Tíminn - 22.09.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.09.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 22. september 1993 Tíininn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Mótvægi hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoöarritsýóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Skrtfstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Sfml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1400-, verð f lausasölu kr. 125,- Grunnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 I Stíl „Hauks Haukssonar“ Stjórnmál á öld fjölmiðlabyltingarinnar hafa tekið breytingum. Fjölmiðlar ganga nærri stjórnmála- mönnum. Þeir eru í sviðsljósinu í orðsins fyllstu merkingu. Þegar svo háttar til gildir miklu fyrir þá að vanda framsetningu á sínum málflutningi. Þeim ber til þess skylda að tala þannig að það skiljist og standa við orð sín. Því miður kemur það æði oft fyrir að stjórnmála- mennirnir falla í þá gryfju að gefa frá sér yfirlýsingar til þess að láta á sér bera, og sviðsljósið ber málefnin ofurliði, verður aðalatriði. Þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við völdum lét forsætisráðherra svo um mælt að ráðherrar ættu ekki ætíð að vera í fjölmiðlum. Þessi orð hljóma ein- kennilega þessa dagana í þeirri ótrúlegu atburðarás sem átt hefur sér stað á stjórnarheimilinu. Það eru mjög athyglisverðar yfirlýsingar sem ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins gefa um framgöngu utan- ríkisráðherra í ýmsum málum. Landbúnaðarráðherra talaði á stjórnmálafundi í kjördæmi sínu um „popp- pólitíkusa" með þeim hætti að ekki fór á milli mála hvað var átt við. Forsætisráðherra lýsti því yfir að ut- anríkisráðherra hafi verið að „gera að gamni sínu“ í viðtali við norska útvarpið um viðræður íslendinga og Norðmanna um Smuguna. Fjármálaráðherra lýsir því síðan yfir að utanríkisráðherra hafi sennilega látið yf- irlýsingar falla í gamni um innflutning á kjöti gegnum Keflavíkurflugvöll, en orðið að standa við orð sín. Slík stjórnsýsla gengur auðvitað ekki. Þjóðin verður að vita hvenær má taka mark á ráðherrum hennar eða ekki og gildir þá einu hvaða ráðherra á í hlut. Sjálfstæðisráðherrar og þingmenn verða að svara þeirri spurningu hvort þeir vilji bera ábyrgð á utanrík- isráðherra, þegar ekki liggur Ijóst fyrir hvort hann er að grínast í alvarlegustu málum eða ekki. Þegar málin eru af svo alvarlegum toga sem milliríkjasamningar og framkvæmd laga, verður ekki búið við grínið. Það á heima á öðrum stöðum. Forsætisráðherra ber að biðjast lausnar fyrir utanrík- isráðherra. Það er rökrétt framhald af atburðarás und- anfarinna daga. Ef það verður ekki gert, er það merki um að sjálfstæðismenn ætli að láta grínið yfir sig ganga og hefja „poppið“ til vegs og virðingar í íslensk- um stjórnmálum. Til hliðar við fréttastofur fjölmiðlanna rekur grínisti, sem nefnir sig „Hauk Hauksson", fréttaþjónustu sem nefnd er „Ekkifréttastofan". Alvöru fréttir eru þessa dagana að líkjast „Ekkifréttum" meir og meir. Ef sjálf- stæðismenn láta sér þetta vel líka, væri einfaldara að fá grínistann „Hauk Hauksson“ í utanríkisráðuneytið. Menn vita þó að hann er alltaf að gera að gamni sínu, en einhverjir gætu ennþá tekið utanríkisráðherra al- varlega. Þess hefur nú verið krafist að Alþingi komi saman þegar í stað til þess að ræða þá alvarlegu stöðu, sem upp er komin í stjórnsýslunni. Það er eðlileg krafa og þar ætti forsætisráðherra nú þegar að gera grein fyrir því hvað hann hyggst fyrir og gefa Alþingi skýrslu um málið. Þeim skrípaleik, sem þjóðin hefur orðið vitni að síðustu daga, verður að linna. Utanríkisráðherra eða ríkisstjórnin öll verður að víkja. Siöareglur Alþýðuflokksins í opin- berum embættaveitingum hafa nokkuð verið í umræðunni að und- anfömu. Gagnvart almenningi virð- ast þessar reglur cinfaldar, hnitmið- aðar og áhriferíkar eins og fjöldi krata sem kominn er á ríkisjötuna ber vott um. Síðustu og frægustu dæmin um stílhreina embættaspill- ingu samkvæmt lögmálinu eru út- htutun embætta til þeirra Jóns Sig- urðssonar, Eiðs Guðnasonar og Karls Steinars Guðnasonar. Siða- reglumar mætti oröa þannig að ef maður er krati fær hann stöðu hjá