Tíminn - 28.04.1994, Side 11
Fi mmttidáígút' KSP&p&f T99$
n
qi
Adolf Björnsson
Adolf Bjömsson anda&ist 20.
apríl síðastliöinn, 82 ára að
aldri. Viku fyrir andlátið
hringdi hann í mig og bauð í af-
mæli sitt þann 18. apríl. Það var
siður Adolfs að halda upp á
merkisafmæli og bjóða þá vin-
um og samstarfsfólki. Þetta
gerði hann þegar hann varð átt-
ræður og ákvaö þá að halda
þeim siö árlega uppfrá því.
Þennan síðasta afmælisdag var
Adolf hress er hann fagnaði
gestum sínum og bauð þá vel-
komna. Hann undi sér vel und-
ir ræðuhöldum og söng kvenna-
kórs íslandsbanka. Hann lék
sem sagt á als oddi. Tveim dög-
um síðar var hann allur.
Adolf var fæddur í Hafnar-
firði 18. apríl 1912. Foreldrar
hans vom Bjöm Helgason skip-
stjóri þar og kona hans Ragn-
hildur Egilsdóttir. Eftir aö hafa
stundað nám í Flensborgarskóla
og Menntaskólanum á Akureyri
útskrifaðist hann frá Verzlunar-
skóla íslands. Hann hóf störf
hjá Útvegsbankanum 1934 og
þar starfaði hann alla tíð, þar til
hann lét af störfum vegna ald-
urs.
Þótt Adolf starfaði í Útvegs-
bankanum, bjó hann lengi í
Hafnarfirði, eða til ársins 1962
er hann flutti til Reykjavíkur.
Mjög snemma hlóðust á Adolf
margvísleg störf fyrir sína
heimabyggð. Er þar fyrst að telja
aö hann var í niöurjöfnunar-
nefnd Hafnarfjarðar frá 1942-
1960. Stjómarformaöur í Lýsi
og Mjöli 1945-1956. Formaður
útgerðarráðs Bæjarútgerðar
Hafnarfjaröar 1959-1961. í
stjóm Akurgerðis hf., Hrafna-
flóka hf. og Vífils hf.
I Reykjavík var hann í við-
skiptanefnd og verðlagsráöi
1949-50. Stjómarformaður í
Miöstöðinni hf. 1952-1959. Þá
var hann í stjóm Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur í 6 ár.
Síðast en ekki síst ber að telja
störf hans fyrir bankamenn.
Hann var lengur en nokkur
annar í stjóm Starfsmannafé-
lags Útvegsbankans, eöa í 37 ár
og þar af sem formaður í 27 ár.
Einnig var hann í stjóm Sam-
bands ísl. bankamanna í 12 ár
og þar af formaður í 6 ár. Adolf
var í stjórn Norræna banka-
mannasambandsins í 2 ár, í
stjóm eftirlaunasjóðs Útvegs-
bankans í 30 ár og ritstjóri
Bankablaðsins í 10 ár. í þakkar-
skyni fyrir þessi fjölbreyttu störf
hefur Adolfi Björnssyni veriö
sýndur margháttaður sómi. Má
í því sambandi nefna að honum
hefur verið veitt gullmerki
Starfsmannafélags Útvegsbank-
ans og Sambands ísl. banka-
manna og hann hefur einnig
verið sæmdur hinni íslensku
Fálkaorðu.
Þegar ég kynntist Adolfi fyrst
t MINNING
1940, var hann víxlamaður í Út-
vegsbankanum. Víxlamenn
bankanna vom þeir starfsmenn
sem höfðu beint samband við
viðskiptamennina, sem skuld-
uðu í bankanum. Því kynntist
Adolf fjölda fólks í gegnum
þetta starf og allir þekktu Adolf.
Hann var talinn nákvæmur og
þægilegur gagnvart viðskipta-
mönnum og var því vel liðinn
af þeim, sem og af samstarfs-
fólki.
Við, sem störfuðum í öðmm
bönkum, öfunduðum starfsfólk
Útvegsbankans af margháttaöri
félagslegri starfsemi, sem var til
fyrirmyndar. Þó ýmsir hafi þar
lagt hönd að verki, vissum við
að sá, sem var drifkrafturinn í
félagsstarfinu, var Adoif.
í Útvegsbankanum var að
sjálfsögðu litið til hans sem þess
formanns sem hann var, ákaf-
lega ósérhlífinn og vinnusamur.
