Tíminn - 17.07.1993, Side 14

Tíminn - 17.07.1993, Side 14
26 Tíminn Laugardagur 17. júlí 1993 Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju Sunnudaginn 18. júlí mun Orthulf Prunner, organisti við Háteigskirkju í Reykjavík, leika á þriðju orgeltónleikum Hallgrímskirkju, „Sumarkvöld við orgel- ið“, og hefjast tónleikamir kl. 20.30. Or- thulf leikur verk eftir Bach, Bruhns, Brahms, Mendelssohn-Bartholdy, Mo- zart og Franck. Með tónleikaröð þessari er Hallgríms- kirkja að kynna enn frekar Klais-orgelið, sem vígt var í desember, en jafnframt að gefa tónleikagestum tækifæri til að heyra túlkun margra organista á orgel- tónlist ýmissa tímabila og eftir mjög fjöl- breytilegan hóp tónskálda. Á öllum tón- leikunum verða alls flutt 80 orgelverk eftir 40 tónskáld, eitt eftir langflest þeirra, en til að mynda verða flutt 15 verk eftir Johann Sebastian Bach og tvö þeirra tvisvar. Um efnisskrá sína á morgun segir Or- thulf Prunner að hún sé einskonar ferða- lag f gegnum litríkt landslag orgeltón- bókmenntanna. Ferðin byrjar og endar með Johann Sebastian Bach, en á milli er staldrað við hjá flestöllum orgelskólum og hefðum, þ.e.a.s. norður-þýska orgelskólanum með Nikolaus Bruhns og rómantísku af- sprengi hans Johannes Brahms. Þýska rómantíkin á sinn fulltrúa í Mendels- sohn og suður-þýska orgelhefðin í Mo- zart Loks er farið yfir í franska orgel- skólann með verki Césars Franck. Tónlistin skýrir sig sjálf eins og fallegt landslag gerir og sanihengi milli verk- anna verður ljóst fyrir þann sem augu hefur til að sjá. Hið íslenska náttúrufræðifélag: Langa ferðin á Hreppamannaafrétti Langa ferðin í sumar verður farin 23.-25. júlí, föstudag til sunnudag. Lagt verður upp frá Umferðarmiðstöðinni um kl. 9 á föstudagsmorgun og stefnt að endur- komu þangað um kl. 22 á sunnudags- kvöld. Á fostudag verður farin þjóðleið inn f Þjórsárdal. Hádegishlé verður gert þar, inni í Hólaskógi (þar er nú enginn skóg- ur, en sæluhús), eða á Sandafelli, allt eft- ir veðri. Síðan verður haldið upp Gnúp- verjaafrétt og fyrst að gangnamanna- skála í Gljúfurleit, þar sem sér vel yfir hinn þrönga dal Þjórsár. Næst verður haldið inn fyrir Dalsá og staldrað í Bjam- arlækjarbotnum innri, í nánd við gróð- urvinina Kjálkaver í NorðurleiL Þaðan verður haldið inn yfir ána Kisu, um Norðlingaöldu og inn að skála ferða- klúbbsins 4x4 undir Setum. Þar verður gist um nóttina. Á laugardag verður lagt upp um kl. 9 og haldið fyrst austur yfir Hnífá, þar sem lit- ið verður á fallega malarása, horft inn yf- ir Þjórsárver og Iitið á gróður í Hnífár- botnum og í Tjamarveri. Síðan verður snúið ofan aftur og gert hádegishlé í Bjamalækjabotnum. Neðan Sandafells verður lagt á línuveginn yfir Skeiða- og Flóamannaafrétt, yfir Stóru-Laxá og síð- an niður í Hrunamannahrepp, þar sem gist verður að Flúðum. Þar er völ á tjald- stæðum eða svefnpokaplássi. Á sunnudag verður lagt upp um kl. 9 og haldið inn á Hrunamannaafrétt. Fyrst verður farið inn í Svínámes við Sandá og