Tíminn - 22.09.1993, Page 3

Tíminn - 22.09.1993, Page 3
Miðvikudagur 22. september 1993 Tíminn 3 Landgræðsluvélin í sérstakt póstflug til að minnast 50 ára sögu „Þrístsins* á íslandi: Landgræðslan fær 160 kr. af hverju bréfi í sinn hlut Landgræðsluvélin flýgur sérstakt póstflug milli Reykjavíkur og Akur- eyrar á degi frúnerkisins, til þess að minnast þess að 50 ár eru síðan ís- lendingar eignuðust fyrsta „Þrist- inn“, sem nú er einmitt land- græðsluvélin Páll Sveinsson. Land- græðslan á að fá í sinn hlut ákveðna upphæð, 160 kr. af hveiju bréfi sem fer með fluginu. Þennan dag (9. október) koma auk þess út fjögur ný frímerki til minningar um hóp- flug ítala fyrir 60 árum. Nú þegar er farið að taka á móti bréfum sem fara eiga með fluginu og verða stimpluð 9. október. Sérstakur póststimpill verður í notkun og tek- ið verður við bréfum fram að hádegi í pósthúsum R-1 í Pósthússtræti og R-3 í Kringlu. Einungis er tekið við ábyrgðarpósti til flutnings. Á Akur- eyri verða bréfin stimpluð á bakhlið- inni og komið til viðtakenda. Búist er við að Landhelgisgæslan fái umtalsverða upphæð í sinn hlut, verði áhugi á þessu sérstaka póst- flugi eitthvað í líkingu við áhugann á annarri sérstakri ferð sem farin var á hestum 1974. - HEI Sameining sveitarfélaga á Suðumesjum: Allt mjög óljóst „Sumir vflja að sveitarfélögin sam- einlst aldrei, sama hvað tautar og raular. Aðrir mundu alltaf vilja það, sama favemig það væri, en svo eru aðrir sem vflja sjá hvað gerist og ég er í þeim hópi. Þangað til ég fæ ein- hver svör get ég ómögulega séð að neitt breytist endilega til batnaðar," segir Kristján Pálsson, bæjarstjóri í Njarðvik og formaður Umdæma- nefhdar sveitarfélaga, sem leggur til að sveitarfélögin sjö á svæðinu sameinist í eitt Kristján segist vera sammála því að sameinuð Suðumes í eitt sveitarfélag gæti orðið sterkara svæði ef þeir samningar næðust við ríkið að eitt- hvað væri um að kjósa og menn sæju einhveijar breytingar samfara því. „En við sjáum ekkert fyrir okkur ann- að en óljósar hugmyndir um hvemig þetta verður og í þeirri stöðu er ég ekkert óskaplega spenntur." Formaður Umdæmanefndar segir að málið sé allt mjög óljóst, bæði hvað varðar tekjur sveitarfélaga að óbreyttri skipan og hvað þá ef sveitarfélögin verða sameinuð. J>etta er nánast þannig að það er ætl- ast til þess að við stingum okkur til sunds án þess að vita hvort það sé ein- hver bakki hinum megin." -grh Menningar- og listasamtök ungs fólks stofnuð: Eitt markmið Að styðja við bakið á ungu listafólki og koma ungu fólki á framfæri er einn höfuðtilgangurinn með stofnun Menningar- og Ustasamtaka ungs fólks á íslandi, sem stofnuð voru í síðustu viku. Tilgangur samtakanna er jafnframt sá, að starfrækja upplýsingamiðstöð í samráði við félög, félagasamtök, ríki og sveitarfélög. Að vinna að varðveislu íslenskrar menningar með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi. Og að efla samskipti ungs fólks á íslandi við er- lend menningar- og listafélög. Helstu stofnaðilar samtakanna eru Bandalag íslenskra sérskólanema (BÍSN), Félag framhaldsskólanema (FF) og aðrir þeir sem sérstaklega verða skráðir í samtökin. Þessi félög hvetja alla til þátttöku. Rétt