Tíminn - 02.11.1993, Blaðsíða 1
Þriðjudagur
2. nóvember 1993
207. tbl. 77. árg.
VERÐí LAUSASÖLU
KR. 125.-
Erlendir aðilar horfa vonaraugum á íslenskan
búvörumarkað
Njósnað um
markaðsvernd
Erlendir aðilar hafa verið hér á landi
undanfarið til þess að fylgjast með
hvemig íslendingar standa við milli-
rikjasamninga um verslun með land-
búnaðarvörur. Þá er vitað að fylgst er
með gúrkumálinu eriendis, án þess
að nokkur formleg kvðrtun hafi bor-
ist.
„Þó að það hafi ekki verið í gegnum
okkar skrifstofu, þá veit ég að það hef-
ur verið fylgst með þessu máli erlend-
is af aðilum, sem eiga viðskipti við ís-
land og hafá haft tök á því að koma
kvörtunum á framfæri við þarlend yf-
irvöld," segir Stefán Guðjónsson,
framkvaemdastjóri Félags íslenskra
stórkaupmanna. Stefán staðfestir
jafnframt að menn frá Hollandi og
Belgíu hafi verið hér á ferð um nokk-
um tíma, m.a. til að fylgjast með
hvemig fslendingar standa við ýmsar
skuldbindingar sínar í sambandi við
landbúnaðarmál og afúrðir framleidd-
ar úr landbúnaðarvömm.
Stefán segist ekki vita til að formleg-
ar kvartanir hafi borist vegna banns
við grænmetisinnflutningnum.
„Eg vona að við höfúm blessun til
þess að leysa þetta mál áður en til þess
kernur," segir hann. „Það em svo
miklir viðskiptahagsmunir í húfi fyrir
okkar útflytjendur. Það er stór hópur
útflytjenda í Félagi stórkaupmanna og
það er ekki síst vegna hagsmuna
þeirra sem við höfum áhyggjur af mál-
inu.“ -ÁG
52 dagar til jóla Þrátt fyrir aö enn séu 52 dagar til jóla eru jólasveinar komnir í glugga
verslunar íslensks heimilisiðnaðar í Hafnarstræti. Sú þróun virðist hafa verið á undanförnum árum að
eigendur verslana hefji undirbúning jólanna fyrr með hverju árinu, en sú hefur einmitt orðið raunin er-
lendis. Á myndinni, sem tekin var í gær, má sjá hvar starfsmaður islensks heimilisiðnaðar er að setja
upp jólasveina í útstillingarglugganum. Tímamynd Ámi Bjama
Félag íslenskra stórkaupmanna
Ihuga að kæra innflutningsbann
Félag íslenskra stórkaupmanna thugar að kæra bann landbúnaöar-
ráðherra við innflutningi á grænmeti. Að sögn formanns féiagsins
er verið að kanna lögfræðilega hlið málsins áður en ákvörðun
verður tekin. „Það er alveg hugsanlegt aö við látum á þetta reyna
fyrir dómstólum,“ segir Birgir Rafn Jónsson, formaður Félags ís-
lenskra stórkaupmanna.
Fyrir liggur að landbúnaðarráð-
herra ætlar ekki að heimila inn-
flutning og sölu á 800 kössum af
gúrku, sem þegar bíða tollaf-
greiðslu í Sundahöfri, né heldur
öðru grænmeti sem er á leið til
landsins. Birgir segir að gúrkumál-
ið sé annars eðlis en skinkumálið,
sem Hagkaup tapaði í undirrétti
fyrir skömmu. Hann vitnar til tví-
Á myndinnl má sjá hvemig einn bílanna tuttugu hefur verið ríspaður. Á
þessari bifreiö hefur skammstöfun Rannsóknariögreglu Ríklsins, RLR,
veriö rispuð á skottlokið.
Skemmdarverkafaraldur á höfuðborgarsvæðinu
„RLR“ verið rispað
í lakk um 20 bíla
Sérkennilegur skemmdarverki-
faraldur hefur geisað um tíma á
höfuðborgarsvæðinu, þar sem
skammstöfun Rannsóknarlög-
reglu Ríkisins, RLR, hefur verið
rispuð í lakk um 20 bifreiða.
Rannsóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík rannsakar málið en
stendur ráðþrota gagnvart því og
hefur enn engar vísbendingar um
hver gæti verið þama að verki.
Eins og áður sagði er rispað RLR
í lakk bifreiðanna, en að auki er í
nokkmm tilvika bætt við skila-
boðum fyrir aftan og leiða menn
að því líkum að þama séu á ferð
menn sem hafi átt í útistöðum við
Rannsóknarlögregluna. Flestir
bflanna sem rispaðir vom hafa
samkvæmt heimildum Tímans
verið staðsettir í Hlíðahverfi.
-PS
hliða samnings milli íslands og EB,
sem undirritaður var í tengslum
við EES-samningana.
