Tíminn - 05.10.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.10.1993, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 5. október 1993 Tíminn 13 ■ DAGBÓK Sjöttu og síöustu Haust- tónleikar SeKosskirkju Tónleikar til minningar um dr. Pál ísólfsson verða í Selfosskirkju í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Hörður Áskelsson leikur á orgel og Margrét Bóasdóttir, sópran, syngur. Efnisskrá: 1. Forspil um sálmalagið „Hin mæta morgunstundin". 2. Ostinato et fugetta. 3. Sálmur úr Gullna hliðinu. 4. Chaconne um upphafsstef Þorlákstíða. 5. Maríuvers. 6. Forspil um sálmalagið „Víst ertu Jesú kóngur klár“. 7. Sálmun „Víst ertu Jesú kóngur klár“. Eitt hundrað ár verða liðin frá fæðingu Páls ísólfssonar þann 12. okL n.k. Háskólafyrirlestur Dr. Preben Meulengracht Serensen, kennari í norrænum fræðum við Háskól- ann í Árósum, flytur opinberan fyrirlest- ur í boði Heimspekideildar Háskóla fs- lands miðvikudaginn 6. október kl. 17.15 í stofú 101 í Odda. Fyrirlesturinn ber heitið Hvort grætr þú nú, Skarphéðinn? — Om form og etik i islændingesagaeme. Hann verður fluttur á dönsku. Preben Meulengracht Sorensen var sendikennari f dönsku við Háskóla ís- lands 1966-1970. Hann hefur síðan verið kennari við Árósaháskóla, en einnig starfað við rannsóknir og kennslu við háskólana í Óðinsvéum, Ósló og Kali- fomíuháskóla í Berkeley. Nýlega hefur hann verið skipaður prófessor í norræn- um fræðum við Óslóarháskóla og tekur við því embætti 1. janúar nk. Hann dvelst nú um mánaðartíma sem gistik- ennari við Heimspekideild. Preben Meulengracht Sorensen hefur verið mikilvirkur þýðandi og bók- menntagagnrýnandi og hefúr unnið mikið starf við kynningu íslenskra nú- tímabókmennta í Danmörku. Rann- sóknasvið hans er íslenskar fombók- menntir. Á því sviði hefur hann auk fjölda greina birt bækumar Saga og samfund 1977, Norront nid 1980 og nú síðast doktorsritið Fortælling og ære. Studier i islændingesagaeme, sem hann varði við Árósaháskóla í júní sl. Fyrirlesturinn er öllum opinn. L.A. í Ieikferð um Norðuriand: Feröin til Panama Leikfélag Akureyrar hefur að undan- fömu sýnt bamaleikritið „Ferðin til Panama" víðsvegar um Norðurland við góðar undirtektir ungu kynslóðarinnar, en frumsýning var í Grímsey 19. septem- ber sl. Næstu sýningar verða á morgun miðvikudag (6. okt.) f Þelamerkurskóla kl. 11 og á Ólafsfirði kl. 15. Á laugardag- inn kemur verða tvær sýningar á Dalvík, kl. 14 og 16, og síðan heldur Ieikhópur- inn sem leið liggur á Austurland og sýn- ir í næstu viku á Egilsstöðum og Vopna- firði. í helstu hlutverkum em Dofri Her- mannsson, Sigurþór Albert Heimisson, Anna María Gunnarsdóttir og Aðalsteinn Bergdal. Ingunn Jensdóttir er leikstjóri sýningarinnar, Anna G. Torfadóttir er höfundur leikmyndar, búninga og dýra- gerva og Ingvar Bjömsson er ljósahönn- uður. Afmælis- og minningar- greinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa aö vera vélritaöar. Augfýsingasímar Tímans 680001 & 686300 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágreraii í dag kl. 17 í Risinu: Leshópur um Sturl- ungu. Sagan verður lesin og skýrð. Kvenfélag Bessastaðahrepps Fyrsti fúndur vetrarins kl. 20.30 í kvöld í hátfðasal íþróttahússins. Nýir félagar velkomnir. Frá Tónlistarfélagi