Tíminn - 22.09.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn.-68-76-48—Frétta-Tíminn...Frétta-síminn.-68-76-48—Frétta-Tíminn...Frétta-síminn.-.68-76«48
M
Miðvikudagur
22. september 1993
178. tbl. 77. árg.
VERÐí LAUSASÖLU
KR. 125.-
Erfiðlega gengur að fá fólk til að greiða kostn-
að við komu á slysadeild:
Slysadeild varð
að afskrifa
6.300.000 kr.
„Erflðlega gengur að fá fólk til að greiða kostnaðarhluta sinn við
komu á slysadeild, þrátt fyrír margítrekaðar innheimtuaðgerðir.
Þannig varö að afskrífa 6,3 milljónir á árínu, sem er 75% af afskrif-
uðum viðskiptakröfum," segir framkvæmdastjórí Borgarspítalans
(ársskýrslu sfðasta árs.
Varðandi aðrar sértekjur spítalans
bendir framkvæmdastjóri á að
TVyggingastofriun ríkisins hafí
ákveðið einhliða á síðasta ári að
skerða reikninga frá slysa- og röntg-
endeild. Þar með hafi stofnunin ein-
hliða breytt áralangri hefð hvað
varðar uppgjör þessara reikninga.
Tilkynningin um þessa skerðingu
hafi heldur ekki komið fyrr en í
október, en samt var ákveðið að hún
tæki til alls ársins 1992. Fjárhæðin
sem um ræðir nemi samtals um 19
milljónum króna. Þar séu meðtaldar
1,7 millj. kr. sem TVyggingastofnun,
ennfremur einhliða, hafi ákveðið að
neita að greiða kostnað sem spítal-
inn hafði af komu fríkortasjúklinga
sem leita til HNE-deiIdar.
„Þessi vinnubrögð eru forkastanleg
og gjörbreyta sértekjumöguleikum
stofriunarinnar. Ljóst er að bæta
verður þetta upp á annan hátt, þ.e.
með beinum fjárframlögum," segir
Jóhannes Pálmason framkvæmda-
stjóri og bendir jafnframt á að þessi
skerðing sé nokkru hærri fjárhæð
heldur en nam hallarekstri sem varð
á Borgarspítalanum í fyrra.
Heildarrekstrargjöld Borgarspítal-
ans námu 3.225 milljónum króna á
árinu, sem var 2,5% hækkun milli
ára. Þar af námu launagreiðslur
rúmiega 66%, eða 2.134 milljónum
króna og hækkuðu um 1,8% frá ár-
inu áður. Útgjöld umfram tekjur
(hallarekstur) námu 17,6 milljónum
kr.
Alls voru 12.300 sjúklingar lagðir
inn á spítalann í fyrra, sem var nærri
14% fjölgun frá árinu áður. Þrátt fyrir
það varð nokkur fækkun á legudögum
vegna þess að meðallegutími styttist
úr 15 dögum f 13,1 dag.
Legudagar voru alls 161.250 á árinu.
Kostnaður á legudag varð tæplega
20.100 kr. að meðaltali, hvar af launa-
kostnaður nam um 13.300 kr. - HEI
ÞEIR VORU ÁHUGASAMIR yngstu grunnskólanemendumlr sem þessa dagana fræöast um aö umgangast stræt-
Isvagnlnn rétt, undlr kjöroröinu „Rétt með strætó". Það aö ganga rétt yflr götu ásamt þvf að nota gangbrautir og fara eft-
Ir umféröarijósum er veigamiklll þáttur I kennslunni sem SVR, fræösluyflrvöld og lögreglan standa fyrir.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja að harðar deilur stjórnarflokkanna að undanförnu hafi
neikvæð áhrif á stjórnarsamstarfið. Pálmi Jónsson:
„Þessu verður að linna
ef stjórnin á að lifa“
„Ég held að menn verði að setja niöur þessi vinnubrögð ef þessi
stjóm á að halda áfram. Það er mitt mat að þetta geti ekki gengið
með þessum hætti áfram," sagði Pálmi Jónsson, alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var spurður hvort hann óttaðist
ekki að harðar deilur stjómarfiokkanna síðustu vikumar heföu nei-
kvæð áhríf á stjómarsamstarfið.
