Tíminn - 02.11.1993, Síða 3

Tíminn - 02.11.1993, Síða 3
Þriðjudagur 2. nóvember 1993 Tíminn 3 Lokun hrygningarsvæða og stjórn fiskveiða. LÍÚ: Erfitt orðið að skilja ráöamenn Aö mati aðalfundar LÍÚ er erfitt að sjá hvaða merkingu á að leggja í orð þeirra sem stjóma sjávarútvegsráðuneytinu á hverjum tíma, ef áður gert samkomulag er að engu haft og hlutur krókaleyfisbáta verði Ld. ijórfaldaður á kostnað annarra skipa. Samþykkt var að útvegsmenn beittu sér fyrir því að allar veiðar yrðu stöðvaðar í 12-15 daga á þeim svæðum sem talið er að hrygning fari fram og rannsóknir á hrygningu þorsks verði auknar. Þá var enn- fremur samþykkt að meira skyldi gert af því en áður að loka uppeldis- stöðvum þorsks fyrir öllum veiðar- færum um lengri tíma. Lögð er áhersla á gildi þess að hafa sem víð- tækast samráð við sjómenn og út- vegsmenn um tímasetningu friðun- ar á einstökum svæðum til að ná sem bestum árangri. Þetta kemur m.a. fram í ályktun aðalfundar LÍÚ um stjórn fiskveiða þar sem því er mótmælt að hlutur krókaleysisbáta yerði aukinn og m.a. vitnað til samráðsfunda með Tvíhöfðanefnd þar sem var „staðfest að samkomulag hefði verið gert um þá tilhögun sem síðar var lögfest og gildir því nú.“ Þá er það útvegsmönnum hulin ráðgáta hvers vegna aflaheimildir krókaleyfisbáta eru settar fram í frumvarpi til laga um stjómun fisk- veiða sem 5,5% hlutdeild í þorski, ýsu og ufsa þegar í raun er vrið að veita þeim rétt til veiða á 8,2% af þorski. Að öðru leyti mæla útvegsmenn með þeirri breytingu í frumvarpi til laga um stjóm fiskveiða að skip þurfi ekki að falla af skipaskrá þótt það hafi verið endumýjað og að tvö skip megi koma í stað eins ef af- kastagetan eykst ekki. Aftur á móti eru útvegsmenn and- vígir því að haldið verði eftir átján þúsund tonnum af fiski til hugsan- legra jöfnunaraðgerða og telja að kvótinn sé það rýr að það beri að út- hluta þessum heimildum um leið og öðmm. Sömuleiðis leggjast þeir gegn því að heimild til geymslu aflaheimilda verði skert og varað er við hug- myndum um að skrá kvóta á fisk- vinnslustöðvar. Þá þykir þeim frá- leitt að beita gjaldtöku við flutning veiðiheimilda og mælt er gegn tak- mörkun á tímabundnu framsali. Þá ítreka útvegsmenn stuðning sinn við að tvöföldun línuafla verði afnumin. Þess í stað verði úthlutað sambærilegri heimild til þeirra sem þessar veiðar hafa stundað síðastlið- in þrjú ár. Hinsvegar leggjast þeir gegn því að útbúið verði nýtt sóknarmark á línu- veiðum, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi til kvótalaga. Þeir telja að það muni hafa í för með sér tilheyr- andi kostnað og fjárfestingu í beitn- ingarvélum sem ekki þykir æskilegt við núverandi aðstæður. -GRH Róbert Arnfinnsson og Krlstbjörg Kjeld f hlutverkum sfnum f Allir synlr mfnir f Þjóöleikhúslnu. Þjóðleikhúsið: Allir synir mínir Þjóðleikhúsið frumsýnir á fimmtu- daginn leikritið ,Allir synir mínir „eftir Arthur Miller. Leikritið er nú sýnt í Þjóðleikhúsinu í fyrsta skipti, en Þjóðleikhúsið hefur áður sýnt flest önnur verk eftir Miller. Með aðalhlutverk fara þau Róbert Amfinnsson, Kristbörg Kjeld, Hjálm- ar Hjálmarsson og Erla Rut Harðar- dóttir. Með önnur hlutverk fara þau Sigurður Skúlason, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Randver Þorláksson, Ólaf- ía Hrönn Jónsdóttir og Magnús Ragn- arsson en þetta er í fyrsta skipti sem Magnús leikur á sviði fyrir Þjóðleik- húsið. Leikstjórinn Þór H. Tulinius þreytir frumraun sína sem leikstjóri fyrir Þjóðleikhúsið. Höfundur verksins, Arthur Miller, hefur skrifað fjöldann allan af verkum og er ,AHir mínir synir" meðal hans þekktustu verka. Leikritið gerist á heimili Keller fjölskyldunar á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina og fjallar um það þegar maður í ábyrgðastöðu tekur eigin hagsmuni fram yfir hags- muni almennings. —G.TH. starfskynning Þrír sóttu um stöðu lækn- ingaforstjóra: Forstjórinn ráóinn í dag? Þrír sóttu um nýja stöðu lækn- ingaforstjóra Borgarspítala en ráðið verður í stöðuna innan skamms, hugsanlega á stjóm- arfundi í dag. Umsækjendur em þeir Jóhannes M. Gunnars- son, formaður læknaráðs Borg- arspítalans, Ólafur Öm Amar- son, yfirlæknir á Landakots- spítala, og Eggert Jónsson, bæklunarlæknir á skyndimót- tökunni Þorfinnsgötu. „Það er gífurlega mikill ávinn- ingur í þessu fyrir stofnunina og sjúklinga," segir Sigríður Snæbjömsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri spítalans, en lækninga- forstjóri hefur rekstrarlega ábyrgð á lækningaþættinum á sama hátt og hjúkrunarfor- stjóri