Tíminn - 05.05.1994, Side 3

Tíminn - 05.05.1994, Side 3
T Fimmtudagur 5. maí 1994 i«are—t.-- gfawtwi* 3 i Átta hundr- uö vinnustaö- ir reyklausir Engin sátt um villidýrafrumvarpiö, þrátt fyrir breytingartillögur Össurar: Aukib vald rábherra situr enn í mönnum Formabur Skotveibifélags íslands segist enn ósáttur vib tvö atribi í„villidýrafrumvarpinu" — reglugerbarvald ráb- herra og ab ekki sé tekib á veibirétti á afrétti. Engin sátt hefur náöst um „villidýrafrumvarpiö" þrátt fyr- ir breytingartillögur sem Össur Skarphéöinsson, umhverfisráö- herra, hefur lagt fram, sem leib til sátta í málinu. Andstæöingar frumvarpsins segja breyting- amar vera til bóta en ganga of stutt til aö þeir geti samþykkt frumvarpib. Önnur umræba um máliö heldur áfram í dag. Breytingatillögur Össurar Skarp- héöinssonar felast í fjórum atrið- um. Samkvæmt þeim er hætt viö aö sameina veiöistjóraembættið Náttúmfræðistofnun eins og upp- haflega var gert ráð fyrir í fmm- varpinu. Gæsaveiðitímabilið hefst 20. ágúst samkvæmt breyt- ingum Össurar en það er í sam- ræmi við fmmvarpið eins og það leit út upphaflega. Samkvæmt síðari breytingum átti að stytta tímabilið þannig að það hæfist 1. september. Össur leggur einnig til að veiðitímabil svartfugls verði til 10. maí í stað 19. maí. Að lokum leggur Össur til að gildandi lög um seli verði.áfram í gildi en í frumvarpinu var gert ráð fyrir aö sjávarútvegsráöherra tæki vib stjóm selveiða. Finnur Ingólfsson alþingismab- ur sem sæti á í umhverfisnefnd þingsins segir að engin sátt sé um málið þrátt fyrir aö þessar tillögur umhverfisrábherra séu til bóta. „Frumvarpiö felur í sér grundvall- arbreytingu sem er sú ab allir hlutir em. bannaðir nema þeir sem ráðherra hefur heimild til ab leyfa með reglugerbum. Þetta em mestu miðstýringaráform sem maöur hefur nokkum tímann séð. Ef þetta nær fram að ganga er Alþingi að afhenda umhverfisráð- herra alveg ótrúlegt reglugerðar- vald." Ólafur Karvel Pálsson, formaöur Skotveiðifélags íslands, segir að breytingatillögumar nægi engan veginn til að skotveiðimenn geti stutt frumvarpið. „Þaö em tvö stór atriði sem gera fmmvarpið al- gerlega óásættanlegt. Það er ekki tekið á veiðiréttindum almenn- ings, sérstaklega á afréttum og al- menningum. í 8. grein fmm- varpsins er talab um að íslenskum ríkisborgumm séu heimilar veiðar á almenningum og afréttum, enda geti enginn sannað eigna- rétt sinn til þeirra. Við viljum að þetta skilyrði sé tekiö út, almenn- ingar og afréttir eiga að vera frjáls- ir til veiða. Við leggjum líka áherslu á að almenningur fái rétt til ab veiða á ríkislöndum," segir Ólafur. „Hitt stóra atriöið er ab reglugerðarvald ráðherra er stór- lega aukið samkvæmt fmmvarp- inu. Viö treystum okkur ekki til ab búa viö þau umhverfisskilyrði. Í meðferðum nefndarinnar komu inn nokkur slæm ákvæði. Til dæmis að ráðherra geti látið banna veiðar á tilteknum svæö- um aö ósk sveitarstjóma. Rökin em sú aö umferð veiðimanna geti valdið hættu eba tmflun t.d. viö göngur á hausti. Eins er sagt aö feröamönnum fjölgi sem leggi leiö sína um óbyggðir utan hefð- bundins ferðamannatíma. Þetta hljómar þannig í mínum eyrum að nú eigi veiðimenn að víkja fyr- ir feröamönnum. Það er engan veginn ásættanlegt, segir Ólafur Karvel Pálsson." ■ Tæplega átta hundmö vinnu- staöir á íslandi eru reyklausir. Þetta er ab minnsta kosti sá fjöldi vinnustaöa sem hefur sent til Tóbaksvamanefndar, staöfestingu þess ab enginn sem þar starfi reyki þar innan dyra. Tóbaksvarnanefnd byrjaöi ab veita reyklausum vinnustööum viöurkenningu árið 1992. Vibur- kenningin felst í skjali sem er undirritað