Tíminn - 19.04.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.04.1994, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. april 1994 8'lwww 3 Verkaskipting sjúktahúsa á höfuöborgarsvœöinu kynnt: Tilviljunarkennd þróun stöbvub Verkaskipting sjúkrahúsanna á höfubborgarsvæðinu var kynnt á fundi heilbrigðis- og tryggingamálaráöherra í gær. Rábherrann segir ab um tíma- mót verbi ab ræba í rekstri sjúkrahúsanna, því hingað til hafi starfsemi þeirra þróast til- viljanakennt og samkeppni valdib því ab dýr þjónusta hafi verib í bobi á fleiri en ein- inn stab. Guðmundur Ámi Stefánsson heilbrigðisrábherra hefur útbúið auglýsingu um verkaskiptingu sjúkrahúsanna sem öölast gildi þann 1. maí næstkomandi. Nefnd sem fjallabi um sama efni skilaði af sér tiliögum til ráð- herra í lok nóvember á síöasta ári og hefur ákvörbunar hans veriö beðið síðan. Guðmundur Ámi segist hafa farið eftir tillög- um nefndarinnar í stómm drátt- um og góð samstaða ríki um verkaskiptinguna. Verkeftium sjúkrahúsanna er skipt í þrjá hópa samkvæmt auglýsingunni. í fyrsta hópnum eru verkefni sem verba ein- göngu framkvæmd á einum spítala í Reykjavík. Mebal verk- efna sem eingöngu verba á Rík- isspítölum em bamageðdeild, bamaskurödeild, hjartaskurð- deild, blóðbanki, fæöingardeild, kvensjúkdómadeild og krabba- meinslækningar bama. Auglýs- ingin staðfestir því að hluta nú- verandi ástand þótt einnig verði nokkrar breytingar vib gildis- Velta viö Sauöárkrók: Hlaut höfuð- áverka Ökumaöur sendibifreiðar hlaut alvarlega höfuðáverka þegar bíll hans valt viö Staðarárbrú milli Varmahlíðar og Sauðárkróks á sunnudagsmorgun. Maöurinn var á leið til Sauðárkróks þegar slysið átti sér stað. Svo viröist sem bíllinn hafi rekist utan í brúarhandrið á Staðarárbrú og bílstjórinn misst stjórn á hon- um við það. Bíllinn valt og endastakkst út af veginum og við það kastaðist bílstjórinn út úr honum. Hann var meðvit- undariaus þegar lögreglan kom á vettvang. Maðurinn var flutt- ur á sjúkrahúsið á Sauðárkróki og þaðan á Borgarspítalann þar sem hann liggur á gjörgæslu- deild. -GBK Gubjón Magnússon deildarstjórí og Gubmundur Áni Stefánsson, heilbrígb- is- og tryggingarábherra á blabamannafundi ígcer. Tímamynd cs töku hennar. T.d. hafa krabba- meinslækningar bama einnig farið fram á Landakoti til þessa. Verkefni sem eingöngu verða á Borgarspítalanum em háls-, nef- og eymadeild, handarskurð- deild (hefur einnig verið á Land- spítalanum), heila- og tauga- skurödeild og slysadeild. Á Landakoti verður starfrækt augndeild til bráðabirgða. í öðrum hópniun em verkefni sem veröa aö stærri hluta á ein- um spítala í Reykjavík. Af þeim sem verða að stærri hluta á Rík- isspítölum má nefna bama- lækningar, geðlækningar og lungnalækningar en á Borgar- spítalanum verða bæklunar- lækningar að stærri hluta. Loks em nokkur verkefni sem áfram verða framkvæmd á báð- um spítölunum, án stærðar- mats. Það em t.d. almennar skurölækningar og lyflækning- ar, blóðsjúkdómalækningar, endurhæfingalækningar o.fl. í þessum greinum verður því áfram samkeppni á milli spítal- anna. Einnig er kveðiö á um hlutverk St. Jósefsspítala