Tíminn - 21.07.1993, Side 1

Tíminn - 21.07.1993, Side 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48l WMMMm Miðvikudagur 21. júlí 1993 135. tbl. 77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 125.- Nýtt hægra tímarit í djarfari kantinum í burðarliðnum. Þorir að styðja for- sætisráðherra: Móti verkalýðs- hreyfingu en með stórfyrirtækjum Hannes Hólmsteinn Gissurarson dósent áformar útgáfu frjálshyggju- tímaríts til stuönings Davið Oddssyni en gegn Steingrími Hermanns- syni, Ólafi Ragnarí Grímssyni og verkalýðshreyfingunni. : Eldur kviknaði í mosa í hrauni austan við Kirkjubaejar- idaustur í gær. Um ein* hekt- ara svæði skemmdist og er Ijót skella i landslaginu efUr, en þó fór ekki eins illa og á horfðist í fyrstu. Í gær kviknaði einnig í mosa f Úthlfðarhrauni við Ut- hálfs hektara svæði skemmd- ist Erfitt var að eiga við eldinn f Eldhrauni og var farin sú lcið að rffa upp mosa í kringum eldinn og vama því þannig að hann breiddist út. Fjöldi fólks vann að slökkvistarfi, jafnt ferða- menn sem heimamenn. Erfitt var að afla vatns til slökkvi- : starfsins. hví lauk á sjötta tím- anum í gær, en ferðamenn urðu eldsins fyrst varir eftir hádegi. Mosí á Suðurlandi er mjög þurr eftir langan samfelldan þurrviðriskafla. Tálið er hugs- anlegt að eldurinn hafi kviknað ut ffá sígarettuglóð. Náttúru- vemdarráð mæiist tii þess að ferðamenn gæti sérstakrar var- : kámi við meðferð á eld úti í náttúrunni. -EÓ Evrópuverkefni á sviði vísinda og tækni: Búið að úthluta 31.5 milljónum Þegar hafa 31.5 milljónir verið veittar íslenskum stofnunum, fyrir- tækjum og vísindamönnum sem taka þátt í samstarfsverkefni sem tengist vísindastarf! Evrópubanda- lagsins og hafa verið dæmd hæf að viðeigandi matsnefndum. Alls er gert ráð fyrir 55.5 milljónum kr. framlagi í vísindasamstarfið á fjár- framlögum þess árs. Verkefnin sem fengið hafa styrk eru alls 12 talsins og sem dæmi má nefna að meðal þeirra eru rannsókn- ir Iðntæknistofnunar á hagnýtingu á hitakærum örverum og á fram- leiðslu á örkúlum fyrir plasmahúð- un, rannsóknir Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins á geymsluþoli kjöt- og fiskafurða og á verkun sfldar. Verkefnin sem styrkt eru þykja hafa mikið gildi fyrir hagnýtingu í at- vinnulífi og fyrir þekkingu á ís- lensku umhveiifi. -GKG. ,/Etli maður myndi ekki stefna að hámarksáhrifum frekar en hámarks- útbreiðslu," segir Hannes Hólm- steinn, sem lýsir sig reiðubúinn til að ritstýra a.m.k. fyrstu átján eintökum blaðsins. Samkvæmt drögum að útgáfu og efn- istökum blaðsins, sem Hannes Hólm- steinn hefur dreift til áhugafólks, er stefna þess svohljóðandi: „þorir að styðja Davíð Oddsson og aðra ráðherra ríkisstjómarinnar, þegar þeir gera góða hluti, til dæmis Þorstein Pálsson í sjávarútvegsmálum að mestu leyti og Halldór Blöndal í breytingum á Pósti og síma, andvígt Steingrími [Her- mannssyni], Ólafi R. [Grímssynij o.fl. færeyskum stjómmálamönnum, styð- ur einkafyrirtæki og einkaframtak, þar á meðal stóriyrirtækin (þ.e. er ekki á móti þeim), er á móti verkalýðs- hreyfingunni og ölium feitum körlum með einokunaraðstöðu..." Blaðsíða 3 Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Bændur á Suður- og Vesturlandi eru langt komnir með heyskap á meðan miklir erfiðleikar eru við heyöflun á Norðurlandi: Besta heyskaparsumar síöan sumarið 1974 Sigríður Jónsdóttir, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðuriands, segir að það sé mál manna að þetta sumar sé besta heyskaparsumar sem Sunn- lendingar hafi fengið frá árinu 1974. Heyskapur hefur hins vegar gengið illa um norðan- og austanvert landið og þar eru margir bændur ekki byrj- aðir að slá eða komnir mjög skammt á veg með sinn heyskap. Sigríður sagði að það hafi verið ein- muna heyskapartíð um sunnan- og vestanvert landið. Bændur séu langt komnir með fyrri slátt og allmargir búnir, eða að klára. Hún sagði að það færi saman góð grasspretta og gott veður einmitt á þeim tíma þegar best er að heyja. Norðlendingar eru ekki eins ánægðir með tíðarfarið og bændur um sunn- an- og vestanvert landið. Að sögn Bjama Guðleifssonar, ráðunauts hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, eru bændur í Eyjafirði komnir mjög mis- langt með heyskap. Sumir séu langt komnir, aðrir rétt að byrja og einnig séu allmargir sem ekki séu byrjaðir en bíði eftir þurrki. Bjami sagði að mjög rakt hafi verið í veðri norðanlands flesta daga í júlí. Það hafi kannski ekki rignt mikið en mikið hefði verið um súld, skúrir og þokuslæðing. Bjami sagði að bændur hefðu reynt að nota þá fáu þurrkdaga sem hefðu komið. Bændur sem búa yfir rúllubagga- tækninni hafi náð að nota þessa daga best. Grasspretta víðast hvar á landinu hefur verið í meðallagi eða mjög góð. Þó er mikið kal í túnum á sumum landssvæðum, einkum um norðan-og austanvert landið. Bjami sagði að " T--1 I Brautarholti í Kjós var heyskapur á fullu f gær. Þar er verkað í vothey og beltt tll þess nýjustu og bestu tækni. Tímamynd Áml Bjama sprettan í Eyjafirði væri mjög góð þar sem kal hamlaði ekki grassprettu. Sig- ríður sagði að sprettan á Suðurlandi sé almennt nokkuð góð. Dálítið sé um kal á stöku bæjum og eins hafi spretta ekki náð sér eins vel á strik þar sem menn voru seinir að bera á. -EÓ Gert við stíflu „Það er verið að gera við skemmdir á malbikskápu Sigöldustíflunnar. Til þess að geta gert þetta, þá þurftum við að lækka í Sigöldulóninu," segir Ámi Benediktsson, stöðvarstjóri Sig- ölduvirkjunar. Framkvæmdir við virkjunina hófust fyrir tveimur vikum og standa fram f ágúst Áætlaður kostnaður er 16 milljónir og verktaki er Loftorka. Virkjunin starfar ekki á meðan á framkvæmdum stendur og að sögn Áma er tækifærið notað til þess að yf- irfara vélar og rafbúnað. Blönduvirkj- un sinnir raforkuþörfinni þar til Sig- ölduvirkjun verður ræst á ný. GS.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.