Tíminn - 09.10.1993, Blaðsíða 24

Tíminn - 09.10.1993, Blaðsíða 24
 Áskriftarsími Tímans er 686300 NÝTT OG FERSKT , : “ DAGLEGA fgAJ reiðholtsbakarí VÖLVUFELLI 13-SlMI 73655 i iM j-.i i mi \.Tiabriel HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum GJvarahlutir Hamarshöfða 1 Hamarshöfóa 1 Simi 676744 ÞREFALDUR 1. vinningur w Iíminn LAUGARDAGUR 9. OKT. 1993 Dagsbrún kærir Stálsmiðjuna til Félagsdóms: Aðstoðarmaður trúnaðarmanns var rekinn Verkamannafélagiö Dagsbrún hyggst stefna Stálsmiðjunni hf. fyrir Félagsdóm vegna meintra brota fyrirtæksins á 4. grein vinnulöggjafarínnar þegar það rak aðstoðarmann trúnaðar- manns úr starfi. Að mati félagsins var aðstoðar- maður trúnaðarmanns í Stál- smiðjunni, Gylfi Páll Hersir, rek- inn fyrir afskipti sín af vinnudeilu milli Dagsbrúnar og Stálsmiðj- unnar fyrr á árinu og störf hans að málinu fyrir Félagsdómi, sem Vextir hækka og lækka Smávægilegar breytingar verða á vöxtum eftir helgina. Búnaðarbankinn lækkar vexti á almennum víxillánum um 0,75%. Landsbankinn lækkar lægstu forvexti um 2,5% en hækkar hins vegar hæstu for- vexti víxillána um 1,5%. Landsbankinn hækkar jafn- framt hæstu vexti á almennum skuldabréfum um 1,25% og hæstu vexti á vísitölubundn- um lánum sömuleiðis um 1,25%. Þá lækka sparisjóðimir innlánsvexti á óbundnum sér- kjarareikningum um 4%. ís- landsbanki gerir engar breyt- ingar á vöxtum. -EÓ hann vann að ósk félagsins og lög- manns þess. Á fundi trúaðarráðs Dagsbrúnar í fyrradag, fimmtudag, var sam- þykkt ályktun þar sem uppsögn- inni er harðlega mótmælt og þess krafist að VSÍ og Stálsmiðjan dragi uppsögnina til baka. Þá skorar fundurinn á Verkamannasamband íslands og Alþýðusambandið og aðildarfélög þess að ljá félaginu lið í þessu máli, enda snertir upp- sögnin alla verkalýðshreyfinguna og félagsmenn hennar. Trúnaðaráðið telur það með öllu óþolandi að verkafólk búi við hót- anir um uppsögn og atvinnukúg- un ef það dirfist að verja sín kjör. Fundurinn lítur svo á að uppsögn Gylfa Páls sé tvímælalaust brot á 4. grein vinnulöggjafarinnar og við það verði ekki unað. -GRH Eir opnar nýjan áfanga Guðmundur Ámi Stefánsson heilbrigðisráðherra opnaði nýja deild, sem rúmar 27 sjúkrarúm, á hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Deildin er seinni áfangi þeirrar deildar sem opnuð var í mars á þessu ári. Samtals eru á deildinni 54 sjúkrarúm. Á myndinni er El- ísabet Theódórsdóttir að koma sér fyrir á nýja heimilinu, en hún kom frá Vífilsstöðum. Tímamynd Arni Bjama Dagsbrún skorar á allsherjarnefnd að breyta nýjum skaðabótalögum: Bætur skertar um þriójung Stjóm Verkamannafélagsins Dagsbrúnar hefur skrifað allsherjar- nefnd Alþingis bréf þar sem skorað er á Alþingi að breyta nýsam- þykktum skaðabótalögum frá því sl. vor, þannig að tjónþolum verði bætt raunverulegt tjón. í bréfi sínu til allsherjarnefndar vitnar félag- iö í útreikninga Jóns Erlings Þorlákssonar tryggingafræðings, þar sem hann tekur sjö dæmi sem í öllum tilvikum sýna skerðingu tjónþola allt að einum þriðja af bótum. „Okkur hrýs hugur við að Alþingi skuli samþykkja slík lög, þar sem tryggingafélögum er verulega hyglað en réttur tjónþola, t.d. í vinnuslysum og fleiru, er verulega skertur," segir í bréfi Dagsbrúnar til allsherjamefndar. Eins og kunnugt er mótmæltu fimm hæstaréttarlögmenn reiknigmnd- velli bóta samkvæmt lögunum ekki alls fyrir löngu. Að þeirra mati felst í lögunum veruleg skerðing á bótagreiðslum tryggingafélaganna til tjónþola. Mótmæli hæstaréttarlögmann- anna fimm beindust ekki aðeins að reiknigmndvelli bótanna, heldur höfðu þeir einnig horn í síðu Am- ljóts Bjömssonar prófessors sem vann að gerð laganna og var