Tíminn - 09.12.1993, Síða 2

Tíminn - 09.12.1993, Síða 2
2 Eitt meginverkefni minni- hlutaflokkanna í borgar- stjórn Reykjavíkur er að fella íhaldið, sem telur sig eiga borgina með gögnum og gæðum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur deilt og drottnað í Reykjavíkurborg drjúgan hluta aldarinnar, með þeirri einu undantekningu að vinstri flokkamir náðu meirihluta eitt kjörtímabil, 1978-82, og svo ekki söguna meir. Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn drotmar einn í höfuðborginni þar sem ríflega þriðjungur lands- manna býr, eru minnihlutaflokk- amir næsta áhrifalausir, þótt þeir hafi nær helming atkvæða á bak við sig. Til að koma á umbótum, sem fé- lagshyggjumenn leggja mesta áherslu á, dugir því ekkert minna en að fella meirihluta Sjálfstæðis- flokksins. Forgangsröðun verkefna verður ekki breytt með öðrum hætti. Ef þarfir fólksins, sem borg- ina byggir, eiga að sitja í fyrirrúmi, en stórbyggingabruðl og minnis- merkjasmíð í anda einvalda látið sitja á hakanum, hljóta Reykvík- ingar að skipta um takt og kjósa sér aðra fulltrúa en þá, sem aldrei tekst að láta neinar fjárhagsáætl- anir standást og telja hallir yfir bílastæði meira aðkallandi en skóla, dagvistun og aðhlynningu þeirra sem minna mega sín. Er hér aðeins bryddað á nokkru af því, sem aðskilur félagshyggju og auð- hyggju- LEIPARI r/ ____________________ Fiiruntudagur 9. desember 1993 Ný viðhorf í Reykjavík Oft hefur verið stungið upp á sameiginlegu framboði vinstri flokkanna í Reykjavík, eða í það minnsta sameiginlegu borgar- stjóraefni. Það hefur aldrei tekist og er Nýr vettvangur hið næsta því sem kalla má sameiginlegt fram- boð. En satt best að segja gerði það litla stoð til að fella íhaldið úr borgarstjóminni og er flokksbrot- unum ekki spáð mikilli framtíð né glæsilegri. Senn líður að því að framboðs- mál til sveitarstjóma fctra að skýr- ast, þar sem ekki em nema um sex mánuðir til kosninga. í Reylqavík hafa gömlu hugmyndirnar um sameiginlegt framboð vinstri flokka verið ræddar og þeim hafn- að, en aftur á móti er í góðu gildi sú uppástunga að félagshyggju- flokkarnir sameinist um borgar- stjóraefni. Formaður Fulltrúaráðs fram- sóknarfélaganna hefur stungið upp á því að einhver af efstu mönnum á listum flokka íhalds- andstæðinga verði borgarstjóra- efni. Formaður Kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins tekur vel í hug- myndina, en hafnar sameiginlegu framboði, og fulltrúi Kvennalistans í borgarstjóm lýsir sig sama sinnis. Sigrún Magnúsdóttir segir í við- tah við Morgunblaðið, að nú séu allar líkur á að hægt verði að fefla meirihluta Sjálfstæðisflokksins og muni því takmarki náð með nánu samstarfi minnihlutans í ákveðn- um málaflokkum og með sameig- inlegu borgarstjóraefni. Sigrún á sjálfsagt við það að minnihluta- flokkamir samræmi stefnumál sín að einhveiju leyti og láti það koma skýrt fram í kosningabaráttunni hverra breytinga kjósendur megi vænta ef þeir kjósa sér nýjan meirihluta. Það er ekki vænlegt til árangurs, ef núverandi minnihlutaflokkar verða með misvfsandi áherslur í málefnum borgarinnar eða hafa andstæðar