Tíminn - 22.09.1993, Page 5
Miðvikudagur 22. september 1993
Tíminn 5
Leynivopn rannsóbiarlögreglumanna:
Flestir glæpamenn falla
á eigin bragði
Nýlega urðu tveir atburðir í sömu vikunni, annar í Norður-Karólínu og
hinn í New York, til að beina athygli almennings að því hversu háskaleg-
ir útlagar nútímans eru orðnir — og mikiir kjánar.
f öðru tflvödnu var faðir körfuboltastjörnunnar Michaels Jordan skot-
inn tfl bana. Hann varð fyrir valinu af tflvifjun, að sögn lögreglunnar,
þegar tveir vopnaðir 18 ára strákar voru bara að leita að einhverjum til
að raena og fundu hann sofandi í rándýra bflnum sínum við vegarbrún. f
hinu tilfellinu endaði sagan vel, þegar rannsóknarlögreglumenn drógu
Harvey Weinstein, áflogagjaraan 68 ára eiganda smókingverkstæðis í
Queens, út úr leirholu sem mannraningjar höfðu kviksett hann í 12
dögum fyrr.
En það, sem sameiginlegt var
báðum þessum glæpum, var sljó-
leiki hinna ákærðu. Það er erfitt
að dæma í hvoru tilvikinu
heimskan var meiri: hjá þeim,
sem eru grunaðir um morðið á
Jordan og höfðu hringt marg-
sinnis úr bflasíma fómarlambs-
ins svo að símareikningarnir
mynduðu slóð beinustu leið til
þeirra. Eða Fermin Rodriguez,
starfsmaðurinn á verkstæði We-
insteins, sem að sögn lögreglu
sótti þriggja milljóna dollara
lausnarféð og ók í burt á eigin
bfl.
„Þeir voru að reyna
að vera sniðugir,
en voru algerir
bjánar“
Nákvæmnis- og þol-
inmæðisvinna skilar
árangri
Stundum er það nákvæmnis- og
þolinmæðisvinna rannsóknar-
manna sem verður glæpamönnun-
um að falli. Morðinginn í New
York, sem kallaði sig „Son of Sam“,
fannst með því að rekja mörg
hundruð stöðusektarmiða sem
settir voru á bfla nálægt þeim átta
stöðum sem hann hafði skotið
fómarlömb sín á. í ljós kom að
hann hafði Iagt við brunahana á
einum staðnum. En hver einasti
rannsóknarlögreglumaður á eftir-
lætissögu af máli, sem auðvelt var
að leysa þegar sá grunaði gerði
eitthvað kæruleysislegt eins og td.
skildi eftir sig kærumiða fyrir að
svíkjast um að borga í neðanjarð-
arlestina þar sem hann hafði fram-
ið árás og rán á lestarpallinum.
,Son of Sam' framdi átta morö f New York áöur en lögreglan gómaöi David
Berkowitz. Honum varö aö falli aö hann haföi lagt bfl sfnum viö brunahana f
grennd viö einn moröstaöinn og fengiö sektarmiöa fyrir.
Larry Martin Demery (t.v.) og Daniel Andre Green hafa veriö kæröir fyrir
moröiö á James Jordan, fööur körfuboltastjörnunnar Michael Jordan. Rann-
sóknarlögreglumennirnir þurftu ekki annaö en aö rekja sfmtöl þeirra úr bfia-
síma Jordans til aö hafa upþ á þeim.
„Þeir vom að reyna að vera snið-
ugir, en voru algerir bjánar," segir
yfirmaður þeirrar deildar lögregl-
unnar í New York sem fæst við
stærri mál.
Að glæpamenn skuli gera svona
asnalegar grundvallarskyssur virð-
ist einhvem veginn andstætt eðlis-
ávfsun sömu dagana og ekki mun-
ar nema hársbreidd að mest ógn-
vekjandi þorparanum á hvíta tjald-
inu í sumar — John Malkovich í „f
skotlínu" — takist að ráða forseta
af dögum. Hann stofnar falsaða
bankareikninga, býr til plastbyssu
til að renna gegnum málmleitar-
tæki og smíðar síma sem fer létt
með að plata bestu tæki leyniþjón-
ustunnar til að rekja símtöl.
