Tíminn - 09.10.1993, Blaðsíða 10
10 Tíminn
dagur. júní 1993
Dagar Dinos
Zoff taldir hjá
Lazio?
Ekkert er leikið í ítölsku 1. deildinni á morgun vegna landsleiks
ftala og Skota í næstu viku. Síðasta miðvikudag voru leiknir fyrri
leikirnir í 2. umferð bikarkeppninnar á Ítalíu og urðu þar mörg
óvænt úrslit Seinni leikimir fara fram 27. október og eiga nokkur
1. deildariið erfitt verkefni fyrir höndum ef þau ætla sér áfram í
keppninni.
Atalanta
Atalanta sigraði 2. deildarlið Cosenza,
2-0, á heimavelli í bikamum. Franc-
esco Guidolin beitti nýrri vamarað-
ferð í leiknum, spilaði svæðisvöm og
leikkerfið 5-3-2, og eftir leikinn sagð-
ist hann mjög ánægður með árangur-
inn. Mauro Valentini og Simone Pa-
van komu inn í vömina í stað Tebald-
os Bigliardi og Giuseppe Minaudo og
Carlo Perrone kom inn á miðjuna í
stað Pierluigis Orlandini. Franck
Sauzée kom Atalanta yfir á 32. mínútu
með glæsilegu marki og Simone Pa-
van innsiglaði sigurinn tveim mínút-
um fyrir leikslok.
umferð fyrir 3. deildarliði Pemgia og
átti þess vegna frí í vikunni. Þeir léku
þó æfingaleik gegn utandeildarliði frá
Genúa. Claudio Maselli þjálfari er
óánægður með sóknarleik sinna
manna og hefur ákveðið að gefa Hol-
lendingnum John van’t Schip tæki-
færi til að sanna getu sína á nýjan leik.
Internazionale
Inter keppti í Lucca gegn heima-
mönnum í Lucchese á miðvikudags-
kvöld og komst yfir strax á 3. mínútu
þegar Mirko Táccola, fyrrum leikmað-
ur Inter, skoraði sjálfsmark. En leik-
urinn var flautaður af aðeins sex mín-
útum síðar vegna mikillar rigningar.
Andrea Silenzl hefur leikið gífurlega vel með Tórínó og hafa heyrst raddir
um aö hann eigi skilið sæti i landsliöinu, en Arrígo Sacchi landsliösþjálfari
er ekkl á sama máli.
Glanfranco Zola, sem nú leikur
meö Parma, hefur veríö valinn í
ftalska landsllölö aö nýju eftir átján
mánaöa fjarveru, en landsliöið
mætir Skotum á mlðvlkudag.
Cagliari
Cagliari átti í miklum vandræðum
með 2. deildarlið Cesena á Sardiníu á
miðvikudaginn. Liðið var heppið að
sleppa með 1-1 jafntefli, en mikil
rangstöðulykt þótti af marki Cagliari,
sem Julio Cesar Dely Valdes skoraði.
Cremonese
Cremonese gerði 2-2 jafntefli við ná-
granna sína í Brescia á miðvikudag-
inn. Luigi Simoni, þjálfari Cremo-
nese, lagði mikla áherslu á sóknarleik-
inn og spilaði með þrjá menn í
fremstu víglínu. Slóveninn Matjaz
Florjancic og Argentínumaðurinn
Gustavo Dezotti áttu mjög góðan leik
ásamt hinum efnilega Andrea Tentoni
f framlínunni. Tentoni skoraði síðara
mark liðsins í leiknum og er það skoð-
un margra að hann eigi heima í lands-
liðshópi ítala. Talið er líklegt að hann
verði seldur til Lazio eða Juventus fyr-
ir næsta leiktímabil.
Foggía
Foggia fékk 3. deildarlið TViestina í
heimsókn, en náði einungis 2-2 jafnt-
efli. Foggia stillti upp sínu sterkasta
Iiði, að undanskildum Luigi di Biagio,
sem er meiddur.
Genúa
Genúa féll út úr bikarkeppninni í 1.
Juventus
Juventus náði aðeins jafntefli á
heimavelli gegn 2. deildarliði Venezia.
Leikurinn endaði 1-1 og það var Ro-
berto Baggio sem skoraði mark Iiðsins
úr vítaspymu. Króatíski framherjinn
Zoran Ban kom inn í liðið í stað
Andreas Möller, sem á við meiðsli að
stríða. Hann vakti þó ekki mikla hrifn-
ingu með frammistöðu sinni, ekki
frekar en aðrir leikmenn liðsins.
