Tíminn - 05.05.1994, Side 4
4
WuKAMrirAlLMr
wnmmi
Fimmtudagur 5. maí 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sfmi: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmibja
Frjálsrar fjölmiblunar hf.
Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Jákvæðar fréttir,
þrátt fyrir allt
Fréttir frá umheiminum eru ekki upplífgandi, og
oft heyrast þær raddir að fjölmiðlar séu uppteknir
við að segja frá ótíðindum, jafnvel um of, og láti
þess ekki getið sem betur fer í veröldinni. Það má
til sanns vegar færa að stöðugar fréttir um stríð,
morð, hryðjuverk og hörmungar eru ekki upplífg-
andi, en fjölmiðlum er þó vorkunn. Sem betur fer
er almenningsálitið ekki svo sljótt að blóðbað,
hvar sem það er í veröldinni, þykja tíðindi, og það
er skylda fjölmiðla að greina frá því. Almenningur
á ekki að geta stungið höfðinu í sandinn og sagt,
ég veit ekki eða vil ekkert af hörmungum vita.
Fréttir af blóðbaðinu í Rúanda eru skelfilegri en
orð fá lýst, og umheimurinn virðist eins og svo oft
áður standa ráðþrota og jafnvel þeir sem vilja
hjálpa eru í bráðri lífshættu. Villimennskan virðist
vera algjör og engu er eirt.
Með þessum ótíðindum koma þó fréttir sem
vekja von um að þróunin sé þrátt fyrir allt í átt til
friðar og betri sambúðar meðal manna. Athyglis-
verðar fréttir berast nú frá tveimur svæðum sem
um árabil hafa verið hættuleg átakasvæði, en það
eru Suður-Afríka og ísrael. Kosningar í Suður-Afr-
íku eru nú um garð gengnar og næsti þáttur hefst
innan tíðar, sem er aðlögunartími á leið til sam-
búðar kynþáttanna undir merkjum frjálsra kosn-
inga. Ljóst er að Nelson Mandela verður næsti for-
seti Suður-Afríku. Það eru stórtíðindi að blökku-
maður skuli vera væntanlegur forseti landsins og
það eru aðeins fá ár síðan að þau tíðindi hefðu
þótt lyginni líkust.
Atburðir síðustu vikna í Suður- Afríku eru dram-
atískir og það er afar áhugavert, svo ekki sé meira
sagt, að fylgjast með þeirri þróun sem þar verður.
Vonandi verður hún til þess að kynþættirnir læra
að lifa saman, en marga örðuga hjalla á eftir að yf-
irstíga á þessari leið. Þjóðfélagið er flókið og átök-
in snúast ekki eingöngu um litarhátt. Það er óend-
anlega löng leið að breyta hatri í sáttarhug, sú þró-
un tekur mannsaldra, en pólitísk forusta og al-
menningsálitið í veröldinni geta þó skipt sköpum.
Önnur góð tíðindi eru þau að Yasser Arafat, leið-
togi Palestínumanna, og Yitzhak Rabin, forsætis-
ráðherra ísraels, hafi skrifað undir samning um
sjálfsstjórn PLO á hernumdu svæðunum. Hér er
líkt háttað og í Suður-Afríku, það tekur óendanleg-
an tíma að breyta hugarfari haturs og átaka í frib-
samlega þróun, en vonandi eru þessir samningar
áfangi á þeirri leib. Friðsamleg þróun á þessum
tveimur svæðum er þungt lób á vogarskálina í
þágu friðar, og má sérstaklega benda á það að
heimsfriðnum stafar hætta af ástandinu við botn
Miðjarðarhafs, vegna þess ab ábyrgð og íhlutun
annarra ríkja um það ástand, sem þar hefur verið,
hefur veriö mikil.
Þrátt fyrir skelfilega atburði víða, og ólýsanlegan
hrylling í Rúanda, sem umheimurinn stendur ráð-
þrota frammi fyrir, eru atburöirnir í ísrael og Suð-
ur-Afríku teikn um jákvæða þróun á ýmsum svið-
um, þrátt fyrir allt.
