Tíminn - 24.08.1993, Side 6

Tíminn - 24.08.1993, Side 6
6 Tíminn Þriðjudagur 24. ágúst 1993 Viðskiptaskólinn með nýtt bókhalds- námskeið: Sérhannað fyrir bókhald lítilla fyrirtækja Viðskiptaskólinn býður í vetur upp á nýtt þriggja vikna námskeið í bók- haldi, sem er sérhannað með þarfir lítilla fyrirtækja f huga. Um er að raeða 54 stunda námskeið, með það að markmiði að þátttakendur geti að loknu námi annast að öllu leyti bók- hald smærri fyrirtækja og geti jafn- framt nýtt sér bókhaldið sem stjóm- tæki til betri rekstrarárangurs. Námskeiðið er allt unnið á tölvu og innifalið í námskeiðsgjaldinu er við- skiptaforritið Stólpi, sem notað er á námskeiðinu. Auk námskeiðs þessa býður Viðskiptaskólinn upp á ýmis önnur námskeið, s.s. Bókhalds- og rekstramám, gmnnnámskeið í bók- haldi og fleira. Upplýsingar og inn- ritun er hjá Viðskiptaskólanum í síma 91-624162. -PS Jöklarannsóknir á vegum Vísindastofnunar Evrópu: Nítjján jökla- fræðingar funda hér á landi Vísindastofnun Evrópu hleypti í janúar síðastliðnum af stokkunum viðamiklu verkefni á sviði jökla- Holtastaða- kirkja í Langadal 100 ára Holtastaðakirkja í Langadal f Austur-Húnavatnssýslu er 100 ára á þessu ári, en Holtastaðir eru höfuðból frá fomu fari. Af- mælisins verður minnst við messu á Holtastöðum, sunnu- daginn 29. ágúst næstkomandi og hefst hún klukkan 14.00. Það verður sóknarpresturinn á staðnum, Stína Gísladóttir, sem predikar, en eftir messu verður boðið til samsætis í Húnaveri. Það var Þorsteinn Sigurðsson frá Sauðárkróki, sem byggði kirkj- una, en hann byggði einnig kirkjumar á Blönduósi og Sauð- árkróki. Kirkjan hefur að undan- fömu gengist undir gagngerar viðgerðir og umhverfi hennar hefur verið fegrað. -PS rannsókna, sem áætlað er að standi yfir í þijú ár. Tugir jöklafræðinga víða að úr heiminum taka þátt í verkefninu, sem skipt hefur verið í vinnuhópa. Fjöldi vinnufunda verður í hópun- um og verður einn slíkur haldinn hér á landi, en hann sitja nítján jöklafræðingar, þar af fimmtán er- lendis frá. Þeir munu beina sjónum sínum, einkum að fjómm þáttum; hvemig jökulís skríður með botni, hvemig vatn rennur undir jöklum og áhrif þess á hreyfingu þeirra, áhrif jarðvegs undir jöklum á hreyf- ingu og hvaða aðferðum er best að beita við athuganir á ofantöldum at- riðum. Niðurstöður þessa fundar verða sendar öðrum vinnuhópum, sem hittast svo allir á ráðstefnu þegar verkefnið er hálfnað og aftur þegar því lýkur í október 1995. Tilgangurinn með verkefninu er að endurbæta líkangerð af jöklum jarð- arinnar og meta áhrif loftslagsbreyt- inga á útbreiðslu jökla. Fundir vinnuhópsins hér á landi munu fara fram í Odda í þessari viku, en auk þes munu jöklafræðingamir fara í stuttan leiðangur um Suðurland og skoða þá jöklana á leiðinni frá Reykjavík til Hafnar í Homarfirði. Fundinum lýkur þann 30. ágúst næstkomandi. -PS Norræna húsið heldur upp á 25 ára afmæli sitt í dag. Hátfðin ‘ “ - ‘ “ “ ' “ '.......“ ..... ................ „ f,LUUi 4T JÍLm.t ftl ■■ ■. Torstjorl Nor- sem verður á ræna boöstólum allan tiaginn. KI. 11:00 les Ragnheiður Gests- dóttir sögur fyrir böm og á hádeg- ístónleikunum flytja Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Jónas íngimundarson píanóleikari nor- ræna tónlist. Kvikmynd frá vígslu Norræna hússins verður sýnd kl. 14:00 og klukkutíma síðar syngur Söngfé- lag Félags eldri borgara í Reykja- vík. Anna Pálína og Aðalsteinn As- berg flytja vísnasöng k. 16:00. 83. 17:00 verður flutt bók- menntadagskrá helguð ólafi Jó- hanni Sigurðarsyni, Snorra Hjart- arsyni, Thor Vilhjálmssyni og Friðu Á. Sigurðardóttur sem öll hafa hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Um kvöldið verður m.a. flutt skemmtidagskrá eftir Þórarin Eld- jám. Hún verður endurtekin að kvöldi 29. ágúsL Afmælisdeginum lýkur með flugeldasýningu. Að kvöldi 25. og 26. ágúst verður Bandamannasaga flutt en hún hefur hlotið góða dóma hvar sem hún hefur verið sýnd. Uikgerðina gerði Sveinn Einarssoa 30. og 31. ágúst verður afhir á móti haldi málþing um afinæli Norræna hússins. -GKG. Softis gerir samning við fyrirtæki í eigu Apple og IBM um prófun á Louis-forritinu: Hluti af stýrikerfi framtíðarinnar? ASKRIFANDI Nafn áskrifanda: Heimilisfang: Greiöslufyrirkomulag Póstnúmer.Simi: MILLIFÆRSLUBEIÐNI Kortnn Gildir út Ég undirritaður/uð óska hér með eWr að gerast éskrifandi að Tlmanum KennHala rT-i r * Timinn Lynghálsi 9.110 Reykjavik Póstfax 68769. Pósthólf 10240 „Það er byrjað að prófa Louis- for- ritið á ýmsum stöðum erlendis. Það er kannski stærsti sigurinn, að Tcdigent var að skrifa undir Beta- samning við okkur, eða prófunar- samning, á dögunum," segir Jó- hann Malmquist, stjómarformað- ur Softis. Táligent var stofnað af IBM og Apple haustið 1991. Mark- mið fyrirtækisins er að búa til stýrikerfi framtíðarinnar. Jóhann Malmquist skrifaði undir prófun- arsamninginn á föstudaginn. Softis hefur unnið að þróun Louis- forritsins s.l. þrjú ár. Þegar er byrj- að að prófá Macintosh útgáfuna af forritinu og Windows-útgáfan verður líklega tilbúin til prófunar eftir þrjá mánuði. Annað stórfyrir- tæki hefur skrifað undir prófunar- samning. Ekki er hægt að skýra frá nafni þess fyrirtækis vegna trún- aðarsamninga. Jóhann kveður mjög líklegt að fleiri prófunar- samningar verði gerðir á næstu vikum. GS.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.