Tíminn - 20.07.1993, Qupperneq 4

Tíminn - 20.07.1993, Qupperneq 4
4 Tíminn Þriðjudagur 20. júlí 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjón: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Slml: 686300. Auglýslngaslml: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1368,-, verð I lausasölu kr. 125,- Grunnverð auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Á svig við góða stjórnsýslu Úthlutun ríkisstjórnarinnar á einum milljarði króna til atvinnuskapandi verkefna í kjölfar kjarasamninga er um margt gagnrýni verð. Einkum er það aðferðin við að úthluta þessu fé sem fer á svig við góða stjórn- arhætti. Þrískipting valdsins á að vera undirstaða góðra stjórnarhátta og löggjafarvaldið hefur fjárveitinga- valdið, en felur ríkisstjórn á hverjum tíma fram- kvæmdina eða með öðrum orðum framkvæmdavald- inu. Framkvæmdavaldið hefur ávallt verið fyrirferðarmik- ið og haft tilhneigingu til að fara á ystu nöf hvað heim- ildir varðar. Um þverbak hefur keyrt nú og í mörgum tilfellum er það svo engu líkara en að ríkisstjórnin vilji nota Alþingi sem stimpilstofnun fyrir sínar stjórnarathafnir. Svo er auðvitað nú þegar ráðherrar setjast niður og úthluta 1000 milljóna króna viðbótar- fjárframlögum, án þess svo mikið sem að gera fjárlaga- nefnd Alþingis grein fyrir málinu, hvað þá meira. Athygli vekur líka í þessu sambandi að einstakir þing- menn stjórnarliðsins koma fram opinberlega og lýsa andstöðu við þessa úthlutun. Það bendir til þess að málið hafi ekki einu sinni verið unnið í samráði við þann meirihluta sem ber ábyrgð á ríkisstjórninni. Ef þingmenn ætla að láta sér svona vinnubrögð Iynda, má spyrja hvers vegna verið var að breyta þing- sköpum til þess að auðvelda Alþingi að starfa allt árið. Var sú breyting sýndarmennskan ein? Til hvers fékk fjárlaganefnd umboð allt árið? Var það ekki til þess að efla löggjafarvaldið í samanburði við framkvæmda- valdið? Tíminn ætlar ekki að fjalla um einstakar úthlutanir né önnur efnisleg atriði ákvörðunar ríkisstjórnarinn- ar. Þar er vafalaust um hin þörfustu mál að ræða. Það leysir þó ráðherrana ekki undan lagaskyldum eða ákvæðum stjórnarskrár um þrískiptingu valdsins. Einn milljarður króna er mikið fjármagn, að minnsta kosti þegar á að innheimta slíka upphæð af skattgreið- endum í landinu. Úthlutun á slíkum upphæðum á að vanda og fara eftir þeim reglum sem stjórnskipanin kveður á um. Stefnubreyting? Það vekur athygli að ríkisstjórnin ræðir nú um sértæk- ar aðgerðir gagnvart skinnaiðnaðinum í landinu. Þarna er um stefnubreytingu að ræða, en auðvitað hlýtur að vekja sérstaka athygli að hún á sér stað þegar stærsta skinnaiðnaðarfyrirtæki landsins, íslenskur skinnaiðn- aður á Akureyri, er komið í gjaldþrot og búið að segja upp fjölda fólks sem misst hefur atvinnuna. Var það full- reynt hvort reka rnætti það fyrirtæki áfram? Eru kredd- ur og seinlæti stjórnvalda þess valdandi að tugir og hundruð iðnverkafólks hafa misst atvinnu sína? Því ber að sjálfsögðu að fagna að ríkisstjórn landsins virðist hafa horfið frá kreddukenningum um að engin fyrirtæki megi aðstoða við að komast yfir erfiðan hjalla. Hins vegar eru þessi sinnaskipti seint á ferðinni og þess- ar kreddur eru búnar að valda stórtjóni í þjóðfélaginu og atvinnuleysi fjölda fólks. Breskt vegabaendatfvolí ætlað út- kjálkamönnum á Bretlandseyjum hefur undanfamar vikur andskotast á Miðbakka Reykjavíkurhafnar ís- lenskum útkjálkamönnum ti! skemmtunar og fróðleiks. Tfvolíið var sett niður á nýgerðum og bara ansi fallegum stað við gömlu höfh- ina sem ætlað var að vera eins konar andlit Reykjavíkurborgar enda áttu eitthvað um hundrað erlend skemmtiferðaskip að leggjast þama að f sumar. Nokkur göldi hefur þeg- ar lagst þar að bryggju og landað far- þegum sínum beint