Tíminn - 16.02.1994, Side 7

Tíminn - 16.02.1994, Side 7
Mibvikudágur 16. febrúar l'99'4 7 Fjórir íslendingar enn í fyrr- um Júgóslavíu: Rauði kross- inn áfram í Bosníu Meöal gesta voru Össur Skarphébinsson umhverfisrábherra og frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Landgrœöslan segir 42% landsins vera gróin. Sveinn Runólfsson landgrœöslustjóri: Skilgreina þarf hvaö sé gróiö land Alþjóðaráð Rauða krossins mun leitast við aö fylla það skarð, sem skilið verður eftir í hjálparstarfi í Bosníu-Herseg- óvínu ef Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og sam- starfsaðilar hennar neyðast til aö yfirgefa landið. Komi til loftárása herja NATO, er ólík- legt aö stofnunum Sameinuðu þjóðanna veiði vært í landinu, að minnsta kosti á yfirráöa- svæöi Serba. Alþjóðaráðiö hefur undanfamar vikur verið að búa sig undir aö taka yfir hlutverk Flóttamanna- stofnunarinnar í Bosníu-Herseg- óvínu. Þörfin fyrir neyðaraðstob meðal óbreyttra borgara er gífur- leg, sérstaklega er skortur á mat- vælum og Iyfjum. Ráðið hefur bækistöövar á 17 stöðum í land- inu þar sem leitast er við að fylla birgðaskemmur af neyðarvam- ingi, en áætlanir Alþjóðaráðsins gera ráö fyrir að ástandið versni til muna, bæði á yfirráðasvæðum Serba og í Mið-Bosníu, ef til loft- árása kemur. Starfsmenn Alþjóðaráðsins í Bosníu em um 600 og þar af um 100 erlendir hjálparstarfsmenn. Verði öryggi starfsfólksins ógnað, em tO reiöu áætlanir um að flytja þab á brott með skömmum fyrir- vara. í fyna hafði Alþjóðaráð Rauða krossins milligöngu um að 2.400 stríðsfangar vom látnir lausir, það sá um matvæladreifingu til að minnsta kosti einnar milljón- ar nauðstaddra og bar tvær millj- ónir skilaboöa milli ástvina sem misst höföu sjónar hver á öðmm. Einnig heimsótti ráðið 14.400 stríðsfanga og útvegaði 260 heilsugæslustöbvum og sjúkra- húsum lyf. Fjórir sendifulltrúar Rauða kross íslands em að störfum í fynum Júgóslavíu. Frá Patró í Borgames Forseti íslands hefur, að tillögu dómsmálaráðherra, skipað Stef- án Skarphéðinsson, sýslumann á Patreksfiröi, til þess að vera sýslumaöur í Borgamesi frá 1. mars n.k. að telja. „Þessar niðurstöður Land- maelinganna um stærð gró- Ins lands breyta I engu starfi Landgræöslunnar. Það eru líka deildar meiningar um hvað skilgreina eigi sem gró- ið land. A til dæmis að telja hálfgróið land þama meö?" Þetta sagði Sveinn Runólfs- son landgræðslustjóri í sam- tali við blaðið. Um helgina var haldin á Selfossi ráð- stefna um landgræðslu á 50 ára afmæli lýðveldisins. Margar athyglisverðar stað- reyndir komu þar fram. Meðal þess, sem kom fram á ráðstefnunni, voru nýjar tölur frá Landmælingum íslands um hve stór hluti landsins væri gróinn. Samkvæmt þeim skilgreiningum em um 42% landsins gróðri hulin, en fram til þessa hefur aðeins verið tal- iö að 25% þess væm gróin. Þessar tölur vöktu nokkra at- hygli á ráöstefnunni. Sveinn Runólfsson segir þær áhuga- verðar, en muni þó engu breyta um starf Landgræðsl- unnar á næstu misserum. Verkefnin blasi viö Land- græðslunni og verk sé hvar- vetna að vinna. Á ráðstefnunni kom fram að nú er unnið að kortlagningu þeirra svæða þar sem gróöur- og jarðvegseyðing er hvað mest. Á síðasta ári var Norð- austurland kortlagt með þess- um hætti, svo og Skaftár- hreppur og Reykjanes. Á þessu ári verða afréttir á Suðurlandi kortlagðir á þennan hátt. Á þessu verki að vera lokið fyrir sumarið 1995. Sagði Sveinn Runólfsson þetta mjög þýð- ingarmikið verkefni og gæti talsveröu breytt í skipulagn- ingu landgræðslustarfsins. I athyglisverðu erindi á ráð- stefnunni sagöi dr. Bjöm Sig- urbjömsson að huga þyrfti sér- staldega ab ástandi íandsins þegar landbúnaður væri ann- ars vegar. Markaðshorfur og vinsældir landbúnaðarvara