hann m.a. sakaður um meint hags- munatengsl við tryggingafélögin. Því mótmælti prófessorinn harð- lega og mótmæli hæstaréttarlög- mannanna féllu ennfremur f grýtt- an jarðveg hjá Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra. -GRH ...ERLENDAR FRÉTTIR... MOSKVA — Svo virtist i gær sem I mörgum hlutum Rússlands gætti andstööu gegn áskorun Bórisar Jeltslns forseta um að leysa hljóö- lega frá störfum núverandi sveitar- stjómir og heimila kosningar á lýö- ræöislegri staöaryfirvöldum. En fregnir frá héruöunum og lýöveldun- um gáfu til kynna aö þar yröi ekki reynt aö koma I veg fyrir áætlanir hans um kosningar til hins nýja rlk- is-duma (neöri deildar þingsins) 12. desember. MOSKVA — Haldiö var áfram aö undirbúa málsókn á hendur foringj- anna sex sem voru I fararbroddi I vopnaöri uppreisn kommúnista á sunnudaginn. Þeim voru afhentar formlegar handtökuskipanir I gær, aö sögn Interfax fréttastofunnar. SARAJEVO — Sameinuöu þjóöim- ar lögðu I gær af brottflutning sjúkra og særöra frá Bosniu þegar þær til- kynntu aö bardagar strlöandi fylk- inganna þriggja væru aö komast á þaö sem þær kölluöu óróavekjandi stig. BELGRAD — Tomislav Nikolic, forystumaöur öfgasinnaða þjóöem- isflokksins .Serbneski róttæki flokk- urinn á þingi", hvatti þingið til aö fella minnihlutastjóm sóslalista meö vantrausti vegna .glæpsamlegrar óstjómaf á landinu. MOGADISHU — Strlösherrann Mo- hamed Farah Aideed I Mogadishu bauö birginn ákvöröun Bills Clinton forseta um aö senda 5.100 nýja bandarlska hermenn til Sómalíu og hvatti stuðningsmenn slna til aö svara árásum I sömu mynt I ólög- legri útvarpssendingu I gær. Banda- rlskur flugmaöur I glslingu sóm- alskra byssumanna ber sig vel en finnst sómalskur matur vondur og langar I pitsu, aö sögn fulltrúa Ai- þjóöanefndar Rauöa krossins sem heimsótti hann. BAGDAD — Irakar hafa eftir langa mæöu afhent S.þ. lista yfir þá sem selja vopn en enn eru Ijón I veginum sem hindra aö hægt sé að aflétta refsiaögeröum vegna Persaflóa- strlösins aö sögn háttsetts sendi- manns S.þ. I gær. MOSKVA — Eduard Shevard- nadze, leiðtogi Georgiu, tilkynnti I gær aö fýrrverandi sovéska lýöveld- iö hans mundi ganga I Samveldi sjálfstæöra rlkja. Hann geröi sér greinilega vonir um aö þessi tilkynn- ing myndi hjálpa honum aö bjarga hörmulega illa stöddu landi hans frá algeru hruni. JÓHANNESARBORG — Suöur- afrlskir hermenn felldu flmm manns I árás á skæruliöabækistöö svartra I gær. Skæruliöamir sögöu aö þeir látnu væru tveir 12 ára drengir og þrlr á táningsaldri. Nelson Mandela, leiötogi Afrlska þjóöarráösins, for- dæmdi árásina harkalega. JÓHANNESARBORG — Forystu- maöur Inkatha frelsisflokks Zulu- manna, sagöi að nýtt .Frelsisbanda- lag“ blakkra og hvítra höpa Ihalds- manna myndi sniöganga lýöræöis- samningaviöræöur allra flokka I Suöur-Afríku. Frank Mdlalose sagði aö bandalagið myndi einbeita sér aö tvihliða viöræöum viö aðra flokka, þ.á m. ríkisstjómina og Afr- Iska þjóöarráöiö. DAMASKUS — Sýriendingar hafa hafnaö boöi Israela um að taka upp leynilegar samningaviöræöur, aö- skildar frá opinberum viöræöum I Washington. JERÚSALEM — Jitzhak Rabin, for- sætisráöherra (sraels, setti sérfund I ríkisstjóm sinni I gær til aö skýra ráöherrum frá viöræöum slnum og Jassirs Arafat, formanns PLO, og upphafi samningaviöræöna um sjálfstjóm Palestlnumanna I næstu viku. LAHORE, Pakistan — Flokkur Benazir Bhutto vann flest þingsæti I kosningunum I Pakistan I þessari viku. Bhutto spáöi flokki sínum sigri I gær I mikilvægum kosningum til héraðsþinga. DENNI DÆMALAUSI „Denni er búinn að vera svakalega duglegur að hjálpa mér... IALLAN DAG.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.