Tíminn - 07.10.1993, Page 3

Tíminn - 07.10.1993, Page 3
Fimmtudagur 7. október 1993 Tíminn 3 Gunnarsholt kostar 29 milljónir á ári: Ráðherra með rangar tölur um rekstur Gunnarsholts Pálmi Jónsson (Sjf1.)> nefndarmaður í fjárlaganefnd, segist telja að heilbrigðisráðherra hafi fengið rangar upplýsingar um kostnað vegna reksturs vistheimilisins að Gunnarsholti. Hann segir að nettókostnaður ríkissjóðs vegna reksturs Gunnarsholts hafi veríð 29 milljónir í fyrra og því sé vandséð hvemig hægt veröi að spara 40 milljónir með lokun eins og talað hefur veríð um. Lokun Gunnarsholts var rædd á Al- þingi í gær að frumkvæði Margrétar Frímannsdóttur (Alb.). Heilbrigðisráðherra sagði að sam- kvæmt sínum upplýsingum væri kostnaður á legudag í Gunnarsholti 4.800 krónur. Pálmi sagði að í yfir- liti Ríkisendurskoðunar um rekstur Gunnarsholts kæmi fram að þessi kostnaður hefði verið 3.800 krónur í fyrra og væri þá kostnaður við við- hald og umsjá húsnæðis tekinn með. Samkvæmt því sem Pálmi sagði var heildarkostnaður við rekstur vistheimilisins í Gunnars- holti árið 1992 um 50 milljónir. Sér- tekjur stofhunarinnar hefðu verið 15,5 milIjónir.Að frádregnu viðhaldi og umsjón með húsum væri kostn- aður ríkissjóðs af Gunnarsholti 31 milljón. Þá sagði Pálmi að skrifstofa Ríkisspítalanna tæki til sín hluta af kostnaði við launaútreikninga og annarrar umsjónar með stofnun- inni. Þessi kostnaður mun ekki falla niður að því er Pálmi segir. Nettó- kostnaður ríkissjóðs af rekstri Gunnarsholts sé því um 29 milljón- ir. Pálmi sagðist ekki sjá hvernig ætti að spara 40 milljónir með lok- un Gunnarsholts eins og talað hefur verið um. „Ég hvet hæstvirtan ráðherra til þess að kynna sér þetta mál vel. Ráð- herrann er nýr í starfi og það virðist svo sem til hans hafi borist upplýs- ingar sem ríma ekki við upplýsingar frá Ríkisendurskoðun,“ sagði Pálmi. Fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa efasemdir um réttmæti lok- unar Gunnarsholts. Þeirra á meðal eru Eggert Haukdal og Ámi John- sen. Margrét Frímannsdóttir fullyrti að enginn spamaður yrði af lokun Gunnarsholts, þvert á móti myndi lokunin þýða meiri kostnað fyrir ríkissjóðs þegar upp yrði staðið. Hún benti á að verið væri að skera niður hjá öðmm sjúkrastofnunum sem sinna áfengissjúku fólki og spurði hvemig þær ættu að geta tekið að sér sjúklinga frá Gunnars- holti eins og talað hefúr verið um. Heilbrigðisráðherra sagði að mál allra vistmanna á Gunnarsholti yrðu athuguð og þess gætt að þeim yrðu fundin önnur vistunarúrræði. Hann nefndi í þessu sambandi Víðines, dvalarheimili aldraðra, stofnanir sem veita stoðþjónustu og stofnanir sem veita virka áfengismeðferð, eins Guðmundur Árni Stefánsson hell- brigðisráðherra. og t.d. Staðarfell. Ingibjörg Pálmadóttir (Frfl.) sagði að samkvæmt sínum upplýsingum stæði fyrir dymm að loka Staðarfelli um næstu áramót vegna fjárskorts þannig að vistmenn á Gunnarsholti gætu tæplega farið þangað. Ingi- björg nefridi einnig að umtalsverð- um fjármunum hefði verið varið til viðhalds og endurbóta að Gunnars- holti á síðasta ári. Hún spurði í framhaldi af því hvort stjórnvöld hefðu engin langtímamarkmið í heilbrigðisþjónustu.. -EÓ „Þetta má vinna stig af stigi“, segir heilbrigðisráðherra þrátt fyrir að borgin hafni viðræðum um að yfirtaka dagheimili ríkisspítala: Sjálfstæöisþingmenn á móti tillögu ráðherrans Veruleg andstaða er hjá nokkmm þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins viö hugmyndir heilbrígðisráðherra um að ríkið hætti rekstrí dagheimila sem sjúkrahúsin hafa rekið. Þetta kom fram í umræð- um utan dagskrár á Alþingi í gær. Tveir þingmenn flokksins, Sig- ríður Anna Þórðardóttir og Lára Margrét Ragnarsdóttir, lýstu yfir miklum