Tíminn - 22.09.1993, Blaðsíða 12
Áskriftarsími
Tímans er
686300
NYTT OG
FERSKT
DAGLEGA
reiðholtsbakarí
VÖLVUFELL113-SlMI 73655
^TWabriel
HÖGG-
DEYFAR
Versliö hjá fagmönnum
Qjvarahlutir
Hamarshöfða 1
Tíminn
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPT. 1993
Stærð stéttarfélaga skiptir mestu máli en ekki hvort þau
eru kynskipt eða ekki. Verkakvennafélagið Snót í Eyjum:
Sameining fé-
laga styrkir þau
í sókn og vörn
Elsa Valgeirsdóttir, formaöur Verkakvennafélagsins Snótar í Vest-
mannaeyjum, segir aö þaö sé stærö stéttarfélagsins sem skiptir
mestu máli en ekki hvort þau séu kynskipt eða ekki. Hún segir aö
sameining stóttarfélaga í Eyjum hafi svolítið verið rædd en málið
sé viðkvæmt
„En ég sé ekki að það sé eitthvað
fengið með kynskiptum stéttarfé-
lögum í sjálfu sér. Persónulega
finnst mér að það eigi að sameina fé-
lög meira en gert hefur verið.“
Formaður Snótar segir að smæð
stéttarfélaga geti valdið vissum erf-
iðleikum hjá þeim bæði hvað varðar
rekstur og þjónustu við sína félags-
menn. Hún segir að það sé engin
launung á því að sameining félaga
mæti frekar andstöðu hjá eldra fólki
en þeim yngri sem einatt setja sam-
einingu félaga ekki fyrir sig.
Miklar breytingar virðast vera í
vændum í skipulagsmálum verka-
lýðshreyfingarinnar og þá sérstak-
lega hvað viðkemur sameiningu fé-
iaga. Fyrir dyrum standa viðræður
Dagsbrúnar og Framsóknar um
sameiningu og sömuleiðis var það
samþykkt á aðalfundi Snótar að
hefja viðræður við önnur stéttarfé-
lög í Eyjum um sameiningarmál.
Reiknað er með að þær viðræður
hefjist í hausL
Þá er mikill vilji fyrir sameiningu
verkalýðsfélaga innan Alþýðusam-
bands Norðurlands og á nýafstöðnu
þingi Alþýðusambands Suðurlands
var kjörin nefnd til að kanna mögu-
leika á sameiningu verkalýðsfélaga á
Suðurlandi.
Nauðsyn á sameiningu verkalýðsfé-
Iaga hefur löngum verið rædd innan
hreyfingarinnar og það er kannski
ekki tilviljun að hreyfing kemst á
þessi mál samhliða róttækum tillög-
um um sameiningu sveitarfélaga
svo ekki sé minnst á þá umræðu
sem beinst hefur að verkalýðsfélög-
unum og aðild launafólks að þeim.
Þá hefur samdráttur í launum
verkafólks haft áhrif á tekjur félag-
anna og ekki er ólíklegt að einhver
þeirra hafi þurft að grípa til sjúkra-
sjóðanna til að fjármagna rekstur-
inn.
En síðast en ekki síst er sameining
stéttarfélaga gerð í þeim tilgangi að
gera þau sterkari og samstilltari í
sókn og vöm. -grh
Frá opnun sjávarútvegssýnlngarinnar I Laugardalshöll.
Tfmamynd Áml Bjama
Islenska sjávarútvegssýningin:
Mikil ánægja og góð aðsókn
Alls sóttu um 12.200 manns íslensku sjávarútvegssýninguna í
Laugardalshöll þá fimm daga sem hún stóö yfir en sýningunni lauk
sl. sunnudag.
Hátt í 500 fyrirtæki frá um 24
löndum tóku þátt í sýningunni og
þar af vel á annað hundrað íslensk
framleiðslu- og þjónustufyrirtæki.
Margir þátttakendur lýstu yfir
ánægju sinni með sýninguna og
hversu aðsóknin að henni hefði
verið góð.
