Tíminn - 07.04.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.04.1994, Blaðsíða 4
4 WÍMÚWA- Fimmtudagur 7. apríl 1994 HiÍfÍll® STOFNAÐUR 1 7. MARS 1917 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiðja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 125 kr. m/vsk. Eyðilegging sem aldrei verður metin til peninga Við íslendingar höfum enn verið minntir á hve smáir við erum gagnvart náttúruöflunum. Nátt- úruhamfarir hafa valdið manntjóni og eignatjóni, og veðrahamurinn minnt á sig yfir páskahátíðina. I þetta skipti uröu ísfirðingar fyrir barðinu á snjó- flóðum, með sviplegum hætti. Þau kostuðu mannslíf. Það verður aldrei metið til fjár. Eyðilegg- ingin verður heldur aldrei að fullu metin. Snjó- flóðið varð á þeim stað sem perla ísafjarðar er, rómað útivistar- og skíðasvæði, skógrækt og sum- arbústaðasvæði þar sem handaverk kynslóðanna eru þurrkuð út í einni svipan. Slíkur skaði er tilfinningalegur ekki síður en pen- ingalegur, og hann er erfiðara að bæta. Baráttan við náttúruöflin krefst fórnarkostnaðar. Stórsjóir ganga á land, stórfljótin brjóta gróið land, og snjóflóð falla og hafa í för með sér eyði- leggingu mannvirkja og dauða, þegar þau ber óvænt að. Sjóvarnargarðar eru byggðir og fyrir- hleðslur við fljótin, en hins vegar er bygging snjó- flóðavarna tiltölulega skammt á veg komin hér- lendis, enda ókleifar fjárhagslega fyrir þau byggð- arlög sem eiga hlut að máli. Þessi mál þarf að yfir- fara og kanria hvaða ráð eru til úrbóta. Það er ljóst að snjóflóðahætta verður ekki útilok- uð með varnargörðum, og skipulag þeirra byggð- arlaga, sem eru á hættusvæðum, þarf að taka mið af því hvar örugg svæöi eru. Eigi að síður verður óhjákvæmilega að leggja í kostnað við varnir á þessu sviði, og það er eðlilegt að samfélagið allt standi straum af honum. Atburðir sem þeir, sem urðu á ísafirði aðfaranótt þriðjudagsins, leiða hugann að skipulagi almanna- varna og eftirliti með snjóflóðahættu. Það skipu- lag þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Nýta þarf fengna reynslu og þá annmarka, sem upp koma, til úrbóta. Hver atburður á borð við þann, sem varð á ísafirði, er eldskírn fyrir þá sem að þessum málum vinna, og í framhaldinu verður aö fara yfir atburðarásina og ræða hvernig brugðist hefur ver- ið við. Rannsóknir á snjóalögum og snjóflóðahættu er einn þáttur þessa máls og þær verða að haldast í hendur við þá kunnáttu, sem staðkunnugir og glöggir menn geta miðlað. Samstarf verður að vera gott á þessu sviði og ekki er annað vitað en svo sé. Það tjón, sem ísfirðingar hafa orðið fyrir í pening- um, er mikið og hafa á annað hundrað milljónir verið nefndar í því sambandi. Það þarf því að vinna mikið endurreisnarstarf á Seljalandsdal og Tungúdal, en auðvitað mun það hefjast innan tíð- ar, því að það er ekki til siðs hér á íslandi að gefast upp, þó á bjáti og þótt óblíð náttúra fari hamför- um. Tíminn óskar ísfirðingum alls góðs í þeirri endur- reisn og veit að þjóðin styður þá af alhug. Þeim, sem mest hafa misst í þessum hamförum, sendir blaöið samúðarkveðjur. Jón syngur sóló, sem Marco Póló Svo virðist sem íslendingar hafi eignast sinn Marco Póló, mann sem ryður braut versl- unar- og menningarviðskipta við Austurlönd fjær. Þetta er sjálfur Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráöherra, sem til- kynnti, þegar hann var í Kína á