ofan í tívolídjöf- ulganginn miðjan, Borgarstjómarihaldið var á sínum tíma aldeilis til í það að leyfa stað- setningu tívolísins á Miðbakka og datt ekki f hug að hiusta á eitthvert kvörtunarvæl í íbúum í nágrenninu sem minnugir gríðarlegrar hávaöa- mengunar og margvístegs annars ónæðis frá fyrri tfvolísumrum, báð- ust undanþví að þessi starfsemi yrði f næsta nágrenni við þá. Garri minnist þess að fbúar Grjóta- þorpsins fóru bónarveg í vor að stjómendum borgarinnar og kjöm- um fulltrúum og báðu þá að finna hávaða- og skemmtunarverksmiðju þessari einhvem þann stað þar sem skarkalinn frá henni raskaði ekki daglegu lffi fólks. í því sambandi var bent á Geirsnef, Orfirisey og fleiri staði. Það var hins vegar ekki við það komandi. Tfvolískömmin skyldi nið- ur á Miðbakka og hvergi annars stað- ar, sjálfsagt til þess að Iffga upp á stemmninguna f miðbænum eins og það er stundum kallað og auka á landkynningu. Garri þykist af þessu máli sjá að út- nesjamönnum í borgarstjóm finnist að haflærislegt breskt afdalamanna- tívolí sýni útlendum farþegum skemmUferðaskipa áþreifanlega að hér í Ballarhafi búi heimsvön menrí- ingarþjóð. Til að það sjáist megi gjaman kosta því til að valda nokkr- um fbúum og vinnandi fólki þó nokkru ónæði og átroðningi. Um nýliðna helgi var mikil stemm- ing í bretatfvolfmu. Þangað safríaðist saman drukkinn skríll klyfjaður landa á plastbrúsum og var það allt við hæfi hvors annars, tfvolfið og við- skiptavinimir. Garri veit ekki UI að meðal þeirra hafi verið borgarstjóm- armenn eða skipulagsnefhdarmenn. Þeir hafá sjáiísagt verið f úthverfun- um sínum sem þeim dettur síðast af öilu í hug að þjaka rríeð bretatrvolfi. Aðrir verða að bera slíkan kross vegna landkynningarinnar. Satt að segja var Garri á sínum tíma talsvert hissa á því að borgarstjóm- aríhaldið skyldi ekkert vilja hlusta á íbúa Grjótaþorpsins þegar þeir voru að fiábiðja sér þann heiður að fá breska úbiesjatfvolfið sett niður við hliðina á sér. Garri var líka svolítið undrandi á því að leyft yrði að setja það niður í fárra metra fjarlægð ftá hjúkrunarheimili aldraðra í Hafnar- búðum. En allt þetta þótti víst borg- arfulltrúa, formanni skipulagsnefríd- ar Reykjavíkur og borgarfulltrúa fhaldsmeirihlutans léttvægt Kannski fánnst honum ekki taka því að vera eitthvað að ganga undir örfá- um ómerkingum sem hvort sem er ekki kjósa hann eða flokk hans, eða hvað? Garri varð þess var í gær þegar hann hlustaði á útvarpið sitt, að ein- hverjar vöflur voru komnar á rnann- inn og skoðun hans breytt, þvf aö hann sagðist ekki ætia að styðja það oftar að troða svona tfvolfi ofán í íbúa miðbæjarins nauðuga. Kannski að hann sé búinn að finna meðal þeirra einhverja líklega kjósendur sem betra sé að vera sæmilega sáttur við nú. Borgarstjómarkosningar em skammt undan. Svo kann Iíka að vera að einhverjir málkunningjar borgarfiiIJtrúans sem vinna í miðbænum hafi bent honum á allan bölvaðan skarkalann og ónæðið sem af þessari leiðinda- starfsemi stafar, bæði beint og óbeint Garri brá sér td. inn í fjár- málaráðuneytið f Amarhváli nýlega og þar kvartaði hátt settur maður yf- ir því að ekki væri lengur hægt að hafá opinn glugga fyrir andskotans ; láturo. Kannski ráðuneytismaður- inn hafi sparkað í Villa borgarfull- trúa, Garri Stórpólitískt smámál Það vom slæm mistök hjá Jóhönnu að gefa kost á sér þegar hún var kjör- inn varaformaður Alþýðuflokksins og það var röð mistaka að láta end- urkjósa sig á flokksþingunum og það vom líka mistök að bjóða sig ekki fram á móti Jóni Baldvini í for- mannskjöri á síðasta flokksþingi, en þá rifust þau, eins og ættbomum krötum er einum lagið svo undir tók í þjóðarsálinni. Þessi mistök játaði Jóhanna á flokksstjómarfundi sem skiptir sköpum í stjómmálasögunni ef marka má allt það