Tíminn - 19.03.1994, Side 1
SÍMI
631600
78. árgangur
STOFNAÐUR 1917
Laugardagur 19. mars 1994
Stakkholti 4
Inngangur frá
Brautarholti
55. tölublað 1994
Pálmi hleyp-
ur uppi þjof
Séra Pálmi Matthíasson, prestur
í Bústaðakirkju í Reykjavík,
stöðvaði mann í gærmorgun
sem ætlaði sér að stela hljóð-
kerfi kirkjunnar. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni
var einn helsti góðkunningi
hennar þama að verki. Maður-
inn hafði leitað aðstoðar hjá
séra Pálma vegna peningaleysis
en þakkaði fyrir sig með því að
reyna að stinga af með eigur
kirkjunnar. Þess ferð mannsins
varð þó ekki til fjár því að prest-
urinn hljóp hann uppi og tókst
að koma í veg fyrir þjófnaðinn.
Pálmi vildi ekkert tjá sig um
þetta mál í gær. -GBK
Formabur Flugrábs:
Leifur hættir
Leifur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs
Flugleiða, sagði af hefur sagt af
sér formennsku í Flugráði í
framhaldi af gildistöku nýrra
stjómsýslulaga. Uppsögn hans
barst samgönguráðherra bréf-
lega í gær.
Leifur hefur gegnt formennsku
í Flugráöi undanfarin rúm 14 ár.
Áður hafði hann gegnt mikil-
vægum störfum fyrir Flugmála-
stjóm og Flugráð, um tveggja
áratuga skeið. Hann var m.a.
framkvæmdastjóri flugöryggis-
þjónustu, fjármála- og flugvall-
ardeildar Flugmálastjómar og
varaflugmálastjóri frá 1973-'78.
Vopnafjörbur:
Tjón eftir
sprengingu
Öflug sprenging varð í Síldar-
verksmiðjunni á Vopnafirði rétt
eftir klukkan 14 í gær. Verið var
að hita vatn í sérstökum vatns-
kút þegar kúturinn sprakk
skyndilega. Sprengingin rauf
gat á gafl hússins og við þaö
féyktust jámplötur allt að 40
metra frá húsinu. Enginn slas-
aðist við sprenginguna og má
telja það mikla mildi þar sem
fólk var við vinnu í verksmiðj-
unni og í næsta nágrenni henn-
ar þegar hún varö. Ekki var vit-
aö um orsök sprengingarinnar
seinni partinn í gær en málið er
í rannsókn hjá lögreglunni á
Vopnafirði. -GBK
Sigrún Magnúsdóttir um
borgarstjóraskiptin:
Auglýsinga-
brella
R-Iistinn hefur kosningabaráttu
sína í dag með baráttufundi í
Súlnasal Hótel Sögu kl. 14.00. Sig-
rún Magnúsdóttir, efsti maöur
listans, er í viðtali um borgarmál-
in af því tilefni.
Sjá bls. 2
Gengib til spurninga
Tímamynd CS
Daginn lengir og þab styttist í voriö. Páskarnir eru á næsta leyti og prestar vítt og breitt um landib búa fermingarbörn undir staöfestingu
skírnarheitsins. Stúlkan á myndinni heitir Katrín Atiadóttir, en hún verbur fermd afséra Árna Bergi Sigurbjörnssyni á sunnudaginn eftir viku
í Áskirkju.
Framleiöendum lítiö fœkkaö heldur hafa sauöfjárbúin minnkaö segir Ríksendurskoöun:
Kostnaður ríkisins vegna búvöru
lækkað úr 9-10 milljörðum í 5
„Kostnaður ríkissjóðs vegna
búvöruframleiðslu nam ab
jafnaði níu til tíu milljörbum
kr. á ári á gildistíma eldri bú-
vörusamnings (m.v. verölag
nóv. sl.) og er þá ótalinn ýmis
óbeinn kostnaður. Áætlab hef-
ur verib ab útgjöld vegna nú-
gildandi samnings veröi um
5,1 til 5,2 milljarbar á ári."
Þetta er meðal niðurstaðna Rík-
isendurskoðunar í nýrri skýrslu
um framkvæmd búvörulaga
1988-1993. Tekist hafi að
minnka kindakjötsframleiðsl-
una verulega, en lítill árangur
náðst í að tryggja hagkvæma
framleiðslu, því að framleiöend-
um hafi lítið fækkað. Bæði fjár-
festing og mannafli sé því verr
nýttur en áður. Vegna minni
framleiðsluskerðingar í mjólk
(5%) og greiöari viöskipta með
fullvirðisrétt hafi kúabú hins
vegar ekki minnkað, heldur
fækkað. Megi því ætla að af-
koma kúabænda sé jafnaöarlega
betri en fjárbænda. Ríkisendur-
skoðun telur að ekki hafi tekist
að nýta það svigrúm sem skap-
aðist til að aðlaga kindakjöts-
framleiðsluna að innanlands-
markaði. Tímabimdin leiga full-
viröisréttar virðist t.d. í mörgum
tilvikum aðeins hafa frestaö
nauðsynlegri skeröingu á full-
viröisréttinum. Markmiðið um
frjáls innkaup hafi ekki gengið
eftir og því hafi komið til skerð-
ingar á framleiðslurétti allra
bænda. Verðábyrgð ríkisins
vegna kindakjötsframleiðslu
hafi lækkað úr 12.200 tonnum í
7.700 tonn eða 37%. „Ekki er
hægt að staðhæfa að verömynd-
unarkerfið og ábyrgð ríkisins á
framleiöslunni hafi tryggt að
kjör þeirra sem landbúnað
stunda hafi verib í samræmi vib
kjör viðmiöunarstétta," segir
Ríkisendurskoöun.
„Með framleibslustjómun hef-
ur tekist ab minnka framleiðslu
sauðfjárafurða, en ekki ná um-
talsverbum árangri við að
tryggja hagkvæmari fram-
leiöslu. Þrátt fyrir vemlegan
samdrátt í greininni hefur fram-
leiðendum ekki fækkað að sama
skapi heldur hefur meðalstærb
saubfjárbúa minnkaö. Nibur-
færsla á fullvirðisréttinum tók
ekki tillit til hagkvæmnissjónar-
miða. Þetta hefur orsakað það,
að fjárfestingar á bújörðum og í
vinnslustöövum em verr nýttar
en áður. Sama máli gegnir um
þann mannafla sem vinnur við
landbúnaö. Smæð fjárbúa hefur
leitt til þess að sauðfjárræktin er
víða stunduð í hlutastarfi. Til
þess að slíkt sé hagkvæmt þarf
að vera hægt að stunda hana
með öömm búskap eða at-
vinnu. Aöstæður bænda til ab
bæta sér upp tekjutap vegna
minni framleiösluréttar em þó
mjög mismunandi," segir Ríkis-
endurskoðun. Undanfarin ár
hafi neysla kindakjöts stöðugt
minnkað enda eigi það í harðri
samkeppni vib annab kjöt.
Miklum fjármunum hafi verið
varib til ab halda eftirspuminni
uppi. Ekki liggi ljóst fyrir hvort
hægt sé að halda hlut kinda-
kjöts á markaönum ef dregið
yrði úr þessum kostnabi.
-HEI