Tíminn - 09.10.1993, Blaðsíða 15
Laugardagur 9. október 1993
Tíminn 15
BRÁÐ OG VEIÐIMAÐUR
Lelkfétag Reykjavfkur, Borgarieikhúslð:
ELÍN HELENA. Höfundun Ami Ibsen.
Hljéðmynd: Hilmar Öm Hilmarsson.
Leikmynd og búnlngar: Guðrún S. Har-
aldsdóttlr. Lýslng: Lárus Bjömsson.
Leikstjóri: Ingunn Asdfsardóttir. Frum-
sýrrt á Lltfa svfðinu 6. október.
„Elín Helena, svona ung ertu í
dag,“ kvað Steinn Steinarr. Leikrit
Áma Ibsen á raunar ekkert nema
nafnið sameiginlegt með kvæði
Steins um ungmeyjuna ástföngnu.
En nafnasamsetningin er sérkenni-
leg vegna þess að þetta mun í raun
vera sama nafnið; þannig hefur eyj-
an St Helena verið kölluð Elínarey
á íslensku. í leikriti Áma eru þrjár
konur, systumar Elín og Helena og
dóttirin Elín Helena. Og svo nátengt
er líf þeirra allra að þær mega kall-
ast þríhymingur. Síðan er í leiknum
klassískur ástarþríhvmingur: Elín
— Rikki — Helena. Áhorfandinn sér
fljótt að hann er efnisuppistaða
leiksins, en samt tekst höfundi að
halda spennu vakandi og leiða til
óvæntrar niðurstöðu. Og svo er
annað atriði í þessu sem miklu
skiptir: stríðið sem eyðilagði Rikka.
Við sjáum á þessu að Ámi Ibsen
færist talsvert í fang í leikriti sínu.
Það væri ofmælt að segja að allt félli
í ljúfe löð. Þannig fannst mér stríðs-
reynsla Rikka og ástarsaga hans og
systranna ekki falla alls kostar sam-
an. Samt er Elín Helena gott leikrit,
vel skrifað og hugvitssamlega, svo
að heildaráhrif þess urðu sterk. Og í
sýningu Leikfélags Reykjavíkur er
Iögð rækt við verkið af góðri fag-
mennsku og alúð. Ingunn Ásdísar-
dóttir er vandvirkur og næmur leik-
stjóri, af þessari sýningu að dæma.
Viðfangsefni Áma í þessu leikriti er
manneskjan andspænis skuggum
fortíðarinnar. Elín Helena vill grafa
upp óþægilega hluti úr eigin lífi og
sinna nánustu. Hún hafði í bemsku
búið í Ameríku hjá foreldmm sín-
um, faðirinn var bandarískur her-
maður. Þegar hún er fimm ára yfir-
gefur móðirin Elín Rikka, sem þá
var tekinn að halda við systur henn-
ar. Elín fer til íslands með dótturina
og þar elst hún upp. Móðirin slítur
öll tengsl við föður stúlkunnar,
hann er henni dáinn, og á systur
sína leggur hún hatur. í þessu and-
rúmslofti vex Elín Helena upp. Nú
er hún fullorðin kona og krefst svara
um uppmna sinn, flýgur vestur þótt
móðirin reyni ákaft að hindra það,
enda er hún veik og segist deyja ef
dóttirin fari.
Leikritinu vindur síðan fram í nú-
tíðarmyndum af eftirgrennslan El-
ínar Helenu, sem íþaettar em atrið-
um úr fortíðinni. Spumingin er
þessi: hverjum skín gott af því að
sannleikurinn sé leiddur í Ijós? Þetta
er klassískt viðfangsefni sem Ibsen
glímdi mjög við, til dæmis í Villi-
öndinni, þar sem læknirinn er lát-
inn birta þessa niðurstöðu: „Ef þú
tekur lífsblekkinguna frá venjulegri
manneskju, þá rænir þú hana ham-
ingjunni um leið."
Kannski er niðurstaðan hjá Elínu
Helenu sú sama, kannski hefur hún
þó öðlast einhverja gleggri sýn á
nánasta umhverfi sitt. Höfundurinn
skilur við hana með þá vitneskju
sem hún vildi fa fram, og hver hún
er verða áhorfendur að komast að
sjálfir. Verkið er opið, hér em leidd-
ar fram dramatískar aðstæður án
þess reynt sé að binda fyrir neitt, en
það er forsenda þess að verk lifi á
sviðinu.
Ámi Ibsen er ekki að fést við raun-
sæislega félagslega skoðun á efnivið
sínum. Leikrit hans fjallar ekki um
það sem hefði getað orðið ef aðstæð-
ur í þjóðfélaginu væm aðrar. Per-
sónur em fjórar, þrjár konur og einn
karl. Elín Helena er hin frjálsa nú-
tímakona, sem hefur haslað sér völl
í þjóðfélaginu. En hún ber með sér
báðar hinar, móður sína og móður-
systur, Elínu og Helenu. Sjálf vill
hún ekki verða móðir, getur það
kannski ekki. Hvað á hún við að
stríða? „Það er tóm innan í mér,
mammal" segir hún. „Einhver dauð-
ur blettur, eitthvert drep, sem ekk-
ert nema sannleikurinn getur lækn-
að.‘‘ Og um vesturför sína segir hún:
„Þessi ferð er farin til að rjúfa þögn-
ina, til þess að sefa... til þess að lífið
verði... gott.“
Auðvitað verður ferðin ekki til þess
að lífið verði betra. En hvað er gott
líf? Ef til vill má segja að í leikritinu
standi rökhyggja og sannleikskrafa
ungu konunnar gegn óreiðu tilfinn-
inganna hjá systmnum tveimur,
áköfum kenndum þeirra hvorrar til
annarrar og til Rikka. En í þeim til-
finningahita, sem allur stafar af
sambandinu við Rikka, felst spenna
leiksins og höfundi tókst að halda
henni vakandi allt verkið. Elín Hel-
ena fer hægt af stað, en náði brátt
tökum á áhorfandanum, sem sýn-
ingin hélt sfðan til loka.
