Tíminn - 25.03.1994, Síða 11

Tíminn - 25.03.1994, Síða 11
Föstudagur 25. mars 1994 Htwífwi 11 Baldur Gubmundsson frá Syöra-Lóni Fæddur 26. apríl 1924 Dáinn 19. mars 1994 Látinn er mágur minn, Baldur Guömundsson, Keflavík. Baldur var fæddur á Syðra-Lóni í Noröur-Þingeyjarsýslu, 26. apríl 1924. Var hann einn af 12 börnum þeirra stórmerku hjóna Guðmundar Vilhjálmssonar, bónda, oddvita og kaupfélags- stjóra á Syðra-Lóni á Þórshöfn, og konu hans Herborgar Friö- riksdóttur frá Syðri-Bakka í Kelduhverfi. Af þessum stóra systkinahópi var Baldur níundi í röbinni. Baldur átti glaða og góða æsku á Syöra-Lóni meb foreldmm sínum og systkinum; tók þátt í daglegum störfum heimilisins af lífi og sál. Hann byrjaði sem unglingur að stunda sjóróbra á sumrum ásamt Vilhjálmi, elsta bróður sínum. Árið 1939 hóf Baldur nám við t MINNING Héraðsskólann á Laugarvatni og var þar næstu tvo vetuma. En Baldur hætti ekki námi við svo búið- og innritaðist í Stýri- mannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan námi á tveim vetr- um með góbum vitnisburði. Síðan stundabi Baldm sjósókn aðallega frá Keflavík næstu 30 árin, lengst af sem skipstjóri. Þá starfaði hann við útgerb og sem fiskmatsmaöur í Keflavík. Síðustu árin starfaði hann á Keflavíkurflugvelli við ýmis störf, síðast við verslunarstörf. Fyrir nokkrum árum hóf Bald- ur nám í Öldungadeild Fjöl- brautaskólans í Keflavík. Var hann að auka við kunnáttu sína í tungumálum og stærðfræði. Fór hann létt með það, því hann var alla tíb góður náms- maður. Þann 20. nóvember 1948 gift- ist Baldur Margréti Friðriksdótt- ur, dóttur Friöriks Árnasonar hreppstjóra á Eskifirði, hinni ágætustu konu. Þau hafa búib allan sinn búskap í Keflavík. Þau hjónin, Margrét og Baldur, eiga fjögur mannvænleg böm. Elstur þeirra er séra Davíð, sóknar- prestur á Eskifirbi. Kona hans er Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði. Elínborg er gift David Rice kerf- isfræðingi. Eru þau búsett í Kali- fomíu, U.S.A. Elínborg er kenn- ari ab mennt og hefur lokib há- skólaprófi í Bandaríkjunum. Guðmundur, tæknifræðingur hjá Hveragerðisbæ. Kona hans er Ingibjörg Ámadóttir skrif- stofumaður. Hannes, skólastjóri og tónlist- armabur á Hvanneyri. Kona hans er séra Agnes Sigurðardótt- ir, sóknarprestur í Hvanneyrar- prestakalli. Bamaböm Margrétar og Bald- urs em 10. Kynni mín af Baldri vom í alla staði mjög góð. Hann var einkar ljúfur maöur, glaðlyndur og gestrisinn. Baldur lét sér annt um hag heimilisins og fjölskyld- unnar. Hann gerbi fyrst og fremst kröfur til sjálfs síns og svo til annarra. Ég heimsótti Baldur á sjúkra- húsið mánuði ábur en hann andaðist. Var hann þá orðinn helsjúkur, en hress í anda. Við ræddum margt og komum víða við. Lét hann að því liggja viö mig að þab færi að styttast í sínu jarðneska lífi, en hann kviöi engu; væri búinn að gera upp við sig hvab framundan væri, fjölskylda sín hefði það gott og hann væri sáttur vib líf- ið og tilbúinn að fara á fund Drottins síns. Ég kvaddi Baldur, þennan góba dreng, og bab honum Gubs blessunar. Var þessi síðasta smnd mín með Baldri upplifun og til eftirbreytni. Eg vil enda þessa kvebju mína til Baldurs mágs míns meb versi séra Hallgríms Péturssonar: Ég lifi' í fesú nafhi, ífesú nafni' eg dey, þó heilsa' og lífmér hafhi, hræöist ég dauöann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdiö gilt, í Kristí krafti' eg segi: Kom þú scell, þá þú vilt. Reynir Armannsson Bergþóra Guónadóttir Fædd 4. mars 1922 Dáin 10. mars 1994 Það kom mér mjög á óvart þeg- ar ég frétti