hefúr axlað ábyrgð á hjúkrunarsviði. —HÞ Þorskveiðar í Smugunni: Sjö þúsund tonn á tveimur mánuðum Á tveimur mánuðum hafa íslensk skip aflað um sjö þúsunda tonna af vænum þorski í Smugunni og nemur áætlað afiaverðmæti um einum milljarði króna. f ljósi mikilvægis þessara veiða í Smugunni, rækjuveiða á Flæmska hattinum við Nýfundaland og veiða á öðmm alþjóðlegum hafsvæðum, sam- fara sífellt minnkandi veiðiheimildum á heimamiðum, telur aðalfundur LÍÚ einsýnt að áfram verði leitað fanga á fjarlægum miðum svo framarlega sem alþjóðalög og samningar mæli ekki gegn því. Af þeim sökum telur fúndur- inn brýnt að útgerðir skipa sem stunda þessar tilraunaveiðar fái óskiptan stuðning stjómvalda, en á þvf hefur verið misbrestur. Sá stuðningur þarf m.a. að koma fram í því að stjómvöld afli allra mögulegra upplýsinga um veiðimögu- leika og réttarstöðu til veiða á fjarlæg- um miðum og annarra nauðsynlegra úpplýsinga sem að gagni geta komið. I samþykkt fundarins um veiðar utan lögsögu er því mótmælt að Norðmenn og Rússar eigi einhliða rétt til veiða í Smugunni og áréttað að veiðamar séu stundaðar á alþjóðlegu hafsvæði og brjóta því hvorki í bága við alþjóðalög né samninga. Ef hinsvegar verður ekki framhald á veiðum á fjarlægum miðum telja út- vegsmenn nær fullvíst að mjög marg- ar útgerðir geti ekki lifað af sífellt skertari veiðiheimildir á íslandsmið- um. Aftur á móti er óvíst um fram- hald þorskveiða íslenskra skipa í Smugunni á þessum árstíma. Mikil hætta er á ísingu sökum mikils sjávar- kulda og langt að fara. -GRH Umhverfisráðherra á Náttúruverndarþingi: Aðskilja Hki og Náttúruverndarráð Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra vill skilja ríkis- Aðalfundur LIÚ: Gegn Þróunarsjóði með öihn tiltækum ráðum i efnahagsályktun nýafstaðins aðalfundar LÍÚ er harðlega mót- mælt áformum stjómvalda um stofnun Þróunarsjóðs og jafnframt er stjóm samtakanna hvött til að berjast gegn sjóðnum með öllum tiltækum ráðum. Lýst er yfir áhyggjum vegna slæmrar afkomu útgerðar og versnandi horfum á næsta ári. „Fyrirsjáanlegt er að víða blasir við hrun útgerðar við óbreyttar rekstrarhorfúr," en útgerðin er rekin með 3% tapi og stefnir í 6% halla á næsta ári. Útvegsmenn telja það ósættan- legt með öllu að lagður verði auð- lindaskattur á atvinnugreinina og sjávarútveginum í heild verði gert skylt að greiða lán sem fyrri ríkis- stjóm veitti takmörkuðum fjölda aðila, sem vitað var að margir myndu ekki geta staðið í skilum með. Þá telur fundurinn fráleitt að afnema ríkisábyrgð á lánum með skattlagningu á sjávarútveginn „þannig að bankar og aðrar lána- stofnanir hafi sitt á þurru.“ Lögð er áhersla á að stjórnvöld komi til móts við útveginn í þeim efnahagserfiðleikum sem við er að etja. Leita þarf allra leiða til að vextir verði sambærilegir við það sem gengur og gerist í helstu við- skiptalöndum, lækka verður afla- og hafnargjöld og gæta þess sér- staklega að Ioðnuskipum sé ekki íþyngt umfram aðra. Þá vilja útvegsmenn fella niður flutningsjöfnunargjald á olíu og að tryggingargjald á laun verði af- numið á næsta ári. Stjórnvöld eru hvött til ítrasta aðhalds og ráð- deildar í útgjöldum ríkissjóðs og reynt verði að sporna við vaxandi umsvifum einstakra stofnana ss. Fiskistofu og annarra eftirlits- stofnana. Sömuleiðis er mótmælt áformum um að vinna gegn hagræðingu í greininni með því að leggja sér- stakt gjald á tilfærslur aflaheim- ilda milli fiskiskipa. -GRH rekstur frá annarrí starfsemi Náttúruverndarráðs, sem miðar að því að tryggja sjálfstæði þess gagnvart stjórnarráðinu. Arnþór Garðarsson, formaður Náttúru- vemdarráðs, er sammála þessarí tillögu og segir hana auka sjálf- stæði ráðsins. Þetta kom fram á Náttúru- vemdarþingi í gær. Arnþór segir að með þessu verði Náttúru- vemdarráð mun sjálfstæðara en stefnt hefur verið að undanfarin sex ár. „Það hafa öðm hverju komið fram hugmyndir um að leggja Náttúmverndarráð niður. Þessar tillögur sem nú koma fram fela í sér að allur daglegur rekstur svæða og uppbygging á þeim fellur undir umhverfisráðuneyti en stefnumörkun, kvartanir al- mennings og eftirlit með mann- virkjagerð, alþjóðlegt samráð o.fl falla undir þetta sjálfstæða Nátt- úruverndarráð," segir Arnþór. Hann tekur dæmi um hvað þessar breytingar myndu hafa í för með sér. „Sé eitthvert friðlýst svæði í ólestri nú er það okkur að kenna þó að það strandi á fjár- veitingavaldinu. Eftir breyting- una getum við spurt af hverju allt sé í ólagi á þessu svæði,“ seg- ir Arnþór. -HÞ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.