þaðan inn í Leppistungur, en þar verður gert hádegishlé. Gengið verður upp með hinu fagra gljúfri Kerlingarár, en upp úr kaffi verður snúið aftur til byggða. Á leið- inni sér m.a. vel yfir Búrfellsmýrar og Miklumýrar. Staldrað verður í Tungu- fellsdal á heimleið, en komið niður að Geysi um kvöldmatarleytið. Stefnt er að komu til Reykjavíkur um kl. 22 um kvöldið. Fararstjórar verða Guttormur Sigbjam- arson og Freysteinn Sigurðsson, en auk þeirra verða sérfróðir leiðsögumenn með í för. Gjald fyrir ferðina sjálfa er 7.000 kr. fyrir fullorðna, en 3.500 kr. fyrir böm yngri en 12 ára. Greitt er sérstaklega fyr- ir gistingu í sæluhúsunum. Upplýsingar og skráning er á skrifstofu HÍN að Hlemmi 3, 4. hæð (hjá Náttúru- fræðistofnun). Síminn er 91-624757, en skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga fyrir hádegi. Fólk er beðið að skrá sig sem fyrst og greiða þátttöku- gjald tímanlega. Hlíf Siguijónsdóttir og Símon H. ívarsson. prófi frá Tónlistarskólanum f Reykjavík. Að loknu framhaldsnámi í Bandaríkjun- um og Kanada starfaði hún víða, meðal annars f Þýskalandi og Sviss. Undanfarin ár hefur Hlff verið búsett í Reykjavík og tekið virkan þátt í margs konar tónlistar- flutningi, auk þess sem hún hefur kennt fiðluleik við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Símon H. fvarsson stundaði framhalds- nám við Tónlistarháskólann í Vínarborg og lauk þaðan einleikaraprófi vorið 1980. Hann hefur staríað í Sviss, Austurríki og Svíþjóð. Símon hefur sérhæft sig í fla- menco-tónlist og hefúr meðal annars leikið inn á hljómplötur og oft komið fram í sjónvarpi og útvarpi. Tónleikamir standa í um það bil eina klukkustund. Hafnargönguhópurinn: Eyöieyjarnar á Kollafiröi: Engey Á laugardag og sunnudag gefst kostur á að fara í skoðunarferð út í Engey. Farið verður báða dagana kl. 14 úr SuðurbugL bryggju niður af Hafnarbúðum. Hægt verður að velja um gönguferð umhverfis alla eyna eða rólega göngu aðeins um miðeyna. Ferðin tekur þrjá til fjóra tíma. Verð átta hundmð krónur. Engey er náttúmperla, sem fáir hafa kynnsL og eyjan er einnig rík af búminjum, sjó- minjum og stríðsminjum. Allir em vel- komnir í ferð með Hafnargönguhópn- um. 1/^"Látum bíla ekki'^\j vera í gangi að óþörfui' MAjudagstónleikar í "1 H\ ^ Listasafni Sigurjóns -Ufaiak-. L.'^'r Á þriðjudagstónleikunum í Listasafni V r^flfr Sigurjóns Olafssonar þann 20. júlí kl. \ wvl 20.30 munu Hlíf Sigurjónsdóttir fiðlu- leikari og Símon H. ívarsson gítarleikari _\ \ LJ TIZ flytja spánska tónlisL Á efnisskránni em verk eftir Pablo de Sarasate, Granados, Albéniz og Manuel de Falla. Þar að auki mun Sfmon leika flamenco-tónlisL Hlíf Sigurjónsdóttir lauk einleikara- Útblástur bitnar verst á börnunum UUMFERÐAR RÁÐ A HVELL G E I R I K U B B U R ÆVISTARF AGÖTU Y HátíERqöm, "\| HÓLMFRÍÐUR. )s •v— y.i p» í , 2-9 J 1 KÉh/ 6800. Lárétt I) Stagar. 5) Barn. 7) Nögl. 9) Orka. II) Bókstafur. 12) Kyrrð. 13) Álpast 15) Horfi. 16) Hnall. 18) Gelti. Lóðrétt 1) Hundar. 2) Grönn. 