í Hafnarfirði í auglýsingunni en gerður hefur verið samstarfssamningur milli hans og ríkisspítalanna. Á St. Jósefsspítalanum verður rekiö sérgreinasjúkrahús með lyflæk- ingadeild einkum fyrir Hafnar- fjörð og Garðabæ og handlækn- ingadeild með áherslu á valað- gerðir í almennum skurðlækn- ingum, bæklunarlækningum, háls-, nef- og eymalækningum, kvensjúkdómalækningum og lýtalækningum. Guðmundur Ámi segir að breytingin felist ekki síst i því aö í fyrsta skipti sé með formlegum hætti njörvað niður hvert hlut- verk hvers sjúkrahúss eigi að vera. Hingaö til hafi það verið tilviljun háð og starfsemi þeirra jafnvel ráðist eftir sérgrein lækna sem starfi á hverjum stað. Þetta hafi valdið því að dýr þjónusta hafi í sumum tilvikum veriö byggb upp á fleiri en ein- um stað að nauðsynjalausu. „Með auglýsingunni er komib í veg fyrir ab ný starfsemi verði sett á laggirnar á einhverju sjúkrahúsanna án þess að fýrst sé skoðað nákvæmlega hvar sé hagkvæmast að hún sé og einn- ig er lagður grtmnur að mark- vissari uppbyggingu undirsér- greina," segir Guömundur Ámi. -GBK Ný þyrla strax í dag mundi ekki skipta sköpum, hvaö þá þrjár vikur til eöa frá. Sighvatur Björgvinsson viöskiptaráöherra: Geymd í flugskýli í ár á meðan áhöfn væri „Það er alveg ljóst aö þab tek- ur eitt til eitt og hálft ár ab þjálfa áhöfn. Þannig að þótt við fengjum þyrlu hingað inn á morgun þá gætum vib ekki tekib hana í notkun. Hún mundi þá bara bíða inni í flugskýli í eitt til eitt og hálft ár þangað til búið yrði að þjálfa áhöfirina. Þannig að þrjár vikur til eða frá skipta ekíki höfubmáli," segir Sig- hvatur Björgvinsson, iðnaðar- og vibskiptarábherra. Enn á ný virðast þyrlukaup handa Landshelgisgæslunni þæfast fyrir ríkisstjórninni og á ríkisstjómarfundi sl. föstudag var ákveðið að gefa Bandaríkja- mönnum þriggja vikna frest til að svara því hvort þeir væm til- búnir að semja við íslendinga um verktöku á rekstri þyrlu- björgunarsveita hersins. Þessi nýja staða í þyrlukaupamálinu mun ekki hafa orðið til að gleðja geð dómsmálaráðherra sem hefur lýst því yfir að þessi staöa kynni að leiða til þess að íslendingar misstu af áhuga- verðu kauptilboði í Super Puma þyrlu. Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráðherra segir að málið snúist ekki lengur um það að kaupa þyrlu af þessari tegund eöa hinni. Hann segir að þama sé um tvö mál að ræða sem þvi miður útiloki hvort annað. „Varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna orðaði það við okkur hér í janúar sl. að hann væri í þjálfun reiðubúinn til þess að opna fyrir þann möguleika að íslendingar tækju að sér gegn greiðslu, björgunarflug frá Vellinum, með sama hætti og íslendingar hafa tekiö að sér að starfrækja ratsjárstöðvamar. Við höfum síðan verið að ganga á eftir því hvað þetta þýði og höfum nú gefið Bandaríkjamönnum þriggja vikna frest til að fá að sjá það svart á hvítu hvemig þeir hugsa þetta mál," segir Sighvat- ur. Hann segir jafnframt að það skýrist innan þriggja vikna hvort ráðist veröi í þann kost sem fyrir liggur, Super Puma þyrluna, eða hvort farið verður út í frekari viðræður við Banda- ríkjamenn. -grh