fjaðrafok sem fréttahaukar þyrla upp í kringum kvennabaráttuna í Alþýðuflokknum síðustu vikur og daga. Ekki náðu játningar fyrrverandi varaformanns flokksins svo langt að hann gengist við þeim herfilegu mistökum að vera í Alþýðuflokknum yfirleitt, sitja á þingi fyrir hann og í misjafnlega þokkuðum ríkisstjóm- um. Þó er ekki langt í játningar af því tagi, því fylgi við Jóhönnu í flokks- stjóminni er í lágmarki en þeim mun meira við arftaka hennar í tign- arsessi flokksins, Rannveigar Guð- mundsdóttur. En Jóhanna Sigurðar- dóttir lét sig hafa það að tilkynna að hún gæti þjónað hugsjónum jafnað- armennskunnar á öðmm slóðum en þeim sem Alþýðuflokkurinn fetar sig eftir. Hvar sú jafnaðarmennska fer fram lætur fráfarandi varaformaður Al- þýðuflokksins ósagt látið. Einhugur Núverandi varaformaður flokksins á ekki orð til að lýsa því hve mikill aðdáandi fráfarandi formanns hún er. Rannveig lofar því hvar sem við verður komið að halda merki Jó- hönnu hátt á lofti og vinna í hennar anda að þeim hugsjónum sem þær eiga báðar sameiginlegar með Jóni Baldvini Hannibalssyni flokksfor- manni. Jóhanna er líka afskaplega lukkuleg með nýja varaformanninn og treyst- ir honum til að halda ótrauðum áfram að vinna stefnumálum sínum brautargengi innan æðstu stjómar Alþýðuflokksins. Eru málin í hinum bestu höndum og hugsjónum og hugmyndum Jó- hönnu Sigurðardóttur er vel borgið í höndum eftirkonu hennar á þeim hefðartindi jafnaðarmennskunnar sem hæst skagar næst á eftir þeim sem sjálfur Jón Baldvin trónir á. í ljósi þeirrar vitneskju að þær Jó- hanna Sigurðardóttir, fráfarandi varaformður, og Rannveig Guð- mundsdóttir, nýkjörinn varaformað- ur, hugsa eins, starfa eins og eiga sér sömu markmið innan jafnaðarstefn- unnar, er bágt að koma auga á til hvers verið sé að skipta um vara- konu Jóns með öllum þeim fyrir- gangi sem hafður er í frammi út af svo léttvægu innanflokksmáii. Það er engu líkara en að allir kratar haldi að þeir séu orðnir Össur og þurfi að láta týrur sínar skína á hin minnstu tilefni. Smekkur Stórpólitísk mál eins og þau hvort Jóhönnu finnst Jón Baldvin taka mark á sér eða ekki og hvort Jóni Baldvini finnist Jóhanna ekki hafa hundsvit á utanríkispólitík og að þar af leiðandi fari formaður Alþýðu- flokksins í taugamar á varaformanni Alþýðuflokksins og að varaformaður flokksins þreyti formanninn með sí- felldu nuddi um félagslegt hlutverk Alþýðuflokksins, verður til þess að gjörvallt fjölmiðlaveldið er undirlagt um langa hríð af stórfréttum um að kona kemur í konu stað í krata- flokknum. Að Jón Baldvin fari í taugamar á Jó- hönnu skilja allir og eins hitt að Jó- hanna skuli fara í þær fínustu á Jóni Baldvini. En að smekksatriði af ekki veigameiri toga skuli vera slík frétta- uppspretta og raun ber vitni er mörgu viti bomu fólki hulin ráð- gáta. Á löngum og ströngum flokks- stjómarfundi Alþýðuflokksins flaug margt köpuryrðið um sali Kapla- krika og er haft fyrir satt að þeir séra Cecil og Guðlaugur Tryggvi hafi ver- ið ljósin í myrkrinu, sem megnuðu um stund að lyfta hugum fundar- manna upp úr svartnættisrausinu sem einkenndi flokksstarfsemi krat- anna um helgina. Að þeim var þó hægt að hlæja. Sem fyrr skilur undirritaður ekki bofs í þeirri fréttapólitík sem sótt er í hina kvenlegri arma Alþýðuflokks- ins. Er þess nú beðið með óþreyju að Morgunblaðið birti fjögurra síðna fréttaskýringu á pólitíkinni og mun að venju einungis tíunda allt það sem búið er að segja opinberlega um málið síðustu vikur og hafa þau al- mæltu tíðindi eftir heimildum sem ekki em opinberaðar. Þá fer maður loks að skilja sam- hengið í óreiðunni...eða svoleiðis. OÓ Vítt og breittj Jón Baldvin Rannveig Jóhanna, fráfarandi formaöur. varaformaður. varaformaöur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.