Tíminn - 21.07.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.07.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur21. júlí 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sfml: 686300. Auglýsingaslmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1368,- , verð I lausasölu kr. 125,- Grunnverð auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Er ríkisstjórnin að tapa í glímunni við verðbólguna? Ríkisstjórnin sem nú situr tók við búi þar sem ríkti ein allra lægsta verðbólga í löndum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, eftir að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hafði tekist að ná verð- bólgunni langt niður fyrir það sem hún er í helstu nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir seinheppni á hinum ýmsu sviðum hefur núverandi ríkisstjórn enn ekki tekist að klúðra þeim árangri í verðlagsmálum sem hún hlaut í vöggugjöf, þó oft hafi það staðið tæpt. í því sambandi er rétt að minna á að eitt af því fáa, sem hagfræðingar um víða veröld eru sammála um, er að það eitt að halda lágri verðbólgu niðri er barnaleikur borið saman við þá glímu og þau átök sem þarf til að ná verðbólgu nið- ur. Forsætisráðherrann skortir forystu til að ráðast gegn þeim sem vilja hleypa verðbólgu af stað að nýju. Svo virðist sem helstu stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar í atvinnulífinu ætli sér að hunsa þá ábyrgð, sem á þeim hvílir, og tryggja fyrst og fremst skammtímahagsmuni fýrirtækja sinna, hvað sem líður nýrri verðbólguholskeflu, sem á okkur getur dunið ef ríkisstjórnin sýnir ekki þann kjark og þor sem nauðsynlegt er í verðbólguglímunni. Hér skulu nefnd nokkur dæmi. Morgunblaðið birti föstudaginn 25. júní frétt um að hugsanlega yrði gengi íslensku krónunnar fellt á næstu dögum. Það eitt að slík frétt birtist í málgagni, sem vitað er að sækir upplýsingar inn í innsta kjarna Sjálfstæðis- flokksins, gerir að verkum að ekki verður hjá því komist að fella gengið til að koma í veg fyrir óeðlileg gjaldeyriskaup í kjölfar fréttarinnar. í útvarpsfréttum þá um kvöldið mætir forstjóri Skeljungs, sem jafnframt er varaformaður Vinnu- veitendasambandsins og einn eigenda Morgunblaðs- ins, og tilkynnir nánast berum orðum að Skeljung- ur muni ekki lækka olíuverð fyrir helgina líkt og önnur olíufélög hafi gert, því ríkisstjórnin muni fella gengið næsta mánudag. Eftir gengisfellinguna hafa dunið á slíkar verðlags- hækkanir að almenningur man orðið ekki slíkar í lengri tíma. Öllu því fer fram án þess að ríkisstjórn- in hreyfi legg eða lið eða reyni með þeim ráðum, sem henni eru tiltæk, að veita verðlagshækkunum viðnám. Hér nægir að minna á að Coca-Cola hækk- aði gosdrykki um 7% og ætlar sér að ná inn auknum tekjum sem svarar til allrar gengisfellingarinnar, þrátt fyrir að innflutt hráefni sé aðeins brot af rekst- rarkostnaði verksmiðjunnar! Þar vega laun þyngst, en þau hafa ekkert hækkað, eins og öllum er kunn- ugt. Coca-Cola var eitt þeirra fyrirtækja sem nutu hvað mests hagræðis af niðurfellingu aðstöðugjalds um síðustu áramót og sýnt er að slíkt er í engu met- ið og hinum minnstu tilkostnaðarhækkunum sam- stundis velt margföldum út í verðlagið. Bandamönnum ríkisstjórnarinnar í eigin hópi fer fækkandi og allt útlit er fyrir að þær skorður, sem reistar hafa verið við verðbólgunni, séu að gefa sig, allt fyrir forystuleysi ríkisstjórnarinnar. Enn eru til hugrakkir menn sem þora aöfylgja eftir hugsjónum sín- um og synda gegn straumnum og það gleður Garra sannarlega enda er Garri sjálfur hugsjónamaður og líkar vel að sjá og finna að hann er ekki einn í heiminum. Þess vegna gladdist Garri mjög og hjarta hans sló örar þegar hann fékk í gær að vita að sá maður sem hvað