Tíminn - 21.07.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Miðvikudagur21. júlí 1993
KEA nettó á Akureyri og Fjarðarkaup bjóða mun betra verð en Hagkaupsbúðir
nyrðra og syðra:
Af hverju hækkar vöruverð
stórlega yfir Hellisheiði?
Af 107 Hlutfalls-
vörum legur sam-
voru til anburður
Bónus Hafnarfirði 52 78.7
KEA nettó Akureyri 77 87.0
Fjarðarkaup Hafnarfirði 105 90.9
Hagkaup Njarðvík 96 92.1
Hagkaup Reykjavík 106 92.7
Hagkaup Akureyri 105 92.8
Nóatún vestur í bæ Rvík. 98 98.9
Kjarabót Selfossi 78 99.4
Eyjakaup Vestmþnnaeyjum 92 101.4
Samkaup Njarðvlk 97 101.9
Vöruval Vestmannaeyjum 81 102.5
Betri bónus Vestm.eyjum 65 103.8
Vöruhús KÁ Selfossi 97 105.9
Þríhyrningur Hellu 92 107.1
Kf. Rangæinga Hvollsvelli 93 109.4
Höfn Selfossi 99 113.7
KÁ Vestmannaeyjum 82 115.8
Vðruverð reyndist mun lægra hjá
KEA nettó á Akureyri heldur en í
Hagkaupsbúðum bæði nyrðra og
syðra, samkvæmt verðkönnun í
þrettán matvöruverslunum á Norð-
urlandi, Suðurnesjum, Suðurlandi
og Vestmannaeyjum, auk fjögurra
verslana á höfuðborgarsvæðinu.
Vöruverð var að meðaltali langsam-
lega lægst í Bónus í Hafnarfirði
(eina Bónusbúðin í könnuninni),
þótt könnunin sýndi þó nokkur
dæmi þess að Bónus býður ekki
alltaf ódýrast. Vöruverð reyndist
iíka nokkuð hagstæðara í Fjarðar-
kaupi heldur en í Hagkaupsbúðun-
um. Sérstaka athygli vekur hvað
vöruverð virðist þurfa að hækka
miklu meira við að fara austur yfír
Hellisheiði heldur en norður yfír
Holtavörðuheiði. Sjö dýrustu búð-
iraar í könnuninni voru allar á Suð-
urlandi og í Eyium, hvar af Höfn á
Selfossi og KA í Eyjum tróna á
verðlagningartoppnum.
Könnunin var gerð af Neytenda-
samtökunum í samvinnu við neyt-
endafélögin á Akureyri, Suðumesj-
um, Suðurlandi og verkalýðsfélögin
f Vestmannaeyjum. Hún var fram-
kvæmd mánudaginn 5. júlí, áðeins
viku eftir gengisfellingu krónunnar,
þannig að áhrif hennar voru í mjög
litlum mæli komin inn í vöruverðið.
Kannað var verð á 107 vörutegund-
um, þar sem rúmlega helmingurinn
var algengar tegundir matvara í
pökkum, dósum og glösum, tæplega
fjórðungur var algengar hreinlætis-
vörur og afgangurinn aðallega ýms-
ar kjötvörur, ostar og feitmeti,
ávextir, grænmeti og gosdrykkir.
Könnunin leiddi í Ijós mjög mikinn
verðmun á einstökum vörutegund-
um. Á 2 af 3 vörutegundum var
hæsta vöruverð yfir 40% hærra en
lægsta verð. Verðmunurinn fór
m.a.s. langt yfir 100% á öllum teg-
undum ávaxta sem teknar voru í
könnunina.
Til að gera samanburð á verðlagn-
ingu milli verslana var sú aðferð val-
in að reikna út meðalverð hverrar
vöru, sem sett var á 100 og síðan
notuð sem stuðull til viðmiðunar.
Vöruverð í verslun með meðaltöl-
una 100 reiknast því í meðallagi
miðað við aðrar verslanir í könnun-
inni. Frávik frá því meðaltali eiga
síðan að gefa nokkra hugmynd um
hversu mikið verð einstakra versl-
ana er fyrir ofan eða neðan þetta
meðalverð. Samkvæmt þessum út-
reikningum reyndist lægsta verðið í
Bónus í Hafnarfirði með saman-
burðartöluna 79, en hæsta verðið
hjá KÁ í Vestmannaeyjum sem kom
út með 116 í samanburðartölu.
