Tíminn - 21.07.1993, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 21. júlf 1993
Tíminn 9
DAGBOKj
Gamli skálinn í Vatnaskógi.
Sæludagar í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina
Skógarmenn KFUM, KFUM og KFUK í Reykjavík, Samband íslenskra kristniboðsfé-
laga, Kristileg skólasamtök og Kristilegt stúdentafélag efna til Sæludaga í Vatnaskógi
um verslunarmannahelgina, 30. júlí-2. ágúst n.k.
Vatnaskógur er í Svínadal, u.þ.b. 80 km frá Reykjavík. Vegur liggur frá þjóðveginum
við Saurbæ á Hvalfjarðarströnd yfir hálsinn í Vatnaskóg. Staðurinn er einstakur til úti-
vistar, þar sem saman fer skógur, grasvellir, veiðivatn og bátar. Margt verður í boði, svo
að allir, ungir sem aldnir, ættu að geta átt skemmtilega og eftirminnilega helgi.
Á Sæludögunum verður þess minnst að 70 ár eru liðin frá upphafi sumarbúðastarfs í
Vatnaskógi og munu þessi tímamót setja svip sinn á hátíðina.
Rétt er að taka fram að Sæludagar f Vatnaskógi eru með öllu áfengislaus hátíð. Sælu-
dagar í Vatnaskógi eru fyrir alla: bömin, unglingana, foreldrana, ömmumar og afana.
Á Sæludögum verður boðið upp á kvöldvökur, sjóskíði, varðeld, guðsþjónustu,
krakkaklúbb, kappróður, bænastundir, þrautakeppni, trönuborgir, koddaslag á vatn-
inu, grillveislu, fræðslustundir, söngvarakeppni, arinstund, gospeltónleika, fótbolta,
báta og margt fleira.
Verð kr. 2000. Ókeypis fyrir yngri en 13 ára. Flest það, sem í boði er, er innifalið í
verði, þ.m.t. bátar og önnur leiktæki. Hægt er að fá gistingu í svefnskálum og greiðist
fyrir það sérstaklega. Þeir sem vilja bregða sér á sjóskíði þurfa einnig að greiða fyrir
það sérstaklega. Hægt er að panta gistingu í svefhskálum á skrifstofu KFUM og KFUK
við Holtaveg í Reykjavík (sími 678899). Sjoppa og veitingasala verður f Vatnaskógi á
Sæludögunum, en einnig verður aðstaða til að snæða nesti innandyra.
Sæmundur sérleyfishafi í Borgamesi annast allar sætaferðir á Sæludagana í Vatna-
skógi. Brottför frá BSÍ: Föstudaginn 30. júlí kl. 18.30. Heimför úr Vatnaskógi: Mánu-
daginn 2. ágúst kl. 13.15.
Félag eldrí borgara í Reykjavík
Göngu-Hrólfar ætla í lautarferð í Heið-
mörk Iaugardaginn 24. júlí, ef veður leyf-
ir.
Hafhargönguhópurinn:
EngeyjarvHinn
í kvöld, miðvikudagskvöld, fer Hafnar-
gönguhópurinn kl. 21 frá Hafnarhúsinu
í fjórðu ferðina til kynningar á sjóleið-
um, vitum og sjómerkjum á höfuðborg-
arsvæðinu.
Farið verður frá bryggju neðan við
Hafnarbúðir og sigld gamla sjóleiðin upp
úr Grófmni út í Engey. Lent verður við
Austurvörina og gengnar traðimar upp
að bæjarrústunum á háeynni og síðan að
gamla vitastæðinu þar norður af. Þaðan
verður gengið með ströndinni á vestu-
reyna og vitinn skoðaður. Áfram verður
haldið með strönd eyjunnar að Austur-
vör. Ferðinni lýkur svo við Hafnarhúsið.
öll ferðin tekur um tvo og hálfan tíma.
Allir em velkomnir f ferð með Hafnar-
gönguhópnum. Bátsferðin kostar 800 kr.
Eitt af fýrstu ljósmerkjum við Faxaflóa
til leiðbeiningar skipum var sett upp í
Engey. Viti var þar byggður 1902, endur-
byggður 1937 og stendur enn.
íslandskvöld í Norræna húsinu
Fimmtudaginn 22. júlí kl. 20 heldur
Kristín Bjamadóttír sagnfræðingur fyr-
irlestur á sænsku í Norræna húsinu og
nefnir hann „Reykjavik förr och nu“
(Reykjavík fyrr og nú). Þar rekur hún
sögu Reykjavíkur, þróun hennar úr bæ í
borg og sýnir litskyggnur.
Eftir kaffihlé verður sýnd kvikmynd um
Reykjavík og er hún með norsku tali.
Bókasafn og Kaffistofa Norræna hússins
em opin til kl. 22. í kaffistofu verður fs-
lensk kjötsúpa á boðstólum.
Allir em hjartanlega velkomnir á Is-
landskvöldið.
Tilkynning frá umhverfisráðuneytinu:
Ljósmynda- og kvikmyndatökur
af friöuöum fuglum
Að gefnu tilefni vill umhverfisráðuneytið
koma því á framfæri að samkvæmt 2.
mgr. 27. gr. laga um fuglaveiðar og fugla-
friðun, nr. 33/1966, sbr. 1. gr. reglugerð-
ar nr. 97/1968 um mynda- og kvik-
myndatökur af ömum, fálkum, snæugl-
um og haftyrðlum, er óheimilt að mynda
og kvikmynda þessa fugla án leyfis um-
hverfisráðuneytisins, sem aflað er fyrir-
fram að fenginni umsögn fuglafriðunar-
nefndar.