dögunum, að þar myndi hann opna sendiráð í nafni ís- lensku þjóðarinnar innan til- tölulega skamms tíma. Og þar sem „allar leiðir liggja til Kína", eins og ráðherrann orð- aöi það meö svo einstaklega „Pólóískum" hætti, er brýnt fyrir íslensk stjómvöld aö lið- sinna öllum þeir kaupsýslu- mönnum, sem hyggja á viö- skiptalega landvinninga í austurvegi. Þegar íslenski ut- anríkisráðherrann birtist á sjónvarpsskjá landsmanna hér heima og alþjóö fékk að horfa á hann tilkynna Kínverjum um fyrirhugaða stofnun sendiráös þar eystra, duldist engum að þar fór ekki minni brautryðjandi en Marco Póló. Víbar farib en um Kína Marco Póló mun hafa ráðið sig í þjónustu hins mikla Ku- blais Khan, þegar hann var í Kína á öndverðri 13. öld, og ferðast í erindagjörðum fyrir Khaninn víða um Austur-Asíu, m.a. til Japans. Eins mun Jón Baldvin fara víðar og er raunar kominn í heimsókn til Kóreu og hyggur á för til Japans. Þeg- ar þessar línur eru skrifaðar er Jón Baldvin ekki enn búinn að stofna sendiráð í Kóreu og ekki heldur í Japan, en þaö hlýtur að gerast í dag eða á morgun. Jón Baldvin, brjóst- vörn hinnar íslensku við- skiptasóknar austur á bóginn, lætur ekki aö sér hæöa þegar GARRI málið snýst um að stofna sendiráð. Það er dæmigert fyrir smásál- arskapinn hér heima á íslandi aö þegar einn af bestu sonum þjóðarinnar er í viöskiptaleg- um landvinningum í Asíu og opnar þar sendiráð, þá skuli landar hans á íslandi nöldra yfir þvi að ráðherrann sé að syngja sóló án þess að hafa lát- ið úrtöluliðið, sem meö hon- um er í ríkisstjóm, eða þá ut- anríkismálanefnd Alþingis á íslandi vita. Aðalatriðið er auðvitað að íslenski utanríkis- ráðherrann ákvað að breyta um stefnu og láta sig mann- réttindi í Kína engu varða og afgreiða þau með slagorðinu „þetta lagast". Þegar menn em búnir að taka slíka ákvörðun, er ekki við því að búast að þeir láti vefjast fyrir sér formsatriði eins og það að fá heimild og samþykki réttbærra aðila áður en tilkynnt er um sendiráðs- stofnun. Þab kvab vera fallegt í Kína Nú heyrast jafnframt hér heima undmnarraddir yfir því að Jón Baldvin hafi stigið það skref að stofna sendiráð í Kína, þegar menn höfðu talið að nóg væri aö hafa þar sendifull- trúa sem fengi að leigja sér herbergi með eldunaraðstöðu í sænska sendiráöinu þar. Garri er hins vegar ekki undr- andi á þessari ákvöröun Jóns. Það kvað nefnilega vera fallegt í Kína, og ef þar er ekkert sendiráð þá er þar enginn sendiherra með fast aðsetur. Augljóslega veit Jón Baldvin það jafnvel og nafni hans Sig- urðsson, að eftir setuna I nú- verandi ríkisstjórn á hann enga framtíð í íslenskri pólitík og þvi vill hann finna sér, að hætti krata, spennandi emb- ætti. Sendiherrastaða í Kína er greinilega eitthvað, sem hefur gripið hug hans í þessari heim- sóloi þannig að það er hin djúpa og raunvemlega skýring á því að þessi íslenski Marco Póló syngur nú sóló í Kina. Garri Óskiljanleg vandamálavella Atvinnuleysið er skrýtin skepna. Allir em á móti því, þaö er engum aö kenna nema ríkis- stjórninni og eftir því sem meira er að gert til að vinna á því bug, eflist þaö og færist í aukana. Mikil átök em höfð í frammi til að efla launaða vinnu og mörg góö ráð gefin til að sem flestir fái nóg ab starfa. Meira að segja er farið ab efna til samkeppni um hugmyndir til að skapa vinnu fyrir sérhagsmunahópa og er ekki að efa að margt hag- nýtt og