Borgarfjaröar Fimmtudaginn 7. október kl. 21 gengst Tónlistarfélag Borgarfjarðar fyrir minn- ingartónleikum í Borgameskirkju um Pál ísólfsson í tilefrii aldarafmælis hans. Fram koma Ingibjörg Marteinsdóttir, Þorgeir Andrésson og Lára Rafnsdóttir. Flutt verða sönglög eftir Pál, sem þjóð- in þekkir og ann. Forvitnileg námskeiö hjá Rauöa krossinum Fræðslumiðstöð Rauða kross íslands hefur gefið út rit sem hefúr að geyma upplýsingar um námskeið'og fræðslu- starf á vegum RKÍ, Ungmennahreyfing- ar RKÍ og deilda, sem eru 50 talsins, á haustönn. Mest ber á hefðbundnum námskeiðum sem tengjast skyndihjálp og almennri fræðslu um Rauða krossinn, en einnig er bryddað upp á nýjungum. f byrjun október verður vikunámskeið fyrir sendifulltrúa í Munaðamesi. Nám- skeiðið fer fram á ensku og er til undir- búnings þeim sem hyggja á hjálparstörf á neyðarsvæðum þar sem stríðsástand rík- ir eða náttúruhamfarir hafa gengið yfir. Til þess að verða gjaldgengur sendifull- trúi er skilyrði að hafa sótt sendifulltrúa- námskeið. Þá fer fram í byrjun október námsstefna um alnæmi sem haldin er í samvinnu við Landsnefnd um alnæmi- svamir og Alnæmissamtökin. Fyrirhugað er að halda námsstefnu um almannavamir. Á henni er fjallað um heildarskipulag hjálparliðs Almanna- vama ríkisins. Markmiðið er að útskrifa flokksstjóra í fjöldahjálparstöðvar. í nóv- ember verður þráðurinn f stjómunar- fræðslu fyrir deildir tekinn upp að nýju þar sem frá var horfið í vor. Á vegum URKÍ verða haldin tvö grunn- námskeið, annað fyrir byrjendur en hitt fyrir þá sem starfað hafa innan vébanda URKl sem sjálfboðaliðar. Þá verður nám- skeið fyrir þá sem vilja gerast sjálfboða- liðar Vinalínunnar. Þátttakendur þurfa að vera 25 ára eða eldri. Einnig verður Gambíukvöld þar sem kynnt verður sjálf- boðastarf ungmenna í Gambíu. Ástæða er til að minna á, að bókasafn RKÍ, sem hefur að geyma margvíslegar upplýsingar um hjálparstarf, þróunar- mál, skyndihjálp, flóttafólk og fleira, er opið á venjulegum skrifstofútíma á aðal- skrifstofu félagsins að Rauðarárstíg 18 í Reykjavík. Birgir Bjömsson sýnir í Gallerí Sævars Karls f dag, þriðjudaginn 5. okL, kl. 17- 19 opnar Birgir Bjömsson sýningu á mál- verkum í Gallerí Sævars Karls. Þetta er önnur einkasýning Birgis í Gallerí Sæv- ars Karls og ber hún heitið „Nýjar mynd- ir“. Birgir er fæddur í Reykjavík 29. janúar 1961. Hann stundaði nám við forskóla M.H.T. 1981-82, við auglýsingadeild Myndlista- og handíðaskóla Islands 1982-85 og við Vestlandets Kunstaka- demi í Bergen 1986-88. Hann fékk styrk frá Norska utanríkisráðuneytinu og For- eningen Norden 1987-88. Hann hefur haldið fjórar einkasýningar og tekið þátt í þremur samsýningum, hér á landi og í Noregi. Sýningin í Gallerí Sævars Karls stendur til 27. okt. Hún er opin á verslunartíma, á virkum dögum frá kl. 10-18 og á laug- ardögum frá kl. 10-14. Útgáfutónleikar í Bústaöakirkju Annað kvöld, miðvikudagskvöld, heldur hljómsveitin „Guðný og Drengimir" sína fyrstu útgáfutónleika í tilefni af nýút- komnum geisladisk og kassettu sem hlotið hefur nafnið „Sálmur í C“. Hljómsveitina skipa þau Óskar Einars- son píanóleikari, Páll E. Pálsson bassa- leikari og Guðný Einarsdóttir söngkona. Vart þarf að kynna drengina tvo, en þeir eru landsfrægir