Tíminn - 19.01.1994, Side 4

Tíminn - 19.01.1994, Side 4
4 Miövikudagur 19. janúar 1994 ^jMWSII STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmi&ja Frjálsrar fjölmi&lunar hf. Mánaðaráskrift 1400 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 125 kr. m/vsk. Er Grýla dauð, eða finnast fleiri? Niðurstöður skoðanakönnunar DV um að sameigin- legt framboð minnihlútaflokkanna í borgarstjórn njóti yfir 60% fylgis nú um stundir hafa vakið mikla athygli. Hver sem úrslit kosninganna verða, sýnir þessi skoðanakönnun að Reykvíkingar geta vel hugs- að sér breytingar á stjóm borgarinnar. Margt bendir nú til þess að hin höröu tök Sjálfstæðisflokksins séu að linast og raunverulegir möguleikar séu á því að flokkurinn tapi borginni í næstu kosningum. Viðbrögð sjálfstæðismanna við þessum tíðindum einkennast af tveimur staðhæfingum. í fyrsta lagi að þetta sé ekkert að marka, vegna þess að fólk viti ekki hverjir verða í framboði fyrir sameiginlegan lista. í öðm lagi að stefnuskrá minnihlutaflokkanna hafi ekki litið dagsins ljós ennþá. Þetta eru veigalítil rök. Þó að enn hafi ekki verið raðað upp á lista, liggur ljóst fyrir hverjir munu veita þessu framboði fomstu. Vilji er fyrir því að Ingibjörg Sólrún verði borgarstjóraefni, og eining er um aö for- usta Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista í borginni haldi áfram. Línur em því ekkert óskýrar nú þegar, þótt enn sé eftir að skipa einstök sæti list- ans. Reykvíkingar hafa einnig fylgst með baráttumál- um minnihlutans í borgarstjóm og það liggur í aug- um uppi að væntanlegur málefnasamningur mun taka mið af þeim baráttumálum. Eölilega veltir fólk fyrir sér ástæðunum fyrir þeirri stemningu sem áform um sameiginlegt framboð hef- ur fengið. Þar er eflaust margt sem veldur. Styrkleiki Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórninni í gegnum tíð- ina stafar ekki síst af því að borgarstjómarflokkurinn hefur komið fram sameinaður út á við, og borgar- stjórinn á hverjum tíma hefur verið settur á stall með hjálp áróðursmaskínu flokksins. Borgarstjóraemb- ætti hefur yfirleitt verið stökkpallur í formennsku í Sjálfstæðisflokknum og stól forsætisráðherra. Þessar aðstæður em ekki fyrir hendi lengur. Síðustu borgar- stjóraskipti fóm fram í óeiningu og málið var leyst með því að sækja fyrrverandi borgarfulltrúa, sem orðinn var embættismaður hjá ríkinu, og borgarfull- trúar meirihlutans sám sundraðir með sárt ennið. Meirihlutinn hefur ekki komist yfir þetta, og sú kona, sem var mest áberandi, Katrín Fjeldsted, hefur gefist upp og dregið sig út úr baráttunni með heldur nömrlegum lýsingum á samstarfsandanum í borgar- stjórninni. Önnur goðsögnin í borginni, sem áróðursmaskínan hefur komið af stað, var um hina miklu og góðu fjár- málastjórn. Sú goðsögn er einnig fallin. Hún byggð- ist á því að Reykjavíkurborg hafði sérstöðu í tekjuöfl- un vegna mikilla aðstöðugjalda í borginni. Nú verð- ur Reykjavík að búa við hliðstæða tekjustofna og önnur sveitarfélög og þetta hefur gríðarleg áhrif. Það hefur áreiðanlega einnig mnnið upp fyrir mörg- um að það sé með öllu óeðlilegt að sami flokkur hafi meirihlutavald í sveitarfélagi á borð við Reykjavíkur- borg í áramgi. Meö sameiginlegu framboði er sundmngargrýlan fallin, sem reynst hefur Sjálfstæðisflokknum best í gegnum tíðina í áróðri. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa því mikið um að hugsa á næstunni. Þeir munú nú leggjast undir feld og reyna að upphugsá nýjar grýlur til þess að hræða fólk til fylgis við flokkinn. Kosningabaráttan er kom- in af stað. Oruggsæti- takmörkuð auðlind Nú eru frambjóðendumir I próf- kjöri Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík, í óöaönn aö endur- skilgreina stööu sína og baráttu- aöferöir, en flestir frambjóöenda höfðu gefiö út að þeir stefndu á ömggt sæti. Eftir skoöanakönnun DV í vik- unni hefur ömggu sætunum fækkaö svo mikiö að í rauninni getur Markús Öm varla talist ör- uggur með borgarstjómarsæti lengur. Ástæöan er þó ekki að Sjálfstæöisflokkurinn muni tapa öllum sínum sætum, heldur sú að taugatitringurinn hjá „putta- lingunum í prófkjörinu", sem Ásgeir Hannes kalíar svo, gæti hæglega oröiö til þess að þeir reyndu aö velta Markúsi úr fyrsta sætinu. Þaö er eitt aö gera sam- komulag um aö leyfa Markúsi að sitja í friöi aleinum í efsta sætinu þegar horfur em á átta, níu, eða jafnvel tíu sætum í borgarstjóm. En þaö er annaö að standa við slíkt heiöursmannasamkomulag þegar horfur em á aö aðeins fimm sæti vinnist eöa jafnvel enn minna. Nú em ömggu sætin orðin takmörkuð auölind, eins og það heitir á fínu máli, og slag- urinn harönar í réttu hlutfalli við minnkandi kvóta. Tími kvóta- brasksins er aö renna upp hjá reykvískum íhaldsmönnum. Borgarstjóraefnin ekki örugg Þessi sannindi em nú aö ljúkast upp fyrir „puttalingunum" og ýmsir þeirra, einkum þeir sem GARRI héldu aö þeir ættu sjálfir aö veröa borgarstjórar þegar Davíö hætti, telja sig raunar ekki skulda Markúsi nokkum skapaöan hlut. Sannleikurinn er nefnilega sá aö ef skoöanakönnun DV er tekin sem líkleg vísbending um þá þró- un sem nú er í gangi í borginni, þá er fullkomlega óvíst, aö þeir sem fram til þessa hafa sjálfir tal- iö sig vera framtíöarborgarstjóra- efni íhaldsins, muni einu sinni komast inn í borgarstjóm í vor. Og þaö skiptir ekki sköpum í þessu sambandi þótt heldur hafi rýxnkaö um keppendur í efstu sætunum eftir að Katrín Fjeld- sted, eitt af borgarstjóraefnun- um, hætti frekar en að una því að Markús sæti einn að efsta sætinu. A.m.k. fimm í 2. sætiö Sjálfstæðismenn geta ekki verið vissir um nema kannski þrjú ör- ugg sæti og í mesta lagi fimm. Það dugar hins vegar ekki fyrir allan þann fjölda puttalinga sem lítur á sig sem besta valkostinn til aö taka viö af Markúsi Emi ef Sjálfstæöisflokknum tækist aö vinna borgina aftur í þamæstu kosningum. Það em ekki einu sinni nógu mörg ömgg sæti fyrir þá sem stefna í annað sætiö í prófkjörinu. Inga Jóna, Júlíus Hafstein, Vilhjálmur Þ., Ámi Sig- fússon og Anna K. Jónsdóttir hafa öll gefið út yfirlýsingar um aö þau bjóði sig fram í 2. sæti, enda ljóst aö þama fara hins sjálfskipuðu borgarstjóraefni flokksins. Sömuleiðis er vitað aö hugur nýliðanna Gunnars J. Birgissonar, Þórhalls Jósepssonar og Björgólfs Guðmundssonar stendur til sæta ofarlega á listan- um. Enn aörir frambjóöendur stefna á þriöja sætiö og fjórða sætiö, þannig að vonbiðlamir em orönir margir um efstu 3-5 sætin. Öll þessi borgarstjóraefni standa nú frammi fyrir þeim ógnvæn- lega möguleika að svo geti fariö að þau fái e.t.v. alls ekki í gullsöl- um Ráöhússins gist, en endi í besta falli sem varaskeifur vegna þess að þeir komust ekki í ömggt sæti I prófkjörinu. Því má búast viö aö draga mimi til tíðinda og einhver borgarstjóraefnanna eöa þau öll fari aö anda niður um hálsmálið á Markúsi, sem fram til þessa hefur setiö einn að sínum sætakvóta á toppnum. Þegar og ef sú skriða fer af staö er ógem- ingur aö vita hver lendingin veröur. En eitt er þó víst, slík þró- un yrði afskaplega áhugaverð. Garri Togari fyrir tvo bankastjórajeppa Nú hleypur heldur betur á snærið