skoðanir á hver á að verða borgarstjóri, sem óneitan- lega hlýtur að verða sameiningar- tákn væntanlegs meirihluta í Reykjavík. Skoðanakannanir sýna að það er engin fjarstæða að vinstri flokk- amir nái völdum í borginni, þar sem veldi Sjálfstæðisflokksins stendur völtum fótum og að borg- arstjóraefni þeirra getur vel skákað frambjóðanda Flokksins út af tafl- borði stjómmálanna. Áreiðanlega er það rétt afstaða hjá fulltrúum Framsóknar, Al- þýðubandalags og Kvennalista að sameiginlegt framboð er ekki sér- lega vel fallið til árangurs. Jafnvel þótt forystusveit flokkanna í höf- uðborginni gætu hugsað sér slíkt fyrirkomulag, þá gæti tortryggni margra fylgismanna flokkanna í garð annarra og margslunginn for- tíðarvandi fælt margan félags- hyggjumanninn frá að kjósa sam- eiginlegan lista. Slíkt framboð gæti því allt eins orðið vatn á myllu íhaldsins og væri þá til lítils barist. Einnig ber að gæta þess að Kvennalistinn á ekki gott með að eiga aðild að sameiginlegum Usta vegna uppmna síns og eðlis. Nú, þegar framsóknarmenn hafa lýst yfir vilja til að taka þátt í sam- starfi vinstri flokkanna um stefnu- mörkun í málefnum Reykjavíkur- borgar og að bjóða fram sameigin- legt borgarstjóraefni og aðrir flokkar tekið undir hugmyndina, er tímabært að móta stefnumörk- un og kynna hana vel. Ekki verð- ur um neinn samruna flokka að ræða, fremur samvinnu þeirra á milli og er fyrsta verkefnið að fella íhaldsmeirihlutann. Hvað við tekur eftir það, verða félagshyggjumenn að gera kjós- endum grein fyrir áður en gengið er til kosninga, en láta sér ekki detta í hug að bjóða upp á köttinn í sekknum eða fara með uppá- haldsfrasa margra stjórnmála- manna: Það kemur bara í ljós. Skýr stefna um sameiginleg mál- efni og traustvekjandi borgar- stjóraefni er forsenda þess að vinstri öflin beri sigurorð af íhald- inu í Reykjavík. Tilgangurinn helgar meðalið ÁRÁS Tilgangurinn helgar meðalið, er orðatiltæki hugsjónaríkra ill- virkja og hefur því jafnvel verið fleygt meðal vel lærðra manna að Kain hafi tuldrað þetta fyrir munni sér þegar hann tvíhenti lurkinn í höfuð Abels í árdaga. Vel fellur þetta að þankagangi Platós og fátt sagði Machiavefli gáfulegra, og þetta voru ein- kunnarorð Leníns, sem hann hafði að leiðarljósi þegar hann nauðgaði kommúnismanum upp á sárasaklausa öreigana, sem aldrei báðu um hann. Þetta eru líka óopinber ein- kunnarorð Rauða kross íslands og Háskóla íslands, sem sam- einast hafa um einokun spila- víta í fjáröflunarskyni. For- svarsmennirnir telja rekstur spilavíta síst vera til fyrinnynd- ar, en sé sú fjárplógsstarfsemi stunduð til að láta gott af sér leiða, er hún lofsverð, því til- gangurinn helgar meðahð. Rekstur Rauða krossins og húsnæðismál Háskólans færu öll í handaskolum, ef happ- drætta, lottóa og sfðast en ekki síst spilakassa nyti ekki við. Spilverk mennta og mannúðar Miklar hártoganir eru iðkaðar til að fela spilavítin. ViU Háskól- inn til að mynda kaUa nýjustu tæknina til að plokka fé af spilafíflum sjálfvirkar happ- drættisvélar, en lögreglustjóra- embættinu er ekki grunlaust um að þama séu spilakassar á ferð. Þeim er komið