Tíminn - 05.10.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.10.1993, Blaðsíða 8
12Tíminn Þriðjudagur 5. október 1993 FUNDIR OG Steingrimur Vatgerður Haldór Þórdis Landsþing LFK á Hallormsstað Á Landsþinginu á Hallonnsstað þann 9. október flytja ávörp: Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. Þórdls Bergsdóttir, heiðursgestur þingsins. Sigurður Sigurðsson, formaður SUF. Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður. Halldór Ásgrímsson, 1. þingmaöur Austfirðinga. Framkvæmdastjóm LFK Norðurlandskjördæmi eystra Kjötdæmisþing veröur haldiö 16. október næstkomandi. Formenn félaga eru hvattir til aö halda aöalfundi og kjósa fulitma á þingiö. Dag- skrá og fundarstaöur nánar auglýst slöar. KFNE Suðurland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Suöuriandi veröur haldiö laugardaginn 23. október 1993 I Vestmannaeyjum og hefst kl. 10.00árdegis. Dagskrá nánar aug- lýst slöar. Stjóm KSFS Kópavogur—Opið hús Opið hús veröur hjá Framsóknarflokknum I Kópavogi á laugardögum kl. 10-12 aö Digranesvegi 12. Komiö og spjalliö um bæjar- og landsmálin. Heitt á könn- unni. Mosfellsbær - Kjalames - Kjós Aöalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu veröur haldinn laugardaginn 16. október nk. kl. 17.00 I sal félagsins aö Háholti 14 f Mosfellsbæ. Nánar auglýst slöar. Stfómkt Norðurlandskjördæmi eystra Kjördæmisþing framsóknarmanna I Noröurtandskjördæmi eystra verður haldiö aö Stórutjamaskóla I Ljó&avatnshreppi laugardaginn 16. okt nk. og hefst kL 10:00 f-h. stundvislega Aöaldagskrármáliö veröur hiö alvariega stjómmálaástand sem nú rfkir I landinu. Steingrímur Hermannsson, formaöur Framsóknarflokksins, veröur gestur þings- ins. Formenn félaga eru hvattir til aö halda aöalfundi I félögunum og kjósa fulltrúa á þingiö. Kolbriin Þormóösdóttir mun aöstoöa viö undirbúning þingsins og ber aö tilkynna þátttöku til hennar I sfma 21180, Akureyri. StjómKFNE Akranes — Bæjarmál Bæjarmálafurrdur veröur haldinn laugardaginn 9. október kl. 10.30 I Framsókn- arhúsinu. Fariö veröur yfír þau mál, sem efst em á baugi I bæjarstjóm. Bæfarfulltrúamlr Mosfellsbær — Kjalames — Kjós Aöatfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu veröur haldinn laugardaginn 16. októ- ber n.k. kl. 17.00 I sal félagsins aö Háholti 14 I Mosfellsbæ. Nánar auglýst slöar. _______________________________________________Stjómkt Framsóknarfélag Siglufjarðar heldur aöalfund miöVikudaginn 13. október kl. 20.30 aö Suöurgötu 4 Siglufiröi. Dagskrá: 1. Aöalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing 3. Kosning fulltrúa á aöalfund miöstjómar Framsóknarflokksins 4. ðnnur mál Stjómki. RAUTTyfiw RAUTT ) LJOS KlL1 LJOS! I lÍRÁÐ J Ragnar V. Björgvinsson Valgerður Sveinsdóttir II Langholt II • 801 Selfoss • lceland Tel: 354 (9)8-21061 Fox: 354 (9)8-23236 FÓÐRd^ - HESTAFERÐIR - SAU RIDING TOURS - SALE - EXPORT Svívirðileg árás Neskaupstað, 31/8 1993. Við undirrituð mótmælum harð- lega þeirri aðför, sem gerð hefur ver- ið að skipstjóra og áhöfn Barða NK- 120, þegar skipstjóra var gert að segja starfi sínu lausu, eða verða rekinn öðrum kosti og öllum starfs- mönnum sagt upp í kjölfarið. Aðeins hluti starfsmanna hefíir þegar verið endurráðinn, hinir fá ekkert pláss. Við álítum þetta svívirðilega og ómaklega árás á viðkomandi starfs- menn, sem flestir hverjir hafa starf- að um borð í Barða um langt árabil og skilað fyrirtækinu miklu og óeig- ingjömu starfi, úti á