„f honum segir að á ákveðnum
tíma — frá 1. nóvember til 15.
mars — sé frjálst að flytja inn
ákveðnar tegundir af grænmeti,"
segir Birgir. „Tollur af því hefur
verið felldur niður og það þýðir fyr-
ir okkur að þetta heyrir ekki undir
lögsögu eins né neins. Þetta er
frjálst."
Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðar-
maður landbúnaðarráðherra, er á
öndverðum meiði. Hann bendir á
að tvíhliðasamningurinn hafi ekki
verið samþykktur af Alþingi. Bú-
vömlögin séu honum æðri.
„53. grein búvömlaganna er skýr
og afdráttarlaus. Þar segir að land-
búnaðarráðherra sé heimilt að
ákveða að innflutningur tiltekinna
grænmetistegunda sé tfmabundið
óháður leyfisveitingu, ef ráðgefandi
nefnd mælir með því. Hann skal þó
aðeins heimilaður að innlend fram-
leiðsla fullnægi ekki eftirspurn. Og
það er nefndin sem ákveður það.“
Ekki fengust í gær nákvæmar
upplýsingar um hversu mikið af
grænmeti væri á leið til landsins.
„Ég geri ráð fyrir því að menn fari
varlega, þó að þeir séu ekki sáttir
við þetta, á meðan þetta er að skýr-
ast eitthvað frekar," sagði Birgir
Rafn Jónsson.
Þingsályktunartillaga Alþýðubandalags
Landhelgin
færð út í
250 mílur?
Þingmenn Alþýðubandalagsins
hafa lagt fram þingsályktunartil-
lögu um að Alþingi kjósi nefnd
sem kanni möguleika á frekari
útfærslu efnahagslögsögunnar.
Jóhann Ársælsson, þingmaður
flokksins, segir ekki óeðlilegt að
menn athugi sérstaklega út-
færslu í 250 sjómflur eða að
landhelgin fylgi landgrunns-
mörkum.
Steingrímur J. Sigfússon, fyrsti
flutningsmaður tillögunnar, seg-
ir að á næstu árum muni draga til
tíðinda varðandi framtíðarstöðu
alþjóðlegra hafsvæða. Erfitt sé að
spá í hver niðurstaðan verði. Hún
gæti orðið sú að landhelgismörk
strandríkja yrðu stækkuð. Hún
gæti einnig orðið sú að settir
yrðu kvótar á alþjóðleg hafsvæði
og þá mundi veiðireynslan ráða
miklu um hvernig kvótunum
yrði skipt. Steingrímur segist því
ekki vera í vafa um að það sé í
samræmi við hagsmuni íslands
að veiða á alþjóðlegum hafsvæð-
um eins og
í Smugunni. Verði lagður á kvóti
á afla í Smugunni hljóti íslend-
ingar að geta gert kröfu um veið-
ar í henni. Sama eigi við Flæmska
hattinn, en íslensk skip hafa sótt
þangað í djúprækju. Steingrímur
sagði að nú væri rætt um að setja
kvóta á afla í Flæmska hattinum
eftir tvö ár.
Alþýðubandalagið vill að sjö
manna nefnd verði skipuð til að
kanna möguleika á útfærslu ís-
lensku efnahagslögsögunnar.
Gert er ráð fyrir að nefndin geri
einnig tillögu um hvemig afla
skuli ýtrustu réttinda íslending-
um til handa á hafsvæðum sem
liggja að íslensku efnahagslög-
sögunni og úthafinu og hvemig
þeirra verði best gætt. Ætlast er
til að nefndin skili niðurstöðu af
störfum sínum til Alþingis fyrir 1.
mars á næsta ári.
-EÓ
Nauðgunarmálið í Kópavogi
Nauðgarinn ófundinn
Leit stendur enn yfir að manni
um tvítugt sem réðst að 16 ára
stúlku með hnífi og nauðgaði
henni bak við gám við hús Land-
véla í Kópavogi aðfaranótt laugar-
dags. Rannsóknariögreglan hefur
nokkuð greinagóða lýsingu á
manninum og vinnur nú að rann-
sókn málsins eftir ábendingum
sem henni hafa borist.
Maðurinn er um 175 sm á hæð og
var klæddur í svartar snjáðar galla-
buxur, svartan taujakka og með
fjólubláa derhúfu sem á var ritað
Viking með gulum stöfum.
Stúlkan var gangandi á Ieið frá
vinkonu sinni í Breiðholti og heim
til sín í Kópavogi. Lá leið hennar
undir undirgöng á Reykjanesbraut
við Mjóddina, þar sem árásarmað-
urinn virtist hafa beðið hennar.
Brá maðurinn hnífi að hálsi stúlk-
unnar og dró hana að gámnum
bak við hús Landvéla, þar sem
hann kom fram vilja sínum. Bar
maðurinn poka á höfði sínu sem
fannst í nágrenninu.
Stúlkan komst heim til sín og eft-
ir að hafa tilkynnt nauðgunina til
lögreglunnar var hún flutt á neyð-
armóttöku fyrir fórnarlömb kyn-
ferðisafbrota á Borgarspítalanum.
-PS