ríkinu og ef maður er toppkrati fær hann toppstöðu hjá ríkinu. Búseta er atriði Nú helúr hins vegar komið í ljös að reglumar eru nokkuð Qölbreyttari en áðurvar talið og að það skipti td. máli úr hvaða kjördæmi kratinn kemur, þannig að kratar eru misrétt- háir í stöðuveitingastiganum eftir því í hvaða kjördæmi þeir búa. Þann- ig upplýsir Jón Sæmundur Sigur- jónsson, fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins, það í viðtali við Tímann f gær að búseta hans hafi skiptmiklu máli þegar akvörðun var tekin af heilbrigðisiáðherra um hvem ætti að ráða. Jón Sæmundur er nefnilega úr Norðurlandskjör- dæmi vestra, og var þingmaður fyrir það kjördæmi á sínum tíma. Karl Steinar hins vegar, er úr Reykjanes- kjördæmi sem er miklu merkilegra kjördæmí f huga Mþýðuflokksíns, auk þess sem ráðherrann er líka úr því kjördæmi. Þessi litla kennslu- stund í siðfræði stöðuveitinga hjá Al- þýðuflokknum er kærkomin lexia oklcur stjómmálaskýrendunum og á Jón Sæmundur þakkir skildar. Jón Baldvin gefur tóninn Itaunar kemur fleira atliyglisvert Jón Sæmundur Sigurjónsson deildarstjóri um stöðuveitingu forstjóra Tryggingastofnunar: Er í réttum flokki en ekki í réttu kjördæmi „Ég tr kannski úr réttum flokkl en ekki réttu kjördæml," segir Jón Ssmundur Slgurjónsson, elnn umsækjenda um stöóu forstjöra Trygglngaetofnunar riklsins, aðspuröur um ástæöu þese að hann var ekkl riðlnn I stðöu forstjóra Tryggingastofnunar riklslns. Hann segir aö þaö sé nokkuö til f ummælum Péturs Blöndal, annars um- sækjanda um stöðuna, þess efnls aö veriö sé aö hafa menn aö flfl- um meö þvf aö auglýsa stööur sem búlö eé aö ráöstafa fyrirfram. Jón Sxmundur íegir að hafi svo ver- ið, að löngu hafi veríð búið að ákveða hver fengi stöðuna, sé augljóst að menn hafi verið hafðir að fíflum. J6n Sæmundur vill samt ekki full- yrða neitt um þetta og segist hafa sótt um þessa stöðu í Ijósi þess að allir um- sækjendur kæmu til greina en segir þó: „Segir ekki einhvcrs staðar að sjaldan Ijúgi almanrurómur." Aðspurður segir Jón Sæmundur að hann þurfi ekki að beita sér fyrir því að þessi embættisveiting verði rædd inn- an flokksins. „Sfmhringingar allt frá þvf að þessi stöðuveiting átti sér stað, sýna mér að þessi stöðuveiting er all verulega í umræðunni í máli heilbrigöisráðherra f kjðtfar stöðuveitingarinnar kom fram að hann hafi staðið frammi fyrir erfiðu vali og á endanum valið hæfasta manninn. Aðspurður um hvort hann leggi trúnað á þetta vísar Jón Sæ- mundur til ummæla Jóns Baldvins í blaðaviðtali fyrr f sumar. Þar var haft eftir formanninum að leit væri að öðr- um cins manni og Karli Steinari í þetta starí „Ég held að það hafi ekki verið leitað mikið og þama hafi tónn- inn verið gefinn,* segir Jón Scmund- ur. Hann segir að þó nokkuð margir um- sækjendur hafi verið fullt eins hæfir til að gegna forstjórastöðunni og jafn- vel hæfari. Jón Sæmundur bendir á að auk rin hafi einúngis Pétur Blöndal og Kristjáíi Guðjónsson hlotið atkvæði allra tryggingaráðsmanna. -HÞ fram í viðtalinu við Jón Sæmund, því hann bendir á hvemig ákvarðanir um stöðuveitingar eru teknar í flokknum. Samkvæmt upplýsingum Jóns Sæmunds ferþetta þannig fram að formaður flokksins gefur út opin- bera yflrlýsingu um ágæti einhvers tiltekins krata og eför að sú yfiriýs- ing liggur fyrir skfptlr engu máli r hvort aðrir sækja um eða ekki, sá sem formaðurinn hefur valið, skal ráðinn. Garri man sjálfúr eftir því að Jón Baldvin gaf út yfirlýsingar um að Jón Sigurðsson væri afbragð ann- arra manna í starf bankastjóra og eins að Eiður yrði fínn sendiherra. Jón Sæmundur bendir á að foring- inn hafi gefið út títskipun sína um Karl Steinar í blaðaviðtali ísumarog sagt að það væri leit að betri manni en Karli Steinari sem forstjóra hjá TVyggingastofnun. Sú yfirlýsing varð að mati Jóns Sæmundar til þess að „það hafi ekki verið leitað mikið“. Samkvæmt þessari vinnureglu, sem innvfgður alþýðuflokksmaður hefur nú opinberað, er Ijóst að það er aðeins liður í þeim helgisiðum sem skapast hafa í útfærslu siðareglna krata að neita hástöfum að flokksieg og kjördæmaieg sjónarmið ráði ferð- inni í ákvarðanatöku um embætta- veitingar. Það hlýtur því að vera í samræmi við það að