fyrir í sjoppum og krám víða um land, og í Reykjavík á að fara að opna sérstaka spilasali þar sem ekki fer önnur starfsemi fram en spilverkið frá Háskóla og Rauða krossi. Málsmetandi lögmenn telja einsýnt að rekstur spilavítanna stangist á við lög. Gæslumaður laga og góðra siða haflast einnig að því að starfsemin sé ólögleg og biður hið háa dómsmála- ráðuneyti að skera úr um hvaða heiti á að gefa maskín- unum sem plokka fé af fólki. Séu þær kallaðar spilavélar, verður öllu klabbinu lokað, jafnvel áður en það opnar, og gróðinn gerður upptækur til ríkissjóðs, eins og þegar landa- bruggarar og smyglarar eru gómaðir. Ef málvísindadeild Háskólans getur aftur á móti sannfært lýð- inn um að forstöðumaður spU- verka skólans hafi rétt fyrir sér, þegar hann kaUar vélrænt pó- kerspil happdrættisvél, þá er allt í keiinu og spUavítin verða sett í gang á fuUu. Þar sem jókerar Háskólans hafa framselt rétt sinn til að reka peningahappdrætti og nú spUavíti til Rauða krossins, fara saman miklar hugsjónir góð- gerðastarfsemi og menningar og menntunar í spilasölunum, þar sem fé verður rakað af ffld- um og því veitt til uppbyggi- legra verkefna í þágu þurfandi og menntunarsnauðra. Göfugur tilgangur Þegar menntunarpostular og útmetnir mannvinir eru spurðir að því hvort það samrýmist sið- gæðishugmyndum stofnana þeirra að reka spilavíti, svara þeir eins og hugsjónamenn aUra tíma: TUgangurinn helgar meðalið. Gróðanum af spUakössunum er sem sagt varið í svo göfugum tílgangi að sama er þótt það sé Ula fengið eða með vafasömum aðferðum, það hlýtur að koma góðum málstað til góða. Tap spilafíflanna kemur hinum ósnertanlegu ekki við. SpUakassamir, sem verið er að setja upp, eru svipaðrar gerðar og öU spUavíti vestan hafs eru fuU af. Þeir eru uppistaða spUa- vítanna. RúUetta og Black Jack eru nánast aukageta í þeim at- vinnuvegi öUum. Á íslandi eru fyrirbærin köUuð happdrættis- vélar og njóta stofnanir lög- vemdaðrar einokunaraðstöðu til að reka þær. Nú leggur dómsmálaráðuneyt- ið höfuðið í bleyti tU að komast að hinu rétta heiti á apparötun- um. Það er svo undir nafngift- inni komið, hvort leyfi fæst fyr- ir rekstrinum eða ekki. Ef spila- kassi verður ofan á, verður að breyta lögreglusamþykktinni. Það verður auðsótt mál, því tU- gangurinn helgar meðahð. Það leikur sem sagt enginn vafi á því að spilavítin verða rekin með myndarbrag og þeir, sem þar tapa, geta huggað sig við að aurarnir þeirra styrkja góðar stofnanir, sem hafa að orðtaki að tilgangurinn helgi meðahð. OÓ TÍMINN Ritstjórn og skrifstofur: Hverfisgötu 33, Reykjavík Ritstjóri: Agúst Þór Árnason • ASstoóarritstjóri: Oddur Ólafsson • Fréttastjóri: Egill Ólafsson Póstfang: Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Utgefandi: Mótvægi hf • Stjórnarforma&ur: Gunnlaugur Sigmundsson • Auglýsingastjóri: Guðni Geir Einarsson. A&alsími: 618300 Póstfax: 618303 • Auglýsingasími: 618322, auglýsingafax: 618321 • Setning og umbrot: Tæknideild Tímans • Prentun: Oddi hf. • Útlit: Auglýsingastofan Örkin' • Mána&aróskrift 1400 kr. Ver& í lausasölu 125 kr. •

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.