Lazio
Lazio tapaði á heimavelli fyrir 3.
deildarliði Avellino, 0-2. Nú er talið
mjög líklegt að Dino Zoff, þjálfari liðs-
ins, verði rekinn, enda hefur liðinu
gengið mjög illa það sem af er tímabil-
inu. Mikið hefur verið um meiðsli hjá
Lazio og undir lok fyrri hálfleiks varð
framherjinn Pierluigi Casiraghi að
fara af velli vegna meiðsla. f hans stað
kom Marco di Vaio, 17 ára framherji
úr unglingaliðinu, inn á, en hann átti
slakan leik, eins og flestir félagar hans
í Lazio. Vömin var sérstaklega slök og
greinilegt að liðið þarf að styrkja hana
þegar markaðurinn opnar í byrjun
nóvember. Búist var við að Paul
Gascoigne léki með Lazio í leiknum,
þar sem hann var nýbúinn að ná sér af
meiðslum á hásin. En á æfingu á
þriðjudaginn snéri hann sig illa á hné
og verður frá keppni í þrjár vikur í við-
bót.
Lecce
Lecce tapaði fyrir Udinese, 2-0, á úti-
velli. Nedo Sonetti, þjálfari Lecce, gaf
Davide Torchia, 33 ára markverði,
tækifæri á að spreyta sig og hafði Gi-
useppe Gatta á varamannabekknum.
Eftir leikinn átti Sonetti fund með
stjómarmönnum félagsins, þar sem
framtíð hans hjá félaginu var rædd.
AC Milan
AC Milan tók á móti Vicenza á San
Siro og sigraði ömgglega, 3-0. Fabio
Capello gerði miklar breytingar á liði
sínu og leyfði þeim mönnum, sem lít-
ið hafa spilað til þessa, að spreyta sig.
Mario Ielpo tók stöðu Sebastianos
Rossi í markinu, en fékk lítið að gera.
Cristian Panucci lék sem hægri bak-
vörður í stað Mauros Tassotti og stóð
sig mjög vel og Capello sagði eftir leik-
inn að hann yrði kominn í landsliðið
innan skamms. Stefano Nava lék f
stöðu vinstri bakvarðar, Filipo Galli
var miðvörður og Angelo Carbone og
Femando de Napoli komu inn á miðj-
una. Útlendingamir Florin Raducioiu,
Dejan Savicevic og Brian Laudmp
léku saman í fremstu víglínu, en
Zvonomir Boban og Jean-Pierre Papin
vom hvíldir. Stefano Eranio var besti
maður liðsins, stjómaði leiknum á
miðjunni og skoraði þriðja markið.
Hin mörkin skomðu Angelo Carbone
og Florin Raducioiu.
Napólí
Napólí gerði aðeins markalaust jafnt-
efli gegn Ancona, sem féll í 2. deild
síðasta vor. Napólí varð fyrir mikilli
blóðtöku f leiknum, þegar Daniel
Fonseca þurfti að fara af leikvelli
meiddur um miðjan fyrri hálfleik. Lið-
ið hefur verið að leita sér að framherja
til að spila við hlið Fonseca og efstur á
óskalistanum er Massimo Agostini,
leikmaður Ancona. Búist er við að
hann verði keyptur í byrjun nóvember
og þótti oft ótrúlegt hvemig hann fór
með marktækifærin fyrir framan
mark Napólí á miðvikudaginn.
Parma
Parma átti ekki í miklum erfiðleikum
með 2. deildarlið Palermo á miðviku-
daginn. Parma sigraði 2-0, þrátt fyrir
að hafa hvílt nokkra lykilmenn í vöm-
inni. Markvörðurinn Luca Bucci,
landsliðsbakvörðurinn Antonio Ben-
arrivo og miðverðimir Luigi Apolloni
og Lorenzo Minotti vom allir teknir
út úr liðinu, en það kom ekki að sök,
því þeir Baílotta, Balleri, Matrecano
og Maltagliati áttu allir góðan leik.
Landsliðsmennimir Alessandro Melli
og Gianfranco Zola skomðu mörk
liðsins í síðari hálfleik.
Piacenza
Piacenza fékk 3. deildarlið Pemgia í
heimsókn og átti ekki í miklum vand-
ræðum með að sigra, 3-1. Marco Ferr-
ante og Gianpietro Piovani skomðu
tvö fyrstu mörk Piacenza, en þriðja
markið var sjálfsmark Donadonis,
leikmanns Pemgia.
Reggiana
Reggiana tapaði í Flórens á miðviku-
daginn fyrir 2. deildarliði Fiorentina,
3-0. Reggiana hefur gengið illa í byrj-
un tímabilsins og Marchioro þjálfari
gerði miklar breytingar á liði sínu fyr-
ir leikinn. Chembini, Esposito, Cata-
nese, Pacione og Lantignotti komu
allir nýir inn í liðið og lykilmenn á
borð við Morello, Scienza og Ekström
vom á meðal þeirra sem vom hvíldir.
Róma
Róma Iék gegn Padova á fimmtudags-
kvöld og náði aðeins jafntefli gegn 2.
deildarliðinu.
Róma lék án Giuseppes Giannini,
Walters Bonacina og Silvanos Bene-
detti, sem allir vom í leikbanni, og Ro-
bertos Muzzi sem er meiddur.
Sampdoria
Sampdoria, sem hefur byrjað leik-
tímabilið mjög vel, náði aðeins marka-
lausu jafntefli á heimavelli gegn Pisa.
