Tíminn - 17.07.1993, Page 3
Laugardagur 17. júlí 1993
Tíminn 3
Byggðastofnun leggur fram byggðaáætlun til fjögurra ára:
Stærstu þéttbýlis-
staðirnir á lands-
byggóinni verði efldir
Byggöastofnun leggurtii í byggöaáætlun sem lögð hefur verið fyrir rikis-
stjómina að nýni opinberri þjónustu veröi í framtíöinni fyrst og fremst
fiindinn staöur i stærstu þéttbýiisstöðunum. Ekki er þó gert ráö fýrir aö
sú þjónusta sem nú er á hinum minni stööum veröi skert Lagt er til að
bændum sem búi (allra afskekktustu byggðum landsins veröi boðin að-
stoötil aö hætta búskap. Byggðastofnun leggst gegn því aö hafln verði
mjög umfangsmBdil flutningur á rikisstofnu nu m frá höfuöbotgarsvæðinu
útáland.
Sú byggðaáætlun sem nú er
komin fram er afrakstur breyting-
ar sem gerð var á lögum um
Byggðastofnun vorið 1991. Með
lagabreytingunni var verið að
gera stofnunina að meiri þróun-
ar- og áætlunarstofnun en dregið
úr hlutverki hennar sem lána-
stofnunar. Byggðastofnun var
gert að gera byggðaáætlanir til
fjögurra ára og endurskoða þær á
tveggja ára fresti. Sú áætlun sem
nú er komin fram Qallar meira
um vinnubrögð og markmið en
beinar markvissar tillögur. í áætl-
uninni er td. ekki að finna beinar
tillögur um hvar og hvenær
byggðar skuli haíhir, skólar og
sjúkrahús. Forráðamenn Byggða-
stofnunar telja að í næstu
byggðaáætlun sé hugsanlega
komin forsenda tii að leggja slíka
áætlun fram.
Eitt af því sem Byggðastofnun
leggur til er að gerð verði áætlun
um uppbyggingu þjónustumann-
virkja á vegum hins opinbera.
Slfk áætlun hefur verið gerð varð-
andi uppbyggingu vega, flugvalla
og hafha, en Byggðastofhun legg-
ur til að slíkar áætlanir verði
lagðar fram fyrir fleiri þjónustu-
flokka s.s. heilsugæslu, skóla og
þjónustu við aldraða og fatlaða.
Markmiðið með þessari áætlana-
gerð er að nýta það fjármagn sem
varið er til opinberra mannvirkja
sem best, bæði þannig að þjón-
ustunni sé valinn staður þar sem
hennar er mest þörf og að koma í
veg fyrir að dýr mannvirki eins og
hafnir séu reist á tveimur sam-
liggjandi stöðum þar sem vega-
samgöngur gera það að verkum
að ein höfn nægir.
í byggðaáætlun Byggðastofnun-
ar er bent á þrjár leiðir til að
dreifa stjómsýslu hins opinbera
meira um landið. í fyrsta lagi að
flytja heilar stofnanir frá Reykja-
vík út á land. Byggðastofnun
leggst heldur gegn þessari leið og
bendir á að reynsla td. Svía af
henni sé ekki góð. Erfiðleikarnir
og kostnaðurinn sem þessu fylgi
sé meiri en menn geri sé almennt
grein fyrir. Jafnframt sé viss
hætta á að stjómkerfið virki verr
en eita. önnur leið sé að koma
upp útibúum frá helstu þjónustu-
stofnunum ríkisins f landshlut-
unum. Þetta er sú leið sem stofh-
anir eins og Byggðastofnun,
Vegagerðin og Ralmagnsveitur
ríkisins hafa farið. Byggðastofnun
bendir á að f sumum tilfellum sé
hægt að fara þá leið að semja við
banka eða sparisjóði á lands-
byggðinni um að annast tiltekna
þjónustu fyrir ríkið. Þriðja leiðin
sem Byggðastofnun bendir á og
mælir eindregið með að farin
verði er að sameina sveitarfélög
og færa til þeirra aukin verkefni
sem ríkisvaldið sinnir núna. í
byggðaáætluninni segir að
reynsla Norðurlandanna bendi til
þess að færsla verkefna til sveitar-
félaga sé áhrifamesta aðferðin til
að færa störf og áhrif f þjóðfélag-
inu. Þessi tilfærsla muni tví-
mælalaust styrkja landsbyggðinæ
Byggðastofnun gerir áfram ráð
fyrir að stutt verði við atvinnulíf á
landsbyggðinni og í byggðaáætl-
uninni er bent á ýmsar leiðir til
þess. Stofnunin vill að lögð verði
meiri áhersla á að veita beina
styrki til verkefna sem talin séu
vænleg, frekar en lán. -EÓ
Göngugarpur
á góðu róli
Stefáni Jasonarsyni sækist vel
gönguför sín umhverfis ísland.
Viðkomustaðir hans í dag verða
Vík í Mýrdal og Kirkjubæjar-
klaustur. Stefán var við Land-
vegamót f Rangárvallasýslu sl.
fimmtudag.
Mynd SBS
enrt
Tilboðið gildir til eftirfarandi fjögurra borga
Verðdæmi:
Kaupmannahöfn
41.420 kr/
Amsterdam
35.355 kr.1
«
Lúxemborg
34.910 kr/
«
Baltimore
57.080 kr.1
«
«
(W) QATLASi^
EUROCARD.
«
Þú færð sjálfkrafa bíl
í næsta stærðar-
flokki fyrir ofan þann
sem þú borgar fyrir
bfll)
þegar þú kaupir
Flug og bíl ferða-
pakka til Evrópu
eða Bandaríkjanna.
Sjáðu heiminn með
þínum eigin augum
í enn betri bíl.
Hafðu samband við söluskrif-
stofur Flugleiða, umboðsmenn
félagsins um allt land, ferðaskrif-
stofurnar eða í síma 690300
(svarað alla daga frá 8-18).
*Verð miðast við staðgreiðslu og er per mann.
Bókunaríyrirvari er 7 dagar. Tilboðið gildir í
brottfarir í júlí og ágúst, heimflug má vera í
september. Lágmarksdvöl er ein vika.
Hámarksdvöl er einn mánuður.
Flugvallarskattar, forfallagjald og ótakmarkaður
akstur er innifalinn. Leitið upplýsinga hjá
sölumönnum um tryggingar á bílnum.
FLUGLEIÐIR
Traustur t'slenskur ferðafélagi