Tíminn - 01.03.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.03.1994, Blaðsíða 6
6 Wítfíiwn Þri&judagur 1. mars 1994 Horfur á oö meö sameiginlegu átaki Vesturlanda og Rússa takist oð binda enda á Bosníustríö Rússland hefur tekið sér fyrir hendur aö reyna aö stilla til friðar í Bosníu-Hersegóvínu í félagi við Vesturlönd, og við liggur að feginsandvarp heyrist líða frá brjósti Vesturlanda af því tilefni. Þó er þetta í fyrsta sinn eft- ir fall Sovétríkjanna, sem Rúss- land hefur veruleg afskipti af mál- um landa utan fyrrverandi Sovét- ríkja. Rússland er þar með enn á ný oröið áhrifaaöili í Balkanlönd- um, eins og það hefur lengst af veriö síðustu tvær aldimar. Nokkrar horfur vom á því aö hótun Nató um loftárásir á Serba yrði til þess að Vesturlönd sykkju enn dýpra í það vandræöafen sem Bosníustríðiö hefur verið fyrir þau alla þess tíð. Þau vandræði em m.a. fólgin í þvi aö samstaða Vesturlanda gagnvart vandamáli þessu er ekki alger. Bandaríkin em herskárri gagnvart Serbum en Vestur-Evrópa. Þau hafa ekki landher í Bosníu, svo aö þeirra drengir veröa ekki fyrir barðinu á Serbum, ef þeir skyldu svara Na- tó- loftárásum með stórskotahríö á Unprofor, herliö það sem er í Bosm'u á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Bandarískur almenningur á því auðveldara en vesturevrópsk- ur meö að fyllast heilagri reiði gegn Serbum sem fyrirfram ákveðnum sökudólgum í hvert skipti og sjónvarpið birtir hryll- ingsmyndir frá Sarajevo. Slíkra viöbragöa er aö vænta eftir að ríkjandi viöhorf stjómvalda og í fjölmiölum á Vesturlöndum hef- ur allt frá upphafi Bosníustríbs verið aö Serbar séu ábyrgir fyrir þeim hryllingi að stærstum eöa langstærstum hluta. Fribsamir Evrópumenn Þar aö auki finna Bandaríkin, hið eina af ríkjum heims sem nú rís undir því að kallast heimsveldi, sig knúö til ab taka í þessu máli ab nokkm miö af viðhorfum ann- arra en Evrópumanna. Er senni- legt að þessi „stórpólitíska" af- staöa Bandaríkjanna felist aöal- lega í því aö hafa hliðsjón af ís- lamska heiminum. Bosníuvandinn er á næstu grös- um við vestanverða Evrópu og enn flóknari og erfibari viðfangs ab mati manna þar en hann er í augum Bandaríkjamanna. Sagt er um Bismarck að hann hefði helst viljað girða „saubaþjófana" (eins og hann var vanur að kalla Balk- anbúa einu nafni) af frá Evrópu. Vera kann að margir Vestur-Evr- ópumenn og Kanadamenn, ekki síst þeir sem eiga syni eða aðra sér nákomna í Unprofor, hugsi eitt- hvaö svipaö í dag. Þeir og landar þeirra eiga líklega erfitt með ab trúa því að þá reki nauður til, hagsmuna þjóba sinna vegna, ab fara í stríð viö Serba. Ætla má og að þjóðir, þar sem algengast er aö ekki sé nema einn eöa kannski tveir synir í fjölskyldu, séu til þess aö gera fribsamar. Ríki vestan- verörar Evrópu eru þar aö auki ekki í einum anda í málum þess- um. Frakkland er einna herskáast, aö sumra sögn í þeirri von aö vesturevrópsk hlutdeild í stríðinu leiöi til samruna Evrópusam- bandsríkja í hermálum og að í þeim samruna hljóti Frakkland aö verða forusturíkið. Norðurlanda- menn og Kanadamenn eru ekki lausir vib grun um að Bretar og Frakkar séu í herskárra lagi vegna þess að þeir geri ráb fyrir að nor- rænar og kanadískar hereiningar í