fyrir hæfni sfna á tónlist- arsviðinu. Guðný Einarsdóttir söngkona hefur sungið með þeim drengjum um árabil, en saman hafa þau fengið frábær- ar viðtökur og dóma þeirra er hlýtt hafa 1 „Sálmur í C“ hefúr að geyma marga af þekktari sálmum kristinnar kirkju, nú flutta í nýrri, bráðskemmtilegri djassút- setningu hljómsveitarinnar. Þeim til að- stoðar koma fram á disknum og tónleik- unum þeir Einar Valur Scheving trommuleikari og Sigurður Flosason sem blæs í saxófón. Tónleikamir verða haldnir í Bústaða- kirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Þær settu svip sinn á 20. öldina í enska vikublaðinu Hello! var nýlega heilmikil úttekt á konum sem með einum eða öðrum hætti hafa skilið eftir sig skýr spor og sett svip sinn á 20. öldina. I þeim hópi eru konur sem hafa látið til sín taka á því sem næst hvaða sviði sem er. Þar er sagt frá frægasta kvennjósnara fyrri heimsstyrjaldarinnar, Mata Hari, sem galt fyrir með lífi sínu þó að lítið hafi verið gert úr njósnaaf- rekum hennar. Þar er sagt frá þekktum hugrökkum konum, sem hafa haft brennandi áhuga á að bæta heiminn og breyta hon- um og álitið stjórnmálin heppi- legasta vettvanginn til þess. Og vettvangurinn sá er ekki hættu- laus, sumar týndu frelsinu og aðrar jafnvel lífinu. Og þar er sagt frá vísindakonum og frum- kvöðlum á ýmsum sviðum, li- stakonum. Plássið Ieyfir ekki að nánar sé skýrt frá þeim öllum í bili, en smám saman næstu daga birtum við myndir og nánari upp- Iýsingar um konur og verk þeirra, sem ekki mega falla í gleymsku nú á tímum örrar fjöl- miðlunar. R0SA LUXEMBURG Rosa fæddist í Póllandi 1871, en hrökklaðist þaðan vena starfa sinna í byltingarflokki sósíalista. Hún settist síðar að í Þýskalandi þar sem hún lét mikið að sér kveða í þýska sósíaldemókrata- flokknum. Hún var kennari í stjórnmálahagfræði og 1913 gaf hún út „The Accumulation of Capital" þar sem hún sýndi fram á að ómögulegt væri að safna upp höfuðstól endalaust í kapitalísku kerfi. Hún ritaði líka ritgerðir, s.s. „Sozialreform oder Revolution". Eftir að alþjóðleg samtök sósíal- ískra flokka og verkalýðsfélaga (Annað alþjóðasambandið) fór út um þúfur í fyrra stríði, stofnaði hún, ásamt Karl Liebknecht, Spartakusbund (Spartakusbanda- lagið) sem tók afstöðu með bylt- ingu og gegn hernaðarsinnum. Meðan hún varð að dúsa í fangelsi (1915-1916, 1916-1918), hélt hún áfram að skrifa og tók aftur til við byltingarstarfið þegar hún var lát- in laus í byltingunni í nóvember 1918. Hún hleypti af stokkunum byltingarblaðinu „Die rote Fahne“ og var meðal stofnenda þýska Kommúnistaflokksins (1918). Rósa tók þátt í uppreisn Spartak- ista (janúar 1919) og var að lok- um handtekin og ráðin af dögum þegar uppreisnin var bæld niður í sama mánuði. Á meðfylgjandi mynd má sjá Rósu á strætum Berlínar. Myndin var tekin aðeins fáum vikum áður en þessi óþreyt- andi málsvari kommúnismans var ráðinn af dögum. Þolinmæðin þrautir vinnur allar í níu ár beið Haraldur, þá krónprins Noregs, eftir að fá að eiga Sonju Haraldsen. Biðin var þeim þung — en allt fór vel að lokum. Nú halda þau upp á 25 ára brúðkaupsafmæli sitt — silfurbrúðkaup. Hamingj- an geislar af þeim, núverandi konungi og drottningu Noregs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.