Tíminn - 21.07.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.07.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 21. júlf 1993 Njáluslóðir— Þórsmörk Árieg sumarferð framsóknarfélaganna I Reykjavlk veröur farin laugardaglnn 14. ágúst 1993. Að þessu slnnl verður fariö á söguslóðir Njálu og inn I Þórsmörk. Aöalleiösögumaöur ferðarinnar veröur Jón Böövarsson. Feröaáætfunin er þessi: Kl. 8:00 Frá BSl. Kl. 10:00 Frá Hvolsvelli. Kl. 11:15 Frá Bergþórshvoli. Kl. 12:30 Frá Gunnarshólma. Kl. 17:00 Úr Þórsmörk. Kl. 18:45 Frá Hllöarenda. Kl. 20:00 Frá Keldum. Kl. 20:45 Frá Gunnarssteini. Kl. 22:00 Frá Hellu. Aætlaö er aö vera I Reykjavlk Id. 23:30. Skráning i feröina er á skrifstofu Framsóknarflokksins I slma 624480 frá 9.-13. ágúst. Verö fyrir fulloröna 2.900 kr., böm yngri en 12 ára 1.500 kr. Sumarhappdrætti Framsókn- arflokksins 1993 Drætti I Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins hefur veriö frestað til 9. ágúst n.k. Velunnarar flokksins, sem enn eiga ógreidda miöa, eru hvattir til aö greiöa heims- enda glróseöla fýrir þann tlma. Allar frekari upplýsingar ve'ittar á skrifstofu flokksins eöa I slma 91- 624480. Fjölskylduhátíð framsóknar- manna á Vesturlandi Fjölskylduhátlö framsóknarmanna á Vesturiandi veröur haldin 24. júll 1993. Mæting aö Holti, Borgarhreppi, kl. 13.30. Dagskrá: 1) Gróöursetning I landgræöslugiröingu Skógræktarfélags Borgarfjaröar. 2) Haldiö I Danlelslund I landi Svignaskarös og hann skoöaöur undir leiösögn Ágústs Ámasonar. 3) Eftir Id. 16.30 veröur kveikt upp I stóru grilli viö sumarhús Steingrfms Her- mannssonar aö Kletti I Reykholtsdal. Takiö meö ykkur þaö sem þiö viljiö helst grilla til kvöldveröar. Margir góöir grilF meistarar veröa meö I för og svo njótum viö saman ánægjulegrar kvöldstundar I góöum féiagsskap og fögru umhverfi. Formenn fnmsóknariééaganna i Vesturtandl Héraðsmót framsóknar- manna í V-Skaftafellssýslu veröur haldiö i Tunguseli laugardaginn 24. júll og hefst kl. 23.00. Hljómsveit Stef- áns P. leikur fyrir dansi. Mætum öll. Framsóknarfólögln I Vestur-SkaftafeHssýslu Umboðsmenn Tímans: Kaupstaóur Nafn umboðsmanns Helmlll Síml Ketlavfk Guörföur Waage Austurbraut 1 92-12883 Njarövfk Katrfn Siguröardóttir Hólagata 7 92-12169 Akranes Aöalheiöur Malmqvist Dalbraut 55 93-14261 Borgames SofFIa Óskarsdóttir Hrafnarkletti 8 93-71642 Stykkishóknur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Grundarflöröur Anna Aöalsteinsdóttir Gmndargötu 15 93-86604 Hedissandur Lilja Guömundsdóttir Gufuskálum 93-66864 Búöardalur Siguriaug Jónsdóttir Gunnarsbraut 5 93-41222 Isaflöiöur Petrfna Georgsdóttir Hrannargötu 2 94-3543 Hólmavík Elfsabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-13132 Hvammstangl Hólmfrföur Guömundsd. Flfusundi 12 95-12485 Blönduós Snorri Bjamason Uröarbraut 20 95-24581 Skagasbönd Ólafur Bemódusson Bogabraut 27 95-22772 Sauöárkrókur Guörún Kristófersdóttir Barmahllö 13 95-35311 SighiQöiöur Guörún Auöunsdóttir Hverfisgötu 28 96-71841 Akureyri Baldur Hauksson Drekagili 19 96-27494 Svalbaiöseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbaröseyri 96-25016 Húsavfk Sævar Salómonsson Vallholtsvegi 11 96-41559 Óiafsflöiöur Helga Jónsdóttir Hrannarbyggö 8 96-62308 Raufarttöfn Eria Guömundsdóttir Aöalbraut 60 96-51258 VopnaQöröur Svanborg Vlglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egllsstaðlr Páll Pétursson Árskógum 13 97-11350 Seyðisfjöröur Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaður Bryndls Helgadóttir Blómsturvellir 46 97-71682 ReyöarQöiöur Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167 