Tíminn - 19.03.1994, Qupperneq 6
Laug^rcUgwr i
Upp komast
svik um síbir
Nancy White, 22ja ára gömul móbir sem var ab fagna brúbkaupsafmœli
meb manni sínum.
í maí 1991 sátu tveir rann-
sóknarlögreglumenn viö
skrifborö sín í höfuöstöövum
San Diego-lögreglunnar meö
fjögurra ára gamalt óleyst
morömál fyrir framan sig.
Fórnarlambið var 22ja ára
gömul húsmóöir. Lík hennar
haföi fundist klæölaust í friö-
lýstum þjóögaröi skammt frá
San Diego.
Þetta var eitt af þeim málum
sem mikla athygli vöktu í fjöl-
miölum á sínum tíma, en fæstir
minntust þess nú, fjórum ámm
seinna.
Þaö var 28. ágúst 1987 sem
áhyggjufullur eiginmaöur
hringdi í lögregluna í San Diego
og sagöi aö konunnar hans væri
saknaö. Hún hét Nancy Allison
White.
Örlagarík vélarbilun
Eiginmaöurinn, sjóliösforingi
aö atvinnu, bjó tímabundið í E1
Centro, Kalifomíu, og þremur
dögum áöur haföi konan hans
heimsótt hann I tilefni af brúö-
kaupsafmæli þeirra. Eftir aö
hún lagöi af stað heim til sín
daginn eftir hafði ekkert til
hennar spurst. Reyndar hafði
hún hringt í mann sinn, miöja
vegu á milli San Diego og E1
Centro, og þá haföi hún sagt aö
bíllinn heföi bilað og þarfnaöist
viðgeröar. Þaö reyndist örlaga-
rík vélarbilun. Eiginmaöurinn
var upptekinn sakir vinnu, en
hringdi í vinafólk, sem var aö
passa ungan son þeirra hjóna
þessa helgi, og baö þau að ná í
Nancy. Þegar þau komu á staö-
inn var bíllinn á sínum stað, en
mannlaus.1
ítarleg leit var hafin og bar
hún loks árangur 2. september,
þegar maöur á mótorhjóli
stöövaði á hraöbrautarbrún til
aö létta af sér klæöum. Þá fann
hann vonda lykt, sem kom frá
afgirtum þjóögarði við hlið
hraöbrautarinnar, og ákvaö að
athuga máliö nánar. Nokkrum
sekúndum seinna stóö hann yf-
ir rotnandi líki Nancy Allison
White.
Kmfning leiddi í Ijós aö Nancy
heföi verið myrt á hrottafeng-
inn máta. Hún hafði veriö sleg-
in í andlitiö með einhverju sem
mölvaöi nef hennar og sprengdi
báöar varir. Þá haföi hún verið
kyrkt, meö berum höndum aö
taliö var, og auk þess svívirt
kynferöislega.
Blái pallbíllinn
Sést hafði til tveggja bifreiöa
nálægt einkabíl Nancy, kvöldið
sem hún hvarf. Bíllinn hennar
var á litlu bílastæði fyrir utan
sjoppu við þjóðveg nr. 1. Ann-
ars vegar var um bláan pallbíl
aö ræöa og hins vegar hvítan
Volkswagen húsbíl. Lögregl-
unni tókst aö hafa uppá eigend-
um ökutækjanna.
Maöurinn á bláa pallbílnum
reyndist heita Elmer Lee Nance,
57 ára gamall garðyrkjumaöur.
Þegar lögreglan reyndi að hafa
tal af honum, stökk hann upp í
bifreið sína og keyrði á braut.
Eftir alllangan eltingaleik tókst
lögreglunni aö stöðva manninn
og þar sem mjög svo grunsam-
legt athæfi hans benti til aö
Elmer Nance, mibaldra garbyrkju-
mabur sem tókst ab leyna glœp
sínum í fjögur ár ábur en málib
upplýstist.
hann heföi eitthvað aö fela, var
hann handtekinn og færður á
lögreglustöö. Nance bölvaöi og
ragnaði og virtist varla heill á
geösmunum.
Nance var tekinn í tveggja
klukkustunda yfirheyrslu. Hann
viðurkenndi aö hafa lagt bíl sín-
um viö hliðina á ökutæki hinn-
ar látnu, daginn sem hún var
myrt, en þaö heföi aöeins veriö
á meðan hann snæddi ham-
borgarann sinn og síðan haföi
hann haldið áfram leiöar sinn-
ar. Hann sagðist aldrei hafa séð
hina látnu, en benti lögregl-
unni á aö þama hefðu margir
bílar lagt þennan dag og því
kæmu margir til greina.