harðast hefur fylgt eftir hug- sjónum sínum í ræðu og riti og m.a. gaf út tímaritið Frelsið sem varð gjaldþrota fyrir nokkru, hefur ekki látíð bugast. Hann er enn að og ættar nú að benda okkur á betri leiðir til sjálfrar lífshamingjunnar væntanlega. Til þess að Garra og öllum hinumvillurálandi sauðun- um auðnist að sjá ljósið ætlar Hannes blessaður Hólmsteinn Gissurarson að fera að gefe út tímaritið Betri leiðir og markmið- in eru háleit og lýsa einstæðu hug- rekki mikilmennis sem barist hef- ur við fbrynjuna Herdísi og drek- ann Ömólf: Með útgáfu tímarits segist Hantv es Hólmsteinn stefha að því að það hafi hámarksáhrif frekar en há- marksutbreiðslu og ekki skortir á hugrekkið, því að tímaritið skal þora að styðja Davíð Oddsson og jafnvel Þorsteín Pálsson þegar hann gerir góða hluti og Ifaildór Blöndal í breytingum á Pósti og síma. Þá skal ritið vera andvígt Steingrími Hermannssyni, Ólafi Ragnari Grfmssyni og fleiri Jær- eyskum" sfjómmálamönnum og svo síðast en ekki síst - á móti verkalýðshreyfingunni. Ritið mun hins vegar, að því er sjálfúrfrumkvöðullinn og hugsuð- urinn Hannes Hólmsteinn skrifar lærisveinum sínum og stuðnings* mönnum, styðja fyrirtæki, einka- ffamtakið og þau stórfyrirtæki sem ekki eru á móti Honum sjálfumog hugsun hans. Þessa samherja sína hyggst Hannes styðja gegn verka- lýðshreyfingunni og öllum feitum köllum með einokunaraðstöðu. En Hannes ætlar ekki bara að djöftast gegn hinu illa heldur hyggst hann líka fara að dæmi sjálfs skaparans sem ...“hiö stríða Wandar blíðu, ailt er gott sem gjörði hann.“ Þanníg munu valin- Jainnir sóma- og kunnáttumenn fialla um hinar góðu hliðar lífsins, svo sem menningarviðburði, veit- ingahús, mat og eðaJvín, glæsibíla eins og Audi, BMW, Mercedes Benz, Mitsubishi sportbílínn, M;izda sportbflinn, Nissan NX100 ogallafínujeppana. Garri veit að til þess að dekka aJlt þetta í einu og sama tímaritinu þarf hugreltki og það míkið. Það sltal ennog aftur ítrekað. Garri veit að það skortir Hannes ektó og von- araðþeir, sem Jrann hyggst fá til að skrifa í ritið, svo sem ólafúr Bjömsson, Matthías Johannessen, Jónas Haralz og Glúmur Jón BjÖmsson efnafræðinemi, verði líka hugrakkir og staðfastir eins og meistarinn sjálfúr og biii ekkí þeg- ar á hólminn er komið. Garri ætíar að halda partý og drekka Bermúda- skál þegar fyrsta tölublað Betri leiða kemur út Þá verður gaman og Bjama Fel. verður ekki boðið. Ofan jarðar og neðan Það er orðið vandlifað í þjóðarbúi Davíðs & Co. Bannað er að brugga, ekki má veiða fisk, ekki svíkja undan skatti og ekki stunda annan búskap en hokur og svo er þetta kallaður frjáls markaðsbúskapur. Það má þakka guði fyrir á meðan vextir eru frjálsir og gjaldeyrisbrall ótak- markað og hægt er að kaupa rík- istryggð húsbréf með myndarleg- um afföllum, svo ekki sé talað um allar skattfrjálsu eignatilfærsl- umar sem guð á himnum heldur sinni blessuðu vemdarhendi yfir, hvemig svo sem þjóðarskútan annars velkist í heimsins ólgusjó. Merkasta nýsköpun í atvinnulífi síðari ára er bruggstarfsemi. Ein- staklingsframtakið stofnsetur lítil og snotur fyrirtæki og sýður fimafínan landa og selur á helm- ingi lægra verði en ríkið er fært um. Markaðssetning landans er til fyrirmyndar og má með sanni segja að gæðastjómun sé á starf- seminni allri. Mörg störf skapast vegna bruggsins; til að mynda er vélsmiðja suður í Hafnarfirði önnum kafin við að smíða brugg- verksmiðjur og er með á lager nokkrar stærðir og gerðir. Þá eyk- ur þetta lögreglustarfsemi í land- inu og er jafnvel talað um að bæta nokkmm deildum við embættin til að þefa uppi bmggara og gera tæki þeirra upptæk. Það eykur enn umsetninguna hjá vélsmiðj- unni og dregur úr ríkisafskiptum af áfengissölu og er þetta