Adolf lét sér annt um sam-
starfsmenn sína. Hann flutti
þeim ræður á tyllidögum, skrif-
aði afmælisgreinar á stórafmæl-
um og ritaöi minningargreinar
að leiðarlokum.
Adolf var einhleypur alla tíð,
en þó hann ætti ekki börn sjálf-
ur, gleymdi hann ekki bömum
samstarfsmanna sinna og róm-
aðar vom þær skemmtanir og
ferðalög sem hann skipulagði
og sá um fyrir börnin.
Adolf var áhugasamur um
stjórnmál og entist sá áhugi til
hinstu stundar. Hag Útvegs-
bankans bar hann mjög fyrir
brjósti og tók nærri sér þegar
hann var sameinaður öðmm
bönkum. Það fannst honum
ekki viturleg ráðstöfun og hafði
oft orð á því.
Adolf var samur við sig, hélt
tryggð við sína gömlu vinnufé-
laga, hélt þeim veislur, gladdist
með þeim og sendi dömunum
blóm og konfekt á konudaginn.
Ég sakna Adolfs, þar gekk
góður drengur.
Hannes Pálsson
DAGBÓK
\J\JV^P^JW\J^J\JU\J\J
Fimmtudaqur
28
apríl
118. daqur ársins - 247 daqar eftir.
17. vika
Sólris kl. 5.11
sólarlag td. 21.42
Dagurinn lengist
um 6 mínútur
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Bridskeppni, tvímenningur, kl. 13 í
dag í Risinu, Hverfisgötu 105.
Skagfirbingafélagið:
Veislukaffi og hlutavelta
Kvennadeild Skagfirðingafélagsins í
Reykjavík verður meb hlutaveltu og
veislukaffi í Drangey, Stakkahlíð 17,
sunnudaginn 1. maí n.k. kl. 14, til efl-
ingar starfsemi sinni. Kvennadeildin,
sem hefur starfað í 30 ár, hefur eink-
um styrkt líknar- og menningarmál
heima í hérabi. Enn sem fyrr er þab
einlæg von félagskvenna, ab sem flest-
ir sjái sér fært ab koma í veislukaffið í
Drangey 1. maí n.k. og styrkja með því
gott málefni.
Fjölskyldusamvera í
Seljakirkju í kvöld
Til þess að leggja áherslu á ár fjöl-
skyldunnar hafa stofnanir og félags-
samtök í Seljahverfi myndað sam-
starfshóp. Þar eru Seljakirkja, Selja-
skóli, Ölduselsskóli, foreldrafélög
beggja skólanna, leikskólar í Selja-
hverfinu og félagsmiðstöðin Hólma-
sel. Munu þessir abilar vinna saman
að ýmiss konar verkefnum á árinu.
Þaö fyrsta er nokkurs konar náms-
stefna í Seljakirkju í kvöld, fimmtu-
daginn 28. apríl, þar sem rætt verður
um efnið „Fjölskyldan og fjölmiölarn-
ir".
Húsið veröur opnað kl. 19. Þá verður
horft á sjónvarp sameiginlega. Kl. 20
veröur samveran sett af sr. Valgeiri
Ástráðssyni. Ræðumenn verða annars
þau sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Þor-
bjöm Broddason lektor, Sigurður G.
Tómasson útvarpsmaður og Kristján
Erlendsson læknir. Á milli atriða verða
tónlistaratriöi. Kór Ölduselsskólans
syngur undir stjórn Margrétar Dann-
heim. Einnig syngur Barna- og
stúlknakór Seljakirkju undir stjórn
Frá Fræðsluskrif-
stofu Vestfjarðaum-
dæmis
Lausar stöður
Staða sálfræðings, heil staða.
Staða kennsluráðgjafa, heil staða, hlutastarf kemur
til greina. Framhaldsmenntun áskilin og reynsla af
tölvuforritum æskileg.
Staða talkennara, 50% starf.
Aðsetur skrifstofunnar er á ísafirði, en til greina koma
hlutastörf annars staðar í umdæminu.
Umsóknarfrestur er til 22. maí.
Upplýsingar gefur Pétur Bjarnason, fræðslustjóri, í
síma 94-3855.
Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis.
Margrétar Gunnarsdóttur. Þá verður
mikill almennur söngur til þess að
gera samveruna að þægilegri og lær-
dómsríkri stund fyrir alla fjölskyld-
una. Hjalti Jónasson, skólastjóri Selja-
skólans, mun svo flytjá lokaorð, en
stefnt er að því að samvemnni ljúki
ekki seinna en kl. 10 og þá ekki síst
haft í huga að bömin geti verið þátt-
takendur.