efsemdum um tillögu ráðherrans. „Tekjumar hafa aðeins minnkað Iftillega. Stórauklnn halli á ríkissjóöi stafar fyrst og fremst af þvl að útgjöldin hafa aukist mikið í tíð núverandi ríkis- stjómar," segir Ólafur Ragnar Grímsson. Rekstrargjöld ríkissjóðs nær fjórum milljörðum meiri 1992/93 en „Ekki allt sem sýnist,“ segir Ólafur Ragnar „Ég vonast eftir aðeins vitrænni umræðum um þetta næstu vikum- ar,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson á fréttamannafundi sem hann boðaði til í gær. Tilefnið var það að vekja athygli fréttamanna á því aö ekki værí allt sem sýndist um ýmsan samanburö í nýju fjáríaga- frumvarpi og að þaö ríkisstjómin værí síður en svo að ná varanleg- um tökum á ríkisútgjöldunum eins og m.a. forsætis- og fjármála- ráðherra hefðu veríð að telja þjóðinni trú um. Raunar þvert á móti — heildarútgjöld ríkissjóðs hefðu farið stómm vaxandi og þá sér- staklega rekstrargjöldin. Finnur Ingólfsson alþingismaður hóf umræðuna og rakti ástæður þess að sjúkrastofnanir hófu á sín- um tíma rekstur eigin leikskóla. Hann benti á að skortur hefði verið á dagheimilisplássum í þessum sveitarfélögum og því hefði þurft að laða að nauðsynlegt starfsfólk með því að bjóða því dagheimilispláss. Þá vakti Finnur athygli á því að dagheimilin veittu sérhæfðari þjón- ustu en sveitafélögin veita í öðrum sambærilegum stofnunum. Af þessum sökum benti Finnur á að það væri ósanngjamt af heilbrigðis- ráðherra að halda því fram að verið væri að mismuna fólki eftir búsetu og verið væri að búa til forréttinda- hóp. Finnur benti á að það væri Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra: Lýsum furðu okkar á ummælum ráðherra Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, iýsir furðu sinni á ummælum fjár- málaráðherra þess efnis að það sé „dálítið skringilegt" að greiða þeim oriofsuppbætur sem ekki hafi vinnu og eru á bótum. Þetta kemur fram í bréfi sem sam- tökin sendu Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra í gær. Ofangreind ummæli lét ráðherrann falla að- spurður um þá ætlun ríkisstjómar- innar að spara 200 milljónir króna með því að skerða láglauna-, orlofs- og desembergreiðslur atvinnuleys- ingja, aldraðra og öryrkja. Að mati samtakanna eru ummæli ráðherra í algjörri andstæðu við stefnu ríkisstjórnarinnar eins og hún hefur verið kynnt í hvítbók stjómarinnar. krafa almennings, sem þyrfti að greiða aðgöngumiða að heilbrigðis- kerfinu um næstu áramót, að þar væri starfsfólk. Finnur vakti og athygli á því að nú biðu um 900 böm eftir dagheimilis- rýmum, biðtími væri að jafnaði 15 mánuðir og að 450 börn myndu bætast á þennan lista um áramót gengju áform ráðherra eftir. Guðmundur Árni Stefánsson svar- aði ekki þessum spumingum en vitnaði í lög um verkaskiptingu ríkis og sveitafélaga þar sem kveðið er á um að rekstur leikskóla sé á hendi sveitafélaga. Ráðherrann fór að bera saman sjúkraflutninga og rekstur leikskól- anna. Hann sagði að enn hefði ekki verið samið við borgina um að ríkið yfirtæki sjúkraflutninga sem því ber að gera samkvæmt verkaskiptalög- unum. Hann viðurkenndi að víða væri skortur á leikskólarými en spurði hvort það ætti að ráða því hvar ríkið tæki ákvörðun um að greiða niður dagvistun. Ráðherrann viðurkenndi að skammur tími væri til stefnu en vakti um leið athygli á því að engin Iög segðu til um það að það væri hlutverk ríkisspítala að ala önn fyrir rekstri Ieikskóla. „Það liggur fyrir að hluti foreldra þeirra barna sem em vistuð á leik- skólum spítalans er einstæðir for- eldrar sem njóta þar með forgangs," sagði Guðmundur Árni Stefánsson en fram hefur komið að þessi hluti er aðeins um tíundi hluti foreldra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir benti á að sér þætti