sjó við allavega mismunandi erfiðar aðstæður. Til að réttlæta uppsagnir þessar hafa verið á kreiki í bænum upplognar ásakan- ir á skipstjóra og áhöfn Barða, um lélegan veiðiskap og frágang afla, sem hvorugt fær staðist og sýna skýrslur og matsnótur hið gagn- stæða. Veiðar nú að undanförnu sýna einnig vel, að engin þörf er á að skipta um áhöfn. Þótt vera kunni að menn greini á um ýmislegt varðandi veiðamar og árekstrar verði, er ekkert sem rétt- Iætir slíka árás á skipsmenn og þeirra maka og böm, sem sumir hafa fýrir að sjá. Við heyrum um at- vinnuleysi ogvandamál annars stað- ar á Iandinu, en hér er verið að búa til vandamál. Opið bréf til stjórnar Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað Það vill svo til að fyrirtækið Sfldar- vinnslan hefur náð að sölsa undir sig allan meiri háttar atvinnurekst- ur á sviði sjósóknar í Neskaupstað, á kostnað minni fyrirtækja, og ekki úr mörgu að velja fyrir sjómenn í Nes- kaupstað. Við minnum á, að bæjar- félagið á stóran hlut í fyrirtækinu og þ.a.1. er þetta fyrirtæki „allra bæjar- búa“, en ekki bara „kommanna" svo- kölluðu í Neskaupstað, og síst af öllu er þetta einkafyrirtæki Finn- boga Jónssonar framkvæmdastjóra, sem nú virðist orðinn einráður og virðist halda starfsmönnum í viðj- um ótta, enda þorir enginn að viðra sínar skoðanir né mótmæla, ef menn eru órétti beittir, af hræðslu um eigin stöðu. Við skorum á stjórn Sfldarvinnsl- unnar að taka þessar uppsagnir til endurskoðunar. Við munum senda afrit af bréfi þessu til formanns Verkalýðsfélags Norðfirðinga og skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Sindra, auk félags vélstjóra, og verði ekki skjótt brugð- ist við og allir starfsmenn endur- ráðnir, annað hvort á Barða aftur eða í sambærileg pláss, sem þeir geti sætt sig við, þá munum við birta þetta bréf í öllum helstu dagblöðum landsins. Ef brjóta á niður samstöðu fólks hér á landi með hræðslupólitík, sem svo áberandi hefur verið að undan- fömu í þjóðfélaginu öllu og einnig hér, þá er mál að bjóða kúgurunum birginn og láta til sín heyra. Virðingarfyllst, undirritaðir Barðamenn og eigin- konur: Herbert Benjamínsson Þóroddur Sigurðsson Þórður Víglundsson Eyþór Stefánsson Gunnar Þorsteinsson Theodór Alfreðsson Jón Gunnar Jónsson Hilmar Jónsson Jón H. Aðalsteinsson Bjarni Jónsson Jens Nielsen Gísli V. Ingvason Guðný Jónsdóttir Guðbjörg Þorvaldsdóttir Stella Steinþórsdóttir Hulda Kjörenberg Vilborg J. Kjerulf Jóna J. Jónsdóttir Hinir óæskilegu Menace II Society ★ ★★ Handrit: Tyger Williams. Framleiðandi: Darin Scott. Leikstjórar: Albert og Allen Hughes. Aðalhlutverk: Tyrin Taylor, Jade Pinkett, Larentz Tate og Chartes S. Dutton. Laugarásbió. Bönnuö innan 16 ára. Það eru komungir bræður sem Ieikstýra hér sinni fyrstu mynd og ná að koma frá sér ótrúlega sterku verki um heimabyggö sína, Watts- hverfið í Los Angeles. Þeir segja sögu Caines (Ttiylor), ungs svert- ingja sem er dæmigert eintak af drengjum úr þessu hverfi. Móðir hans lést þegar hún tók inn of stór- an skammt af heróíni og faðir hans var eiturlyfjasali, sem var skotinn þegar Caine var 10 ára, en náði þó að kenna syninum réttu handtökin við að blanda og drýgja eitrið. Caine býr hjá afa sínum og ömmu og vinnur fyrir sér með sölu eiturlyfja. Caine er ekki slæmur náungi, heldur hef- ur engan veginn sömu viðmið um rétt og rangt og tíðkast víðast hvar annars staðar. Hann er ekki einung- is bam síns tíma, heldur einnig bam heimkynna