Tíminn - 16.02.1994, Page 4

Tíminn - 16.02.1994, Page 4
4 ®®mEÍuii Mi&vikudagur 16. febrúar 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmi&ja Frjálsrar fjölmi&lunar hf. Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk. Óráö skillítilla manna Það er skammt stórra högga á milli í viðleitni þeirra, sem vilja brjóta niður fiskveiðistefnuna og kæra sig kollótta um fiskvemd eða til hvers veigamiklar breyt- ingar munu leiða, þegar litið er til framtíðar. Sighvatur Björgvinsson, viðskipta- og iðnaðarráð- herra, lét sig ekki muna um það að auka þorskveiði- kvótann um nær þriðjung þegar hann var að slá um sig og afla flokki sínum vinsælda í fyrri viku. Um yfir- lýsinguna hafði hann ekkert samráð við samráöherra sína og hún kom eins flatt upp á sjávarútvegsráðherra og alla aðra. En það sýnir heilindin á stjórnarheimilinu, þegar ráðherra er farinn að gefa út stefnumarkandi yfirlýs- ingar um mikilvægt málefni sem heyrir undir allt annan ráðherra. Svona hegðun er lýðskmm í háum gæðaflokki — sem slíkt. Sem betur fer hefur sjávarútvegsráðherra gert grein fyrir sinni afstöðu í málinu, sem er sú að fara að tillög- um vísindamanna og byggja þorskstofninn upp í stað þess að gjöreyða honum. Friðunaraðgerðir mikilvæg- ustu auðlindar okkar eru ekkert einkamál misviturra ráðherra Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. En fagna ber ábyrgri afstöðu sjávarútvegsráðherra í þessu máli. Annar aðili, sem vill skipta sér af friðunaraðgerðum íslenskrar fiskislóðar, eru einhverjir sérfræðingar tollabandalagsins GATT. Þeir leggja til veiðileyfagjald og harma að það skuli ekki vera fyrir löngu komið á og eru síðan með einhvers konar hugrenningar um hvernig fiskverndin hefði gengið fyrir sig, ef lagt hefði verið veiðileyfagjald á útgerðina á sínum tíma í stað kvótakerfisins. Fjölmiðlar hafa skýrt athugasemdalaust frá hug- myndum GATT um veiðistjórn, en hafa gleymt að spyrja hvað þeim samtökum komi fiskvernd við og hvaðan þau hafi vald til að segja ríkisstjórnum fyrir verkum á því sviði. Halldór Ásgrímsson er allra manna kunnugastur þessum málum og hefur flestum öðrum betur góða yf- irsýn yfir íslenskan sjávarútveg og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið. Tíminn spurði hann um sköðun hans á veiðileyfagjaldinu og skýrslu GATT. „Það er stórfurðulegt að stofnun eins og GATT, sem á að fjalla um afnám tolla og um fríverslun í heiminum, skuli vera að skipta sér af því hvernig íslendingar kjósa að stjórna sínum fiskveiðum. Þetta er mál sem kemur þessari stofnun ekkert við. Fiskveiðar í öðrum löndum njóta mikilla ríkisstyrkja, en hér er þessi at- vinnugrein ekki styrkt. Það væri nær fyrir GATT að gera athugasemd við þetta. Það er greinilegt að full- trúar þessarar stofnunar hafa ekki kynnt sér stöðu ís- lensks sjávarútvegs frá öllum hliðum. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi komiö hingað og rætt við hagfræðinga í Háskólanum og víðar, sem hafa bent þeim á mikil- vægi þess að auka skattlagningu á sjávarútveginn. Ég tel þessa umræðu fráleita." Svona koma illa grundaðar yfirlýsingar og greinar- gerðir um stefnumörkun í íslenskum sjávarútvegi úr ólíklegustu áttum óg eru óspart notaðar í áróðurs- skyni. Sérfræðingar alþjóðlegra samtaka um tollamál fara að leiðbeina um hvernig haga á fiskvernd og iðnaðar- ráðherra tekur sér bessaleyfi til að ryðjast yfir sjávarút- vegsráðherra og gefur digurbarkalegar yfirlýsingar um að auka þorskveiði verulega, þvert ofan í aðvaranir og vilja þeirra sem best þekkja til þessara mála. íslenskur sjávarútvegur þarfnast annars en óumbeð- innar afskiptasemi sérfræðinga í tollamálum og hlaupastráka sem