„Zelig-syndróm" í S j álfstæbisflokki
Sjálfstæðisflokkurinn hefur gef-
ið fylgismönnum sínum fyrir-
mæli um það undanfarnar vikur
að enda allar greinamar, sem
þeir skrifa í blöðin, á slagorðinu
„Kjósum D-listann, hinn sanna
Reykjavikurlista". Garri hefur
áöur minnst á þaö nýtilkomna
einkenni sjálfstæðismanna, sem
stundum hefur verið kallað
„Zelig-syndrómiö" eða „ég er
ekki ég, ég er annar"-tilhneig-
ingin. Þessi síðasta sveifla er I
rauninni enn eitt skrefið í þeirri
þróun, en fyrri vegvörður á
þeirri leið vom t.d. það að skipta
um borgarstjóraefni og fá
mann, sem félli í svipaðan flokk
og borgarstjóraefni R-listans, og
síðan að skipta um stefnu og
taka upp stefnu sem félli betur
að steftiu R- listans. Og nú vilja
sjálfstæðismenn semsagt líka
heita Reykjavíkurlisti.
104 blabagreinar
Þess vegna er í rauninni eðlilegt
að sjálfstæðismenn, sem em
búnir að skrifa 104 blaðagreinar
sem allar enda á ábendingu um
að Sjálfstæöisflokkurinn sé í
rauninnl Reykjavíkurlistinn,
geri athugasemdir við það að
Reykjavíkurlistinn heiti Reykja-
víkurlistinn, þó vissulega hafi
Reykjavíkurlistinn heitið Reyja-
víkurlistinn frá upphafi. En
sjálfstæðismönnum hefur sem-
sé tekist á gmndvelli tæknilegra
atriöa í orðalagi að fá kjörstjóm
til að mála yfir vömmerki
Reykjavíkurlistans á kjörseðlin-
um og þannig afstýra því að
dyggir sjálfstæðismenn merki
við R-listann í ógáti, sannfærðir
um að Sjálfstæðisflokkurinn sé
nú Reykjavíkurlistinn, eins og
stuðningsmenn og frambjóð-
endur hafa verið að skrifa í
blöðin.
GARRI
En Garri hefur verið að velta
því fyrir sér hvort með þessu sé
nóg að gert hjá Sjálfstæöis-
flokknum. Miðað við að flokks-
fomstan telur að væntanlegir
kjósendur komi til meö að eiga í
erfiöleikum með að þekkja í
sundur framboðin — ef Reykja-
víkurlistinn fær að koma fram
undir nafni í kjörklefanum —
hljóta að vakna spurningar um
hvort ekki þurfi að gera ein-
hverjar frekari ráðstafanir til að
gamlir flokksmenn þekki nú
flokkinn sinn á kjördag.
Gáfumanna-
markhópur?
Gríðarlegar breytingar á áhersl-
um og yfirbragði flokksins að
undanfömu, þar sem D-listinn
hefur nánast afmáð sín fyrri sér-
kenni, hafa greinilega gert gam-
algrónum kjósendum flokksins
erfitt fyrir.
Sú krafa gæti því komið upp að
Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að
fá leiðbeinendur inn í kjörklef-
ana til að útskýra og hnykkja á
því enn frekar hvað sé hvaö á
kjörseðlinum. Slíkt væri í raun
eðlilegt framhald af því að
banna Reykjavíkurlistanum að
segja til nafns á kjördag, til að
mgla ekki hugsanlega kjósendur
Sjálfstæbisflokksins í ríminu.
Garri getur svosem unnað Sjálf-
stæðisflokknum að bjóða upp á
þessa þjónustu, en það er óneit-
anlega athyglisvert að velta fyrir
sér hvaða markhóp flokkurinn
telur móttækilegan fyrir mál-
flutningi sínum. í þeim mark-
hópi virðast menn ekki hafa
mjög skýrar hugmyndir um
umhverfi sitt eöa yfirleitt
nokkra þekkingu á því sem er að
gerast í stjómmálabaráttu í
borginni. Garri hefur talið sig í
hópi upplýstra og vel gefinna
Reykvíkinga og myndi því taka
því illa aö vera bendlaður við
þennan markhóp. Sú afstaða
hefur hins vegar ekkert með
pólitík að gera.
Garri
Farkennsla í hermangi
dum er
Ú1 viðræðni við Islen 4 ^ ^ ^ga til
ðræðunefnd ulag þyrlubjörgunar-
Það er tafsamt vandaverk að
kaupa þyrlu. Stjórnvöldin em
búin að kaupslaga um svoleiðis
loftfar í á þriðja ár, samkvæmt
fyrirmælum Alþingis og marg-
gefnum eigin loforðum. En svo
er vandað til verksins að enn er
verið að gera og yfirfara skýrslur
og álitsgerbir um þyrlukaupin
og tímasetja eins og önnur lof-
orð upp í ermi ráðherranna.