Hollenski snillingurinn Ruud Gullit
náði sér ekki á strik í leiknum og
sömu sögu er að segja af félögum hans
í liðinu. Roberto Mancini fékk gullið
tækifæri til að tryggja heimamönnum
sigur, en Ambrosio, markvörður Pisa,
varði frá honum vítaspymu.
Tórínó
Tórínó gerði góða ferð til Ascoli og
sigraði 3-1. Enn einu sinni var það
framherjinn stóri, Andrea Silenzi,
sem var maðurinn á bak við sigur liðs-
ins. Hann skoraði tvö mörk í leiknum
og var besti maður vallarins. Háværar
raddir em nú í Tórínó um að hann
eigi skilið sæti í ítalska landsliðinu, en
Arrigo Sacchi virðist ekki vera á sama
máli.
Udinese
Udinese náði sér loks á strik og sigr-
aði Lecce 2-0. Það var ungur fram-
herji, Willy Pittana, sem var maðurinn
á bak við sigur liðsins. Hann kom inn
á sem varamaður í upphafi síðari hálf-
leiks og skoraði fyrra mark liðsins á
61. mínútu og var besti maður liðsins
ásamt Stefano Desideri og Roberto
Sensini. Pittana hefur lítið getað æft
með liðinu í vetur, þar sem hann
gegnir nú herskyldu. Marco Branca
innsiglaði sigurinn tólf mínútum fyrir
leikslok.
Fiorentina
Fiorentina féll í 2. deild síðasta vor, en
hefur sýnt það á þessu tímabili að lið-
ið á heima meðal þeirra bestu. Á mið-
vikudaginn sigraði liðið 1. deildarlið
Reggiana með miklum yfirburðum, 3-
0. Þjóðverjinn Stefan Effenberg hefur
verið í miklum ham að undanfömu og
er jafhan besti maður liðsins. Argent-
ínski framherjinn Gabriel Batistuta
missti af fyrstu leikjum liðsins vegna
Iandsleikja Argentínu í undankeppni
HM, en er nú kominn í slaginn á ítal-
íu að nýju og farinn að skora grimmt
Hann skoraði tvö mörk á miðvikudag-
inn og tileinkaði hann annað markið
Francesco Baiano, félaga sínum hjá
Fiorentina sem er nú meiddur og leik-
ur sennilega ekki með liðinu fyrr en í
febrúar. Liðið varð þó einnig fyrir
miklu áfalli á miðvikudag, þegar aga-
nefhd ítalska knattspymusambands-
ins dæmdi Massimo Orlando, leik-
stjómanda liðsins, í þriggja leikja
bann vegna brottvísunar gegn Padova
fyrir skömmu.
Landsliðið
Arrigo Sacchi landsliðsþjálfari hefur
valið 21 manns hóp fyrir leikinn gegn
Skotum. Þrír nýliðar em í hópnum,
enda mikið um meiðsli meðal ítalskra
landsliðsmanna. Roberto Mussi,
hægri bakvörður Tórínó, tengiliður-
inn Antonio Conte frá Juventus og
Giovanni Stroppa, Ieikstjómandi
Foggia, koma allir inn í hópinn í fyrsta
sinn, auk þess sem Gianfranco Zola er
valinn að nýju eftir 18 mánaða fjar-
vem. Dino Baggio frá Juventus kemur
aftur inn eftir að hafa verið í banni í
síðasta leik og Alessandro Bianchi
kemst beint í hópinn eftir að hafa
misst úr síðustu átta mánuði vegna
meiðsla. Þeir Demetrio Albertini, Gi-
anluigi Lentini og Paolo Maldini frá
AC Milan em allir meiddir og sömu
sögu er að segja af Giuseppe Signori
og Digo Fuser frá Lazio og þeim Ro-
berto Mancini og Alberigo Evani frá
Sampdoria. Annars er hópurinn sem
hér segir:
Markverðin Luca Marchegiani (Lazio)
og Gianluca Pagliuca (Sampdoria).
Vamarmenn: Franco Baresi (AC Mil-
an), Alessandro Costacurta (AC Mil-
an), Antonio Benarrivo (Parma), Dani-
ele Camasciali (Fiorentina), Marco
Lanna (Róma) og Roberto Mussi (Tór-
ínó).
Miðjumenn: Dino Baggio (Juventus),
Antonio Conte (Juventus), Stefano Er-
anio (AC Milan), Roberto Donadoni
(AC Milan), Antonio Manicone (Inter),
Alessandro Bianchi (Inter), Giovanni
Stroppa (Foggia) og Daniele Zoratto
(Parma).
Framhetjar: Roberto Baggio (Juvent-
us), Marco Simone (AC Milan), Aless-
andro Melli (Parma), Gianfranco Zola
(Parma) og Pierluigi Casiraghi.
SÆVAR
HREIÐARSSON
SKR/FAR
UMITALSKA
B0LTANN