi. Bo tók erindi Hrafns vel, ekki síst i
ijósl faxsins^frá Bengt og gerðu Viking Filrn og fyrirtæki Hrafris (FILM)
fjármögnunaraætlun par sem miðað var við pátttöku Norræna sjóðsins að
1/4 hlute. Bo Jonsson ræddi við Bengt í síma og tjáðl honurn fré áætltiriinni
og væritanlegri umsókn í sjóðinn. Berigt gerði enga athugesernd við pessar
hugmyndir. í hðfuðdráttum var hugmynd Bo sú að Sviar greiddu 1/4 af
kostnaði, Norræní sjóðurlnn 1/4 -‘Kvikmyndesjóöur íslands hði'ði pegar veiti
sern næst l/4 til myndarinnar og að pau 25% sem pá vantaði upp á íengjust
að hluta til við næstu úthlutun Kvikmyndasjóðs islánds og rneð væntanlegn
sölu aðgangseyris.
í mars hittl síðan Hrafn Bengt í Stokkhólmi og ræddu peir urn upptöku
rnyridarinnar urn surnarið og var ekki á Bengt enneð að heyre en allt stæði
Upphaf bréfsins.
Menntamálaráðherra ólafur G.
Einarsson c/o menntamálaráðu-
neytið, Sölvhólsgötu 4, Rvk.
v/Nordisk Film- och TV-fond
Reykjavík, 16.09.92
Við úthlutun úr Kvikmyndasjóði
íslands í jan. ‘92 voru veittar 21
milljón ísl. kr. til upptöku á „Hin
helgu vé“. Kostnaðaráætlun mynd-
arinnar hljóðaði upp á sem næst 84
milljónir. Úthlutun Kvikmynda-
sjóðs þýddi því að fjármagn var því
fengið fyrir 1/4 af áætluðum kostn-
aði.
Þann 7. febrúar ‘92 sendi Hrafn
Gunnlaugsson bréf til Bengts Fors-
lund, framkvæmdastjóra Nordisk
Film- och TV-fond, og tjáði honum
að hann vildi kanna viðbrögð sjóðs-
ins við hjálögðu handriti að „Hin
helgu vé“. Bengt svaraði með faxi
þann 17. febrúar ‘92.
Samkvæmt ríkjandi vinnureglu
gat framkvæmdastjóri sjóðsins
bundið sjóðinn upp á allt að 3 millj-
ónir sænskar, þætti honum verkefhi
sérstaklega áhugavert. Jákvætt svar
frá Bengt var því jafnan túlkað af
framleiðendum sem (yrirheit um
hver endanleg niðurstaða yrði, þeg-
ar umsókn yrði formlega afgreidd. í
svarfaxi Bengts segir m.a.:
„Beráttelsen ár i mitt tycke en myc-
ket fin barndomsskildring með tot-
al vikt pá „det förbjudna“, barnets
upptáckt av sexualiteten. Jag tycker
ocksá att den ár föredömligt kon-
centrerad — som en Woody Allen-
film utan jámförelse i övrigt.“ Og
nokkru síðar segir: „Konstnárligt
sett tror jag báde pá dig och
beráttelsen och vill gáma vara med
pá ett höm.“
Hin mjög svo jákvæðu viðbrögð
við handritinu og það vilyrði um
þátttöku í framleiðslu, sem kemur
fram í tilvitnuðum orðum, varð til
þess að Hrafh var í góðri trú um að
hann hefði nú minnst helming fjár-
magns til myndarinnar borðliggj-
andi. Hann taldi stöðu sína nógu
sterka til að leita eftir frekara lið-
sinni um fjármögnun erlendis og
hafði samband við Bo Jonsson hjá
Viking Film í Stokkhólmi. Bo tók
erindi Hrafns vel, ekki síst í ljósi
faxins frá Bengt, og gerðu Viking
Film og fyrirtæki Hrafns (FILM)
fjármögnunaráætlun þar sem mið-
að var við þátttöku Norræna sjóðs-
ins að 1/4 hluta. Bo Jonsson ræddi
við Bengt í sfma og tjáði honum frá
áætluninni og væntanlegri umsókn
til sjóðsins. Bengt gerði enga at-
hugasemd við þessar hugmyndir. í
höfúðdráttum var hugmynd Bo sú
að Svíar greiddu 1/4 af kostnaði,
Norræni sjóðurinn 1/4 - - Kvik-
myndasjóður íslands hafði þegar
veitt sem næst 1/4 til myndarinnar
— og að þau 25%, sem þá vantaði
upp á, fengjust að hluta til við
næstu úthlutun Kvikmyndasjóðs ís-
lands og með væntanlegri sölu að-
gangseyris.
í mars hitti síðan Hrafn Bengt í
Stokkhólmi; ræddu þeir um upp-
töku myndarinnar um sumarið og
var ekki á Bengt annað að heyra en
allt stæði hvað varðaði Norræna
sjóðinn. Sú staðreynd að sjóðurinn
féll síðan frá fyrirheiti fram-
kvæmdastjórans á síðustu stundu
kom því aðstandendum „Hin helgu
vé“ algerlega í opna skjöldu.