að Bergþóra Guðna- dóttir, Álfhólsvegi 82, Kópa- vogi, væri dáin. Ég kynntist henni á Grensás- deild Borgarspítalans í apríl 1974 þegar ég var lagöur þar inn 10. apríl 1974, þá lamaður upp ab mitti eftir mænuskuröað- gerð. Þá var Bergþóra aðstoöar- sjúkraþjálfari þar. Það vor og sumar var ég þar I endurhæf- ingu í rúmar 16 vikur og fór þaðan út á' tveimur hækjum. Síðan hef ég þurft að dvelja þar á hverju ári frá 5 vikum og upp í 7-8 vikur og einn vemrinn miklu lengur. Kynni mín af Bergþóm em því oröin löng og t MINNING mjög góð. Á þessum 20 ámm hef ég oft þurft að liggja lengri eða skemmri tíma á Borgarspítalan- um og kynnst mjög mörgu hjúkmnarfólki og læknum. Þetta hefur nær undantekning- arlaust verið ágætis fólk og sinnt störfum sínum meb mik- illi prýði og á ég þessu fólki mjög mikið að þakka. Á Grens- ásdeildinni hef ég dvalið mjög lengi, eins og áður segir. Þar hef ég kynnst mörgu frábærlega góðu starfsfólki. Eg held aö ekki sé á neinn hallab þó að ég telji Bergþóm þar í fremsm röð. Hún var alltaf boðin og búin til að hjálpa og aðstoöa þá sem þurftu þess með, sama hvort þab var mikið eða lítib. Dugnaöur hennar var frábær og hún gaf sér varla tíma til ab tylla sér nið- ur og var sífellt á þönum vib ab aðstoða einhverja. Hún var ákaflega dugleg við að hvetja og drífa fólk áfram í sjálfsæfingum, þegar fólk gerði sér ekki grein fyrir hvað það var þýðingarmikið aö smnda þær af fullu kappi til þess að sem mest- ur árangur næðist af dvöl þess þar. Ég hef kynnst mörgu duglegu fólki, en þar var Bergþóra í fremsm röð. Hún var glaðlynd og sérlega uppörvandi fýrir sjúklingana og alla sem hún umgekkst. Sá eiginleiki kemur sér alveg sérstaklega vel, ekki síst á sjúkrástofnunum, þar sem alltaf er eitthvað af fólki sem er svartsýnt um sína framtíö. Bergþóra eignaðist marga góða vini á Grensásdeildinni, bæði meðal sjúklinga og starfsfólks, enda var hún einstök mann- kostamanneskja. Vegna þess að ég tel hana meðal bestu vina minna fannst mér ég mega til aö skrifa um hana fáein minn- ingarorð og þakka alla þá hjálp og þá vinsemd sem hún sýndi mér allt frá fyrstu kynnum. Ég er ekki í nokkrum vafa um ab hún hefur fengið mjög góðar viðtökur handan móðunnar miklu. Ég vil svo að lokum votta eftir- lifandi eiginmanni hennar, bömum þeirra og öðram vanda- mönnum mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að blessa þau öll. Kæra Bergþóra, far þú í friði, friöur Gubs þig blessi, hafðu hjartans þökk fyrir öll þín kær- leiksverk. Sigurður Lárusson frá Gilsá Kjartan Ólafsson Verbandi veirur Kynni okkar Kjartans Ólafs- sonar hófust í Jóhannesarborg um mitt ár 1970, er hann barði að dyram á herbergi mínu viö Háskólann á Witwatersrand í Jóhannesarborg. Þangað var hann kominn til náms í afrika- ans. Um ársskeið sáumst við síðan tvisvar eða þrisvar í viku, og ýmist skiptumst við á fáein- um orðum eða settumst yfir kaffi. Fáeinum sinnum fór hann með mér til Pretóríu, en þangað ók ég oft á laugardög- um. Eftir stúdentspróf 1927 las Kjartan Ólafsson hagfræði við nokkra háskóla, í Leipzig 1928-29, í Barcelona 1929-30 og í Brassel 1930-32, en við háskólann þar lauk hann prófi. Tók hann þá til við dokt- orspróf við Háskólann í Genf, en hvarf frá því. Ekki síður en hagfræði lagði Kjartan Ólafs- son sig eftir þeim tungumál- um, sem á var kennt, þýsku, spænsku og frönsku. Ungur að áram hafði hann ásett sér að nema öll evrópsk tungumál, og ab nokkra marki, í sjálfs- námi, mun hann hafa lagt sig eftir þeim öllum nema þrem- ur, aö ég held, áður en yfir lauk. Á germönsk, rómönsk og slafnesk mál var hann vel læs. Eftir heimkomu sína varð Kjartan Ólafsson fulltrúi í ut- anríkisráðuneytinu frá 1935 til t MINNING 1942, en lagði síðan fyrir sig kennslu á ýmsum stöðum og ritstörf, í fyrstu einkum þýb- ingar, en mebal þeirra vora Gullbikarinn eftir John Stein- beck (1945); hin þrjú bindi sjálfsævisögu Maxims Gorki, Bamœska mín (1948), Hjá vandalausum (1949), Háskólar mínir (1950); Undraheimar undirdjúþanna eftir J.