Tíminn - 16.02.1994, Page 8

Tíminn - 16.02.1994, Page 8
8 &mfam Mi&vikudagur 16. febrúar 1994 íslendingar eiga möguleika á vinnu hvar sem er á hinu Evr- ópska efna- hagssvæöi Berlín er stærsta bygg- ingasvæ&i í Evrópu um þessar mundir. Bygg- ingafyrirtæki hva&anæva úr álfunni hafa komiö sér fyrir í borginni og sjá fram á óþrjót- andi verkefni eitthva& fram á næstu öld. í atvinnuleysinu hér heima á árunum 1968-69 leitu&u smi&ir í stórum stíl til Svíþjóöar þar sem næga vinnu var aö fá. Sú spuming hlýtur a& vakna hvort hin nýja /gamla höfu&borg Þýskalands geti þjónab hlutverki frænda okkar og tekiö á móti þeim ís- lendingum sem treysta sér til a& leita út fyrir landsteinana a& vinnu. Eiríkur Bragason verkfræöing- ur hefur starfab í Berlín frá því í fyrrasumar. í síðustu viku kom hann í stutta heimsókn til ís- lands til að halda fyrirlestur á vegum Steinsteypufélags ís- Iands um þá uppbyggingu, sem nú á sér staö í austurhluta Þýskalands. Eiríkur telur íslenska verkfiæb- inga eiga góöa möguleika á að komast í eitthvert af þeim ótölulega fjölda verkefna sem em í bígerö þar sem áður var Austur-Þýskaland. En hvað olli því að hann sjálfur lagði land undir fót og flutti til Berlínar? „Ég kom þama fyrst fyrir rúmu ári til aö vinna aö ákveönu verk- efni. Þá sá ég hvað var ab gerast. Það er ekki hægt að líkja því vib annað en gullgrafarastemmn- ingu. Þegar ég kom svo aftur heim í niðursveifluna og sam- dráttinn, fór ekki hjá því að mér yröi hugsaö til þess sem var aö gerast í Þýskalandi. Ég dreif í aö hafa samband við nokkra af þeim sem ég hafði kynnst og áö- ur en varði hafði ég fengiö ein þrjú atvinnutilboð sem ég gat valiö úr." Hvers konar vinna var þetta? „Þetta voru ráögjafastörf við brúarsmíði. Ég er sérmenntaöur í byggingu forspenntra mann- virkja. Hraöbrauta- og jám- brautabrýr em þaö sem ég hef aðallega fengist viö. Verkefnin í Berlín em óþrjótandi. Þaö þarf aö tengja þama tvær milljóna- borgir, austur- og vesturhlut- ann, sem höfðu þróast í sitt- hvora áttina frá því ab murinn var reistur árið 1961. Þaö em fyrst og fremst umferðarmann- virki sem þarf aö koma upp, til aö annað athafnalíf í borginni geti gengiö nokkum veginn snurðulaust fyrir sig. Jámbraut- ir, sem renna eftir teinum á brúm, tengja borgarhluta meö mjög virkum hætti án þess aö tmfla umferö á jörðu niðri. Þess vegna er mjög mikilvægt að jámbrautarsamgöngur komist sem fyrst í sem best lag." Nú fréttist lítið annaö frá Þýskalandi en aö þar sé allt á niðurleiö. Hagvöxtur er lítill, ef miðað er viö síöustu ár, og tölur um atvinnuleysi em ógnvekj- UTLÖND andi. Hvemig má þaö vera aö á sama tíma sé allt á fleygiferð upp á við í og umhverfis Berlín? „Þaö gleymist að fyrir samein- Stœrsta byggingarsvœöi í Evrópu: Viö Potsdamertorg voru fjölförnustu gatnamót Evrópu fyrír seinni heimsstyrjöldina. Eiríkur Bragason verkfrœöingur vinnur viö brúarhönnun í Beríín. Tímamynd AÞA inguna var Vestur-Þýskaland mesta útflutningsland veraldar. Og þó aö