Til að varpa ljósi á stöðu mála hvað
afstöðu framkvæmdastjóra sjóðsins
snertir, er fróðlegt að líta á fax, sem
hann sendi Friðriki Þór og Ara
Kristinssyni þann 6. apríl (nokkrum
dögum eftir fúndinn með Hrafni).
Friðrik hafði sent Bengt handrit,
sem byggir á æskuminningum
Friðriks og er því sömu ættar og
„Hin helgu vé“. í svari Bengts frá 6.
apríl segir orðrétt: „Besides I must
admit that I personally find Hrafn’s
script better and more of universal
application than Fridrik’s, which I
read during the weekend."
Bengt notar sem rök fyrir því að
hafna Friðriki, að handrit Hrafns —
þ.e. „Hin helgu vé“ — sé betra og að
því er virðist inni hjá sjóðnum, og
því vart ástæða til að styrkja tvö
handrit um sama efni. Bengt minn-
ist hins vegar ekki á „Karlakórinn
Heklu“, sem fékk síðan styrk, eitt
verka frá íslandi.
Um þetta leyti mun hafa komið t
ljós, að fjárhagsstaða sjóðsins var
ekki sem skyldi. Þetta vissum við
hins vegar ekki fyrr en síðar. Þar
sem ffamleiðendur þóttust fullvissir
um fjárframlag úr Norræna sjóðn-
um, sóttu þeir ekki um framlag frá
Eurimage, þ.e. Evrópusjóðnum.
Verk eins og „Hin helgu vé“ hefði
trúlega átt þar greiðan aðgang, því í
úthlutunarreglum Eurimage er
lögð sérstök áhersla á bama- og
unglingamyndir.
Þann 25. maí (daginn fyrir úthlut-
unarfund Nordisk Film- och TV-
fond) barst óvænt bréf með faxi frá
Bengt, framkvæmdastjóra Norræna
sjóðsins, þar sem hann gerir ýmsar
athugasemdir við handritið að „Hin
helgu vé“, og ber því við að hann
hafi nú loks fengið lokahandrit og
lítist síður á það en frumhandritið,
sem hann hafði miðað fyrirheit sín
við. Þessi athugasemd hljómar nán-
ast sem fyrirsláttur, því söguþráður
handritsins hafði ekki breyst, held-
ur höfðu samtöl verið gerð ítarlegri
og verklýsingar á upptökum skráðar
inn. Bo Jonsson getur staðfest að
handritið hafði hvorki tekið list-
rænum né efnislegum breytingum.
Forsendur höfðu því á engan hátt
breyst frá því Bengt skrifaði faxbréf
sitt 17. febr. ‘92. Auk þess er bréfið
faxað svo seint (daginn fyrir úthlut-
unarfund) að útilokað var að gera
athugasemdir við efni þess fyrir
fundinn. Bo Jonsson reyndi sam-
dægurs að ná í Bengt til að leiðrétta
hugsanlegan misskilning vegna
handritsins. Það handrit, sem Bengt
vitnar til í bréfinu, var ensk þýðing á
eldri útgáfu af handritinu, sem
hafði verið gerð í fljótheitum til
kynningar fyrir kvikmyndahátíðina
í Cannes. ítarlegri útgáfa lá þá fyrir,
bæði á íslensku og sænsku. Bo tókst
ekki að hafa upp á Bengt. Auk þess
segir Bengt orðrétt í bréfinu: ,Jag
kommer dock inte att relatera mina
invandningar inför styrelsen för att
pá sá satt páverka dem i negativ
riktning, aven om jag máste tillstá
att jag inte ár entusiastisk."
Bengt segir með tilvitnuðum orð-
um að hann muni ekki tjá stjórn-
inni frá nýtilkomnum „efasemdum"
sínum. Ólafur Ragnarsson tjáði mér
hins vegar að Bengt hefði ekki stað-
ið við þessi orð. Bengt hefði lagst
gegn umsókninni á fundinum og
vitnað í bréfið. Bengt hefði hins
vegar stutt umsókn um „Karlakór-
inn Heklu“ frá Guðnýju Halldórs-
dóttur. Bengt hafði áður mælt gegn
þeirri umsókn, bæði í faxi og í sam-
tali við hlutaðeigendur. Ólafúr
Ragnarsson segir að þessi snögga
breyting á afstöðu Bengts hafí kom-
ið sér á óvart, og virðast þeir Bengt
því ekki hafa náð að bera saman
bækur sínar fyrir fundinn (Sjá nán-
ari frásögn af túlkun Ólafs á þessum
fundi í hjálagðri fundargerð Sam-
bands íslenskra kvikmyndafram-
leiðendafrá 17.08.92).
En höldum áfram þar sem frá var
horfíð. Þann 26. maí, þegar um-
sókninni er hafnað, er orðið of seint
að sækja um til Eurimage, vegna
þess að umsókn þarf að berast
löngu áður en upptökur hefjast og
næsti fundur Eurimage var áætlað-
ur í lok júní, þegar við værum
komnir vel af stað í tökum.
