Tíminn - 19.04.1994, Blaðsíða 23
Þribjudagur 19. apríl 1994
__
WiVmmm-
39
Rútur Þorsteinsson
Fæddur 2. nóvember 1905
Dáinn 8. apríl 1994
Afi okkar er dáinn. Nú kveðjum
viö hann með söknuði, en jafn-
framt með þökk fyrir allt það
'sem hann gerði fyrir okkur og
gaf.
Eins og við munum afa var
hann ávallt staöfastur, ákveb-
inn og reglusamur, og sáum við
það í öllu sem hann gerði. BO-
inn sinn „Græn" hugsaði hann
mjög vel um og var sá alla tíð í
stakasta lagi. Famar voru ófáar
ferðimar í sveitina, en afa þótti
alltaf vænt um dalinn sinn.
Hann var bóndi fyrram en
þurfti að bregða búi ^egna
heilsuleysis. Fóra amma og afi
oft í sveítina og fylgdist hann þá
ávallt vel meb öllu hjá synj sín-
um. Fóra þáu einnig alltaf yfir
heyskapartímann til þess að
vera. Var þá hrífan jafnan tekin
í hönd og farið út á tún að raka
dreifar ásamt bróður sínum, Ár-
manni, sem þama bjó. Afi var
ávallt snöggur að lappa upp á
hrífumar ef þær vora að gefa
sig.
A heimili ömmu og afa var allt-
af nú sem fyrr gott að koma. Afi
var mjög gestrisinn og hafbi
gaman af því að spjalla við okk-
ur í rólegheitum, en heymin var
orðin léleg. Oft misheyrðist afa
það sem við sögðum og hló
hann þá dátt að misskilningn-
um. Á borðum var alltaf nóg af
fínustu kræsingum og voram
við aldrei svöng er vib héldum
heim á leið.
Elsku afi. Nú ertu farinn á aðr-
ar slóðir. Við vitum að þér líður
vel núna eftir mikil veikindi.
Megi Guð blessa þig og vemda.
Hafðu þökk fyrir allt.
Þín bamaböm,
Viöar Öm, Margrét Dóra,
Ragnheiður Margrét, Sævar
Öm og Edda Rut
Afi okkar er látinn. Hann var
góðiu afi, hann ók á grænum
bíl og alltaf þegar við sáum
græna bílinn, vissum við að afi
og amma voru að koma. Þá var
nú gaman. Þegar við heyrðum
aö hann væri látinn, tókum viö
það ekki nærri okkur fyrr en við
fórum til ömmu. Þá var okkur
fyrst veralega Ijóst að afi væri
farinn frá okkur. Dótið hans var
allt á sínum stað en þar var eng-
inn afi. Hann var farinn á stærri
og betri stað. Elsku afi, við
þökkum þér allt sem þú hefur
gert fyrir okkur.
Blessuð sé minning þín.
Anna Berglind og Atli Rútur
í dag verður til moldar borinn
að Bakka í Öxnadal Rútur Þor-
steinsson, jarðsunginn í gömlu
kirkjunni sem hann ólst upp
við hliðina á. Þeir sem tök hafa
á munu koma saman að Engi-
A&sendar greinar,
afmælis- og
minningargreinar
sem birtast eiga f blaðinu
þurfa ab hafa borist ritstjórn
blabsins, Stakkholti 4, gengib
inn frá Brautarholti, tveimur
dögum fyrir birtingardag, á
disklingum vistaðar í hinum
ýmsu ritvinnsluforritum sem
texti, eða vélritaðar.
SÍMI (91) 631600
t MINNING
mýri og votta honum virðingu
sína í hinsta sinn þar sem hann
hafði ræktað og hlúð að fjöl-
skyldu sinni.
Mig langar hér með nokkram
orðum aö minnast elskulegs
föðurbróður míns. Við fráfall
hans finnst mér eins og lokab
hafi verið dyram á stóran hluta
fortíðar minnar, eins og það séu
orðin kaflaskil, kynslóðaskipti.
Rútur var í hópi fimm bræðra,
sona hjónanna Ólafar Guð-
mundsdóttur sem alin var upp
að Helgavatni í Vatnsdal í
Húnavatnssýslu en ættuö frá
Syöri-Völlum í sömu sýslu, og
Þorsteins Jónssonar frá Foma-
stöðum í Ljósavatnsskarði í Sub-
ur- Þingeyjarsýslu. Þetta unga
fólk, sem þá var, kynntist þegar
Þorsteinn kom sem kaupamað-
ur að Möðravöllum í Hörgárdal
og felldi hug til Ólafar sem var
þar á heimili fóstiuforeldra
sinna. Þetta mun hafa verið
skömmu fyrir aldamótin síð-
ustu. Þau bjuggu að Möðravöll-
um í nokkur ár og eignuðust þar
fjóra syni. Þann fimmta, föður
minn, eignuðust þau í Amar-
nesi vib Eyjafjörð, en eftir
skamma búsetu þar fluttu þau
að Bakka í Öxnadal. Þar ólust
upp þessir fimm gáskafullu,
skapmiklu en vel greindu bræb-
ur. Mér er sagt að þar hafi oft
verið glatt á hjalla og líka
hraustlega tekist á. En þeir vora
samrýndir bræðumir og það sá
maður á þeim alla ævi þeirra.