Sigrúnu Eddu Bjömsdóttur hef ég
ekki séð leika svo viðamikið hlut-
verk fyrr. Hún er vaxandi leikkona
og hefur lagt ágæta rækt við hlut-
verkið, allar áherslur hennar í því
virtust mér vel gmndaðar, svo að
persónan varð sannfærandi. Hlut-
verkið er raunar skýrast lagt upp af
hálfu höfundarins, hún er hinn
gmnlausi hugsjónamaður. Sama má
segja um hlutverk Helenu, sem
Hanna María Karlsdóttir fór með á
látlausan hátt, hún hefur stjórnast
af ást sinni á Rikka. Hlutverk Rikka
er trúlega erfiðast og að sumu leyti
er það óráðnast eða margbrotnast
frá höfundarins hendi. Þorsteinn
Gunnarsson hefur unnið hlutverkið
mjög vandlega og náði sérlega góð-
um tökum á lokaatriðinu þar sem
Rikki er í hjólastól og horfinn á vit
heimspekilegra hugleiðinga og
gleymsku. Þama er hvert smáatriði í
látbragði og hreyfingum vandað.
En stjama sýningarinnar er Margr-
ét Helga Jóhannsdóttir, sem bætti í
persónusafn sitt enn einni hinna
jarðbundnu, þungu, tilfinningaríku
alþýðukvenna sem bera fjölskylduna
á herðum sér. Elín er í viðjum hat-
urs síns á systurinni, og vel sýndi
Margrét Helga viðbrögð hennar
undir lokin þegar blekkingarhjúpn-
um er svipt burt.
Litla sviðið býður upp á ýmsa
möguleika, sem vel vom nýttir, og
ljósabeiting Lámsar Bjömssonar á
sérstakt Iof skilið.
Leikritið um Elínu Helenu er stíl-
fært drama og sýningin hneigist
samkvæmt því til táknræns stíls.
Það sést á notkun á dauða fuglinum,
sem er þeytt inn á sviðið í byrjun og
kemur síðan aftur fyrir í átakasen-
um. Þessi veiðibráð getur táknað
hvaða persónu leiksins sem er. Allar
em þær í spomm fuglsins sem fang-
aður er. Systumar eru fangar ástar
sinnar — og haturs. Rikki er að
sönnu veiðimaður, en hann er líka
bráð stríðsins, ofurseldur tilfinn-
ingalegri klofnun og dauða, lifir af
en deyr þó. Elín Helena er síðan á
valdi sannleiksleitar sinnar, systum-
ar verða báðar á vissan hátt bráð
hennar. í leiknum sem lífinu sjálfu
skiptir fólkið hlutverkum. Sá sem
var veiðimaður í gær er bráð í dag. í
þessum tvísæja skilningi nær leik-
ritið dramatísku lífi á sviði Borgar-
leikhússins.
Gunnar Stefánsson
Ert þú að tapa
réttindum?
Eftírtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur
á árinu 1992 og 1993:
Lífeyrissjóður Austurlands
Lífeyrissjóðurinn Björg
Lífeyrissjóður bókagerðarmanna
Lífeyrissjóður Bolungarvíkur
Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar
Lífeyrissjóður framreiðslumanna
Lífeyrissjóðurinn Hlíf
Lífeyrissjóður Hlífar og Framtíðarinnar
Lífeyrissjóður Iðju
Lífeyrissjóður matreiðslumanna
Lífeyrissjóður Norðurlands
Lífeyrissjóðurinn Sameining
Lífeyrissjóður sjómanna
Lífeyrissjóður Sóknar
Lífeyrissjóður starfsfólks í veitingahúsum
Lífeyrissjóður stéttarfélaga í Skagafirði
Lífeyrissjóður Suðumesja
Lífeyrissjóður trésmiða á Akureyri
Lífeyrissjóður verkafólks í Grindavík
Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suðurlandi
Lífeyrissjóður verkamanna á Hvammstanga
Lífeyrissjóður verksmiðjufólks
Lífeyrissjóður verkstjóra
Lífeyrissjóður Vestfirðinga
Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga
Lífeyrissjóður Vesturlands
Sameinaði lífeyrissjóðurinn
FAIR ÞU EKKI YFIRLIT,
en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum,
eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi
lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. nóvember n.k.
Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefha:
ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI BARNALÍFEYRI ÖRORKULÍFEYRI
Gættu réttar þíns
r
I lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars:
Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar
innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyr-
issjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum, skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit
launaseðla fyrir það tímabil, sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega, er við-
komandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundveili iðgjalda þessara að því marki
sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.