Á sýningunni var mikil áhersla
lögð á aukna nýtingu hráeftiis og
gæði í fiskiðnaði. Þar gaf t.d. að
líta mörg tæki og tól sem sýndu
hugvitsamlegar útfærslur við veið-
ar og vinnslu.
Þegar eru þátttakendur famir að
skrá sig á næstu sýningu sem verð-
ur haldin hérlendis í fimmta sinn
árið 1996. -grh
Landbúnaðarráðherra ætlar að breyta umdeildri reglugerð um takmörkun á innflutningi búvara:
Tengist ekki gagnrýni Jóns Baldvins
Halldór Blöndal landbúnaöarráöherra hefur ákveöiö að gera breyt-
ingar á nýrri reglugerö sem hann gaf út um takmörkun á innflutn-
ingi búvara. Jón Baldvln Hannibalsson utanríkisráöherra hefur
gagnrýnt þessa reglugerö harðlega og sagt hana vera lögleysu.
Halldór segir aö þær breytingar sem geröar veröi á reglugerðinni
tengist á engan hátt gagnrýni Jóns Baldvins.
„Þetta er fyrst og fremst embættis- um landbúnaðarmálin," sagði Hall-
mannavinna. Það er verið að yfirfara
tollnúmer og annað. í þessu er eng-
in stórfrétt að einu eða neinu leyti.
Þetta tengist ekki með neinum
hætti þeirri umræðu sem er uppi
dór.
Reglugerð landbúnaðarráðherra
um takmörkun á innflutningi bú-
vara var sett 9. september síðastlið-
inn í framhaldi af deilum um inn-
flutning Hagkaups á skinku til
landsins. Reglugerðin er sett með
tilvísun til búvörulaga. Utanríkis-
ráðherra telur reglugerðina ekki
byggða á fullnægjandi lagastoð, þar
sem búvörulög veiti ekki sjálfstæða
lagaheimild til að takmarka inn-
flutning. Jón Baldvin gagnrýnir
landbúnaðarráðherra ennfremur
harðlega fyrir að láta reglugerðina
taka til vöruflokka sem skilgreindir
eru sem iðnaðarvörur, þ.e. vörur
sem unnar eru úr landbúnaðarhrá-
efnum eins og t.d. smjörlíki.
Halldór Blöndal sagði að þær breyt-
ingar á reglugerðinni sem unnið
væri að í landbúnaðarráðuneytinu
tengist ekki gagnrýni Jóns Baldvins
á reglugerðina. Embættismenn séu
að yfirfara reglugerðina með tilliti
til tollnúmera og fleiri atriða. Hann
sagði að fréttatilkynning yrði gefin
út þegar búið væri að breyta reglu-
gerðinni. -EÓ
...ERLENDAR FRÉTTIR...
Moskva - Borís Jeltsln, forseti Rúss-
lands, tók ákvöröun um aö leysa upp
þingiö og efna til þingkosninga 12. des-
ember. Jeltsfn hefur átt I höröum deilum
viö þingið undanfarin misseri, en deil-
umar hafa komiö I veg fyrir aö nauösyn-
legum umbótum I efhahags- og atvinnu-
llfi landsins sé hrint I framkvæmd. RusF
an Khasbulatov, forseti þingsins, kallaöi
út hersveitir I gær tíl aö bijóta tílskipun
Jeltsln á bak aftur og Alexander
Rutskoi, varaforsetí Rússlands, sagöi
aö hersveitír væru I viöbragösstööu og
nokkrar værn á leiö tíl Moskvu. Heimildir
herma aö slmallnur viö Hvlta húsiö, aö-
setur forsetans, hafi veriö geröar óvirkar
stuttu eftir aö Jeltsfn tílkynntí ákvöröun
slna.
JERÚSALEM — Jitzhak Rabin forsæt-
isráöherra iagöi rikisstjóm slna aö veöi I
gær I átakamiklum umraeðum þegar
hann leitaöi eftír viöurkenningu þingsins
á friöarsamningi Israels og Frelsishreyf-
ingar Palestlnumanna.