hjá útgerðarmönnum og þeim sem vilja eignast togara og gera út. DV skýrir frá því aö hægt sé aö fá togara í kippum í Kanada fyrir svo lítiö sem 10 milljónir kr. stykkið. Vel útbúinn togari upp á 700 tonn eöa svo með veiðarfæmm og öllum nauösynlegum trylli- tækjum í brú kostar álíka mikiö og tveir bankastjórajeppar, eða sæmileg risíbúð í Hlíðunum, ef þaö þykir kurteislegri viðmið- un. Frystitogari meö vinnsluvél- um og hraðfrystihúsi um borb kostar svona einum Skóda meira. íslenskir aðilar em aö ganga frá kaupum á 10-15 togurum á þessum spottprís aö sögn DV, en heilu flotamir em falir og er nóg eftir fyrir alla þá sem áhuga hafa á aö eignast togaraflota og hefja útgerð. Verðlagið helgast af því aö öll fiskimið Kanadamanna em uppurin og er sama hve skipin em stór og veiðarfærin fullkom- in, ekki fæst bein úr sjó. Nú er lag íslenski togaraflotinn á eftir einn til tvo túra á þorsk og ann- an fisk meö svipuðu útliti (botnfisk!!!) áður en þeir klára kvóta fiskveiöiársins en átta mánuöir em eftir af því. Eftir þaö fer flotinn í Smuguna eða á Flæmska hattinn sem reyndar er ekki fjarri ördeyðunni viö Kanada. Viöbótin viö flotann fer einnig til veiða á úthafinu, því viöbót- arkvóti fæst ekki á nýju skipin og Bolvíkingum veitir ekkert af þeim viöbótarkvóta sem kreist- Á víöavangi ur veröur út úr stjómvöldum þegar útgeröin á ekki lengur fyr- ir vaxtamun svo aö bankastjór- ar geti fengið kaupiö sitt með skilum. Nú er lag fyrir útgeröina að eignast eins mörg skip og hana langar til, en útgerðarmenn em óseðjandi þegar skipakaup em annars vegar. Hins vegar kemur þeim ekki við hvort einhver not em fyrir þau. Nýsköpunarstjómin eyddi öll- um stríðsgróöanum í togara- kaup og geröi flotann út á meiri skuldasúpu en þekktist fram að þeim tíma. Eftir eina landhelg- isútfærsluna átti aö hafa stjóm á hlutunum og bæta tuttugu skuttogurum í flotann í tilefni þess aö íslendingar sátu einir að fiskislóð sinni. Skipin urðu 105 áöur en við var litiö og varð aö setja kvóta á afkastagetuna. Aldrei nóg Þar sem allur fiskur í Norður- Atlantshafi er aö verða uppur- inn nema í Smugunni og á Flæmska hattinum, sem reynd- ar em rækjumiö, og öðrum um- deildum hafssvæðum verður að senda íslenska togaraflotann á fjarlæg miö, hvar sem þau kunna aö vera? Aöalatriöiö er aö eignast nógu marga stóra og fullkomna tog- ara þegar færi gefst aö fá þá á viöráðanlegu veröi. Hitt er þyngra en táram taki, að útgerðin skuldar 100 til 200 milljarða í þeim skipum sem hún á fyrir og þá veröur aö greiða þótt verðfall svo um munar sé orðið á stómm togur- um í útlöndum. Væri lægri talan nær sanni mundi nú vera hægt að kaupa tíu þúsund togara meö öllu fyr- ir þá upphæð. En líkast til eru þeir ekld svo margir á söluskrá þótt framboöiö sé mikið í mörg- um löndum. Stundum er veriö aö tala um aö heimsmarkaðsverð sé á hinu eöa þessu. Heimsmarkaðsverö á vel útbúnum togurum er núna 10 millj. kr. stykkið. Ef slá ætti mati á íslenska togaraflotann og leggja heimsmarkaðsverö til grandvallar er hætta við að veö- setningar og skuldir stæöust illa á. En kvótinn er þeim mun verð- mætari, aö minnsta kosti á meöan íslensk fiskislóö er eitt- hvað gjöfulli en sú viö Kanada. Vel búinn togari fyrir verð tveggja bankastjórajeppa er góö kaup. En án fiskimiða er hann harla lítils viröi. Það vita selj- endumir. En af því að allt er afstætt og í heiminum hverfult væri fróö- legt ef einhver nennti að reikna út hve mörg gömul togaraverð þaö kostaöi að þurrka upp ís- landsmib. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.