Tíminn - 22.09.1993, Side 9
Miðvikudagur 22. september 1993
Tíminn 9
Bragi Ásgeirsson við eina af myndum sínum. TímamyndÁmi BJama
Listasafn fslands:
YfirlKssýning á grafíkverkum Braga Ásgeirssonar
Um síðustu helgi var opnuð yfirlitssýning á grafíkmyndum Braga Ásgeirssonar á efri
hæð Listasafns Tslands. Er þetta fyrsta sýningin í nýjum flokki sérsýninga sem Lista-
safnið hyggst standa íyrir á næstu árum, þar sem tekið verður saman úrval verka eftir
íslenska myndlistarmenn af eldri kynslóð eða dregnar upp heildarmyndir af afmörkuð-
um þáttum í sköpunarstarfi þeirra. Sýningin á verkum Braga sætir einnig tfðindum
fyrir það að hún er fyrsta tilraun til að meta framlag íslensks myndlistarmanns til graf-
íklistarinnar.
Á sýningunni eru u.þ.b. 80 þrykk, frá 1952 til 1993. Þungamiðja sýningarinnar eru
steinprentmyndir sem Bragi gerði við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfti
árið 1956, en þær eru án efa hápunkturinn á ferli hans sem grafíklistamanns. Auk þess
verða nokkrar grafíkplötur listamannsins hafðar frammi til sýnis. í tengslum við sýn-
inguna mun Listasafnið gefa út bók um grafík Braga, með greinum eftir Aðalstein Ing-
ólfsson, Einar Hákonarson og listamanninn sjálfan, fjölda mynda og heildarskrá yfir
grafíkverk hans. í tilefni sýningarinnar hefur listamaðurinn ákveðið að þrykkja sérstök
upplög þriggja grafíkmynda og hafa til sölu á sýningartímanum.
Meðan á sýningunni stendur verður grafíklistin mjög í brennidepli í safninu. Grafík-
verkstæði verður sett upp í kjallara þess, en þar verða skólanemum kynntar ýmsar
hliðar grafíklistarinnar. Auk þess munu félagar í íslenskri grafík, samtökum íslenskra
grafíklistamanna, standa fyrir sýnikennslu í saftiinu um helgar. Litskyggnur og mynd-
bönd um grafík verða sýnd og bækur og bæklingar um grafíklist munu liggja frammi.
Sýningunni lýkur sunnudaginn 31. október. Listasafn Tslands er opið daglega, nema
mánudaga, kl. 12-18.
Kvenfélag Óháða safnaðarins
Kvenfélag Oháða safnaðarins heldur
fund næstkomandi fimmtudag 23. sepL
kl. 20 í Kirkjubæ.
Opinn fundur BSRB á Hótel Borg:
Opinber rekstur breyta hverju
og hvers vegna?
BSRB efnir til opins fundar á Hótel Borg
miðvikudaginn 22. september kl. 20.30
um opinberan rekstur, markmiðið með
honum, æskilegt umfang, þróun og
skipulag. Gestir BSRB á fundinum verða
þeir Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, og Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra, en frummælendur auk
þeirra verða Guðrún Alda Harðardóttir,
formaður Fóstrufélags íslands, og Sjöfh
Ingólfsdóttir, varaformaður BSRB og
formaður Starfsmannafélags Reykjavík-
urborgar.
Ekki þarf að hafa mörg orð um það að
nú eru tímar uppstokkunar og endur-
mats á fjölmörgum sviðum. Opinber
rekstur hefur verið mjög miðsvæðis í
þeirri umræðu allri. BSRB efnir til þessa
umræðufundar til að kynna sjónarmið
opinberra starfsmanna og efla skoðana-
skipti um markmið og umfang hins op-
inbera.
Vísindaráð auglýsir
styrki úr Vísindasjóði
fyrir árið 1994
tii rannsókna í
- náttúruvísindum
- líf- og læknisfræði
- hug- og félagsvísindum
Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi ákvæðum hug-
og félagsvísindadeildar:
1. Styrkþegastöðum
Veitt verður fé til þess að greiða laun styrkþega í eitt og
allt upp í þrjú ár á fræðasviðum hug- og félagsvísinda-
deildar, enda sé um mikilvægar rannsóknir og hæfa um-
sækjendur að ræða að mati deildarinnar. Umsækjendur
um þessar stöður skulu hafa tryggt sér nauðsynlega
rannsóknaraðstöðu. Þeir sem sækja um stöðumar geta
sótt um venjulega styrki úr Vísindasjóði til vara.
2. Styrkjum til útgáfu vísindarita
Hug- og félagsvísindadeild mun verja allt að 5% af ráð-
stöfunarfé sínu til þess að styrkja útgáfu vísindarita.
Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar fást á skrifstofu Vís-
indaráðs, Bárugötu 3,101 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 1. desember 1993 og skal um-
sóknum skilað á skrifstofu ráðsins, sem veitir upplýsingar
daglega kl. 10-12 og 14-16.
Seglskip Onedin-skipa-
félagsins hefur nýtt líf
Skipiö hét
Chariotte
RhodesI
sjónvarps-
þáttunum um
Onedin-
skipafélagið.
Réttu nafni
heitir það
Soren Larsen.