Pálmi er ekki eini þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins sem er þeirrar skoð-
unar að forystumenn stjómarflokk-
anna verði að setja niður deilur sín á
milli strax, nægur skaði sé þegar orð-
inn. Tómas Ingi Olrich gagnrýndi Al-
þýðuflokldnn nýlega á stjómmála-
fundi fyrir norðan. Hann sagði að Al-
þýðuflokkurinn væri að fara á taug-
um og að missa kjarkinn. Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra lét
einnig hafa eftir sér í fjölmiðlum í
gær að uppákomumar að undan-
fömu veiktu stjómarsamstarfið. Al-
þýðuflokkurinn yrði að breyta vinnu-
brögðum og hætta að ögra Sjálfstæð-
isflokknum.
Pálmi Jónsson tekur undir með Þor-
steini um þetta atriði og segir: „Það
hafa verið mjög miklar ögranir í yfir-
lýsingum Alþýðuflokksins og tiltekt-
um formanns flokksins upp á síðkast-
ið sem valda erfiðleikum í stjómar-
samstarfi."
„Svona deilur hafa ömgglega nei-
kvæð áhrif á stjómarsamstarfið. Ég
vona bara að menn hafi vit á því að
slíðra sverðin og fari að tala saman.
Mér sýnist ýmislegt benda til þess að
það eigi að vera hægt,“ sagði Einar K.
Guðfinnsson, alþingismaður Sjálf-
stæðisflokksins, um deilur flokkanna.
„Ég held að allir hljóti að hafa vissar
Ýmislegt bendir til að ástand efnahagsmála sé ekki eins dökkt og búist var við. Meira hefur
y veiðst af loðnu og þorski, fleiri ferðamenn og hagstæður viðskiptajöfnuður. VMSÍ:
Aform um auknar álögur á hilluna
áhyggjur af þessum deilum,“ sagði
Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins, um deilur
stjómarflokkanna. Hann sagðist vona
að menn gerðu sér grein fyrir til
hvers þær myndu leiða og yrðu því
sáttfúsari í framtíðinni.
Vilhjálmur og Einar sögðust vona að
menn þjöppuðu sér saman og tækju
sáttfúsir á erfiðu deilumáli eins og
breytingum á búvörulögum þegar
þing kemur saman. Einar viður-
kenndi að það yrði mjög erfitt fyrir
stjómarflokkana að ná saman um
málið. Það sé hins vegar hægt ef vilji
sé fyrir hendi. Einar sagði að eftir því
sem hann vissii best, stæðu menn í
sömu sporum og þegar þingmenn
hættu að deila um búvömlagafrum-
varpið síðastliðið vor. -EÓ
Ríkisstjórnin stofnar starfshóp
til að vinna að breytingum á
innflutningslögum
Ýmislegt bendir til að ástand efnahagsmála sé ekki eins dökkt og
búist var við. Þar vegur einna þyngst að loðnu- og þorskveiði hef-
ur veríö meirí í ár en gert var ráð fyrír og sömuleiðis hefur flöldi
ferðamanna veríð meiri en áður og eins hefur viðskiptajöfnuður viö
útlönd veríð mun hagstæðarí en áður.
Bjöm Grétar Sveinsson, formaður
Verkamannasambands íslands, segir
að þessar breytingar til hins betra í
efnahagslífi landsmanna eigi að
minnsta kosti að vera ástæða til þess
að það þurfi ekki að koma til frekarí
kjaraskerðingar en orðið er. Hann seg-
ir jafnframt að þetta ætti einnig að
verða til þess að stjómvöld leggi á hill-
una fyrirhuguð áform um að auka
álögur á almenning Ld. með nýrri
skattheimtu í heilbrigðiskerfinu í
formi heilsukorta.