Látinn laus
Aöspuröur um hvers vegna
hann hefði reynt að flýja frá
lögreglunni, er hún hugðist
taka hann til yfirheyrslu, sagöi
Nance einfaldlega: „Lögreglan
fer í taugamar á mér."
Nance var samt sem áöur sett-
ur í fangageymslur í tvo sólar-
hringa, þar sem hann hafði
brotið fjölda umferðarlaga á
flóttanum undan lögreglunni.
Hann var einnig settur í lyga-
mælispróf. Útkoman úr því
reyndist ekki fullnægjandi og
því var honum sleppt eftir
tveggja daga fangavist. Á sama
tíma vom eigendur annarra
ökutækja rannsakaöir, sem
höfðu veriö í grenndinni þenn-
an dag, en ekkert kom frekar út
úr því.
Skuggaleg fortíb
Það var meö hálfum huga sem
lögreglan lét Nance lausan. Á
meöal þess, sem geröi hann tor-
tryggilegan, vom skrár sem
vitnuðu um aö hann væri kyn-
feröisglæpamaður og hefði þrí-
vegis hlotiö dóm fyrir óeðli sitt
á kynferðissviöinu. Auk þess var
hann skrámaöur á hægri hendi.
Hann gaf þá skýringu að hann
hefði hruflað sig viö bílavið-
geröir, en lögreglunni fannst
líklegra að hann hefði hlotið
þessi meiösl í átökum við ein-
hvem. En ekkert var hægt að
gera í málinu viö svo búiö.
Nance átti heldur ömurlega
fortíö. Foreldrar hans höföu
veriö óreglufólk og skildu þegar
Nance var 11 ára gamall. Hann
leiddist snemma út í óreglu, en
tók sér tak um 16 ára aldur, þeg-
ar frændi hans fóstraði hann
SAKAMAL
um nokkurra ára skeiö. Nance
útskrifaöist meö próf í garð-
yrkju nokkmm ámm seinna.
Upp úr tvítugu fór að bera á af-
brigöilegri kynhneigö Nances
og komst hann nokkmm sinn-
um í kast viö lögin þess vegna.
Auk þess þótti hann ofbeldis-
hneigöur og var tvívegis kæröur
fyrir líkamsárás. Hann átti eina
misheppnaöa sambúð aö baki,
en henni lauk eftir aö hann
lagði hendur á konu sína með
þeim afleiöingum aö flytja
þurfti hana á sjúkrahús.
Foreldrar Nances létust með
skömmu millibili eftir að ung-
Ron Thill ákvab ab taka afsér silki-
hanskana vib yfirheyrslurnar.
Fjórum árum eftir
moröiö lá Elmer
Nance enn undir
grun, en gekk þó
laus um götur baej-
arins. Þegar rann-
sóknarlögreglu-
mönnunum Dan
Hatfield og Ron Thill
var faliö aö rann-
saka óupplýst morö-
mál í borginni, kom
skýrslan um Nancy
White fram í dags-
Ijósiö í fyrsta skipti í
nokkur ár. Þeir
ákváöu aö kanna
Nance, líklegasta
moröingja Nancy
White, til hlítar.
lingsámnum sleppti. Hann
kenndi læknum um dauða for-
eldra sinna. Þau höfðu lagst á
sjúkrahús með þriggja ára milli-
bili og bæöi látist þar eftir alvar-
leg veikindi, sem aö mestu
mátti rekja til ólifnaðar. Of-
sóknaræöi Nances olli því hins
vegar að hann sakaði hjúkmn-
arfóikiö um að hafa myrt for-
eldra sína meb lyfjagjöfum og
ekkert breytti þeirri skoöun
hans.
Þrátt fyrir að litlar líkur væm á
aö hægt yrði aö sakfella Nance
nú, fjómm ámm seinna, fyrir
moröiö á Nancy White, ákváðu
Hatfield og Thill aö gera sitt
besta. Hinn 61 árs gamli garö-
yrkjumaöur hafði flutt frá San
Diego, en lögreglunni tókst að
hafa uppá honum í Casper, Wy-
oming.
Er þeir hittu Nance aö máli,
sögðu þeir aö þeir væm enn aö
vinna í Nancy White-málinu,
og þar sem hann væri mikil-
vægt vitni langabi þá til aö
leggja fyrir hann noklaar spum-
ingar. Nance samþykkti þaö, en
sagöi að langt væri síöan og
hann gæti ekki oröiö aö miklu
gagni.
