Tíminn - 17.07.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 17. júlí 1993
í júní var haldið
f Vín heimsþing
Sameinuðu þjóð-
anna um mann-
réttindi. Undir-
búningur undir
þingið hafði stað-
ið yfir í nokkur ár
án þess að miklar
fréttir færu af því
í íslenskum fjöl-
miðlum sem til stóð. Það fór líklega
framhjá flestum að fyrsti undirbún-
ingsfundurinn fyrir þingið var hald-
inn hér á landi á Laugarvatni sum-
arið 1991. Þar komu saman fulltrú-
ar frá mannréttindastofnunum, há-
skólum, félagasamtökum og
ráðuneytum allra Norðurlandanna.
Skýrslan frá Laugarvatnsfundinum
var gefin út sem opinbert Samein-
uðuþjóðaskjal með undirskrift
Kjartans Jóhannssonar sendiherra.
Frumkvæðið að þessum fundi áttu
þeir Guðmundur Alfreðsson þjóð-
réttarfræðingur og Jakob Möller
lögfræðingur, sem báðir starfa hjá
mannréttindaskrifstofu Sameinuðu
þjóðanna í Genf. Guðmundur tók
síðan virkan þátt f undirbúnings-
starfinu fyrir þingið. Eftir að því
lauk var Guðmundur beðinn um að
halda erindi í Noregi á vegum
nefndar, sem kennd er við Perez de
Cuellar, fyrrverandi framkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna, en
hann stýrir einnig störfum nefndar-
innar. Sú nefnd leysti Brundtland-
nefndina af hólmi. Nefndinni er ætl-
að að fjalla um menningu með svip-
uðum hætti og Brundtlandnefndin
fjallaði um umhverfismál. Guð-
mundur er staddur hér á landi og
féllst góðfúslega á að ræða við blaða-
mann um aðdraganda heimsþings-
ins og niðurstöður þess.
— Norðuriönd héldu annan undir-
búningsfund sinn í Lundi í febrúar
síðastliðnum með þátttöku sömu
stofnana og á Laugarvatnsfundin-
um. Varstu bjartsýnn eftir þann
fund um að einhver árangur yrði af
heimsþinginu?
„Þegar Lundarfundurinn var hald-
inn höfðu verið haldnir þrír fundir í
undirbúningsnefnd Sameinuðu
þjóðanna fyrir heimsþingið og þá
þegar var orðið ljóst að verulegt
ósamkomulag var um veigamikil at-
riði, sem átti að álykta um á þing-
inu. Meira að segja dagskrá þingsins
olli miklum deilum. Það þótti því
sýnt að erfiðlega mundi ganga að
komast að samkomulagi um öll at-
riði einhvers lokaskjals. Það kom
líka á daginn. Á Lundarfundinum
var sett saman skýrsla, einskonar
óskalisti Norðurlandanna, ekki bara
ríkisstjóma heldur líka félagasam-
taka og háskólafólks. Það gerðu sér
allir grein fyrir því á þeim fundi að
slíkur óskalisti, þótt hann yrði hafð-
ur til viðmiðunar eins og raun varð
á, mundi aldrei fá allur inni í loka-
skjalinu. Sú varð líka raunin á. Síð-
asti undirbúningsfundurinn í Genf í
apríl og maí og fyrsta vikan eða tíu
dagamir á ráðstefnunni sjálfri í Vín
vom til marks um að það var sam-
komulag um fæsta hluti. En það
gerist svo í lokin að það næst sam-
komulag um þetta lokaskjal, sem
hefur að geyma marga góða hluti í
löngu máli, en það er ekki fullkom-
ið. Þarna næst samkomulag um
málamiðlunarorðalag í flestum
þáttum. Stundum er það ekki annað
en endurtekning á þvf sem segir í
öðrum samningum og samþykkt-
um, sem komið hafa frá samtökun-
um í gegnum árin. í öðrum tilfell-
um er það efling og styrking á viss-
um þáttum, til dæmis um efnahags-
og félagsleg réttindi, mannréttindi í
þróunarstarfi og kvenréttindi. í enn
öðrum atriðum hefur hreinlega ver-
ið tekið skref aftur á bak. Það er
samt rétt að geta þess að lokaniður-
staðan fékkst náttúrlega ekki í Vín.
Það á eftir að koma í ljós hvort það
er pólitískur vilji fyrir því á næstu
árum að þeim ákvörðunum, sem
voru teknar á ráðstefnunni, verði
fylgt eftir. Það ræðst af ýmsum þátt-
um. Þetta á eftir að koma til með-
ferðar á allsherjarþinginu í New
York og þá ræðst hvort það fást fjár-
munir til þess að hrinda þessum
verkefnum, sem þó voru samþykkt, í
Dr. Guðmundur Alfreðsson þjóðréttarfræðingur.