sameiningin reyni á kraftana, þá krefst hún um leið gífurlegrar uppbyggingar. Það er t.d. reiknaö meö 20% aukningu í fjárfestingu í nýju sambands- löndunum. Og ráögert er aö byggja rúmlega hálfa milljón íbúða í Þýskalandi á þessu ári. Ástæöan fyrir atvinnuleysinu í austurhlutanum er m.a. sú aö fjöldi fólks hefur ekki menntun sem nýtist viö uppbygginguna. Sem dæmi má nefna aö nokkur hundmö þúsund manns voru aö leika „Jón spæjó" á meöan Austur-Þýskaland var og hét. Þetta fólk á eðlilega erfitt meö að finna vinnu við hæfi í sam- einuöu Þýskalandi. Þaö hefur veriö ákveöið endan- lega ab borgin verði höfuöborg og forsetinn er fluttur þangað meö allt sitt hafurtask. Til aö gera þetta mögulegt þarf að byggja upp fyrir um eitt þúsund milljaröa íslenskra króna." Hver voru kynni þín afÞýskalandi áður en þú fórst að vinna þar? „Ég lauk verkfræöiprófi frá Há- skóla íslands 1985 og ákvaö ab fara til útlanda og halda áfram aö mennta mig. Ástæöan fyrir því aö Vestur-Berlín varö fyrir valinu var aö mér fannst staða borgarinnar mjög spennandi. Þaö var litib á hana sem „fram- vörð" vestrænna gilda í sam- stuöi vib sýningarglugga austur- blokkarinnar, eins og Austur- Berlín var oft kölluð. Eg á Einari B. Pálssyni prófessor þessa ákvöröun aö nokkm aö þakka, en hann hvatti mig til aö fara þangaö sem eitthvað væri aö gerast í menningarlífinu og Þaö var mjög spennandi að starfa hér fyTstu tvö, þrjú árin, en eftir þaö fóm vonbrigöin aö láta á sér kræla. Ég varö að horf- ast í augu viö það hvaö ísland er einangraö og hér er óneitanlega um stöðnun að ræöa á flesmm sviðum. Ég held að það hafi veriö mikil mistök aö sækja ekki um aðild að Evrópubandalaginu. Úti er talaö um Evrópubandalagið og umsækjenduma. Það er aldrei minnst á EFTA sem eitthvab sem skipti máli. Við getum ekki leyft okkur aö standa hjá í þeirri þróun sem á sér stað í álfunni." Pú leitaðir þér ffamhaldsmennt- unar í útlöndum. Að undanfómu hefur verið rœtt um að koma á fót meistara- og rannsóknamámi hér heima í sem flestum greinum. Weizsackerhjónin nýflutt til Beríínar. varla er hægt að hugsa sér betri staö en Berlín í þeim efnum." Þú hefur ekki orðið fyrir vonbrigð- um? „Nei, þegar ég lít til baka er ég afskaplega sáttur viö þessa ákvörðun. Ég heillaöist strax af þýskri verkfræðikunnáttu og sannfærðist enn frekar pólitískt við ab geta borið austrið og vestriö saman meö því aö búa á þessari vestrænu eyju mitt úti í „hafinu rauöa". Ég get þó ekki neitað því aö hafa oröiö fyrir léttu menningarsjokki, ekki síst viö aö sjá æskustöðvamar úr svona mikilli fjarlægö og bera þær saman viö þaö sem manni var boöið upp á í þessari mjög svo sérstæðu borg sem Berlín var áöur en múrinn féll." Þú laukst framhaldsnámi haustið 1988. Hvemig fannst þér að koma heitn eftir dvölina í Berlín? „Ég fékk vinnu viö hönnun ráöhússins, sem var mjög skemmtilegt verkefni. Síðan fór ég aö vinna viö virkjanir og svo í lokin vom það brúarfram- kvæmdir. Hvað finnst þér um það? „Ég tel aö