Tíminn - 02.11.1993, Page 7

Tíminn - 02.11.1993, Page 7
Þriðjudagur 2. nóvember 1993 Tíminn 11 Vegamála- stj óri hj álpi mér! 44. þing Landssambands hestamannafélaga var haldið að Varmahlíð í Skagafirði um síðustu helgi, dagana 29. og 30. október. Rómuðu þingfull- trúar allan aðbúnað og framkvæmd þingsins, sem var hið málefnalegasta. Helsta mál þingsins voru reiðveg- Guömundur Jónsson, formaður L.H., býr að Reykjum í Mosfellsbæ, þar sem hann ræktar hin glæsilegu hross sfn. imir, sem brenna nú mjög á hesta- mannafélögunum um allt land, vegna gífurlegrar fjölgunar hesta- manna og hins mikla áhuga er- lendra ferðamanna á að komast til landsins þar sem hesturinn þeirra er upprunninn og ríða þar út Mátti oft heyra andvörp eins og „vegamála- stjóri hjálpi mér“, og verður það ábyggilega helst til bjargar að hefja viðræður við dugnaðarforka Vega- gerðarinnar um reiðleiðimar, með vegamálastjóra í broddi fylkingar. Álit ferða- og umhveríisnefndar voru viðamikil í þingstörfum og hafði Hallgrímur Jónasson fram- sögu fyrir nefndinni. Á þingskjali nr. 31 stóð m.a. að þingið harmi að Vegagerðin skuli hafa spillt og fóm- að gömlum reiðleiðum sem njóta lagavemdar, og hvetur til að bætt verði fyrir þau brot. Þá beindi þingið þeirri tillögu sinni til sveitarstjóma að við gerð aðal- og svæðaskipulags verði reiðvegimir liður í almennum vegaframkvæmd- um. Þingið samþykkti einnig að sent verði erindi til viðeigandi nefnda Al- þingis, þar sem gerð verði tillaga að breytingu við frumvarp til vegalaga, sem lagt var fram á 116. löggjafar- þingi, er tryggi að reiðvegir verði lagðir með þjóðvegum og kostaðir af Vegagerð ríkisins, þar sem von er umferðar ríðandi manna. 3. málsl. 1. málsgr. 29. greinar frumvarpsins verði: „Þar sem von er umferðar ríðandi manna, skal við gerð skipulags og val á legu þjóð- vega, svo og við klæðingu þeirra, Ieggja reiðveg innan vegsvæðis eða í nágrenni hans í samráði við Vega- gerðina og samtök hestamanna.“ Þá var samþykkt frá allsherjamefnd þingsins, að gert yrði skipurit af sameinuðum heildarsamtökum hestamanna ásamt tillögum að lög- um og reglum fyrir hin sameinuðu samtök. HESTAR Umsjón: Guðlaugur Tryggvi Karlsson Nuer tvöfaldnr vinnmgui’ Síðastvar haim 80J325.000kr Spilaðu með fyrir kl. 4 á miðvikudaginn!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.