Tíminn - 28.04.1994, Side 9
Fknmtudaguf 28. april 1994
9
Ekki talin þörfá loftárásum á
Bosníu-Serba ab svo komnu
máli:
NATO lofar
að halda
vöku sinni
Brussel, Reuter
í aöalstöövum Atlantshafsbanda-
lagsins var greint frá því í gær aö
bandalagiö væri enn reiöubúiö til
aö gera sprengjuárásir á þunga-
vopn Bosníu-Serba á svæöinu um-
hverfis Gorazde ef þau væru innan
20 kílómetra markanna sem sett
voru í síðustu viku.
Formælandi NATO bætti því viö
aö það sama gilti um önnur friö-
lýst svæöi Sameinuöu þjóðanna í
Bosníu.
Yfirmenn Sameinuðu þjóöanna
og Atlantshafsbandalagsins höföu
áöur orðiö sammála um aö ekki
væri þörf á loftárásum á svæðiö
umhverfis Gorazde þar sem
Bosníu-Serbar heföu fariö aö kröf-
unni um aö þeir færðu öll sín
þungavopn í 20 kílómetra fjar-
lægö frá borginni fyrir klukkan eitt
aðfaranótt miðvikudags.
Eftir fund fastafulltrúa aöildar-
ríkja Atlantshafsbandalagsins í
Brussel sagöi formælandi banda-
lagsins aö almenn bjartsýni væri
ríkjandi um aö sú þróun sem væri
komin af staö gæti orðið upphafið
að því að friöur kæmist á í Bosníu.
Eigi að síður leggur bandaiagiö
áherslu á ab úrslitakostimir eru
áfram í gildi og haldiö verður
áfram aö fýlgjast með framvindu
mála. ■
Nauðsyn að
bregðast við
Fastanefnd íslands hefur lýst af-
stöðu sinni til viðbragða viö árás-
um Bosníu-Serba á Gorazde í um-
ræðum í ráði Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) um viðbrögö þess
viö árásunum. Samkvæmt frétt frá
utanríkisráöuneytinu leggur fasta-
nefndin áherslu á eftirfarandi at-
riði:
— Nauösyn þess að bregðast við
árásum Bosníu-Serba á Gorazde og
að tryggja öryggi annarra griöa-
svæða í Bosníu og Hersegóvínu.
— Aögerðir NATO veröi hluti af
samræmdri alþjóðlegri viðleitni til
aö koma á friöi í Bosníu og Herse-
góvínu. Samningsbundin lausn á
deilumálum sé markmib slíkra aö-
gerða.
— Atlantshafsbandalagið hafi
áfram náið samráð við SÞ um slík-
ar aögeröir.
— Tekið verði fullt tillit til þess aö
tryggja þurfi öryggi hersveita og
starfsmanna SÞ í Bosníu og Her-
segóvínu.
— Yfirlýsing leibtogafundar
NATO frá 11. janúar, að NATO sé
reiðubúið að grípa til loftárása til
verndar Sarajevo og öbrumgriða-
svæðum Bosníu og Hersegóvínu,
sé grundvöllur fyrir ákvaröana-
töku bandalagsins nú.
-HEI
Reuter
Subur-Afríkubúinn Mowaza Paint-
in varb fyrst blökkumanna í land-
inu til ab greiba atkvœbi í kosning-
um til þjóbþings landsins. Tíma-
mismunurinn milli Nýja-Sjáiands,
þar sem þessi frœnka Nelsons
Mandela var stödd vib upphaf
kosninganna, og Subur-Afríku átti
sinn þátt íab atkvœbi hennar
kemst á spjöld sögunnar.
ÚTLÖND
Austur-Evrópa forgangsverkefni Evrópusambandsins:
Hurd utanríkisráðherra Breta segir
Austur-Evrópu framtíðarverkefni
Lundúnir, Reuter
Stækkun Evrópusambandsins í
austur verður forgangsverkefni
sambandsins um ókomin ár
eftir því sem utanríkisráðherr-
ar Bretlands og Þýskalands
sögðu að fundi sínum loknum
í gær.
Douglas Hurd, utanríkisráð-
herra Breta, sagði eftir fund
sinn með Klaus Kinkel, utan-
ríkisráðherra Þýskalands, að
ríkin tvö myndu vinna að því
með skipulögðum „hætti liö
fyrir lið, hvern málaflokk fyrir
sig", að stækka Evrópusam-
bandið í austur.
„Við höfum einbeitt okkur að
því, sem ég tel vera mikilvæg-
asta mál Evrópu á næstu árum
— hvemig hægt sé að yfirfæra
þann stöðugleika og þá hag-
sæld sem náðst hefur í vestur-
hlutanum til austurs," sagði
Hurd.
Kinkel kom til Lundúna í
fylgd Helmuts Kohls, kanslara
Þýskalands, sem átti fund með
John Major, forsætisráðherra
Breta.
Hurd sagöi að þeir Kinkel
hefðu einnig rætt um stöðu
mála í Rússlandi og Bosníu en
þeir hefðu sleppt því að ræða
lausn á einu viðkvæmasta máli
Evrópusambandsins, hver yrði
eftirmaður Jacques Delors í
sæti forseta framkvæmda-
stjórnar sambandsins.
Bretar vilja að þeirra maöur í
framkvæmdastjórn ESB erfi
sæti Delors, en bresku blöðin
greindu frá því í gær að
Helmut Kohl hefði heitið Jean-
Luc Dehaene, forsætisráöherra
Belgíu, stuðningi sínum til
starfans.
Samskipti ríkisstjórna Bret-
lands og Þýskalands hafa verið
með stirðara móti að undan-
förnu eftir að Bretar lögðust
gegn því að vægi atkvæða
héldist óbreytt I framkvæmda-
stjóm ESB eftir að EFTA-ríkin
Austurríki, Finnland, Svíþjóð
og Noregur væm orðin aðilar
að sambandinu.
Kinkel viöurkenndi að afstaða
Breta hefði skapað verulegan
vanda en samkomulag sem aö-
ildarríkin teldu sig hafa náð
væri viöunandi. ■
Norömenn einir
í baráttunni
Svíar, Danir og Finnar em held-
ur ab færast nær sjónarmiðum
Norðmanna í hvalveiðimálum.
Samkvæmt frétt sem birtist í
norska blabinu Aftenposten á
þriðjudag em þessar þrjár Norð-
urlandaþjóðir samt ekki reibu-
búnar til aö styðja kröfu Norð-
manna um að hefja eigi hval-
veibar í ábataskyni að nýju.
Málið var rætt á fundi Norður-
landaþjóöanna, í Illissat á vest-
urströnd Grænlands, í byrjun
vikunnar. Karsten Klepsvik, yf-
immsjónarmaður hvalveiöa í
Noregi, sagöi eftir fundinn að
ljóst væri aö nefndar þrjár Norð-
urlandaþjóðir væm í gmndvall-
aratriðum sammála Norömönn-
um um aö ákvörðun um hval-
veiðar ætti að byggjast á vís-
indalegum rannsóknum en ekki
tilfinningum.
Þú sem ert
félagshy ggj umaður
U m þessar mundir stendur yfir mikið
átak í eflingu útbreiðsluTímans.
• •
011 erum við sammála um að þörf sé
ásterkum málsvara þeirra skoðana
sem við sameiginlega berjumst fyrir.
Þ ví hvetjum við ykkur eindregið til
að ganga í hóp félagshyggjumanna
og gerastáskrifendur að nýjum
og sterkum miðli.
G erist áskrifendur aðTímanum.
illii
-félagshyggjublaðið
Áskriftarsími: 631600