Enn muna margir eftir sjón-
varpsþáttunum vinsælu frá BBC
um skipafélagið Onedin, ein-
hverjum vinsælustu sjónvarps-
þáttum sem gerðir hafa verið fyrr
og síðar. Mikla aðdáun vakti segl-
skipið Charlotte Rhodes, sem
James Onedin stýrði styrkri
hendi í gegnum hvers kyns hætt-
ur, og fór skipið síst með minna
hlutverk en aðalleikaramir Peter
Gilmore, kona hans Anne Stally-
brass (kona Peters í einkalífi) og
margir fleiri.
Seglskipið Soren Larsen, sem
gefið var naftiið Charlotte Rhodes
í þáttunum, var smíðað í Dan-
mörku 1949. Mörgum árum síðar
rak breski siglingamaðurinn Tony
Davies augun í skipsskrokkinn og
um 1980 lét hann af því verða að
selja bátinn sem hann átti og festa
kaup á Soren Larsen.
Tony og kona hans Fleur sáu sér
leik á borði að slá tvær flugur í
einu höggi, þegar gerð sjónvarps-
þáttanna stóð fyrir dyrum. Ekkert
skip var betur til þess fallið að fara
með þetta stóra hlutverk og þau
gætu látið Soren Larsen sjá sér
farborða í leiðinni, átt sjálf heim-
ili um borð og jafnvel tekið að sér
smáhlutverk í þáttunum.
Samstarfið tókst afbragðs vel og
Eigendur Soren Larsen eru Tony
og Fleur Davies. Þau hafa nú yfir-
gefið heimahöfn I Englandi og ætla
að setjast að á Nýja-Sjálandi. Á
Kyrrahafinu heldur Soren Larsen
áfram að veita eigendum og far-
þegum ánægju af siglingum og
viðkomu á Suðurhafseyjum, þar
sem þau hjón segjast vera vinsælir
gestir. Þau kaupa nefniiega ávexti
og grænmeti af innfæddum, en
þurfa ekki að ganga á dýrmætan
vatnsforöa þeirra þar sem þau
hafa hreinsibúnað um borð.
var rifjað upp fyrir skömmu þegar
Tony og Fleur höfðu kveðjuathöfn
í London þar sem þau eru að
halda á nýjar slóðir til Nýja-Sjá-
lands, og siglingaleiðir skipsins
verða héðan í frá um Kyrrahafið.
Viðstaddir athöfnina voru aðal-
leikaramir, sem aldrei hafa fallið í
gleymsku, og tækifærið var notað
til að kynna útgáfu allra þáttanna
á myndböndum. Þarna gafst líka
tækifæri til að kynna Ieikurunum
yngsta afkvæmið í Davies-fjöl-
skyldunni, sem fæddist eftir að
töku þáttanna lauk 1982. Eldri
bömin tvö hafa alist upp um borð
og skólagangan varð ekki útund-
an, þar sem einn farþegi þeirra,
áströlsk kennslukona, varð svo
hugfangin af þessu siglingalífi að
hún bauðst til að verða um kyrrt
til að segja krökkunum til.
Nú er sem sagt að hefjast nýtt líf
hjá Soren Larsen á suðrænum
höfum. Þar segir Fleur þau vera
aufúsugesti á eyjunum, þar sem
þau kaupi ávexti og grænmeti af
innfæddum, en gangi ekki á tak-
markaðan vatnsforða innfæddra,
þar sem þau hafi fullkominn
vatnshreinsibúnað um borð.
Það er stundum erf-
itt að vera frægur!
Súperfyrirsætan Naomi Campbell
er alla jafnan á ferð og flugi vegna
starfs síns, en hún er sem kunn-
ugt er ákaflega eftirsótt fyrirsæta.
Samverustundirnar með kærast-
anum Adam Clayton eru þess
vegna færri en skyldi. Hann er
nefnilega geysilega upptekinn líka,
meðlimur hljómsveitarinnar U2.
Um daginn tókst þeim þó að vera
stödd á sama stað á sama tíma.
Hljómsveitin hélt tvenna tónleika í
Dublin og Naomi átti nokkurra
daga frí. Hvað var þá upplagðara en
að hún skellti sér í fjölskyldusam-
kvæmi, sem hægt var að koma
saman f tengslum við tónleikana,
og hitti væntanlega tengdaforeldra,
Brian og Jo. Að sögn fór vel á með
þeim öllum og átti nú að kveða
niður sögusagnir um að samband
þeirra hjónaleysanna fari kólnandi.
Útlit Naomi Campbeli er frægara en
kærastans Adams Clayton. Það
skipti þess vegna meira máli að
reyna aö fela hana fyrir Ijósmyndur-
unum en hann. Það bara tókst ekki
betur en myndin sýnir!
En Naomi gekk enn betur fram í
að sýna öllum fram á hvað kær-
ustuparið sé einhuga og samhent.
Á síðari tónleikunum voru mættir
40.000 áheyrendur, þar af margt
frægt fólk, s.s. Mick Jagger og
Jerry Hall, Bob Geldof og Paula
Yates, og Jim Kerr í Simple Minds
og kona hans Patsy Kensit. Þar
stóð sjálf Naomi Campbell á svið-
inu ásamt hljómsveit unnusta síns
og þótti þá ekki lengur fara milli
mála að allt væri í besta lagi milli
þeirra. Eftir tónleikana var haldið
partí og þá þótti sjást einna best
hvað Adam vildi konu sinni vel.
Hann reyndi eftir fremsta megni
að skýla henni fyrir ágengum ljós-
myndurum, og þó að það tækist
ekki fullkomlega, virðir Naomi þó
vonandi viljann fyrir verkið.