Til samverunnar í Seljakirkju í kvöld
em allir velkomnir og að sjálfsögðu er
aðgangur ókeypis.
Fyrirlestur í Árnagaröi
Dr. Sigríður Sigurjónsdóttir heldur
opinberan fyrirlestur í boði íslenska
málfræöifélagsins í stofu 422 í Árna-
garði í dag, fimmtudaginn 28. apríl,
kl. 17.15. Fyrirlesturinn, sem nefaist
„Afturbeyging í máli íslenskra barna",
er byggður á doktorsritgerö Sigríðar,
„Binding in Icelandic: Evidence from
Language Acquisition".
Sigríöur Sigurjónsdóttir lauk kandíd-
atsprófi í íslenskri málfræöi frá Há-
skóla íslands 1987 og doktorsprófi frá
University of California, Los Ángeles,
1992. Hún er nú lektor í íslenskri mál-
fræöi við Háskóla íslands.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Sýningu ART-HÚN í List-
húsinu að Ijúka
Sunnudaginn 1. maí lýkur myndlist-
arsýningu ART-HÚN hópsins í List-
húsinu.
Á sýningunni gefur aö líta leirverk
með jámi og gleri, skúlptúra, kol- og
krítarteikningar, málverk og pastel-
myndir.
Sýningin er opin mánudaga til fösm-
daga kl. 10-18, en kl. 14-18 um helgar.
Þingholtshlaup
Skokkhópur Námsflokka Reykjavíkur
stendur fyrir Þingholtshlaupi laugar-
daginn 30. apríl n.k. Hlaupið hefst kl.
12 við Miðbæjarskólann, Fríkirkjuvegi
1. Keppnisvegalengdin verður 5 km
leið um Þingholtin.
Keppt verður í þremur flokkum karla
og kvenna: 16-39 ára, 40-49 ára og 50
ára og eldri. Þeir, sem hreppa sæti 1-3
í hverjum flokki, fá verölaunapening.
Einnig veröur keppt í sveitum og gild-
ir sama flokkaskipting þar. Sigursveit-
in í hverjum flokki fær áritaðan skjöld
og hver sveitarmeðlimur vegleg verð-
laun. Allir þátttakendur fá árimð við-
urkenningarskjöl send heim til sín.
Heppinn þátttakandi gemr unnið út-
dráttarverðlaun, því dregið verður um
aukaverölaun úr keppnisnúmemm.
Búningsaöstaða er á staðnum.
Skráning fer fram í Miðbæjarskólan-
um 28.-29. apríl, á skrifstofutíma, og
30. apríl frá kl. 10.30-11.30. Æskilegt
er að skrá sveitir fyrir 30. apríl til að
flýta fyrir úrvinnslu. Þátttökugjald er
kr. 500.
VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR
Engjateigi 11,105 Reykjavik. Simi: 882590. Fax 882597.
Skráning að hefjast
Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa í byrjun júní n.k.
og starfar í júní og júlí.
í skólann verða teknir unglingar fæddir 1979 og 1980,
sem voru nemendur í 8. og 9. bekk grunnskóla
Reykjavíkur skóiaárið 1993-1994 og eiga lögheimili í
Reykjavík.
Skráning fer fram í afgreiðslu Vinnuskóla Reykjavík-
ur, Engjateigi 11, jarðhæð, sími 882590, dagana frá
2. maí til 13. maí n.k.
Opið: kl. 08,20-16,30 virka daga.
Gefa þarf upp kennitölu.
Vinnuskóli Reykjavíkur.
APOTEK
Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka i
Reykjavík frá 22. til 28. apríl er i Holts apótekl og
Laugavegs apóteki og frá 22. til 28 april i Holts
apóteki og Laugavegs apóteki. Þaö apótek sem
fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 aö
kvöldi til ki. 9.00 aö morgni virka daga en kl. 22.00 á
sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjón-
ustu eru gefnar í síma 18888.
Neyöarvakt Tannlæknafélags (slands
er starfrækt um helgar og á stórhátíöum. Slmsvari 681041.
Hafnarfjörður Hafnarfjaröar apótek og Noröuibæjar apo-
tek ern opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis
annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag W.
10.00-12.00. Upplýsingar i símsvara nr. 51600.
Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek em opin
virka daga á opnunartima búöa. Apótekin skiptast á sina
vikuna hvort aö sinna kvöld-, nætur- oghelgidagavörslu. Á
kvöldin er opið i því apóteki sem sér um þessa vörslu, tl kl.
19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00-12.00 og 20.00-
21.00. Á öömm timum er lyfjafræöingur á bakvakt Upplýs-
ingar em gefnar I sima 22445.
Apótek Keflavikur: Opiö virka daga frá kl. 9.00-19.00.
Laugard., helgidaga og almenna fridaga W. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá W. 8.00-
18.00. Lokaö I hádeginu milli W. 12.30-14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opið til W. 18.30. Opið er á laug-
ardögum og sunnudögum W. 10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjaríns er opiö virka daga tl W. 18.30.
Á laugard. W. 10.00-13.00 og sunnud. W. 13.00-14.00.
Garðabær. Apótekiö er opiö mmhelga daga W. 9.00-
18.30, en laugardaga W. 11.00-14.00.
ALMANNATRYGGINGAR
HELSTU BÓTAFLOKKAR:
1. apríl 1994.
Mánaöargrelöslur
Elli/örorkulífeyrir (gmnnlífeyrir).......... 12.329
1/2 hjónallfeyrir.......................... 11.096
Full tekjutrygging ellilífeyrisþega..........22.684
Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega........23.320
Heimilisuppbót.......*...............'.......7.711
Sérstök heimilisuppbót...................... 5.304
Bamalífeyrir v/1 bams........................10.300
Meölag v/1 bams .............................10.300
Mæöralaun/feöralaun v/1 bams..................1.000
Mæöralaun/feöralaun v/2ja bama................5.000
Mæöralaun/feöralaun v/3ja bama eöa fleiri...10.800
Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaöa ............15.448
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaöa.............11.583
Fullur ekkjulifeyrir.........................12.329
Dánarbætur i 8 ár (v/slysa)..................15.448
Fæöingarstyrkur............................ 25.090
Vasapeningar vistmanna.......................10.170
Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170
Daggreiöslur
Fullir fæöingardagpeningar.................1.052.00
Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20
Sjúkradagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ...142.80
Slysadagpeningar einstaklings................665.70
Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ....142.80
GENGISSKRÁNING
27. apríl 1994 kl. 10.48
Opinb. vlðm.gengi Gengi
Kaup Saia skr.fundar
Bandaríkjadollar 71,22 71,42 71,32
Sterllngspund ....107,19 107,49 107,34
Kanadadollar 51,80 51,98 51,89
Dönsk króna ....10,799 10,831 10,815
Norsk króna 9,783 9,813 9,798
Sænsk króna 9,100 9,128 9,114
Flnnskt mark ....13,086 13,126 13,106
Franskur frankl ....12,380 12,418 12,399
Belgiskur franki ....2,0652 2,0718 2,0685
Svissneskur franki. 49,82 49,96 49,69
Hollenskt gyllini 37,84 37,96 37,90
Þýsktmark 42,54 42,66 42,60
..0,04424 0,04438 0,04431
Austurriskur sch ...6,048 6,066 6,057
Portúg. escudo ....0,4136 0,4150 0,4143
Spánskur peseti ....0,5203 0,5221 0,5212
Japanskt yen ....0,6931 0,6951 0,6941
....103,92 104,26 104,09
Sérst. dráttarr. ....100,65 100,95 100Í80
ECU-Evrópumynt... 82,13 82,39 82,26
Grísk drakma ....0,2893 0,2903 0,2898
KROSSGÁTA
1 2 3 1 4 5 6
7 8
9 10
11
12 13 14 15
16 1 17
18 19
65. Lárétt
1 litverp 4 fugl 7 mæla 8 dveljast
9 féllum 11 athygli 12 síöust 16
máttlaus 17 nudda 18 vitlausa
19 gangur
Lóðrétt
1 viljugur 2 blað 3 baðið 4 mag-
ann 5 geislabaug 6 óðagot 10
gifta 12 barði 13 svardaga 14 af-
undinn 15 hald
Lausn á síðustu krossgátu
Lárétt
1 þel 4 hæf 7 æfa 8 eða 9 gaukl-
ar 11 sæg 12 Baunans 16 ógn 17
sía 18 lag 19 tal
Lóbrétt
1 þæg 2 efa 3 lausung 4 helgast
5 æða 6 far 10 kæn 12 ból 13 aga
14 nía 15 sal