3) Fljót. 4) Skel. 6) Strok. 8) Lukka. 10) Leyfi. 14) Hraða. 15) Fugl. 17) Skáld. Ráöning á gátu no. 6799 Lárétt 1) Kiknar. 5) Ótt. 7) Nöf. 9) Tál. 11) DL. 12) Sí. 13) Ull. 15) Tað. 16) Ási. 18) Snúnar. Lóðrétt 1) Vindur. 2) Kóf. 3) NT. 4) Att. 6) Slíður. 8) ÖIl. 10) Ása. 14) Lán. 15) Tin. 17) Sú. abcdefgh Þekkt staða úr tatliokum. Hvítur leikur oa vinnur. 1. c5, b\c5. 2. d5, c\d5. 3. b5 og peðið verður að drottningu. Satna stet kemur upp ef drepið er tneð d peðinu. Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apótoka I Reykjavtk fri 16. til 22. júli er í Breiöholts apóteki og Apóteki Austurtasjar. Þaó apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 aö morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um laeknls- og lyfja- þjónustu eru gefnar I síma 18888. Neyóarvakt Tannlsknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórtiátiðum. Simsvari 681041. HafnarQöróur Hafnarfjarðar apótek og Norðuitaæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og S skiptjs annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag Id. 10.00-1200. Upplýsingar i simsvara nr. 51600. Akursyri: Akureyrar apðtek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartima búóa. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort aö sinna kvöld-, nætur- og helgidagavötslu. Á kvöldin er opiö i þvi apóteki sem sér um þessa vötslu, tl Id. 19.00. Á heigidögum er opió frá kl. 11.00-1200 og 20.00- 21.00. Á öðrum timum er lyfjafrasóingur á bakvakt Upplýs- ingar eru gefnar I sima 22445. Apótek Keflavikur Opió virka daga frá id. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna fridaga Id. 10.00-1200. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokaó i hádeginu mlli kl. 1230-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö öl Id. 18.30. Opið er á laug- ardögum og sunnudógum Id. 10.00-1200. Aknnes: Apótek bæjarins er opið virka daga tl Id. 18.30. Á laugard. Id. 10.00-13.00 og sunnud. Id. 13.00-14.00. Garóabæn Apötekiö er opið rúmheiga daga U. 9.00-18.30, en laugardaga Id. 11.00-14.00. Gengisd crán \ 1 16. júlí 1993 M. 11.00 Oplnb. viðm.gengl Gengl Kaup Sala skr.fundar Bandarikjadollar... ....72,09 72,25 72,17 Steriingspund ..106,89 107,13 107,01 Kanadadollar ....56,16 56,28 56,22 Dönsk króna „10,740 10,764 10,752 Norsk króna ....9,800 9,822 9,811 Sænsk króna ....9,007 9,027 9,017 Finnskt mark „12,406 12,434 12,420 Franskur franki „12,243 12,271 12^157 Belgfskur franki.... „2,0258 2,0304 2,0281 Svissneskur frankl ....47,46 47,56 47,51 Hollenskt gyllinl.... „„37,16 37,24 37,20 Þýskt mark „„41,80 41,90 41,85 ftölsk Ifra 0,04521 0,04531 0,04526 Austurriskursch... ....5,939 5,953 5,946 Portúg. escudo „0,4308 0,4318 0,4313 Spánskur peseti... „0,5330 0,5342 0,5336 Japanskt yon „0,6693 0,6709 0,6701 irskt pund „100,87 101,09 100,98 Sérst dráttan. ....99,93 100,15 100,04 ECU-Evrópumynt.. „..81,45 81,63 81,54 Grisk drakma „0,3061 0,3067 0,3064

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.