Nokkrar þyrlukaupanefndir
em ráðgefandi og komast að
fleiri niburstöðum en fjölda
þeirra nemur. Margir þingmenn
em sérfræbingar í þyrlum, eins
og iðulega kemur fram í máli
þeirra þegar þyrlukaup ber á
góma á þeirra vinnustaS, sem er
æriö oft. Utan þings em enn
fleiri sérfræöingar og áhuga-
menn um þyrlukaup og em óð-
fúsir að útbreiða yfirburðaþekk-
ingu sína um skrúfuvængjur og
notagildi þeirra viö „íslenskar
aðstæður".
Árangurinn af þessu svakalega
þyrlutrúbobi er m.a. sá, að mað-
ur hefur ekki lengur glóm um
hver er munurinn á sikorsky og
puma fremur en á bíl og bifreið.
Kuvendingar
Þyrlukaupamálið hefur tekið
miklar vendingar í tímans rás.
Ein hin merkasta er sú, að hætta
við að kaupa þyrlu, sem gagn er
ab, til landsins, en senda heldur
íslenska menn í ameríska her-
inn að stjórna þeirra þyrlum. Þó
ekki nema þeim sem bækistöðv-
ar hafa á íslandi.
Utanríkisráðherra færir þjóð-
inni annað slagið nýjar og
óvæntar fréttir af þyrlumálum
og dómsmálaráðherra skýrir
jafnoft frá því ab nú höfum við
verið ab missa af stórkostlegu
tilbobi í aðrar þyrlur en þær sem
Jón Baldvin þykist hafa á sínum
takteinum.
Hvert það kostaboð, sem Þor-
steinn missir úr greipum sér,
bætir Jón Baldvin upp meb enn
flottari tilbobum frá Ameríku.
Samkvæmt sumum þeirra eiga
íslendingar að taka að sér allt
þyrluflug fyrir herinn og nota
hergögnin í sína þágu samtímis.
Önnur tilbob hljóða upp á heilu
þyrluflotana, sem við eigum að
fá fyrir lítið, og kennslu í meö-
ferð og varahluti í þrjátíu ára
gamla gripi fyrir svo sem ekki
neitt.
Á víbavangi
Öll eru þessi tilboð óskiljanleg
almúgafólki, eins og talið um
allar viðræöurnar sem alltaf eru
í undirbúningi.
Sölutæknilegar aöferöir
Loks kom að því að málin fara
aö skýrast. Moggi skýrir frá því í
gær, ab stjómvöldum sé stór-
lega misboöib af hálfu Banda-
ríkjastjómar, sem sendi undir-
kontórista í flughersdeild varn-
armálaráðuneytisins til að ræöa
þyrlumálið vi6 ráðamenn hér.
Búist var við sendinefnd með
umboð. Enda var það sjálfur
vamarmálaráðherrann, sem lof-
aði að leysa þrúgandi þyrlu-
vandamál á íslandi og um fram-
tíö þyrlubjörgunarsveitarinnar
á Suðumesjabæjarflugvelli.
En erindi undirkontóristans er
ekki að semja, ab eigin sögn,
heldur ab kenna íslendingum
sölutæknilegar aðferðir Banda-
ríkjahers (Stjórnunarskólamál?).
Maðurinn er aðeins aö kenna
íslendingum að semja við
Bandaríkjaher um kaup á her-
góssi, ef til þess kemur að farið
verði aö semja um þyrlukaup
við herinn.
Þetta er sem sagt einhvers kon-
ar farkennsla í hermangi sem
bandaríska vamarmálaráðu-
neytib lætur íslenskum stjórn-
völdum í té, tæplega að ástæbu-
lausu.
Samkvæmt þessu hafa aldrei
farið fram neinar samningavið-
ræöur við Bandaríkjamenn um
þyrlukaup eða neitt þeim við-
komandi. Við eram eldd komn-
ir á byrjunarreit ennþá og kunn-
um ekki mannganginn í við-
skiptageiminu við herinn.
Fransmenn selja hverja gömlu
þyrluna af annarri við nefiö á
Þorsteini dómsmála, og hann
heldvu því fram í hvert sinn ab
nú séu þær uppseldar. En þá
kemur alltaf eitt kostaboöið til
viöbótar og allt raglast upp á
nýjan leik.
Mogginn segir að stjómvöld-
um sé misboðiö með því að fá
sendan undirkontórista til ab
kenna þeim hermang. En skyldi
ekki þjóbinni vera misboði6 ab
þurfa að meðtaka alla þyrlu-
þvæluna án þess að hafa hug-
mynd um hvab hún merkir,
fremur en þeir ráöamenn sem
ekki kunna að semja um kaup á
loftfari?
OÓ