þurfa að afla sér stundarvinsælda. Ef ekki er hægt að ráða heilt, ættu menn að láta alla ráðgjöf lönd og leið. Hæfir og vanhæfir stjórnendur Þaö er athyglisvert að skoöa fjár- hagsútkomu RÚV á síðasta ári, ekki síst í ljósi þess að Hrafn Gunnlaugsson, framkvæmda- stjóri Sjónvarps, var settur inn á þessa stofnun sem sérstakur fulltrúi ríkisstjórnarinnar, ríkis- stjómar sparnaöar og aðhalds í rekstri. Stjómvöld, með menntamálaráðherra í broddi fylkingar en forsætisráðherra skammt undan, rökstuddu m.a. ráöningu Hrafns á sínum tíma með því að þar færi einstaklega hæfur starfsmaöur og stjóm- andi, sem ranglega heföi verið rekinn úr starfi af fólinu í út- varpsstjóranum. Á móti hefur því verið haldið fram, eins og menn vita, að ráðning Hrafns hafi verið pólitísk spilling af verstu gerð, einkavinavæðingu mun félagsmálaráðherra hafa kallaö það, orö sem hefur síðan fest í málinu. Umræ&an snúist um dagskrárgerö Landsmenn hafa í tæpt ár velt Hrafnsmálinu fyrir sér, rætt um þaö og rifist. Sú umræða hefur hins vegar að verulegu leyti snúist um dagskrárstefnu Hrafns og pólitískar krossferðir á hans vegum í dagskrárgerð og öðm því sem snýr aö áhorfand- anum sjálfum. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðu um það hvort maðurinn sé sá mikilhæfi stjórnandi inn á við, sem menntamálaráöherra og forsætisráðherra hafa viljað vera láta. Slíkt kemur raunar ekki á óvart eftir að Arthúr Björgvin Bollason gerði heyrinkunn til- mæli útvarpsstjórans um að ekkert mætti fréttast um innri Til viðbótar má spyrja hvaðan einstökum pólitískt kjörnum bankaráösmönnum kemur myndugleiki til að úrskurða menn, sem ekki hafa sótt um neina stöðu, óhæfa og láta heit- strengingar og hótanir fylgja með. Bakarinn og smi&urinn Er málið að veröa heldur vand- ræðalegt, ekki síst fyrir þá sök að einhverjir bankaráðsmanna hafa sjálfir augastað á öðm hvom embættinu. Allar vangavelmr um aö Stein- grímur sækist eftir embætti í Seðlabankanum styðjast við sögusagnir, sem vel geta átt við einhver rök að styðjast. Sama er uppi á teningnum þegar því er fleygt að Jón Baldvin hafi auga- stað á Nordalsstóli. Ef einn flokksformaöur er ótæk- ur að mati bankaráðs, þá hlýtur annar að vera það einnig. Þannig getur mótstaðan við Steingrím orðið til þess að Jón Baldvin veröi veginn og léttvægur fundinn af meirihluta krata og sjálfstæðis- manna í bankaráöinu. Þvermóðskufullir bankaráös- menn verða að skilja að þeir stöðva ekki sigurgöngu Jóns Bald- vins upp í Nordalsstól og að þeir hengja ekki bakara fyrir smið, heldur taka þeir smiðinn af líka, ef þeir sjá ekki aö sér. Ef svo verkast að hvomgur þeirra Steingríms og Jóns Baldvins sæki um bankastjórastöðu, koma víst ekki aðrir til greina en grámyglu- legir hagfræðingar og þá veröur dauft yfir Dimmuborgum viö Kalkofnsveg og blýantar nagaðir með ólund. OÓ Erfingi Nordalsstóls Maöur gemr farið að freistast til að halda að Seðlabankinn sé merkisstofnun. Margt hefur samt verið sagt og skrifað til að sanna hið gagnstæða og dugir að minna á sagnfræðina um aö áður hafi öll seölabankastarfsemi komist fyrir í eirini skúfm í Landsbankanum. Sú athugasemd fylgir þeirri upp- rifjun aö bankinn gæti sem best rúmast í skúffunni ennþá. Líklega er það eitthvað orðum aukið, þótt sennilegt megi telja. Önnur fleyg saga um starfsemi bankans em þau ummæli Jóns Baldvins flokksformanns, að starfsmennimir 160 hefðu ekkert þarfara fyrir stafni en að naga blý- anta. Reist var mröustórt hús ut- an um þá iöju. En nú flýgur sú fiskisaga að sá, sem lýsti eljuseminni í Seðla- bankanum svo eftirminnilega, sé ekki fráhverfur því aö taka að sér verkstjórn þar og finna þá eitt- hvað þarfara