Svo kom að því aö þeir fóra að
heiman hver á fætur öðram
nema sá elsti sem tók við búi
foreldra sinna. Rútur fór
snemma í vinnumennsku þar
sem þess var þörf. Hann kynnt-
ist vélamenningunni til tún-
ræktunar og eins stórhuga og
hann var þá keypti hann sér
vinnuvél sem hann notaði til
hjálpar við túnræktun á jörðum
noröanlands og austan.
Konunni sinni, Margréti Lút-
hersdóttur úr Fnjóskadal í Suð-
ur- Þingeyjarsýslu kynntist Rút-
ur að Bakka þar sem hún hafði
ráðist til vinnu. Rútur byrjaði
búskap á Bakkaseli, fremsta
bænum í Öxnadal. Fljótlega réð
hann Margréti til sín sem ráðs-
konu og þau giftust árið 1940. í
nokkur ár ráku þau saman
greiðasölu í Bakkaseli en keyptu
síöan jörðina Engimýri sem þá
var í eyði. Saman byggbu þau
sér þar heimili og ólu upp böm-
in sín tvö, Gunnþóranni, sem
lést 49 ára gömul og Þorstein
sem nú er bóndi ab Þverá í
Öxnadal. Fyrir hjónaband eign-
aðist Rútur dótturina Hallfríði,
sem nú býr á Sauðárkróki. Ég á
yndislegar minningar frá Engi-
mýri. Eg dvaldist þar tíma og
tíma sem krakki og það var gott
að vera á heimili þeirra hjón-
anna. Rútur var kraftmikill og
sterkur maður sem gustabi af.
Hann var kannski fámáll, sér-
staklega við litla stelpu, en
hann sendi frá sér hlýhug og
ekki var hún síðri hún Margrét,
þessi yndislega glaba og hlýja
kona. Hjónaband þeirra ein-
kenndist' alla tíð af sérstakri
samheldni og ástúð. Þau bjuggu
í Engimýri í nítján ár og fluttust
þá til Ákureyrar þar sem þau
störfubu bæði í Sambandsverk-
smiðjunum.
Rútur var í nokkur ár sá síðasti
sem eftir lifði af bræbranum
fimm. Mér þótti alltaf vænna og
vænna um að eiga hann að. Mér
fannst að ég sæi í honum sam-
nefnara fyrir þessa bræður og
kannski alla ættina. Mér fannst
einkennandi með þeim bræðr-
unum hve þeir glöddust inni-
lega þegar þeir hittust og hvað
þeir gátu haft dillandi hlátur og
leiftrandi gleði í augunum þótt
þeir væra þessir stóra og svip-
hörbu menn. Það sem ein-
kenndi þá líka var höfðingleik-
inn. Þeir vora hver og einn
höfðinglegir, jafnt í framkomu
sem á að líta. Þetta einkenndi
Rút alla ævi; þótt hann væri
kominn fast að níræðu gekk
hann um teinréttur glæsileg-
ur. Svarta hárinu sínu hélt hann
nánast alla ævi og í andlitinu
var hann dökkur á húb og svo
sléttur að það hefði ekki verið
hægt að dæma aldurinn eftir
því. Hugrekkib og kraftinnjjrast
hann seint. Hann gekkst undir
mjaðmarskurðaðgerð tveimur
áram fyrir andlátið þrátt fyrir
fortölur læknanna og það var
ekki hægt að sjá á göngulaginu
ab svo hefði verib og bílinn sinn
gat hann keyrt alla tíð og mætti
í réttimar síðastliðib haust í
dalnum sem var honum svo
hugleikinn. Ég er þakklát fyrir
kynni mín af Rút sem hafa gefið
mér mikið. Guð blessi minn-
ingu hans. Ég votta elskulegri
Margréti og fjölskyldu hennar
samúb mína.
Inga Ólöf Ingimundardóttir
Panasonic
TX-28G1
28 tommu INVAR MASK hógœða skjár sem gefur hmfskarpa
mynd. Nicam stereo, 2 (2 way)hátalarar. 50 stöðva minni.
íslenskf%extavarp ásamt fjölmörgum tengimöguleikum s.s. 2
scart—tengi. tengi fyrir myndbandsvél, Super VHS tengi.
Aðgengileg og fullkomin fjarstýring með m.a. minni fyrir
textavarpssíður
Tilboðsverð kr. 99.900.-
Eftirtaldir aðilar úti á landi bjóða
Panasonic TX-28G1 á þessu frábœra tilboðsverði
AKRANES Málningarþjónustan Metró BORGARNESKaupf. Borgfirðinga HELLISANDURVerslun Óttars
Sveibjörnssonar ÍSAFJÖRÐUR Póllinn SAUÐÁRKRÓKURKaupfélag Skafirðinga AKUREYRI
Radíóvinnustofan Kaupangi, Radíónaust. Rafland Sunnuhlíð. Metró HÚSAVÍKÓmur EGILSTAÐIR
Kaupfélag Héraðsbúa, Rafeind NESKAUPSTAÐURTónspil SEYÐlSFJÖRÐURKaupfélag Héraðsbúa
SELFOSSKaupfélag Árnesinga VESTMANNEYJARÐrimnes KEFLAVÍKRafhús