viö eigum ab halda okkur viö aö byggja hér upp gott fyrrihlutanám, en beina fólki frekar til útlanda ef þab vill læra meira. Mér finnst t.d. skipta meira máli aö koma á fót fyrrihlutanámi í arkitektúr en meistaranámi í verkfræöi. Viö verðum aö horfa meö raumsæj- um augum á kostnaöinn sem fylgir sérhæfðu rannsóknar- námi. Ef viö lítum á mitt nám í brúarverkfræði, þá væri fárán- legt að bjóöa upp á slíkt hér, þar sem eðlilegt væri aö einn nem- andi hæfi nám í greininni ann- aö hvert ár." Er ekki hcetta á fólksflótta frá fs- landi við þessar aðstœður? „Að sjálfsögðu er ákveðin hætta á aö slík byggöarröskun eigi sér stað. Og ef ekki á aö fara fyrir Reykjavík eins og landsbyggö- inni, verðum við aö búa betur að þeim sem hér starfa." En er Evrópska efhahagssvaeðið ekki nóg fyrir okkur? „Jú, í bili. En þegar til lengri tíma er litiö, þá blasir við enn frekari einangrun. Hvar veröa helstu tengsl okkar viö útlönd, þegar Norðurlöndin eru öll komin í Evrópubandalagiö? Varla viö Bandaríkin og þaöan af síður við einhver ríki Asíu." Hvemig sérðu fyrír þér vinnumark- aðinn á EES-svceðinu? „Það er ekki mikið mál fyrir ein- staklinga eins og sérmenntaöa verkfræðinga að bregöa undir sig betri fætinum og komast í vinnu annarstaöar í Evrópu. Það er flóknara þegar fyrirtæki eiga í hlut, því við erum svo langt í burtu frá öllu. Heppilegast væri að fyrirtæki hér ættu samstarf við fyrirtæki erlendis, þannig aö það væri hægt að auka eða draga úr starfseminni eftir því hvar álagiö væri. Ef viö lítum á það, sem Danir og aörar Noröur- landaþjóðir hafa verið að gera í Þýskalandi, þá má ýmislegt af því læra. Sérhæfð og almenn byggingarfyrirtæki frá þessum löndum hafa náö vænni sneið af framkvæmdaköku Þjóðverja. Ef fyrirtæki héðan eru að hugsa sér til hreyfings, býst ég við aö heppilegast væri aö þau reyndu að koma sér í samband viö þýska verktaka og sækjast eftir samstarfi sem undirverktakar. Ég ráölegg þeim, sem hafa áhuga á að reyna fyrir sér, aö byrja samt á aö læra málið." Hvað með Útflutningsráð? Aðstoð- ar það fyrirtceki við að leita út? „Útflutningsráð er meö skrif- stofu í Berlín, en ég get ekki sagt aö ég sé sammála þeim vinnu- brögöum sem mér sýnast viö- höfð á þeim bæ. Áxangurinn virðist líka eftir því. Þaö eru reyndar nokkrir mánuöir síðan ég átti samskipti viö skrifstof- una og þá var starfsstúlka þar sem hvorki talabi íslensku né þýsku. Mig minnir aö hún hafi verið dönsk. Hún hefur eflaust veriö hinn ágætasti starfskraftur að ööru leyti, en mér finnst þetta samt dæmigert fyrir þaö hvemig viö stöndum aö svona málum. Miöað viö mína reynslu em fyrirtæki betur sett meö aö sækja annað en þangað. Það má heldur ekki líta framhjá því aö nýjasta samskiptatækni býður upp á aö hönnunarvinna sé unnin aö mestu í öðm landi en framkvæmdin fer fram í. Þetta gefur íslendingum möguleika á aö ná sér í verkefni, ef þeir koma sér upp nógu góöum sambönd- um. Ágúst Þór Ámason

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.