allt í hinu besta standi. Að vísu eru einhverjir að múðra út af drukknum unglingum, en ef þeir em ekki fúllir af landa verða þeir bara fullir af einhverju öðru. Eða þá að þeir verða uppfúllir af kvikmyndagerðaráhuga eða ein- hverju öðru sem er miklu meira mannskemmandi en landaneysla. Öfugsnúin tekjuöflun Gutti í Ámunni var frumkvöðull að almennu bruggi og seldi vönd- uð efni og tæki til iðnaðarins. Síðan datt hann í pólitík og gerð- ist stjórnarerindreki að brydda upp á nýjungum í atvinnulífi og skilaði því verkefni með miklum ágætum. Nú stendur ríkisvaldið í því að loka bmgghúsum, en það getur verið ágætlega atvinnuskapandi eins og áður er vikið að. Skattsvik em á sinn hátt aðferð til tekjuöflunar. Ríkið er svikið um þá peninga sem hirðusamir skattiborgarar stinga í eigin vasa. Þetta hefur löngum verið einn höfúðatvinnuvega og í sambandi við það er talað um neðanjarðar- hagkerfi, sem kvað ekki vera miklu ómerkilegra en það sem starfrækt er ofanjarðar, svarta at- Vítt og breitt vinnustarfsemi og þjófnað á sölu- skatti eða virðisaukaþrepum. Nýlegt embætti skattrannsókn- arstjóra er stofnað til höfuðs skattsvikunum og hefur fundið hvorki meira né minna en sjö skattsvikara á hálfu ári. Þau af- köst eru sögð helmingi fleiri en þegar ríkisskattstjóri var að bögglast í skattsvikunum með þeim árangri að ráðherrar stigu enn og aftur á stokk og vitnuðu um margra milljarða skattsvik, sem nam ávallt mun hærri upp- hæðum en gjörvallur ríkissjóðs- hallinn. Samt var aldrei gert neitt í málinu, nema helst að flækja skattalögin sífellt meira og betur skattsvikurunum í vil. Nú eru skattsvikin aftur á móti orðin að atvinnutækifærum. Fjórtán manns nýju stofnunar- innar eru búnir að finna sjö skatt- svikara, sem vonandi eiga fyrir launum þeirra sem rannsaka undanskotin. Ef neðanjarðarhagkerfið er eins merkilegt og Iátið er í veðri vaka, er sjálfsagt koma á laggimar þjóðhagsstofnun neðanjarðar til að fylgjast með og gera framtíðar- spár um hagvöxt og horfur í at- vinnulífi í neðra, rétt eins og gert er hið efra. Svo mætti bera Jiag- kerfin saman. Hver veit nema að í ljós komi að neðanjarðarhagkerfið sé mun skilvirkara en það sem notast er við á yfirborðinu. Má þá mikið af því læra og væri athugandi hvort ekki mætti skipta. Thka neðan- jarðarhagkerfið í notkun með höfuðstöðvar í Seðlabankahús- inu, en söklcva því útjaskaða hag- kerfi sem engu skilar nema gjald- þrotum og skuldum niður fyrir yfirborðið, þar sem það angrar engan, fremur en það neðanjarð- arkerfi sem nú er hvað hagsælast. Umskiptingur Með opnum huga er vel hægt að snúa við blaði og efla einstak- lingsframtak og markaðsbúskap. Með því að banna Höskuldi að selja áfengi, en leyfa sjálfstæða bruggstarfsemi munu þúsund blóm spretta, eins og hjá skáldinu Maó, og milliliðum sem aðskilja ffamleiðendur og fyllirafta mun fækka. Með því að kasta yfirborðshag- kerfmu fyrir róða og taka upp neðanjarðarhagkerfi í þess stað vinnst margt, svo sem að ekki þarf þá lengur að kvarta yfir skattsvikum, því þau verða sjálf- krafa í lög leidd. Skatttekjur þurfa samt ekkert að minnka, því að í núverandi kerfi eru allir liátekju- menn og eignafólk skattfrjálst hvort sem er og ekkert er borgað af stórfelldustu eignatilfærslum allra tíma. Það er verst ef Sameinaðir verk- takar og önnur þjóðþrifafyrirtæki hverfa af yfirborðinu og lenda í neðanjarðarhagkerfinu. Þá hverfa manni sjónum kröfur erfingja hermangaranna á hendur þjóðfé- leginu sem elur þá. Annars skiptir kannski litlu máli hvað snýr upp og hvað niður í því kompaníi sem kallað er Lýðveldið ísland. Kolkrabbinn og erfðabor- in nómenklatúra á þetta allt hvort sem er, ofan jarðar og neð- an. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.