Tíminn - 20.07.1993, Síða 7

Tíminn - 20.07.1993, Síða 7
Þriðjudagur 20. júlí 1993 Tíminn 11 „Hér [ gamla daga þá sögðu menn annað hvort „urrdan, urrd- an,“ eða „komdu“. Þeir hlýddu nú oftast „urrdan, urrdan,“ en það var ekki nærri alltaf að þeir kæmu til manns,“ segir Gunnar Einarsson, bóndi og fjárhundaþjálfari á Daðastöðum í Núpa- sveit „Nú eru hins vegar notaðar margar skipanir á hundana. Ég nota 5-7 skipanir aöallega." Gunnar hefur ræktað skoska fjár- hunda, Landamæra-Collie, í u.þ.b. 15 ár. „Þeir eru hljóðir, hafa mjög gott lag á kindum og halda sig frá þeim. Þeir hlaupa hringinn í kringum þær,“ segir Gunnar. „Ég flutti inn aftur fyrir fjórum árum fleiri hunda til þess að halda við stofninum. Síðan flutti ég inn í fyrrahaust nýsjálenska, geltandi fjárhunda. Það getur verið gott að hafa geltandi hund ef maður er með stóra hópa eða er að reka inn. Þessir hundar hafa þann eigin- leika fram yfir íslenska hundinn að þeir leitast við að halda hópnum saman. Þeir hlaupa ekki bara í kindurnar og djöfla þeim eitt- hvert.“ Gunnar segir það yfirleitt ekki vandasamt verk að þjálfa fjárhund og leggur til að menn geri það upp á eigin spýtur. „Það er eðlilegast að fólk geri þetta sjálft. Ef fólk fer ein- hvem veginn öðmvísi að hundi heldur en á að gera, eftir að ég er búinn að þjálfa hann, þá getur það eyðilagt alveg það sem ég hef gert. Sá sem fer með hund í kindur og veit ekkert hvað hann er með í höndunum getur vel eyðilagt hund á fyrsta stundarfjórðungn- um. En ég hef veitt mönnum upp- lýsingar um þetta og gefið mönn- um leiðbeiningar ef þeir leita eftir því,“ segir Gunnar. „Þegar ég var á Nýja-Sjálandi þá vann ég við smalamennsku og gerði ekkert annað. Þá þjálfaði ég hunda sem ég seldi síðan. Ég hafði hugsað mér að gera þetta hérna líka. En reynslan varð sú að þeir sem tóku við þeim, áttuðu sig ekki alltaf á því hvað þeir voru með. Það er ekki sama hefð hér og á Nýja-Sjá- landi." - Myndir þú segja að fjárhunda- menning sé frumstæðari hér á landi en meðal annarra landbún- aðarþjóða? „Henni fór aftur. Þegar það var beitt hérna í gamla daga þá voru fleiri sem voru innan um féð og hundana og náðu tökum á hund- unum. En síðan þegar menn hættu að beita, þá fór þessu aftur,“ segir Gunnar. ,A Nýja-Sjálandi eru hjarðirnar svo stórar og fólkið svo fátt að bóndi getur alveg eins setið heima eins og að fara að smala án hunds. Hér hafa menn þrátt fyrir allt komist upp með þetta með alla vega hundum og mannskap á hestum. Og frá fomu fari hafa ver- ið menn innan um, sem hafa átt góða hunda.“ - Hafa menn vanmetið hlutverk hundsins, eða jafnvel borið litla virðingu fyrir honum? „Ég veit ekki hvað þetta er. Þetta er einhver lenska. Það hefur ekki þótt sjálfsagt að leggja sig eftir að temja hunda og stundum gefast menn upp,“ segir Gunnar. „En menn taka ekki hest úr stóðinu og ætlast til mikils af honum. Það er eins með hunda. Ef hundamir fá ákveðna gmnnþjálfun, þá gleyma þeir henni aldrei. Síðan fer þeim alltaf fram, þangað til að þeim fer að fara aftur. En hundar em mismunandi auð- tamdir. Landamæra-collie em t.d. mjög viljugir og langar svo mikið til að gera eitthvað." - Er íslenski fjárhundurinn lítið notaður af bændum? „Það em ekki margir hreinrækt- aðir íslenskir hundar. Mjög margir hundar em skotablendingar. Og blendingar geta vera ágætis fjár- hundar.“ - Hvaða eiginleika þarf hundur að hafa til þess að verða góður fjárhundur? „Þessu er mjög erfitt að svara. Fjárhundar em settir saman úr svo geysilega mörgum þáttum. Þetta er álíka erfitt og að svara því hvaða eiginleikar maður þurfi að hafa til þess að vera góður einstak- lingur. Maður fær aldrei fjárhund eins og maður vill hafa hann. Þeir em allir á einhvem hátt takmark- aðir. En það er aðalatriði að þeir hafi áhuga á kindurn," segir Gunn- ar Einarsson bóndi, fjárhunda- þjálfi og fyrrverandi smali á Nýja- Sjálandi. GS.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.