sinna. Caine hefur fullan hug á að komast frá öllu saman, en tilboðunum rignir ekki beinlínis inn og á meðan hann reynir verður hann að bjarga sér í hverfi þar sem morð og barsmíðar eru daglegur viðburður. Áhorfandanum er síður en svo hlíft við sannleikanum um veruleika og vonleysi svertingja í Watts- hverf- inu, en svipuð hverfi er aö finna í öðmm stórborgum Bandaríkjanna. Þetta virðist mjög raunsönn mynd sem dregin er upp af ómanneskju- legu umhverfinu og handritið ein- beitir sér að stöðu mála í nútíman- um, en fer lítið út í að kenna hvíta manninum um allt sem aflaga hefur farið hjá svertingjum vestanhafs eins og þekkst hefúr í öðrum mynd- um. Það er þó deilt lítillega á lög- regluna í stuttu atriði, en frægur at- burður fyrir litlu síðan gerir þá ádeilu sjálfsagt verðskuldaða. Mynd- in er ekki gallalaus, en það er þó ekki margt sem stingur í augun. Það er helst einhæf rapptónlistin og verulega hallærislegt ástaratriði sem draga úr gildi myndarinnar. Leikararnir eru allir lítið sem ekk- ert þekktir, en standa sig engu að síður mjög vel. Tyrin Táylor leikur aðalhlutverkið af öryggi og Larentz Tate er frábær í hlutverki byssuóðs geðsjúklings, sem Caine umgengst nokkuð. Hinir óæskilegu er frábært byrj- endaverk, þrátt fyrir fáeina hnökra, og Hughes-bræðurnir eiga alla möguleika á bjartri framtíð í faginu. Örn Markússon Skólaklíkan School Tles ★★ Handrít: Dick Wolf og Darryl Ponicsan. Framleiöendur: Stanley R. Jaffe og Sherry Lansing. Leikstjóri: Robert Mandel. Aðalhlutverk: Brendan Fraser, Chris O’Donnell, Andrew Lowery og Ed Lauter. Háskólabió. Öllum leyfð. Það er ekki mikill frumleiki yftr söguþræði Skólaklíkunnar, þótt hún sé þokkalega unnin að öðru leyti. Leikstjórinn, Robert Mandel, sem á að baki nokkrar B-myndir, heldur sér í sama þyngdarflokki, en þekkt- asta mynd hans er sjálfsagt F/X Mur- der by Illusion. Hér segir af David Greene (Fraser) sem vegna hæfileika sinna í ruðn- ingi kemst í einkaskólann St. Matt- hews, en úr honum fara nemendur nær undantekningalaust í bestu há- skóla Bandaríkjanna. Þetta er drengjaskóli og David verður fljót- lega eftirlæti allra vegna góðs árang- urs ruðningsliðsins. Einn hængur er þó á því að allt sé í himnalagi, því þetta gerist á 6. áratugnum í skóla forréttindastéttar og David er gyð- ingur. Honum tekst að leyna trú sinni lengi vel, en upp kemst um allt saman og skyndilega er hann ekki jafn vinsæll og áður. Hann þarf að berjast við drengi, sem aldir eru upp í að líta niður á gyðinga, og erfitt reynist að fá þá til að líta hann sömu augum og áður. Skólaklíkan sækir margt til Dead Poets Society, frábærrar myndar sem einnig gerist í drengjaskóla, og hreinlega stelur sumum atriðum úr henni. Helsti gallinn er að myndin er alltof fyrirsjáanleg. Áhorfandinn veit fljótlega hvert myndin stefnir með því að opinbera trú Davids og fátt kemur á óvart eftir það. Að sjálf- sögðu mun uppgjör fylgja í kjölfarið og það er sjaldnast erfitt að giska á hvernig myndir sem þessar enda. Þótt marga hnökra megi finna í handritinu, er Skólaklíkan ekki al- vond. Vandað er til verka við útlitið og Mandel tekst að gera sum atriði spennandi, sérstaklega þegar endir- inn nálgast. Brendan Fraser leikur aðalhlut- verkið ágætlega, en leikararnir ná flestir að gera hlutverkum sínum góð skil. Skólaklíkan skilur ekki mikið eftir sig, en er frambærileg af- þreying í hallæri. Öm Markússon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.