Tíminn - 19.04.1994, Blaðsíða 8
8
®áZmmXakm »
Þri&judagur 19. apríl 1994
Keilugrandi 1 í Reykjavík, en þaö húsnœöi er taliö henta undir matvœlagarö, eí slíkur garöur yröi staösettur í Reykjavík. Tímanum er raunar kunnugt um aö áhugi sé fyrir slíkum garöi víöar á landinu,
meöal annars á Akureyri.
í Mcitvœlagaröi vœri aöstaöa til þess aö þróa nýjungar í fullvinnslu matvœla. Grímur Valdimarsson:
„Ekki nóg ab tala um ab
efla matvælaibnabinn"
slenskt sjávarfang býður
upp á gífurlega möguleika.
Kæfa úr trjónukrabba,
rækjuhrognakavíar, svil og
þurrkaðir sundmagar eru með-
al þeirra framandi afurða sem
menn hafa prófað. Þeir sem
hafa áhuga á að reyna fyrir sér
í framleiðslu þessara eða ann-
arra álíka framandi afuröa
þurfa að hafa aðgang að full-
kominni aðstööu til þess að
þróa framleiðsluna. Hjá Rann-
sóknarstofnun fiskiönaðarins
er áhugi á því að koma upp
tæknigarði á sviði matvælaiðn-
aðar þar sem hægt væri að
leigja út slíka áöstöðu. Hús SÍF
að Keilugranda 1 í Reykjavík er
talið henta starfseminni vel og
þegar hefur verið unnin kostn-
aöargreining við breytingar á
húsnæðinu. Matvælagarður í
Reykjavík yrði mikil lyftistöng
fyrir matvælaiðnaðinn í land-
inu og ekki síst atvinnulíf borg-
arbúa.
Tilraunavinnsla
Fullvinnsla sjávarafurða, ný-
sköpun og vöruþróun í mat-
vælaframleiðslu eru oft nefnd-
ar sem leiðir til að efla íslenskt
atvinnulíf og auka verðmæti
hráefnisins um leiö. Þessar leiö-
ir eru hins vegar ekki raunhæf-
ar nema fyrirtæki og einstak-
lingar hafi aðstöðu til þess að
þróa nýjungar í framleiðslunni,
scm uppfyllir þær kröfur sem
gerðar eru til matvælafram-
leiöslu. Slík aðstaða er ekki til á
íslandi nú.
„Það gerist sem betur fer oft að
erlendir kaupendur falist eftir
nýjum vörum sem þarf þá aö
gera tilraunasendingar af. Þá er
nauðsynlegt að hafa aðgang að
Crímur Valdimarsson, forstjóri R.F.
réttum tækjabúnaði og aðstöðu
sem uppfyllir kröfur um hrein-
læti og búnaö því þær kröfur
eru jafnstrangar þótt aðeins sé
um litla tilraunasendingu að
ræða," segir Grímur Valdimars-
son, forstjóri Rannsóknarstofn-
unar fiskiðnaðarins, en hann er
einn af hugmyndasmiðunum
að matvælagarði í Reykjavík.
„Fólk kaupir sífellt meira af
matvælum sem þurfa lítillar
matreiðslu viö. Vömþróun get-
ur líka verið í þá átt að höfða
til ákveðinna hópa neytenda
sbr. „krakkafisk" sem var settur
á markaðinn hér nýlega. Þá er
fiskhakk mótað eins og bangsi
eða aðrar fígúrur og þakið
brauðmylsnu."
Ýmsir abilar leiddir
saman
Tæknigarðar em til víða er-
lendis og einn slíkur er á ís-
landi, Tæknigarður Háskóla ís-
Teikning af Keilugranda, sem
Matvœlagaröi.
lands. Tilgangurinn með
tæknigörðum er aö leiða sam-
an háskóla, rannsóknastofnan-
ir, fyrirtæki, uppfinningamenn
og aðra frumkvööla og skapa
þeim vettvang til þróunar-
starfs. Hugmyndir um sérstak-
an matvælagarð em ekki nýjar
af nálinni en Grímur Valdi-
marsson segir aö nú sé rétti
tíminn til þess að hrinda hug-
myndinni í framkvæmd.
„Astæðumar til þess em tvær. í
fyrsta lagi hefur EES-samning-
urinn valdiö því að þörf fyrir-
tækja hefur aukist til þess að
geta þróað nýjar hugmyndir og
látið reyna á þær viðskiptalega.
Aðstaða til slíkra tilrauna er
ekki til núna nema hjá einu
fyrirtæki, íslenskum sjávaraf-
urðum hf. á Kirkjusandi. Með
sérstökum matvælagarði væri
komin lausn á þessum vanda
og um leið væri ýtt undir ný-
sköpun í matvælaiðnaði. í öðm
lagi hefur þróunarstarf í ís-
lenskum matvælaiðnaði eflst
mjög á undanfömum ámm og
þess vegna hafa menn öðlast
dýrmæta þekkingu á ferlinu,
sem þeir höföu ekki fyrir
nokkmm ámm. Segja má að al-
mennur skilningur ríki á því
nú að vöruþróun verður ekki
stunduð nema í nánum tengsl-
um við markaðinn. Matvæla-
garðurinn yrði þannig til þess
að örva það starf sem er þegar
hafið.
Sum fyrirtæki hafa haft þá
stefnu að leggja stund á vöm-
þróun í framleiðslufyrirtækjun-
um sjálfum. En eftir því sem
vöruþróun verður flóknari
verður það erfiðara viðfangs.
Mikilvægast er að matvæla-
garðurinn uppfylli öll skilyrði
um hönnun. Til dæmis gera
reglur Evrópusambandsins ráð
fyrir því aö hráefni og fullunn-
ar vörur séu aldrei geymdar í
sömu kæligeymslum o.s.frv.
Þetta krefst þess vegna mikils
húspláss og fjárfestingar."
Keilugrandi 1
Rannsóknarstofnun fiskiðn-
aðarins og aörir eiga nú þegar
ýmis tæki sem em nauðsynleg
við slíkt tilraunastarf en eins
og er hefur stofnunin ekki hús-