-Y. Coust- eau (1954); unglingasaga frá Suöur- Ameríku, Fmmskóga- Rútsí eftir C. Carvallo de Nun- ez (1955); Hin feigu skip eftir Brian Collison (1971), Kynlegir kvistir, dagbókarþættir eftir Maxim Gorki (1975). í fyrra vann hann að endurskoðun óbirtrar þýðingar sinnar á nokkram rússneskum smásög- um. Ferðalög vora Kjartani Ólafs- syni mikið áhugamál, eins konar könnunarferðir, en hann hafði næmt auga fyrir hinu frásagnarverða og ýmsu því, sem ab þjóömenningu lýt- ur. Til allra landa Suður-Amer- íku fór hann 1947-48. Um það ferðalag sitt tók hann saman tvær bækur, Sól í fullu suöri (1954) og Eldoradó (1958), sem báðar náðu miklum vinsæld- um. Við nám í urdu var hann við Háskólann í Lahore í Pak- istan 1955-57, og fór þá ferðir um Indlandsskaga og Sri Lanka. Frá þeirri ferð sinni sagði hann í Undraheimum Indíalanda (1983). Kjartan Ólafsson var ræbinn og sagði vel frá, einkum fólki sem hann hafði kynnst. Á þjóðmálum hafði hann sér- stæðar skoðanir, hvort sem upptök áttu á forskeiði inn- lendrar flokkaskipanar eða önnur. — Kjartan var rauð- hærður, bláeygur, í lægra með- allagi á hæð, vel á sig kominn, kvikur, léttur á fæti. Stökks hans yfir Merkurgjá á ung- lingsáram var lengi minnst. Haraldur Jóhannsson Emerging Viruses, ritst. af S.S. Morse, Oxford University Press, 370 bls. £32,50 A Dancing Matrix: Voyages Along the Viral Frontier eftir R.M. Henig. Knopf. í ritdómi um fyrmefndu bók- ina í Nature 3. mars 1994 sagði Beverly E. Griffin: „í fyrra (354, 201; 1993) skrifaöi ég rit- dóm um bók eftir bandaríska blaðakonu, R.M. Henig, um verðandi veirar, A Dancing Matrix: Voyages Along the Viral Frontier. Hún er að öllu saman- lögðu læsileg og örvandi bók. Henig vitnaði oft í samtöl við S.S. Morse, vísindamann við Rockefeller-háskólann, rit- stjóra Emerging Vimses. Auð- sætt var, að Henig áleit Morse eins konar læriföður, sem hún bar hugmyndir sínar undir. Þótt Henig skrikaði fáeinum sinnum fótur í tæknilegum efnum, spannaði bók hennar að stóram hluta það svið, sem bók Morse tekur til, og oft bet- ur." Emerging Viruses er sprottin upp úr ráðstefnu í Washing- ton DC í maí 1989, þótt til viðbótar hafi efni veriö til lagt Fréttir af bókum og sumt endumýjað. í bókinni era 28 kaflar eftir 45 höfunda, sem flestir starfa við banda- rískar stofnanir. Ástæða var til að taka saman bók um breyti- leg mynstur veira og fram- komu ókunnra, en ekki endi- lega nýrra, og verðskuldar hún vandlegan lestur. Fyrir því fær- ir Donald A. Henderson við U.S. Office of Science and Technology Policy sterk og sannfærandi rök í 27. kafla: „Þab er auðsætt nú, eins og þab hefði löngu átt að vera orbið, ab stökkbreytingar og aðrar breytingar heyra gangi náttúrannar til, að heimurinn er í vaxandi mæli samfelldur (interdependent), að nýjar og stökkbreyttar örverar valda ófyrirsjáanlegum lífeðlislegum sjúkdómum, sem ögra munu heilsu og lífl manna um alla framtíð. Hvemig megum við festa nógu fljótt á þeim sjónir til aö geta fundiö upp fufl- nægjandi mótvarnir?" m

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.