Tuzla og Srebenica yrðu öðm Unprofor-liði fremur fyrir líkleg- Bam eftir eina sprengjuárásina: reibi Vesturlanda út af hryllingnum í Bosníu hefur beinst nokkub einhliba gegn Serbum. Rússland aftur á Balkan BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON um endurgjaldsárásum Serba, þar eð hereiningar þessar kváöu vera lítt búnar til aö verjast stórskota- liöi. Grikkir em Serba megin í deilunni á grundvelli rétttrúnað- arkristinnar og andíslamskrar samstöðu. Serbar reiba sig á Rússa Enda þótt Bosníumúslímar hafi um skeið verib sá af stríðsaðilum, sem mest hefur staöið gegn því að friöur væri saminn, kváðu stjóm- ir Vesturlandaríkja líta svo á aö þau eigi vart annars kost en ab ráðast gegn Serbum, sem nú era fremur friðarfúsir, fari Vesturlönd í stríðið á annaö borb. Sú afstaða, sem kann að viröast kynleg, stafar einna helst af því að Vesturlönd hafa frá upphafi stríbsins veriö að nokkm Bosníumúslíma megin. Þau viröast óttast að algert und- anhald frá þeirri afstöbu kæmi hallærislega út fyrir þau. Slík af- stöðubreyting myndi þar að auki baka þeim reiði íslams. Enn ömurlegra yrbi þó fyrir Vesturlönd ef þab skyldi koma á Bhutto frá Pakistan og Cillerfrá Tyrklandi íSarajevo: Bandaríkin hafa „stór- pólitíska" hlibsjón afíslam. daginn að þau hefðu farib í stríð til stuðnings Bosníumúslímum vegna hryðjuverks sem Bosníu- múslímar hefðu framib, en að sumra sögn em þeir ekki síður lík- legir en Serbar til að hafa skotið sprengjunni á útimarkaðinn í Sarajevo. Bosníumúslímum hefur lengi verib kappsmál að fá Vestur- lönd í stríöið með sér og Bretinn Michael Rose, æösti maður Unp- rofor, sakaöi þá nýlega um vopna- hlésbrot í þeim tilgangi ab spana Serba til gagnaögeröa er leitt gætu til þess að Nató réöist gegn þeim. Serbar líta svo á (og eldd að ástæðulausu) að Vesturlönd séu Bosníumúslíma megin í deilunni. Rússar draga hinsvegar taum Serba. Enda uröu Serbar fúsari til ab fallast á kröfur Vesturlanda um að þeir færbu stórskotalib sitt frá Sarajevo eftir að Rússar vom orðnir málsaöilar. Þaö kemur án efa til af því ab Serbar gera sér vonir um að Rússar muni sjá til þess að þeirra hlutur verbi ekki fyrir borð borinn. Bosníumúslím- ar, sem sennilega vom orbnir nokkuð vongóðir um að Vestur- lönd færu í stríöið með þeim og tryggöu þeim sigur í því, taka Rússum hinsvegar ekki með nein- um fögnubi. Aö öllu samanlögðu eykur þetta líkurnar á að Bosníu- múslímar fallist á tillögur vestur- lenskra sáttasemjara um skipt- ingu landsins og að þar með tak- ist friöur. Það auðveldar Rússum leikinn í tafli þessu að þeir em — gagn- stætt Bandaríkjunum — lausir viö byrði risaveldisins. Sem heims- veldi í togstreitu kalda stríösins hélt Rússaveldi sig við alþjóða- hyggjuna að formi til og forðaðist í utanríkismálum að hygla þjób- um með hliðsjón af ættemi þeirra, tungu og menningu. Nú er Rússland nánast „svæðisbundið stórveldi". Það gerir að verkum aö því finnst auðveldara en áður ab taka afstöðu á gmndvelli skyld- leika tungumála, menningar- skyldleika og sameiginlegra trúar- bragða. Þetta, ásamt með beinni þjóðemishyggju, virbist raunar vera gmnnviðhorf í utanríkismál- um „hins nýja" Rússaveldis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.