Ef satt skal segja, er það löggæsl-
an sem hefúr notið mest góðs af
vísindalegum nýjungum upp á síð-
kastið. Tölvur, sem breyta fingra-
förum í stærðfræðiformúlur og
fara gegnum mörg þúsund þeirra á
klukkustund til að leita að sam-
svarandi förum, hafa komið í stað
gömlu aðferðarinnar — þeirrar að
bera saman kámug spjöld eigin
hendi. DNA-tækni getur borið
saman ögn af blóði, hári eða sæði
við grunaðan svo að óyggjandi sé
allt að 100 prósentum.
Nokkrir ríkustu og forfrömuð-
ustu eiturlyfjakóngamir hafa kom-
ið sér upp tækni eins og tölvupósti
til að komast hjá því að upp um þá
komist, en rannsóknarlögreglu-
menn og saksóknarar segja að enn
sé mikið af þeim glæpum, sem
framdir eru í Bandaríkjunum, of-
beldi á götum úti, sem brjótist út
fyrirvaralaust og brotamennimir
verði æ yngri og reynsluminni og
leggi ekki mikið á sig til að hylja
spor sín.
„Flestir glæpamenn em ekkert
sérlega klókir og þegar þeir nást er
ástæðan sú að þeir hafa gert eitt-
hvað reglulega heimskulegt," segir
skólastjóri í Iögregluskóla og
bendir á að í skáldsögum og sjón-
varpi sé athyglin dregin meira að
undantekningartilfellum, þeim
sem em færír um að plata lögguna
nógu lengi til að sagan verði
spennandi.
Morðum fjölgar, en
lögreglan leysir enn
um 70% þeirra
Ofbeldisglæpir náðu metfjölda ár-
ið 1991, 758 á hverja 100.000 Am-
eríkana. Ofbeldisglæpum unglinga
sérstaklega fjölgaði um yfir 25 pró-
sent á einum áratug.
Engu að síður tókst lögreglunni á
þessum tíma að halda þvf hlutfalli
að leysa 70% morðmála. Ástæða
þess að tekst að leysa svona mörg
morðmál, sem er miklu betri ár-
angur en hvað varðar að leysa önn-
ur mál s.s. rán, er sú að miklu
meira fé er veitt til morðmála og
líka sú að þeir myrtu hafa oft þekkt
eða verið skyldir morðingjunum.
Sumir sérfræðingar álíta að auk-
in glæpatíðni hafi, þó að skrítið sé,
sljóvgað glæpamennina og gert þá
kærulausa.
Stórkostleg glæpatíðni og van-
geta dómskerfisins til að fást við
hana hefúr valdið því að glæpa-
mennimir eru óvarkárari. Þetta er
skoðun fyrrum leynilögreglu-
manns í Chicago, sem nú stýrir
hópi óbreyttra borgara sem hefur
eftirlit með því hvemig lögunum
er framfylgt í New York City.
Margir glæpir eru framdir í hita
augnabliksins og engin hugsun
höfð á að fjarlægja fingraför eða
sjónarvotta. En það er einn hópur
glæpamanna, sem búast mætti við
að hefði Iært eitthvað af reynsl-
unni. Það eru þeir sem stinga af á
skilorði og fara huldu höfði og lög-
reglan hefur gómað a.m.k. einu
sinni.
Þeir flinkustu skipta um síma-
númer og nafn og segja algerlega
skilið við fjölskyldu sína til að forð-
ast eftirlit
Flestir falla á því að hafa samband
við fjölskylduna. Eða þeir rekast af
tilviljun á fyrrverandi félaga, sem
nú em komnir til liðs við yfirvöld,
og segja þeim undir hvaða nafni
þeir ganga núna.