EskHJörður Björg Sigurðardóttir Strandgötu 3B 97-61336 Fáskrúösqöiöur Ásdls Jóhannesdóttir. Skólavegi 8 97-51339 DJÉplvogur Ingibjörg Ólafsdóttir Borgariandi 21 97-88962 Höfn Sigurbjörg Einarsdóttir Vlkurbraut 11 97-81274 Selfbss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hverageiöi Þóröur Snæbjamarson Heiömörk 61 98-34191 Þorfákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627 EyrarbakkJ Bjami Þór Eriingsson Túngötu 28 98-31198 Laugarvatn Margrét Lárusdóttir Miðey 98-61236 Hvoisvödur Láms og Ottó Jónssynir Króktúni 18 98-78399 Vfk Sigurbjörg Bjömsdóttir Mánabraut 4 98-71133 Vestmannaeyjar Hrefna Hilmisdóttir Bröttugötu 39 98-12408 Manuela í Skálholti Satt að segja var ég búinn að gleyma því hve óumræðilega flínkur flautuleikari Manuela Wiesler er og mikill listamaður. Því enda þótt hún hafi komið hingað annað veifíð sl. 13 ár, þá hefur hún verið búsett ann- ars staðar, fyrst í Svíþjóð (þar sem hún var kjörin tónlistarmaður árs- ins 1991), en síðan í Austurríki. Nú kom Manuela hingað til að taka þátt í Sumartónleikum í Skálholti, en hún átti einmitt þátt f að stofna til þeirra, ásamt Helgu Ingólfsdóttur, fyrir 19 árum. Manuela spilaði sömu efnisskrána bæði á laugardag og sunnudag — allt verk fyrir einsamla flautu og öll eftir nútímatónskáld önnur en sónata í a-moll eftir Carl Philipp Emanuel Bach, næstelsta bam Jóhanns Sebastians. Svo mikil er snilli Manuelu, að hún getur gert nánast hvaða tónlist sem er áhugaverða og spennandi — en þó ekki alveg alla. „Venjulegasta" verkið á efnisskránni var sjálfsagt sónata Bachs, en hið „óvenjuleg- asta“ heitir Laconisme de l’alle (1982) eftir finnska konu, Kaju Sa- ariaho. Þar er beitt ýmiss konar brellum sem einu sinni voru nýstár- legar, en eru það ekki lengur, svo sem eins og því að flautuleikarinn syngi sjálfur ýmist í flautuna eða ekki, flytji ljóð o.s.frv. Þá var þama Solo per Flauto (1983) eftir Karl- Erik Welin, sem, að því er skráin segir, vann sér frægðarorð fyrr á ár- um með því að eyðileggja konsert- flygla með sleggju á tónleikum. Ég man einmitt þá tíð, fyrir svosem 30 ámm, þegar fslenskum ungskáldum þótti mikið til slíks hugmyndaflugs og andríkis koma og það standa lítt að baki þeirri uppákomu að selja upp yfir flygil á tónleikasviði. En nú er Welin víst allur og menn orðnir leiðir á gemingum af þessu tagi. Flautuverk Welins var annars mjög áheyrilegL Þá var þama Sequenza (1958) eftir Luciano Berio, en skemmtilegasta nútímaverkið var þó hið síðasta, EI Amolador (hnífa- brýnarinn, 1992) eftir Adina Izarra, þar sem flautan hermir eftir hljóði brýnis á hnífsegg. Manuela Wiesler er næsta fullkom- inn tónlistarmaður og flytjandi, með frábæra, áreynslulausa tækni, óvenjulega hreinan og hljómmikinn tón, fölskvalausan tónlistarskilning, heillandi framkomu. Og öllu þessu beitti hún til hins ýtrasta til að skapa áheyrendum eftirminnilega stund í Skálholtskirkju, meðan sólin ham- aðist við að skína fyrir utan. Næst verða tónleikar í Skálholti um aðra helgi (31. júlí og 1. ágúst); þeir verða helgaðir tónskáldinu og knéfiðlaranum Hafliða Hallgríms- syni. Sig. SL r Jarðfræði Alandseyja Enn eiga fjögur frímerki eftir að koma út á þessu ári á Álandseyjum. Þrjú þeirra em frímerki er sýna berggmnn eyjanna og koma út þann 3. september. Kynningin hljóðar svo að þetta séu þrjú fyrstu frímerkin í samstæðu sem á að sýna berggmnn Álandseyja. Þetta verður samstæða notkunarfrímerkja til daglegrar notkunar, sem sagt í bundnum verðgildum almennrar notkunar á hverjum tíma. Eitt af sérkennunum í berggmnni Álandseyja er rauða grantíð