Við vorum því brunnir inni hvað
Eurimage snerti. Þetta gerði það að
verkum að fjárhagsgrundvöllur
myndarinnar var væntanlega hrun-
inn. Það hefði verið hrein ævintýra-
mennska að leggja út í tökur með
aðeins hluta af lágmarksfjármagni
tryggðan. í framhaldi þessa kom Bo
Jonsson í skyndiferð til íslands.
Okkur datt fyrst í hug að fresta upp-
tökunni um ár eða leggja hana nið-
ur. Að athuguðu máli kom í ljós að
útlagður kostnaður var þegar orð-
inn það mikill, að það væri nánast
jafn dýrt að hætta við og að ljúka
sjálfri upptökunni. Ástæða þessarar
niðurstöðu var að öll leikmynda-
smíðin hafði verið unnin í eyjunni
Gróttu. Náttúruverndarráð setti
sem skilyrði að ljúka yrði allri smíði
í eyjunni fyrir 1. maí vegna friðlýs-
Hrafn Gunnlaugsson
ingar svæðisins um varptímann.
Auk þess voru allir samningar við
leikara og upptökufólk þegar undir-
ritaðir og hefði þurft að greiða þeim
bróðurpart launanna hvort sem var.
Bo tókst með því að nota sambönd
sín í Svíþjóð til að fá fleiri sænska
aðilja í lið með okkur, svo ljúka
mætti sjálfri upptöku myndarinnar,
þ.á m. Sænsku kvikmyndastofnun-
ina, Svensk Filmindustri, Sænska
sjónvarpið o.fl., og framlag Svía
hækkaði þannig í 32% af fram-
leiðslukostnaði (Vísast í þessu sam-
bandi til hjálagðs ljósrits af kaflan-
um úr Samproduktionsavtal sem
heitir Insatser, Andelar). f ljósi
þeirra fjármuna, sem þegar hafði
verið eytt, og vegna þess að Bo tókst
að auka hlut Svía um 6%, töldum
við rétt að fara í töku til að eyði-
leggja ekki þá fjárfestingu sem þeg-
ar hafði verið gerð. Var reynt að
spara fé eftir ýtrustu getu við upp-
tökuna (sjá hjálagt bréf Bo Jonsson
til Bengts Forslund frá 15/9 ‘92 þar
sem hann gerir grein fyrir þessari
ákvörðun).
Núna þegar tökunni er lokið, er
allt fé uppurið og meira til. Úti-
standandi skuldir og lán vegna
myndarinnar eru um 10 milljónir
og er þá allur eftirvinnslukostnaður
eftir, sem er um 2,7 milljón sænskra
króna. Það er því ljóst að ógerlegt er
að ljúka myndinni nema Norræni
sjóðurinn komi til og standi við
fyrri heit. Við höfum því stöðvað alla
frekari vinnslu við myndina þar til
niðurstaða fæst um hvað Norræni
sjóðurinn hyggst gera. Sú regla hef-
ur ríkt að ekki skuli veitt til verka
sem upptökur eru hafnar á. En við
lítum svo á að okkar tilfelli sé und-
antekningartilfelli, því okkur var
nauðugur sá kostur einn að hefja
upptökur. Við teljum að í ljósi þeirr-
ar sögu, sem rakin hefur verið hér á
undan, beri sjóðnum siðferðileg
skylda til að standa við gefín heit.
í ljósi þess að framangreind loforð
Bengts voru gefin í samræmi við
það verklag, sem notað hafði verið
hjá sjóðnum við hliðstæðar aðstæð-
ur og þess að forsendur fyrir loforð-
inu höfðu ekki breyst með þeim
hætti að ógilt gæti efni Ioforðsins,
teljum við stöðu okkar siðferðilega
og lögffæðilega mjög sterka. En við
viljum forðast málaferli í Iengstu
lög, þar sem málaferli yrðu til að
skaða álit sjóðsins út á við og veikja
samstöðuna, sem um hann hefur
ríkt.
Það er mikilvægt að leysa þetta mál
innan sjóðsins og viljum við því
óska eftir því við þig, háttvirtur
menntamálaráðherra, að fúlltrúi fs-
lands geri þá kröfu innan stjórnar
að veittar verði 2,1 milljón sænskar
til að ljúka við „Hin helgu vé“ og
ekki verði úthlutað til nýrra verka
fyrr en staðið hefur verið við gefín
loforð. Þetta gæti gerst með þeim
hætti að fyrri umsókn yrði látin
gilda og tekin aftur upp til endan-
legrar afgreiðslu í ljósi þeirra að-
stæðna sem hér hefur verið lýst.
Virðingarfyllst,
f.h. framlei&enda „Hinna helgu
véa“,
Hrafn Cunnlaugsson
Bréf þetta er samið í samráði við
Tómas Þorvaldsson, lögfræðing
Sambands íslenskra kvikmynda-
framleiðenda.