Auövelt aö gabba
flóttafanga úr felum
Margir flóttafanganna hafa verið
gabbaðir úr felum með brögðum,
sem eftir á að hyggja virðast
hlægileg. 1984 náðu menn alrík-
islögreglunnar í New York City
um 65 glæpamönnum saman
með því að senda bréf á síðasta
þekkta heimilisfangið þeirra, þar
sem stóð að þeir hefðu unnið stór
sjónvarpstæld eða önnur verð-
laun. Þegar flóttamennimir
skriðu fram úr fylgsnum sínum
til að taka við verðlaununum, var
þeim sagt að bíða eftir sendibfln-
um ffá „Brooklyn Brídge Delivery
Service". Bfllinn kom — fullur af
lögregluþjónum.
í Washington gekk lögreglu-
þjónum jafnvel enn betur, þegar
þeir sendu flóttaföngunum bréf
þar sem þeim var sagt að þeir
hefðu unnið aðgöngumiða á fót-
boltaleik Redskins, sem vom
næstum því ófáanlegir, og hádeg-
isverð fyrir leikinn sér að kostn-
aðarlausu. Níutíu og sex gáfú sig
fram, sýndu skilríki og vom
handjámaðir.
„Þegar ég var ungur, á sjötta ára-
tugnum,“ segir fyrrverandi Chic-
ago-löggan, „sváfii atvinnuglæpa-
menn sem vom eftirlýstir fýrir
eitthvað alvarlegt, ekki í rúmum
sínum að næturlagi, og ef þeim
vom send bréf þar sem sagði að
þeir hefðu unnið ferð til Las Veg-
as, sýndu þeir sig ekki.“
„En það er alltaf græðgin sem
nær yfirhöndinni. Þeir vilja alltaf
fá svolítið meira," segir einn sjó-
aður lagavörður.
Græðgin fær alltaf
yfírhöndina
Er til betri vitnisburður um það
en heppni FBI þegar alríkislögregl-
an var að reyna að finna hryðju-
verkamennina sem bám ábyrgðina
á sprengingunni í World TVade
Center? FBI hafði í höndunum
beyglað stykki úr sendibíl með
ökutækisnúmeri og röktu það til
útibús Ryders-bflaleigu. Hverjum
hefði dottið í hug að Mohammed A.
Salameh myndi koma aftur á bfla-
Ieiguna til að krefjast þess að fá 400
dollara trygginguna sína endur-
greidda?
öðrum glæpamönnum verður á í
messunni, þegar þeir trúa því sem
þeir sjá í bíó. Þeir, sem rændu
Stephen Small og fóm fram á einn-
ar milljón dollara lausnargjald í 111-
inois 1987, ,4Iitu að til að rekja
símtal yrði lögreglan að fylgjast
með símalínunni einhvem tíma,"
segir fyrmm saksóknari í málinu.
En hann segir að því sé ekki þann-
ig varið. „Þegar síðasta talan í
númerinu er tekin, er símtalið rak-
ið.“
Þó vom 350.000 handtökuskipan-
ir flóttamanna vegna alvarlegra
glæpa enn óafgreiddar í fyrra, og til
em glæpamenn sem hafa komist
hjá handtöku ámm saman, eins og
t.d. hinn dularfulli „Unabom“
sprengjumaður. Á síðustu 15 ámm
hefúr hann ráðist á vísindamenn,
drepið einn og sært 22 aðra með
sprengjubókum, pökkum f brún-
um pappír eða gljáandi viðarköss-
um með ágröfnum stöfunum „FC“,
sem em einkennismerki hans.
Og hver veit hversu margir glæpa-
menn hafa hulið slóð sína svo vel
að enginn veit að glæpur hafi verið
framinn? „Það er erfitt að segja til
um hversu mikið er um að glæpir
séu framdir," segir einkaspæjari í
New York. „Skilgreiningin er: Ef
glæpamaðurinn er virkilega fær,
kemst aldrei upp að glæpur hafi
verið framinn."