AMMAN — Foringi PLO, Jassir Arafat,
fór tíl Klna eftir aö hafa mildaö særöar
tílflnningar Jórdana, nánustu banda-
manna sinna I Arabaheiminum, vegna
leynilegs friöarsamkomulags viö Israel.
KÚVEfT — Hópur frá Evrópubandalag-
inu hittí furstann f Kúveit á ferö sem far-
in er til aö hvetja Flóariki tíl aö styöja
friöarsamkomulag Israela og PLO meö
olíudollumm.
RÓM — Einn aöalrabbina Israels sagöi
aö Jóhann Páll páfi heföi sagt honum
aö .sá tfmi nálgist* aö páfinn heimsæki
Jerúsalem.
GENF — Á næsta áratug vetöur þörf
fyrir allt aö 12 milljöröum dollara til aö
endurreisa Gaza-svæöiö og vestur-
bakkann skv. skýrslu Sameinuöu þjóö-
anna.
SARAJEVO — Múslimar sögöu i gær
aö náöst heföi samkomulag um þaö
mikilvæga atriöi aö þeir heföu aögang
aö sjó I viöræðum milli strlöandi fýlkinga
um fyrirhugaöa skiptíngu Bosniu.
Alþjóðlegi sáttasemjarinn Owen lá-
varöur sagöi aö múslimar, Króatar og
Serbar kunni aö vera nær þvl en nokkru
sinni fyrr aö ná friöi eftír viöræöumar I
fyrradag um borö I breska flugmóöur-
skipinu Invincible.
BRÚSSEL — Rikissflómir Evrópu-
bandalagsrfkjanna náöu I gær harösóttri
málamiölun um viöskiptí meö landbún-
aöarvörur og sögöu þaö opna leiöina
fyrir vlötækari GATT- samning en lam-
andi barátta EB um viöskipti er langt I
frá búin.
VARSJÁ — Fynum kommúnistar I Póf-
landi sem eru nýbúnir aö vinna stórsigur
I þingkosningum, gáfust I gær upp viö
tilraunir til aö fá aöalmiöflokkinn tíl liös
viö sig I samsteypustjóm en héldu
áfram tílraunum tíl að fá tvo vinstri sinn-
aöa hópa á sitt band.
TEL AVIV —■ Fjölskylda Johns Demjan-
juk kom f gær tíl Israel tíl aö flytja hann
heim tíl Bandarikjanna eftír aö hann var
sýknaöur af ákærum um aö vera hinn
alræmdi starfsmaöur viö gasklefa nas-
ista .Ivan grimmi*.
TBLISI, Georgfu — Uppreisnarher-
menn Abkhaza lögöu aftur til árásar á
hermenn Georglu I Sukhumi I gær og
létu stórskotasprengjum rigna yfir illa
leikinn baöstrandarstaöinn viö Svarta-
haf.
MOSKVA — Vamarmálaráöherra Lithá-
ens, Audrius Butkevicius, bauöst tíl aö
segja af sér eftir aö hópur vopnaöra
sjálfboðaliöa hljópst úr hemum, aö sögn
Baltfax fréttastofunnar.
MOSKVA — Ásakanir á hendur aöstoö-
arforsætísráöherranum Vladimir Shu-
meiko um fjármálamisferíi eiga ekki við
rök aö styöjast. Þaö hafa rannsóknir
skrtfstofu aöalsaksóknara Rússlands
leitt I Ijós aö þvl er Interfax fréttastofan
sagöi f gær.
MOGADISHU — Tveir pakistanskir friö-
argæsluiiöar voru I gær sagöir drepnir I
orrustu viö vopnaöa sómalska lögreglu-
menn og bandarlskir skyndiárásarmenn
á þyrium handsömuöu helsta fjárhags-
lega stuöningsmann strföshenans Mo-
hamed Farah Aideed I Mogadishu. Ai-
deed fer enn huldu höföi.
DENNI DÆMALAUSI
„Égþori að veðja að hann giftirsig bara til að fá kök-
una og gjafímar."