heilbrigðisráð- herrann hefur staðfastlega neitað að gangast við því að flokkspólitík hafi nokkuð haft að gera með ráðningu Karls Steinars til TVyggingastofnun- ar og raunar hefúr ráðherrann talað um mikil samsæri stjómarandstæð- inga í þessum efrium. Það má því þakka Jóni Sæmundi að landsmenn vaða ekki lengur í villu og svíma um hvemig staðið var að ráðningu Karls Steinars. Nú getur hinn almenni maður óhrswldur hætt að trúa því að fegleg sjónarmið hafi legið til grundvallar þessari pól- itísku raðningu, og aftur tekið mark á eigin dómgreind f málinu, Auðvit- að er um bullandi spillingu að ræða, þar sem stöðuveitingin var ákveðin fyrir mánuðum á pólitískum vett- vangi innan Alþýðuflokksins. Garri Versti efnahagsvandinn Ahangandi annars stjómarflokk- anna lét þá skoðun í ljósi í sfðasta mánuði að ríkisstjómin sem nú situr sé ein sú lánlausasta sem hér hefur lafað í manna minnum. Áheyrandi sem varð undrandi að heyra svona staðhæfingu koma úr þessari átt vildi fá að vita hvað væri til marks um það. Ekki stóð á röksemdarfærslunni: Aldrei í sögunni hefur eins mikill afli borist á land í einum mánuði og í júlí s.l. Það er auðvitað hin mikla og jafnvel óvænta loðnu- veiði sem þar ríður baggamuninn. í stað þess að auka þjóðinni bjart- sýni og benda á þau góðu áhrif sem aflasældin hefur á efnahagslíf- ið héldu ráðherramir uppteknum hætti að kvarta og kveina yfir að allt væri að fara fjandans til. Þeir berjast við skuldir og fjáriagahalla og skera niður hér og skera niður þar, hækka skatta og fjargviðrast yfir fortíðarvanda og láta eins og engar leiðir séu til út úr þeim hremmingum með tilheyrandi vaxtaokri og svartsýni sem heltek- ur allt efnahagslífið. Batamerki Nú er komið í ljós, samkvæmt Þjóðhagsstofnun, að sumarloðnan auki hagvöxt um hvorki meira né minna en prósent, sem er mjög mikið sé nokkuð mark á hagvaxt- artrúnni takandi. í fyrri spám og forsendum fjárlaga er júlíloðnan ekki tekin með í reikninginn. Sú uppörvun sem þessi efnahags- bati ætti að veita kafnar í hávaða- rifrildi ráðherranna sín á milli um á hvaða reglugerðum og tilskipun- um eigi að taka mark og hvaða stjómvaldsaðgerðir séu lögleysa og stjómarskrárbrot. Það er jafnvel erfitt að henda reið- ur á hvers vegna mennnirnir séu að deila svona hart, því samkvæmt landbúnaðarráðherra mun inn- flutningur á soðnu kjötmeti verða gefinn frjáls eftir nokkra mánuði. Hvort hann miðar við gildistöku EES samningsins eða að samþykkt GATT, sem kennd er við Umgvæ, nái fram að ganga, gat hann ekki um. En í öllu hávaðarifrildinu um innflutning á skinku og kalkún er V.ttoBbreitt hvergi vísað til þess að íslendingar séu búnir að skuldbinda sig til að hlíta samningum þeirra alþjóð- legu samtaka sem hér em nefnd. Eða era menn búnir að gleyma því að Alþingi er búið að samþykkja þátttöku í Evrópska efnahags- svæðinu og að stefnt er að því að það komist á koppinn næsta fúll- veldisdag? Þegar þeir samningar ganga í gildi verða boð og bönn um títt- nefndar vömtegundir smámál ein miðað við margar aðrar breytingar sem óhjákvæmilega munu dynja yfir og duga þá lítt reglugerðir og geðþóttaákvarðanir einstakra ráð- herra til að ráðskast með verslun- ar- og atvinnufrelsi. Ekki sjálfrátt En mönnunum í stjórnarráðinu er ekki sjálfrátt. Þeir munu aldrei kjósa að friðmælast við neinn þeg- ar ófriður er í boði. Nú hefur þeim tekist að espa hvern annan svo upp að stjómarandstaðan kemst hvergi að til að leggja orð í belg svo að eft- ir verði tekið. Þeim ber ekki gæfa til að notfæra sér augljósan efnahagsbata til að snúa við blaðinu heldur auka þeir barlóminn og misklíðarefnin smita um allt þjóðlífið. Allt svartagallsrausið sem fylgt hefur Viðeyjarstjórninni allt frá því að hún fann upp fortíðarvand- ann, hefur nú heltekið ráðherrana svo að þeir sjá ekki glóru þótt farið sé að rofa til, þökk sé aflamönnum og sæmilegu markaðsverði. Bjarg- ráðin em sem íyrr niðurskurður velferðar og aukin skattlagning með tilheyrandi bölmóði. Lánleys- ið lætur ekki að sér hæða. Þetta sýnir að stjómarherrarnir em sjálfir mesti efnahagsvandinn og er því ekki nema von að þeir leiti langt yfir skammt til að vinna bug á honum. OO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.