og rangt um íslenskan landbúnað - nr.8 af 8 íslendingar hafa tekjur langt umfrarn gjöld af íslenskum landbúnaði... Fullyrt er: Hið rétta er: Það borgar sig ekki að stunda landbúnað á Islandi. Það er ódýrast að leggja landbúnaðinn niður. Landbúnaðurinn er rekinn með stórtapi. Islendingar hafa þrjár meginuppsprettur verðmætasköpunar; Sjávarútveg, iðnað og landbúnað. í eyrum landsmanna glymja látlaust fréttir um stórtap í sjávarútvegi, vonleysi í íslenskum iðnaði og endalausan kostnað af landbúnaði. Samkvæmt kenn- ingunum um að best sé að leysa landbúnaðarvandann með því að leggja hann af má væntanlega segja hið sama um sjávarútveg og iðnað, þ.e. „vinnum ekki við það sem er taprekstur á — gerum bara eitthvað annað!“ I þessum efnum er nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina og þá er t.d. jafn auðvelt að sýna fram á að íslensk þjóð hefur tekjur langt umfram gjöld af íslenskum land- búnaði eins og það er einfalt að rökstyðja það að Islendingar eigi áfram að stunda sjávarútveg sem mest þeir mega! Með því að sýna fram á umtalsverðar tekjur umfram gjöld við núverandi aðstæður er auðvitað búið að hnekkja þessum mál- flutningi. Ef litið er hins vegar á kostnaðinn við að leggja land- búnaðinn niður verður mikilvægi þess að stunda búrekstur á Islandi enn augljósara. Nokkrir þættir sem skipta máli eru t.d. sá kostnaður sem hlytist af atvinnuleysisbótum til 10-15.000 manns, alls kyns kostnaður vegna húsbygginga, vegagerðar, þjónustu o.fl. við þá sem flyttust úr sveitunum til þéttbýlisins, kostnaður vegna aukins viðskiptahalla með tilheyrandi erlendum lántökum vegna innflutnings á öllum landbúnaðar- vörum o.s.frv. Miðað við eðlilegar launagreiðslur til bænda má vafalaust komast að þeirri niðurstöðu að flest sveitaheimili landsins séu rekin með tapi. Hið sama gildir hins vegar ekki um rekstur þjóðfélagsins á landbúnaði í sinni víðustu mynd - niðurstaðan úr því reikningsdæmi er sem betur fer jákvæð og mun vonandi batna enn frekar á næstu árum. Nokkrar lykiltölur í þessum efnum eru t.d. þær að framleiðsluverðmæti landbúnaðarvara, þ.e. greiðslur til bænda, nema um 13-15 milljörðum króna á ári. Þetta fé fer m.a. í laun til 7-8 þúsund Islendinga sem vinna við landbúnað og að sjálfsögðu í almennan rekstur sveitaheimila. Þegar við bætast þúsundir starfa við úrvinnsluiðnað, heildsölu, smásölu og þjónustu, skatttekjur o.s.frv. má ætla að verðmæta- sköpun í landbúnaðinum sé a.m.k. 20-25 milljarðar — og þá á eftir að telja t.d. tekjur af ferðamannaiðnaði o.fl. sem nátengt er heilbrigðu lífi í sveitum landsins. A móti þessari verðmæta- sköpun koma 7 milljarða króna útgjöld ríkisins til landbúnaðar en af þeirri tölu fara 4 milljarðar í beingreiðslur til þess að lækka vöruverð til neytenda og 3 milljarðar í ýmsan opinberan rekstur, s.s. skóla, landgræðslu o.fl. Þetta köllum við að sjálfsögðu tekjur umfram gjöld — og með sívaxandi kröfum umheimsins um gæði og hreinleika matvælanna, umhverfisvænar framleiðsluaðferðir o.s.frv. getum við stóraukið þær tekjur á komandi árum! ... og sá hagnaður getur hæglega stóraukist í náinni framtíð! ISLENSKIR BÆNDUR

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.