Jafnframt skal forðast að trufla friðaða
fugla við hreiður, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga
nr. 33/1966, og er dvöl við hreiður frið-
aðra fugla, sem valdið getur óæskilegum
truflunum, háð leyfisveitingum ráðu-
neytisins, sbr. 2. gr. fyrrgreindrar reglu-
gerðar.
Leiörétting viö tilkynningu
4 um Skálholtshátíö
I tilkynningu um Skálholtshátíð næsta
sunnudag, 25. júlf, sem birtist í blaðinu í
gær, gleymdist að geta flytjenda söngs í
hátíðarguðsþjónustunni kl. 14. Þar átti
að standa: Bamakór Biskupstungna og
Skálholtshátfðarkórinn syngja, undir
stjóm Hilmars Amar Agnarssonar. Org-
anleikari: Ámi Arinbjamarson.
Bókavaröan opnar nýja
deild erlendra béka
Fombókaverslunin Bókavarðan, Hafhar-
stræti 4, hefur sett upp í versluninni
stóra deild með erlendum bókum frá öll-
um tímum prentsögu. Deildaskipt og að-
greind eftir efni: Saga heims og heims-
hluta, stjómmál (þar í kommúnismi,
sósialismi, nasismi), bókmenntasaga
einstakra landa og heimshluta, alfræði-
verk margvísleg, skáldverk á Norður-
landamálum, ensku, þýsku, frönsku,
spænsku, portúgölsku, latínu, grísku,
rússnesku o.m.fl. tungum. Einnig ýmiss
konar hagnýt efhi: landafræði og ferða-
bækur, iæknisfræði gömul og ný; heild-
arsöfh einstakra höfunda, einnig vasa-
brotsbækur á ensku, þýsku, frönsku og
Norðurlandamálum.
í nýjustu Bóksöluskrá Bókavörðunnar
em fjölmargar merkar bækur ffá fyrri
tímum og síðari. Ekki eingöngu gamlar
og dýrar bækur, heldur einnig nýlegar
bækur á margvíslegum verðum.
Af gömlum og fágætum bókum er vak-
in athygli á: Ljóðabókin Stúlka eftir Júlí-
önu Jónsdóttur í Akureyjum, Ak. 1878,
fyrsta Ijóðabók konu á íslandi; Ljóðmæli
Bjama Thorarensens skálds, frumútgáf-
an í Kh. 1847; handrit Jónasar E. Svafárs
atómskálds að bók hans: „Það blæðir úr
morgunsárinu", 1949; Bréf til Láru frá
Þórbergi Þórðarsyni, Rvík 1925, frumút-
gáfan, töiusett og árituð af höfundi;
Hómópatfsk lækningabók, Akureyri
1882; Náttúrusaga íslands eftir N. Mohr,
Kh. 1786, með myndum og uppdráttum;
Hugvekja um þinglýsingar, jarðakaup
o.fl. eftir J. Johnsen assessor, Kh. 1840;
Den Islandske Rættergang eftir John
Amesen Sysselmand og Jón Eiríksson,
Kh. 1762.
Af nýlegum, uppseldum bókum má m.a.
nefnæ Menntaskólaljóð 68-kynslóðar-
innar (Þórarins Eldjáms, Sigurðar Páls-
sonar, Hraffis Gunnlaugssonar o.fl.);
Rauða bókin, bréf fslenskra kommúnista
frá Austantjaldslöndum (þetta eintak er
áritað af Davíð Oddssyni); frumútgáfur
allra bóka eftir Halldór Laimess, bundnar
í skinnband.
Farah keisaraynja með sonardótturina Nour.
Farah keisaraynja
loksins oröin amma
Eftir 14 ár í útlegð er það aðeins
hjá litla „hjartaknúsaranum“
sem hún getur gleymt sér. „Ég
viðurkenni að ég var orðin óþol-
inmóð að bíða eftir bamabami,“
segir Farah, sem er orðin 54 ára,
en er mikið unglegri en árin
segja til. „Reza og tengdadóttir
mln, Yasmine, era svo hamingju-
söm með Nour litlu að þau flýttu
sér að „búa 01“ bara númer tvö.“
Fjölskyldan býr í Virginíufylki í
Bandarfkjunum. Það er verið að
halda upp á ársafmæli litlu stúlk-
unnar og húsið er fullt af gestum
og glæsilegum gjöfum. Gleðin
ræður ríkjum og allra augu hvfla
á afmælisbarninu. Hún er stór
eftir aldri og er farin að ganga.
Hárið er mikið og dökkt, svo
mörg tveggja ára böm gætu verið
sátt við að hafa svo mikið hár.
En það sem skyggir á gleðina á
heimilinu er að það skuli ekki
vera hægt að halda upp á afmælið
í heimalandinu íran.
Á hverju ári birtast myndir af
svartklæddri Farah. Það er þegar
hún fer að vitja grafar mannsins
síns f Egyptalandi.
Eins og flestar nýjar ömmur er
hún bergnumin af litla barna-
barninu. Hver ósk Nour er upp-
fyllt hið bráðasta. Farah gleymir
fljótt virðuleika keisaraynjunnar
þegar hún krýpur á fjóra fætur til
að leika við litlu stúlkuna. Hún
heldur ekki aftur af tárunum,
þegar hún horfir á hana opna
gjafapakkana.
Og hvort óskar hún sér svo að
næsta bamabarn verði, piltur eða
stúlka?
„Það væri dásamlegt að fá sonar-
son,“ viðurkennir Farah, sem fyrir
33 árum bjargaði erfðamálum ír-
ans þegar hún fæddi Reza.
Farah, fyrrverandi keisaraynja í Iran, er oróin amma og á reyndar von á
öðru barnabarni sínu I október n.k. Hér er hún með syni sínum, Reza, kon-
unni hans Yamine og litlu stúlkunni þeirra, hinni ársgömlu Nour.