gáfulegt kemur út úr svoleibis keppni. Talað er um atvinnuleysið sem böl og vofu og þjóðarskömm og sitthvaö fleira vont. Allir telja sér skylt að fara niðrandi orðum um fyrirbærið og láta þá skoðun í ljósi að því verbi að útrýma. Auövelt er að taka undir allt þab svartagallsraus sem fylgir tali um vinnuskort og láta í ljósi frómar óskir um aö bráðum verbi nóg aö gera fyrir allar „vinnufúsar hendur". Það þurfi aðeins að gera þetta og gera hitt til að skapa atvinnutækifærin. Vinnufúsar vélar Þúsund manns vantar vinnu hér og tíu þúsund þar og fram til aldamóta á að skapa 22 þús- und ný störf. Rétt si sona. Mörg gób ráð em gefin til að skapa vinnu. Tæknikratar og verktakar, sem yfirleitt em sama fyrirbrigðiö og deila gjaman sömu kennitölu, kunna eitt ráð sem hefur dugað þeim lengi. Það em framkvæmdir sem greiddar em af almannafé. Þeir reikna út „hagkvæmni" þeirra verkefna sem þeir ágirnast og ljúga því aö sjálfum sér og öðr- um ab þab sé þjóðarhagur að mokað sé í þá peningum til að framkvæma. Oftast er verið að skapa vinnu fyrir misjafnlega mikilvirkar vélar, en ekki nema fáar „vinnu- fúsar hendur", meö ýmsum þeim krampakösmm sem ganga undir heitinu opinberar fram- Á víbavangi kvæmdir. Því hefur atvinnuleys- iö sinn gang, þótt hugvitssamir verktakar fái einhver verkefni fyrir vinnufúsar vélar sínar. Bardaginn við atvinnuleysið tekur á sig ýmsar myndir, svo sem eins og þá að fara að mgla saman föndri og atvinnu. Þetta hefur orðiö til þess að fólki, sem verið er að bjarga undan „at- vinnuleysisvoftxnni" meb þeim hætti, er misboðið. Það hefur komið glöggt fram í sjónvarp- sviötölum við fólk, sem orðið hefur fyrir þeirri leiðu lífs- reynslu á Akureyri. Hagræbingin marglof- aba Meöal efnabra þjóða er at- vinnuleysið yfirleitt talsvert meira en hér á landi og ráöa hvorki stjómvöld né önnur máttarvöld við meinsemdina. Þróuð velferö og vel úti látnar atvinnuleysisbætur gerir lífið þó bærilegt meðal þeirra sem ekki hafa launatekjur. Hér er sífellt verið að hrella fólk meö því að bæturnar eigi að taka af þeim, sem hvergi fá vinnu. Allir sjóðir að tæmast og því ekkert hægt að bæta. Nær að nota peningana til að kosta óarðbær störf við óskilgreindar framkvæmdir eöa framleibslu, en með því móti tæmast sjóð- irnir enn fyrr en ella. Á meðan vandamálasúpan mallar og atvinnuleysið hefur sinn gang, er keppst viö að tæknivæba framleiöslu- og þjónustufyrirtæki fyrir milljarða á milljarða ofan, smíða risastór verksmiðjuskip til að aldrei þurfi að landa sjávarafla af ís- landsmiðum á íslandi, og veitt er miklu hugviti og fjármunum til að hagræða í rekstri. Og hag- ræðingin margrómaöa fer aldrei fram nema á einn veg. Tífaldur launamunur innan fyrirtækja og sjálftaka gráðugra embættismanna á almannafé, sem þeir hirða út úr ríkisstofn- unum og ríkisfyrirtækjum og kalla laun, fríbindi og uppbætur og semja við sjálfa sig um, hlíta aldrei lögmálum hagræðingar og sparnaðar, sem öðmm er ætl- aö að lifa eftir. Þessu liöi dettur aldrei í hug ab deila launum og lífsgæðum með ööm fólki. Því er miklu sýnna um að hagræða og reka starfsfólk út í óvissuna. Og mikið dæmalaust gengur illa að tangja atvinnuleysib öðr- um þáttum þjóðlífsins, enda þykist enginn botna í því hvað- an það kemur og hvert það fer, fremur en verðbólgudraugurinn sællar minningar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.