Eftir nokkrar spumingar var
ákveöiö aö Nance endurtæki
lygamælisprófib, en tækninni
hafði fleygt fram á því sviöi á
þeim fjómm ámm sem liðin
vom.
í þetta skiptið var niöurstaban
ótvíræö. Nance kolféll í flestum
meginatriöum og nú beindust
auknar grunsemdir að honum.
Samt var ekkert hægt að gera í
bili og rannsóknarlögreglu-
mennirnir yfirgáfu Nance viö
svo búiö og þökkuöu honum
samstarfsviljann.
Þribja tilraun
Þrír mánuöir liðu og þá var
ákvebið aö hafa aftur samband
viö hann. Nú var stefnan sú aö
sleppa silkihönskunum og beita
áleitnari aöferðum viö yfir-
heyrslumar.
Líkt og fjómm ámm áöur hóf
Nance frásögn sína á aö hann
hefði aldrei séö fómarlambið,
daginn örlagaríka er Nancy
White var myrt.
Thill ákvaö hins vegar að
bregöast hart við því. Hann las
Nance pistilinn með nokkm of-
forsi og sagbi meðal annars:
„Allt þitt líf hefur þú sagt að
aörir væm lygarar, en nú ertu
ekkert betri en þeir. Þú lýgur og
viö vitum það. Við höfum vitni,
sem segjast hafa séö þig á tali
viö Nancy White, og þetta
veröa síöustu forvöö þín á aö
segja sannleikann."
„Allt á lagi," umlaöi Nance og
breytti síðan frásögn sinni.
Hann sagðist hafa tekiö eftir
henni þar sem hún sat í bifreið
sinni og virtist bíöa eftir ein-
hverjum. Hún var fögur og ein-
sömul og hann heillaðist strax
af konunni. Hann vatt sér að
henni og spurði hvort hún vildi
elskast með sér. Hún brást
ókvæöa við, kallaöi hann saur-
ugan gamlan karl og ætlaði aö
læsa báðum dymm. Hann varö
hins vegar fyrri til, þröngvaöi
sér upp í bílinn og sló hana
föstu höggi í andlitiö meb
handar j aörinum.
„Hafðiröu kynmök við hana?"
spuröi Thill. Nance hristi höf-
uðið.
„Gemm þetta auðveldara fyrir
þig," hélt Thill áfram. „Léstu
hana gera eitthvab fyrir þig?
Baöstu hana að kalla þig
ákveðnum nöfnum?"
„Já," hvíslaöi Nance. „Ja, ég
man þaö ekki. Ég drap hana
ekki," þráaöist hann ennþá viö.
„Ég var ekki meö neina byssu,
ekkert vopn, þiö hafið engin
vitni og ég er hundþreyttur á
þessu. Setjiöi mig bara í fangelsi
fyrir „hugsanlegt kynferöisaf-
brot", en lengra komist þiö
ekki."
Uppgjöfin
Yflrheyrslan var hins vegar rétt
að byrja. Lögreglumennimir
tveir gengu hart aö honum og
áður en yfir lauk bugaöist gamli
maöurinn og sagöi loks sann-
leikann.
Hann nauögaði henni í eigin
bíl eftir að hafa slegið hana.
Hún haföi öskraö og beöið
hann að hætta og þá haföi
hann lagt hægri hönd yfir vit
hennar til aö þagga niöur í
henni. Þegar hann hafði lokið
sér af, uppgötvaöi hann aö hún
andaöi ekki lengur.
Nance haföi keyrt um meö lík-
iö í nokkra daga áöur en hann
fann staö þar sem hann gat los-
aö sig viö þaö. Aö lokum spurði
Nance, aö því er virtist í ein-
lægni: „Á morgun verö ég 63
ára Vinir mínir halda mér
veislu í veitingahúsi í grennd-
inni. Haldiði að ég geti fengið
aö skreppa þangaö?"
Elmer Lee Nance var skráður
og færöur í fangageymslur. 8.
júní 1992 var hann fundinn
sekur um nauðgun og morö aö
yfirlögöu ráöi á Nancy White.
Honum var sleppt við dauöa-
refsinguna, en fangelsi til lífs-
tíöar veröur hlutskipti hans og
em fyrstu möguleikamir á náð-
un þegar Elmer Nance veröur
93 ára gamall, ef svo ólíklega
vildi til aö hann næði þeim
aldri. Kynferðisglæpamenn eiga
oft erfiða daga innan banda-
rískra fangelsisveggja.