þyngra en támm tæki að hefja enn einu sinni umræður um hugmyndir ríkisstjórnarinnar um niðurskurð sem kæmi beinlínis niður á bömum. Hún benti einnig á að borgin hefði ekki staðið sig í dag- vistarmálum og vitnaði til þess að aðeins 12% barna á aldrinum 5 ára og yngri í landinu nytu heilsdags- vistunar. „Það er samt tómt mál að tala um að stofnanir eins og sjúkrahúsin, sem byggð em á sérhæfðu vinnuafli kvenna geti rétt sisona hætt þessum rekstri," sagði Ingibjörg. Hún benti á að sjúkrahúsin væm ekki að reka dagvistarheimili af mannúðarástæðum og það væri ekki sérstakt verkefni þeirra að koma skjóli yfir börn. „Þau gera það sjálfs sín vegna og út frá eigin hags- munum til að laða fólk til starfa.“ Þá spurði hún hversvegna byrjað væri á því að höggva í starfskjör kvenna. „Hvað með bílastyrki sem em hluti af starfskjömm hjá ákveðnum hópum,“ sagði Ingibjörg og benti á ráðherra og þingmenn í því sambandi. Þá benti hún á að víða niðurgreiddi ríkið mat og að það væri hluti af starfskjömm. „Er það í verkahring ríkisins að elda ofan í fólk. Ríkið ger- ir það til að laða fólk til starfa sem hluta af starfskjömm til að ná í fólk og það sama er með dagvistarkjör- in,“ sagði Ingibjörg. „Nú hefur heilbrigðisráðherra með aðstoð annarra í ríkisstjórninni sett tilveru 1.400 foreldra upp í loft. Eins og ástandið er núna í dagvistarmál- um og á vinnumarkaðnum á þetta fólk engan annan kost en að berjast fyrir stöðu sinni með oddi og egg.“ Einar Guðfinnsson benti á að full- trúar stjórnarandstöðu hefðu stutt þingsályktunartillögu á sínum tíma um flutning á dagvistun ríkisspítala til sveitarfélaga og furðaði sig á um- skiptunum nú. Sama gerði Gunn- laugur Stefánsson sem einnig stóð að tillögunni. Páll áfram formaður Páll Pétursson var endurkjörinn for- maður þingflokks framsóknar- manna í gær. Páll fékk níu atkvæði, en aðrir þingmenn flokksins skiluðu auðu. Nokkrir þingmenn flokksins vildu skipta um formann í þing- flokknum og fóru þeir fram á að Halldór Ásgrímsson tæki við for- mennskunni, en hann var ekki til- búinn til þess. -EÓ Við athugun á nýju fjárlagafrum- varpi sagðist Ólafur Ragnar hafa átt- að sig á því að í öllum samanburði væri þar miðað við árið 1991. Það væri hins vegar löngu þekkt stað- reynd að kosninga/stjórnarskiptaár gæfu jafnan mjög villandi upplýs- ingar. Miklu réttari mynd fengist við samanburð á heilum stjórnarárum — nú síðast á árunum 1989/1990 annars vegar og 1992/1993 hins veg- ar. Og þegar Ólafur Ragnar hafði þann- ig „hreinsað" kosningaárin út úr myndinni og síðan reiknað allar töl- ur til fasts verðlags 1993, rak hann hreint í rogastans. Það kom nefnilega í ljós að þrátt fyrir allan efnahagssamdráttinn, at- vinnuleysið og launaskerðinguna höfðu skatttekjur ríkissjóðs aðeins dregist saman um einn milljarð á stjórnarárum Friðriks 1991/1992 frá því sem þær voru þegar Ólafur stjómaði sjálfur 1989/1990. Ríkisútgjöldin höfðu aftur á móti aukist um sex milljarða á milli þess- ara tímabila. Og hallinn á ríkissjóði varð þar með um sjö milljörðum meiri á tveim fyrstu heilu stjórnar- árum Friðriks (nær 20 milljarðar) heldur en hann var á tveim síðustu heilu stjórnarárum Ólafs sjálfs (tæp- lega 13 milljarðar). Enn meira varð Ólafur hissa þegar hann sá að skýringu þessarar miklu hækkunar ríkisútgjalda var fyrst og fremst að finna í auknum rekstrar- útgjöldum, sem hækkuðu um hátt í fjóra milljarða (tæp 5%) milli þess- ara tveggja tímabila. Segir Ólafur þetta glöggt vitni þess að ríkisstjóm- in hafi svo langt í frá verið að ná þeim tökum á rekstrarútgjöldunum sem ráðherrar hafi sumir látið í veðri vaka, og forsætisráðherra virð- ist jafnvel sjálfur farinn að trúa. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.