af hálfu nefndarinnar, Hjartavemdar, Krabbameinsfé- lagsins og SÍBS. Fyrstu skjölin vom afhent í júní 1992 og eftir það fór umsóknum um viður- kenningu ört fjölgandi. Tæpu ári síöar, í marslok 1993, vom reyk- lausir vinnustaðir orðnir 340 og nú em þeir eins og áður sagði tæplega 800. Mikill skriður komst á málið í ár þegar Tóbaks- varnanefnd sendi umsóknar- eyðublöð til fjölmargra vinnu- staba með gögnum til kynningar á reyklausa deginum. Á annað hundrað nýjar umsóknir bámst á rúmri viku frá vinnustöðum með samtals yfir tvö þúsund starfs- menn. Tóbaksvarnanefnd segir ljóst að gífurlega ör þróun hafi verið ab undanförnu til reykleys- is á vinnustöðum og allt bendi til að hún haldi áfram. ■ SVFÍ vaktar fyrir Dalina Nýlega undirritaði Slysavamafé- lag íslands samkomulag viö Hér- aösnefnd Dalasýslu vegna Al- mannavamanefndar Dalasýslu um neyðarsímaþjónustu. Slysavamafélag íslands tekur ab sér að vakta allan sólarhringinn neyðarsíma fyir Dalasýslu — 0112— og koma áleiöis hjálpar- beiönum. Slysavarnafélagið vakt- ar nú neyðarsíma fyrir þrjár sýslur á landinu, þ.e. Austur- Skaftafells- sýslu, Mýra- og Borgarfjarðasýslu og Dalasýslu. Félaginu hafa borist fyrirspumir frá fleiri landssvæð- um um að það vakti neyðarsíma og em þau mál í athugun. ■ Stjórn Sambonds ungra sjálfstœöismanna hafnar þeirri félagshyggju sem bobub er í frumvarpi um húsaleigubœtur: Flokksforystan leiti annarra leiða í stjórnarsamstarfi Stjóm sambands ungra sjálf- stæbismanna telur fmmvarp félagsmálaráöherra um húsa- leigubætur vera vanhugsaö og hvetur þingflokk sjálf- stæbismanna til ab sjá sig um hönd og hafna þeirri félags- hyggju sem í frumvarpinu sé boöub. „Upptaka húsaleigubóta mun hafa skaðleg áhrif á leigumark- aðinn og húsaleiga mun al- mennt hækka. Greiðsla húsa- leigubóta er bundin við að leigusali telji leigutekjur fram til skatts, en til þessa hefur að- eins brot af leigutekjum verið talið fram. Þaö hefur komið leigjendum til góða. Ef húsa- leigubætur verða teknar upp munu leigusalar hækka verð til ab hafa uppí skattinn. Nær væri ab fella niður skatt á leigu- tekjur," segir í ályktun SUS. Jafnframt kemur fram ab þetta fmmvarp gangi þvert á stefnu Sjálfstæðisflokksins og muni engum verða að gagni nema þeim sem trúa því að meiri rík- isafskipti tryggi betra þjóðfélag. „Stjóm SUS lýsir furðu sinni á því að frumvarpið skuli vera samþykkt af ríkisstjóm sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að. Kjósendur hafa hingað til getað treyst því að Sjálfstæðis- flokkurinn berðist hatramm- lega gegn málflutningi af þess- um toga." Einnig gagnrýnir SUS flokks- fomstuna harðlega fyrir að hafa látið alltof mikið undan í stjómarsamstarfinu allt til þess ab halda friðinn á stjórnar- heimilinu. „Því telur stjóm SUS löngu tímabært að láta reyna á hvort ekki bjóbist aðrir valkostir í stjómarsamstarfi, sem tryggi að stefnumál flokksins nái fram að ganga," segir að lokum í álykt- un stjómar SUS. ■ Bílstjórará Þresti hafa ákvebib ab gefa Barnaspítala Hringsins 200 þúsund kr. ítilefni af 40 ára afmœli stöbvar- innar. Tímamynd CS Bílstjórar Þrastar gefa bamaspítala 200 pús. Sendibílastöbin Þróttur er fer- tug í dag, 5. maí. í dag em starf- andi á stöðinni um 100 bíl- stjórar. Stöðvarstjóri er Ómar Jóhannsson og framkvæmda- stjóri Valtýr Guðmundsson. í tilefni þessara tímamóta hafa þeir bílstjórar sem aka frá stöð- inni ákveðið ab færa Bamaspít- ala Hringsins 200 þústmd krón- ur ab gjöf. Einnig verður af- mælisins minnst meö afmælis- kaffi frá kl 10-18 í dag að Síðu- múla 10.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.