Öldrunarlækningar á Landakot St. Jósefsspítali, Landakoti verður ekki rekinn sem sjálf- stæb stofnun í framtíbinni en stefnt er ab sameiningu hans og Borgarspítalans. Samkvæmt auglýsingu um verkaskiptingu sjúkrahúsanna verður augn- deild starfrækt á Landakoti til brábabirgða þar til abstaba hef- ur skapast fyrir hana á Land- spítalanum en gert er ráð fyrir ab önnur starfsemi flytjist smám saman fiá Landakoti. Fyrsta breytingin verbur flutn- ingur bamadeildarinnar yfir á Borgarspítalann í haust. Þab var fyrst fyrir fjárlagagerð- ina 1992 sem ákveöiö var að fækka bráðasjúkrahúsum í Reykjavík úr þremur í tvö og þá vom bráöavaktir Landakots fluttar yfir á Borgarspítala. Frá síbustu áramótum er bráðavökt- um skipt jafnt milli Landspítala og Borgarspítala. í auglýsing- unni er Borgarspítala og St. Jós- efsspítala heimilað að þróa áfram samstarf og samvinnu með fyrirhugaöa sameiningu fyrir augum. Þess er jafnframt getiö ab heilbrigöis- og trygg- ingamálarábuneytib muni á síð- ari stigum sameiningarinnar taka ákvörðun um frekari nýt- ingu húsnæðis Landakots enda lýkur ríkissjóbur vib kaup húss- ins á næsta ári. Guðmundur Ámi Stefánsson heilbrigðisráb- herra segir ab gert sé ráð fyrir ab öldrunariækningar verbi stað- settar þar en einnig komi til greina að þar verbi framkvæmd- ar ýmsar minni aögerðir, ekki síst biölistaaögerðir. Guðmund- ur Ámi segir ljóst aö sú fjárveit- ing sem Landakotsspítali fékk fyrir þetta ár muni ekki duga en hún var skorin niður um 150 milljónir frá því sem ábur var og því verði halli á rekstri sjúkra- hússins frá því sem ætlað var. -GBK Tíminn spyr... Tíminn spyr: Á ab skerða fram- sal kvóta? Kristján Ragnarsson, formaöur LIÚ: Ég tel þab mjög óheppilegt að takmarka framsal kvóta. Fram- sal veiðiréttinda stuðlar að hag- ræðingu í sjávarútvegi og eykur verðmætamyndun í greininni og þess vegna á ekki að gera neitt sem hindrar slikar fram- farir. Óskar Vigfússon, form. Sjó- mannasambandsins: Já, í mínum huga er það engin spuming. Framsal á að geta átt sér stab að einhverju leyti, því er ekki að neita. En hins vegar á þab aö fara fram með þeim hætti ab sjómenn verbi ekki látnir taka þátt í kvótakaupum. Það er lágmarkskrafa af okkar hálfu að við getum varið okkar umbjóðendur þannig ab þeir viti nokkurn veginn hvert þeirra atvinnuöryggi sé. Með frjálsu framsali kvóta er ekki um neitt atvinnuöryggi að ræöa fyrir sjómenn. Hvemig eiga sjómenn ab geta vitab hver staða þeirra er þegar þeir em að rába sig um borð í skip sem kannski er verið að flytja afla- heimildir frá? Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknar- flokksins: Nei, ég vil ekki skerða framsal kvóta. Kvótakerfið byggist upp á því að ná hagkvæmni og með því að skerða framsalið er gagn- gert verið ab vinna gegn fram- fömm í greininni. Hvað varbar öryggi sjómanna þá er þaö ekki síður undir því komið að út- gerðin sé rekin á sem hag- kvæmastan hátt. Sjómenn verða aö gera sér grein fyrir því að ef ekki næst fram hagræðing í sjávarútvegi þá rekur þetta allt í strand. Og hvar standa sjó- menn þá?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.