mættu ekki einar ráða stæið bústofns í landinu. Ákvörðun á fjölda búfjár í hverjum hreppi yrði að miöast viö beit- arþol landsins og framleiðslu- getu, og fjöldinn mætti aldrei verða svo mikill að landspjöll hlytust af. Bjöm bætti því við að ferðamannastraumur yrði ab lúta sömu reglum. Vinsæld- ir landsins hjá ferðamönnum mættu ekki verða til þess að spilla því á nokkum hátt. SBS, Selfossi Yfir 90% efstubekkinga í grunnskólum fengu kynfrœbslu 1990-91, samkvœmt könnun fyrir Landlœknisembœttiö: Ekki tilgangurinn ab skoba innihald eba gæbi fræbslunnar Yfir 90% efstubekkinga grunn- skólanna fengu einhverja kyn- fræðslu veturinn 1990-91, sam- kvæmt könnun sem Sigríður Jakobínudóttir gerði meöal hátt á annað hundrað skóla- stjóra grunnskóla landsins á vegum Landlæknisembættis- ins. En þótt skólastjórar séu sammála um mikilvægi kyn- og alnæmisfræðslu í grunn- skólum, þá fær meirihluti nem- enda einungis fáeinar kennslu- stundir í þeim fræðum yfir vet- urinn. „Ekki var leitab svara við því hvort skólastjórar telji ab sá tími, sem variö er til kynfræðslu og fræðslu um alnæmi, sé hæfilegur eða ekki. Enda tryggir magn ekki gæði.... Þab var ekki tilgangur þessarar könnunar að skoða inni- hald eða athuga gæði fræðslunn- ar, og því veröur ekki metið hér frekar hvort sú fræösla, sem al- mennt er veitt, getur talist nægj- anleg eöa ekki," segir í heilbrigð- isskýrslu um könnunina. Sigríður segir skólastjóra nánast alla sammála um að rétt sé að veita unglingum í efstu bekkjum gmnnskóla kynfræðslu og að hún sé mjög mikilvæg samanbor- ið við aðra heilbrigðisfræðslu í skólum. Flestir telji þeir að kyn- fræðsla eigi að hefjast í 6. bekk. Alnæmisfræðsla hafi einnig veriö veitt í langflestum efstu bekkja grannskóla umræddan vetur, enda telji skólastjórar þá fræðslu einnig mjög mikilvæga. Megin- hluti þeirra álíti að alnæmis- fræðsla eigi ab hefjast í 8. bekk. í þeim skólum þar sem kyn- eða alnæmisfræösla var ekki veitt 1990- 91, segir Sigríður þá skýr- ingu mjög oft gefna aö hún sé einungis á námsskrá annaö hvert ár vegna samkennslu tveggja eða fleiri árganga. í raun megi því álíta aö enn hærra hlutfall grann- skólanema fái þessa fræðslu en niburstöður könnimarinnar gefi til kynna. Sigríöur segir skólastjóra þeirrar skoðunar að kennarar, hjúkran- arfræöingar og foreldrar eigi að sinna kynfræðslu fyrir unglinga á grannskólaaldri. Og reyndin sé líka sú, að það vora kennarar og hjúkranarfræðingar sem ab lang- mestu leyti sáu um kynfræðslu í grannskólum veturinn sem könnunin stób yfir. Þátt foreldra í kynfræbslu bama sinna segist Sigríöur ekki hafa skoðað. Hún segir það koma skýrt fram í niöurstöðum könnunarinnar aö almennt vilji skólamir meira samstarf og aukinn stuðning frá heilbrigðiskerfinu viö þennan málaflokk. Sá stuðningur, sem skólastjórar telji skólana þurfa mest á að halda, sé fólginn í: Heimsóknum gestafýrirlesara. Meiri ráðgjöf frá og samvinnu viö heilbrigðisstéttir. Auknu fræðslu- efni og upplýsingum um aö- gengilegt fræbsluefni. -HEI Landgræbslu- skóli verbi stofnabur? Gubni Ágústsson alþingismab- ur setti fram þá hugmynd á ráð- stefnu um landgræöslu, sem haldin var á Selfossi um síðustu helgi, að stofnaður verbi Land- græðslu- og gróðurvemdarskóli Islands. Guðni sagðist telja ab slíkur skóli geti oröið til ab virkja þjóðina í baráttunni vib gróðureyðingu. „Mín hugmynd er ab þetta verði eins konar opinn vinnu- skóli. Heilu hópamir kæmu í sjálfbobaliðavinnu við land- græðslustörf. Þeir myndu undir handleiðslu sérfróbra manna á þessu sviði stinga niður rofa- börð, sá og gróðursetja. Ég held að svona skóli gæti átt þátt í að virkja þjóðina í landgræbslu og gróburvemd," sagði Guðni. -EO

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.