sem þar er að finna. Það em annars rauð afbrigði af rapakivi- graníti, sem bókstaflega þekja mik- inn hluta eyjanna, en gneis og gran- ít em helstu bergtegundimar. Fyrsta frímerkið er að verðgildi 2,00 álensk mörk og sýnir diabas- berggang frá Sottungu, Bessaskeri fyrir austan Húsey. Það em þekktir yfir 300 berggangar með diabas í eystri hluta skerjagarðsins umhverf- is Áland, fastalandsins eins og þeir kalla það. Þessi hluti skerjagarðsins liggur frá Kökar, eyjunni þar sem verið er að grafa upp gamalt Frans- iskanaklaustur, og til Brandeyjar. Þessir berggangar mynduðust þegar bráðið basalt þrengdi sér inn í hverskonar spmngur sem opnuðust vegna hreyfinga í jarðskorpunni. Yf- irleitt em berggangarnir upp á rönd í landslaginu, sbr. hellumar á norð- vesturhluta íslands, Hvítserk og fleiri. Upplag þessa frímerkis er ekki endanlega ákveðið ennþá, en það verður prentað strax í upplaginu ein milljón og þá er útgáfúdagur áprentaður í jaðarprentinu, svo að auðvelt er að ákvarða hvað er fyrsta prentun. Þegar svo viðbótarútgáfur koma em aðrar dagsetningar á þeim. Annað frímerkið er svo að verðgildi 2,70 álensk mörk. Myndefni þess er bólstrahraun frá Kumlinge, nánar tiltekið Vestra Varpskeri. Þama er að finna vel varðveitt bólstraberg, sem sannar að gos hafa átt sér stað á Kumlinge fyrir um það bil 1,900 milljón ámm síðan. Bólstrabergið myndaðist þegar hraunið rann út í vatnið. Jafriframt lagðist aska í lög- um í leir og sand í hrauninu og má nú skoða þessi lög sem bönd í ýms- um litum í gneisunum. Þetta frí- merki er einnig áætlað að gefa út í ótakmörkuðu upplagi, en fyrsta prentunin verður 700 þúsund frí- merki. Þriðja frímerkið er svo að verðgildi 6,00 álensk mörk. Myndefni þess er svo gneis frá Gloskeri í Sottunga, sunnan við Hestey. Þama hefir berg- keðjan einhver fallegustu form sem þekkt em á eyjunum af gneisþráð- um í berginu, í ríkri litadýrð. Sökum þess að mismunandi efni em í þess- um þráðum, ásamt með granítæð- Afmælis- og minningargreinar Kirkjan I Sottunga, stimpillinn og fyrstadagsumslagið. unum, verður það einnig þess vald- andi að margskonar myndform koma fram á steinum, stundum ekki ósvipað kaðalmyndunum eins og þekktar em í íslensku hrauni. Þessi frímerki em gefin út í 800 þúsund- um í fyrstu útgáfu. Frímerkin em hönnuð af Charles Hemmingson og prentuð í fjögurra lita offset hjá House of Questa á 102 gr/m pappír í 2x20 merkja örkum með gutter pömm á milli. Tökkun er 14 og stærð merkjanna 35,96x25,73 mm. Síðasta útgáfa ársins er svo kirkju- frímerkið, sem kemur út þann 8. október. Það er af kirkjunni í Sot- tunga, sem er helguð Maríu Magdal- enu. Upphaflega kapellan var frá miðöldum, en var flutt og brann síð- an á 16. öld. Ása Ringbom, sem hefir rannsakað sögu kapellunnar, segir að hún hafi bmnnið í Ófriðnum mikla, sem kallaður er. Það var svo 1726 að farið var að byggja kirkju á ný í Sottunga. Var hún byggð á sama stað og að mestu leyti eins og vitað var að hin fyrri hafði verið. Þetta er trékirkja í einu skipi með þríhliða kór og skrúðhús er á miðri norður- hlið. Klukknatuminn er svo um 60 metra suðvestur frá kirkjunni. Báð- ar byggingarnar em tjargaðar og rauðmálaðar. Síðari byggingin var svo vígð árið 1730 og mikil viðgerð Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœrþurfa að vera vélritaðar. fór fram árið 1974. Verðgildi frímerkisins er ekki ákveðið ennþá; það er hannað af Pirkko Vahtero, en umslagið er hannað af Ingu-Britt Wiktorsson. Upplagið er 650 þúsund stykki og er frímerkið prentað hjá Setec Oy. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.