Tlmamynd Ami Bjarna
Hurðin opnuð
í hálfa gátt
framkvæmd. Hvort það megi ráða
starfsfólk til að vinna verkin. Þetta
byrjar að koma í ljós á allsherjar-
þinginu í haust og síðan á næstu ár-
um hvort og að hve miklu leyti loka-
skjalið frá Vín kemur til með að hafa
áhrif á framgang mála á mannrétt-
indasviðinu innan Sameinuðu þjóð-
anna og á alþjóðavettvangi."
— Nú varst þú í leyfi frá mannrétt-
indaskrifstofunni í vetur og sinntir
kennslu við Raoul Wallenberg-
stofnunina í Lundi. Svo varstu kall-
aður til baka til Genf. Hvað kom til?
„Já, ég hef verið í leyfi frá Samein-
uðu þjóðunum frá því síðastliðið
haust, en síðan í mars hef ég starfað
aftur við undirbúning ráðstefnunn-
ar, til þess aðallega að vinna að upp-
kasti að lokaskjalinu sem mannrétt-
indaskrifstofa samtakanna lagði
fram á síðasta undirbúningsfundin-
um í Genf.“
— Var uppkastið sæmilega raun-
hæft?
„Þar var tekið tillit til þess sem
hafði komið fram á undirbúnings-
fundunum og svæðafundunum. Það
var leitast við að finna málamiðlun-
arfleti á þeim málum sem upp höfðu
komið. Þó á þann hátt að alls staðar
væri tryggilega frá því gengið að
hvergi miðaði afturábak og þá frekar
fram á við. Segja má að í sumum at-
riðum hafi þetta uppkast skrifstof-
unnar verið ákveðnara en var í loka-
skjalinu, en í öðrum atriðum svipar
þeim mjög saman."
— í ljósi þess að 25 ár eru liðin
síðan síðasta heimsþing Samein-
uðu þjóðanna um mannréttindi var
haldið (í Teheran), hefði þá ekki
borgað sig að bíða í nokkur ár í við-
bót með að halda það næsta?
„Það er ekki bara að það séu 25 ár
frá því að síðasta heimsþing var
haldið, heldur var þetta bara í annað
skiptið sem ráðstefna af þessu tagi
er haldin. Það var ákveðið að halda
þessa ráðstefnu um svipað leyti og
kalda stríðinu lauk. Andstæðurnar
austur-vestur hurfu smám saman
eftir að Berlínarmúrinn var rifinn
og menn héldu að þetta væri góður
tími til að gera jákvæða hluti. Það
var að sjálfsögðu erfitt að spá fyrir
um hvemig ástandið yrði nokkur ár
þar á eftir, en ákvörðunin um að
halda ráðstefnuna var tekin vetur-
inn 1989/90. Það þótti svo við hæfi
að hún yrði haldin þegar 25 ár væm
liðin frá því að heimsþingið í Teher-
an var haldið. Menn voru líklega of
bjartsýnir og vongóðir um ham-
ingjusaman feril. En þetta var
ákveðið og þegar á heildina er litið,
má segja að útkoman sé góð. Ég
held að á þessu stigi megi segja að
þó enn sé óljóst um framhaldið, þá
hafi verið betur af stað farið en
heima setið. Það er rétt að benda á
að einn þáttur kalda stríðsins var að
austur- og vesturblokkin deildu um
mannréttindamál og framgang
þeirra eins og eftirlit með því að
samningar væru haldnir. Þannig að
það var mjög eðlilegt að menn
byggjust við að þama yrði breyting
á. En þó að ríkin í Mið- og Austur-
Evrópu hefðu tekið upp nýja stefnu í
mannréttindamálum, þá kom í ljós í
Vín að á milli 20 og 30 ríki, sem á ár-
um áður höfðu notið þess að geta
falið sig á bak við Sovétríkin, urðu
nú að koma fram í eigin nafni."
— Voru þetta ríki utan áhrifasvæð-
is Sovétríkjanna?
Já, að hluta. í Vín þurftu þessi ríki
að standa upp og í eigin nafni að
hamla gegn því að framfarimar yrðu
of hraðar og of miklar. Það má vera
að það sé hauðsynlegur áfangi í al-
þjóðasamstarfinu að línumar skýr-
ist um afstöðuna til mikilvægra
mála eins og mannréttinda. Menn
vita þá frekar hvar þeir standa, þegar
fjallað er um vandasöm mál af þessu
tagi í framtíðinni."
— Kom eitthvað þér á óvart í nið-
urstöðu ráðstefnunnar í Vín?
„Nei, í sjálfu sér ekki. Flest af því,
sem kom upp á heimsþinginu, hafði
verið rætt á undirbúningsfundun-
um, þannig að það kom ekki á óvart,