Neytendasamtökin hafa þó nokk-
um fyrirvara á þessum samanburði:
„Tölur af þessu tagi verður þó að
túlka með varúð vegna þess að verð-
munur á dýmm og/eða mikið keypt-
um vörum skiptir meira máli fyrir
neytandann en mikill verðmunur á
vömm sem keyptar em í litlum
mæli,“ segja Neytendasamtökin.
Sem dæmi um þetta má t.d. nefna
94% verðmun á Gillette rakvél sem
getur vegið þungt í svona verðsam-
anburði, þótt hann skipti raunvem-
lega nær engu máli í raunvemleg-
um heimilisútgjöldum manna sem
nota rakvélina sína í ár og jafnvel
áratugi. Um 13% verðmunur á eggj-
um (minnsti munur í könnuninni)
getur haft miklu meiri áhrif á heim-
ilisútgjöldin.
Og raunin virðist líka sú, að þegar
td. samanlagt verð 98 vömtegunda
hjá Höfn á Selfossi er borið saman
við samanlagt verð sömu vömteg-
unda hjá Hagkaupi í Reykjavík
bendir niðurstaðan til 14,6% verð-
munar, en ekki 22,6% eins og ráða
má af samanburðartölum Ns. Skýr-
ingin á þessum mun felst ekki hvað
síst í því, að nær enginn verðmunur
var á kjötvömm hjá Höfn og Hag-
kaupi. Kjötvömr em fáar (8), en
hins vegar dýrar og vega því hátt í
samanlögðu verði allra tegunda.
Verðmunur milli Hafnar og Hag-
kaups var líka lítill á eggjum, feit-
meti og ostum, sömuleiðis á gos-
drykkjum, en tæplega 17% að með-
altali á hreinlætisvömm. Dósa-,
glasa- og pakkavömr reyndust hins
vegar að meðaltali hátt í fjórðungi
dýrari í Höfn en Hagkaupi og verð á
þeim ávöxtum og grænmeti sem
kannað var reyndist rúmlega 50%
dýrara í Höfn. Rétt er að taka fram
að hér er ekki verið að halda því
fram að samanburðartölur Ns gefi
fremur ranga niðurstöðu heldur en
slétt samlagning. Vafalaust getur
t.d. hámarksverð (363 kr.) Hafnar á
„Cocoa Puffs" haft miklu meiri áhrif
til hækkunar á matarreikningum
margra sunnlenskra fjölskyldna
heldur en fremur hóflegt verð á
nautafile, svo dæmi sé tekið.
Ætli aðalatriðið sé ekki það, að
hver og einn reyni að fylgjast sem
gleggst með, og geri eigin verðsam-
anburð á þeim vömtegundum sem
einmitt þeir nota mest af. - HEI
Tómas
Árnason
sjötugur
Tómas Ámason seðlabankastjóri er
sjötugur í dag. Tómas er fæddur að
Hánefsstöðum við Seyðisfjörð.
Hann nam lög við Háskóú íslands
og stundaöi framhaldsnám við Har-
vard.
Tómas hóf snemma afskipti af
stjómmálum og starfaði mikið fyrir
Framsóknarflokkinn. Hann sat
lengi í stjóm hans og gegndi mörg-
um trúnaðarstörfum. Um fjögurra
ára skeið var hann framkvæmda-
stjóri Tímans og minnast gamlir
starfsmenn þeirrar tíðar með
ánægju því þá átti blaðið góðu gengi
að fagna og var áhrifamikill vett-
vangur f bjóðmálaumræðunni.
Tómas Ámason var lengi þingmað-
ur fyrir Framsóknarflokkinn og ráð-
herra.
Auk lögffæðistarfa var Tómas for-
stöðumaður vamarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins og fram-
kvæmdastjóri Framkvæmdastofn-
unar. Er hann lét af þingstörfúm
gerðist hann seðlabankastjóri og
gegnir þeirri stöðu enn.
Eiginkona Tómasar er Þóra Ei-
ríksdóttir. Eru þau að heiman f
dag.
Tíminn sendir Tómasi Ámasyni
góðar afmælisóskir og minnist
góðra starfa hans fyrir blaðið á ár-
um áður.