„Ætli það sé nú ekki rétt að skoða
fyrst þau kaflaskil í núverandi kjara-
samningi sem miðast við 10. nóvem-
ber n.k. áður en farið verður að huga
að þeim næstu,“ segir Bjöm Grétar.
En eins og kunnugt er þá er það ekki
fyrr en í maí á næsta ári sem launa-
nefnd aðila vinnumarkaðaríns á að
taka ákvörðun um það hvort horfur
um þróun þjóðartekna verði þess eðlis
að hægt sé að hækka laun launafólks f
samræmi við það.
Þrátt fyrir ýmis teikn um batnandi
árferði og minnkandi atvinnuleysi
virðast atvinnurekendur áfram nota
atvinnuleysisvofuna sem grýlu á
launafólk m.a. með því að segja því
upp og endurráða á lakarí kjörum en
áður og áunnin réttindi er ýmis ve-
fengd eða hreinlega afnumin. Þessi
aðför að launafólki er einatt fram-
kvæmd undir yfirskyni hagræðingar
sem birtist launafólki í meiri vinnu
fyrir minna kaup, eins og t.d. ræst-
ingakonur hafa fengið að reyna.
Misnotkun á ástandi
„Framgangan í sumum málaflokkum
hvað þetta varðar er með hreinum
ólíkindum og nánast í líki farsóttar.
Þetta er gert í því skjóli að það sé erfitt
að fá atvinnu og það er notað til að
hræða fólk. Ég bendi jafnframt á að
þegar einhvers staðar kreppir að, þá
byrjar hagræðingin á gólfinu, í þess
orðs fyllstu merkingu," segir Bjöm
Grétar Sveinsson.
Hann segir að verkalýðshreyfingin
líti á þessa misnotkun atvinnurekenda
á ástandinu mjög alvarlegum augum
og sé mikið rædd innan hreyfingar-
innar. Bjöm Grétar segir einnig að það
sé töluvert um það að fólk þori varla
að segja frá yfirgangi atvinnurekenda í
sinn garð af ótta við að missa vinnuna.
„Samhliða þessu koma þessir sjálf-
skipuðu frelsisunnendur og reyna að
telja fólki trú um að lykillinn að þessu
öllu saman sé að vera alls ekki í stétt-
arfélagi og greiða ekki til þess. Þess í
stað eigi launafólk að semja beint við
atvinnurekandann. Við höfum séð
dæmi um þetta eins og t.d. hiá Lyst
hf., rekstraraðila McDonalds á Islandi.
Þama er auðvitað ekki um annað að
ræða en einhliða tilskipanir og á ekk-
ert skylt við neina samninga."
Formaður VMSÍ segir að munurinn á
þrælahaldinu og þessu sé sá að á sín-
um tíma hafði þrælahaldarinn
ákveðna framfærsluskyldu sem ekki sé
f þessu tilviki. -grfa
Það er engin
réttaróvissa
Ríkisstjómin samþykkti í gær tillögu ut-
anríkisráðherra um að mynda starfshóp
fjögurra ráðuneyta til að vinna að breyt-
ingum á innflutningslöggjöf vegna að-
ildar íslands að EES og GATT. Deila
stjómarflokkanna um landbúnaðarmál
var rædd á ríkisstjómarfundinum. Eng-
in niðurstaða varð á fundinum.
Davíð Oddsson forsætisráðherra hafn-
aði því í gær að einhver réttaróvissa sé
um innflutning búvara eins og Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkisráðherra hef-
ur haldið fram. Davíð sagði að Jón Bald-
vin hlyti að eiga við þá óvissu sem hann
sjálfúr skapaði með yfirlýsingum sfnum
um að innflutningur á unnum kjötvör-
um værí heimill. -EÓ