fyrir starfsmennina að sýsla viö en aö japla á skriffær- um. Höfnun Þjóðsagan segir að þegar Jón Baldvin Hannibalsson kom heim frá námi með próf upp á vasann í hagfræði og stjórnmálafræði, hafi hann falast eftir starfi í Seðla- banka, en Nordal hafi ekki talið piltinn æskilegan starfskraft. Jón Baldvin varð þvi aö láta sér nægja að veröa skólameistari, þingmaður, flokksformaður og ráðherra og lesa skýrslur frá Nor- dal. Og nú er tækifæri að snúa upp á kerfið, gefa því langt nef og setjast í stól Jóhannesar, sem Jón Sigurðsson heldur volgum um smndarsakir, og gefa ráöhermm fyrirmæli og góð ráð sem þeir geta ekki hafnaö. Seðlabankinn hemr verið baðaö- ur í sviðsljósum um alllangt skeið og væri að æra óstöðugan að fara aö rifja upp þann kjaftagang all- an. Þó má minna á að samkomu- lag er meðal stjórnmálamanna um að bankastjórar veröi áfram þrír en ekki einn, eins og lagt var Á víbavangi til. Tveir em að hætta og tveir verða ráðnir í þeirra stað. Áður en stöð- umar vom auglýstar vom banka- ráðsmenn farnir að gefa digur- barkalegar yfirlýsingar um aö þeir væm barasta farnir, ef Steingrím- ur Hermannsson yrði ráðinn til bankans. Ótímabærar og vægast sagt ósmekklegar yfirlýsingar ein- stakra bankaráösmanna urðu til þess að Reykjavíkurbréf Mogga gat ekki oröa bundist og sýndi fram á hve fráleitt þaö væri aö bankaráö teldi mann, sem verið hefur forsætisráöherra í sjö ár og þar ab auki gegnt öðmm ráð- herraembættum í langan tíma, óhæfan til ab stjóma banka. vandamál stofnunarinnar út fyrir útvarpshúsið. Þulumálið, þar sem sambýliskona Arthúrs Björgvins var að því er sagt er látin gjalda sambúðar sinnar þegar kom að vaktaúthlutun, bendir þó eindregið til þess að eitthvað meira en lítið hafi ver- iö að stjómunarháttum í stofn- uninni. Þaö eitt, að umræöa skuli koma upp í alvöru um að yfirmenn ríkisstofnunar séu ab GARRI ná sér niðri á öðmm yfirmönn- um meb því að skáka til og leggja í einelti undirmenn, sem tengjast andstæbingum sínum, er auðvitað afgerandi sjúkdóms- merki á starfsháttum á viðkom- andi stað. Falleinkunn En nú liggur semsé fyrir fjár- hagsleg útkoma Sjónvarpsins og á gmndvelli þeirra upplýsinga, sem þar koma fram, er hægt að glöggva sig með hlutlægum hætti á því hversu góður stjóm- andi hinn ráðherraráöni fram- kvæmdastjóri er á því sviði. Út- koman er vissulega sláandi, því skrifstofa framkvæmdastjóra sker sig hreinlega úr hvað um- frameyðslu varöar. Enginn ann- ar aðili í Sjónvarpinu kemst í hálfkvisti við Hrafn, þegar kem- ur að því að fara fram úr fjár- hagsáætlunum stofnunarinnar. í dagskrárgerð tókst Hrafni að eyða 7,2% umfram heimildir og í rekstri skrifstofu fór hann heil 12,7% fram úr áætluni Jafnvel þegar búið er að draga frá stærsta útgjaldaliðinn í rekstri skrifstofu framkvæmdastjóra, sem er breyting á anddyri Sjón- varps, fer Hrafn engu að síður manna mest framúr áætlunum. Því verður þessi sérskipaði stjómandi íslensku ríkisstjóm- arinnar bæöi í fyrsta og öðm sæti yfir þá sem lakast gekk að ráöa viö rammana sem stofnun- in bjó við í fjármálastjómun- inni. Sem fjármálastjómandi fær framkvæmdastjórinn því fall- einkunn og ráðherraskipaði starfsmaburinn, sem átti að vera svo góður stjómandi, réttlætir ekki með frammistöðu sinni að hafa verið settur með valdi í það starf sem hann gegnir. Og þó það sé í sjálfu sér alvarlegt mál að sitja uppi með menn, sem settir em með valdi í embætti sem þeir varla ráða við, þá er það óneitanlega miklu alvar- legra mál að sitja uppi með ráð- herra, sem gera sér ekki grein fyrir ókostum þess að skipa slíka menn með valdi í þessi emb- ætti. Garri

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.