Þjónustugreinarnar hættu í kringum 1988 að taka við fleiri
starfsmönnum í vinnu:
Stöðnun ríkir í
þjónustugreinum
Um 1988 stöðvaðist sá vöxtur sem veriö hafði í þjónustugeiranum
síöastliöin 40 ár. Þessi staðreynd er veigamikil skýríng á því at-
vinnuleysi sem ríkir hér á landi, en þjónustugreinamar hafa í mörg
ár tekið við öllum nýjum mönnum sem komið hafa inn á vinnu-
markaöinn.
Allt frá seinna stríði hafa sífellt
færri haft afkomu sína af fram-
Ieiðslu landbúnaðarvara. í sjávarút-
vegi hefur orðið óveruleg fjölgun,
en sú aukning er löngu stoppuð og
að hluta til gengin til baka. Iðnaður-
inn jókst nokkuð eftir stríð en eftir
miðjan áttunda áratuginn stöðvað-
ist þessi vöxtur og allra síðustu ár
hefur ríkt þar samdráttur.
Það eru hins vegar þjónustugrein-
arnar sem hafa tekið við nær allri
fjölgun mannafla á vinnumarkaði.
Áukningin var stöðug allt fram yfir
miðjan síðasta áratug. Þá hætti
þjónustan að taka við fleirum. Það
þarf því ekki að koma á óvart að um-
talsvert atvinnuleysi verður til hér á
Evrópuráðið skoðar
íslensk fangelsi
í síðustu viku lauk heimsókn fjög-
urra manna nefndar frá Evrópuráð-
inu, en nefndin kom hingað til að
skoða ástand fangelsa hér á landi.
Nefndin mun senda íslenskum
stjórnvöidum skýrslu um málið í
byrjun næsta árs.
Nefndin sem kom hingað vinnur að
því að koma í veg fyrir misþyrming-
ar og ómannlegar eða niðurlægj-
andi refsingar. Hún hefur þegar
landi í kjölfarið. Astæðan fyrir því að
það dregur saman í þjónustunni er
margþætt, en meginástæðan er án
efa almennur og langvinnur sam-
dráttur í efnahagslífi landsmanna. í
stað ára stöðugs hagvaxtar taka við
ár stöðugt minni hagvaxtar. -EÓ
Mynd 5 Ársverk eftir atvinnuvegum 1940-1990 - Landið allt
80 000-
70.000
60.000
50.000-
40.000
30.000
20.000
.....
/
Þjó lusta
Iðna >ur
.***’* ••**** 1 vegui—
Landbunadi. 1
1940 1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990
Borginni boðin Vesturgata 2 til
gegnum
heimsótt allflest lönd í Evrópu.
Nefndin skoðaði fangelsin á Litla-
Hrauni, Kópavogsbraut, Skóla-
vörðustíg og í Síðumúla, en auk
þess skoðaði hún lögreglustöðvar og
vistheimilið fyrir ósakhæfa afbrota-
menn að Sogni í Ölfusi.
Nefndarmenn dvöldu hér í átta
daga. Þeir eru frá Þýskalandi, Finn-
landi, Belgíu og Bretlandi.
-EÓ
Guðvarður Gfslason, veitingamaður á Loftleiðum, hefur boðið
borginni húsnæðið að Vesturgötu 2 til sölu.
„Ég ætlaði að vera með veitinga-
rekstur f húsinu en þegar mér
bauðst reksturinn hjá Hótel Loft-
leiðum þurfti ég hússins ekki
með," segir Guðvarður. „Reykja-
víkurborg hefúr veitt verðlaun fyr-
ir skipulag við Vesturgötuna þar
sem gert er ráð fyrir að gert verði
gat í gegnum húsið. Ég er aftur á
móti ekki tilbúinn til að láta gera
gat í gegnum húsið mitt nema
gegn stórri greiðslu. Besta ráðið er
þvf að kanna hvort borgaryfirvöld
vilji ekki bara kaupa húsið tíl að
geta gert það sem þau vilja við
það.“
Guðvarður hefúr ekki fengið nein
viðbrögð ennþá frá borginni.
Saga hússins að Vesturgötu 2 er
sú að útgerðarmaðurinn C.PA
Koch byggði það árið 1863 og var
það þá kallað Bryggjuhúsið. Leyf-
inu fyrir byggingunni fylgdi það
skilyrði að opinn gangur skyldi
alltaf vera gegnum húsið að
bryggjunni en um hann fóru þeir
sem komu sjóleiðis tíl Reykjavíkur.
Síðar var gangnum lokað og {
þeirri mynd þekkja flestír bæjarbú-
ar húsið núna. -GKG.