Tíminn - 05.05.1994, Side 6

Tíminn - 05.05.1994, Side 6
6 Fimmtudagur 5r máí49^4!^ UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Austurland Landsmót UMFÍ haldíb á Eskifirbi og Neskaupstab árib 2000 Bæjarstjórn Eskfiröinga hefur samþykkt aö óska eftir viöræö- um viö Noröfiröinga um að þessi sveitarfélög haldi sam- eiginlega Landsmót UMFÍ árið 2000. Arngrímur Blöndahl, bæjar- stjóri á Eskifiröi, segir aö hug- myndin hafi kviknað í fram- haldi af bréfi frá UÍA, þar sem varpað var fram þeirri spurn- ingu hvort einhver sveitarfé- lög á Austurlandi heföu hug á að halda þetta Landsmót. Am- grímur segir aö nærtækast sé að þessi sveitarfélög sameinist um aö halda Landsmótið. Það er stutt á milli þeirra og vegur- inn á milli staöanna oröinn góöur. Á báöum stööunum er boöiö upp á góð tjaldsvæði og alla almenna þjónustu. í Nes- kaupstað veröur komiö nýtt og glæsilegt íþróttahús og lög- leg keppnissundlaug er á staðnum. Á Eskifiröi veröur til staðar grasvöllur fyrir knatt- spyrnu meö hlaupabrautum í kring og annarri aðstöðu sem þarf til frjálsíþróttamóta. Þá er og áformaö aö byggja hús viö íþróttavöllinn. Guömundur Bjamason, bæj- arstjóri í Neskaupstað, sagöi að bæjarfulltrúum hefði veriö sagt frá samþykkt bæjarstjóm- ar Eskifjaröar og máliö yröi kynnt nánar á næstá fundi bæjarstjórnar. Guömundur sagði að sér litist vel á hug- myndina og taldi aö þessi sveitarfélög væm fullkomlega fær um að halda Landsmót UMFÍ árið 2000. Sagði hann að forsenda málsins væri sú að ekki þyrfti aö koma til kostn- aðarsamra framkvæmda vegna íþróttamannvirkja. Síðast var haldið Landsmót á Austurlandi áriö 1968 á Eiö- um. Hugmyndir voru uppi um að halda Landsmót í Nes- kaupstaö árið 1990, en ekkert varö úr því. Hildur Þóröardóttir. Þverflautuleikur: Góbur árangurí París Hildur Þóröardóttir, sem er við nám í þverflautuleik við Listaháskólann í Versölum, tók þátt í keppni sem haldin var til minningar um tón- skáldið og píanóleikarann Lucien Wurmser I París fyrir skömmu. Keppt var í þver- flautu-, blokkflautu- og píanó- leik. Hildur bar sigur úr býtum í þeim flokki sem hún keppti í. Hildur vildi í samtali gera sem minnst úr þessum sigri sínum, þó svo aö hún hafi Bar&i NK 120. keppt í flokki upp fyrir sig. Tónlistarfólkiö fékk verkefniö í hendur um 6 vikum fyrir keppnina og var Hildi og öðr- um flautuleikurum fenginn píanóleikari til undirleiks. Keppendur voru nokkuð hundruð, en í flokki Hildar skiptu þeir tugum. Heilfrystiútbún- abur smíftabur í Barba Nýr heilfrystiútbúnaöur í Baröa NK 120 var smíöaður og settur niður af starfsmönnum Dráttarbrautar Síldarvinnsl- unnar hf. Er þetta í fyrsta skipti sem starfsmennimir tak- ast á við verkefni sem þetta og tókst vel til. Þarna er um að ræöa allan búnað sem tengist heilfrystingu, en búnaöurinn er fyrir karfa og grálúöu. Þaö voru skipverjar á Barða sem hönnuðu verkið, en Karl G. Þorleifsson á Akureyri sá um teikningar. Grásleppuafli hef- ur tvöfaldast milli ára Grásleppuvertíöin fyrir Norö- urlandi hefur gengið mjög vel á þessu vori, þegar gefiö hefur á sjó. Liðlega 150 bátar hafa fengið leyfi frá Sjávarútvegs- ráöuneytinu á þessu vori til grásleppuveiða á svæöinu frá Fonti á Langanesi að Skagatá í vestri. Stefán Hjaltason á Raufar- höfn, sem rær á Þresti ÞH-247, 9 t bát, segir veiöarnar hafa gengiö mjög vel á þessu ári, mun betur en undanfarin tvö ár, og aflinn hafi veriö 4 til 5 tunnur eftir daginn. Á Raufar- höfn em 17 trillukarlar á grá- sleppuveiöum og sameinast 8 þeirra um söltun á hrognun- um, 4 aörir eru meö sam- vinnu, en aðrir einir sér. Á dag fást 55 þúsund krónur fyrir uppsaltaöa tunnu, eöa 1300 þýsk mörk, en á sl. ári fékkst um 51 þúsund fyrir tunnuna. Stefán segir aö á Noröaustur- landi gangi veiöarnar alls stað- ar mun betur en á sl. ári og byrjunin hafi verið meö því besta sem hann hafi kynnst. „Líklega hefði veriö mun betri veiöi grynnra, ef veðrið hefði ekki veriö svona slæmt, þung hafalda, en grásleppan kemur ekki meðan þaö ástand varir. Grásleppan viröist einn- ig vera mun seinni í hrygn- ingu nú en í fyrra. Bátarnir em aö fá ágæta veiöi á allt að 40 föömum, en venjulega er hún komin upp á 20 faðma á þess- um tíma. Ég kann ekki og hef ekki heyrt neina skýringu á þessari hegðunarbreytingu," sagði Stefán Hjaltason. Belgimir á Húsavík: Bless 220 fitukíló Félag karlmanna á Húsavík, sem kallar sig „Belgina", hefur verið áberandi í bæjarfélaginu frá í janúar og segja má aö þeir veröi á vissan hátt æ minna áberandi, því þeir hafa veriö í megmn og hafa losað sig viö 220 kíló af fitu. Benedikt Kristjánsson, einn forsprakka Belgjanna, segir aö 29 félagar séu skráöir í félagið og 18 þeirra hafi verið virkir. Nýlega hélt félagsskapurinn árshátíð og voru þá höfð til sýnis þau 220 kíló sem félag- arnir hafa misst í mörformi, ef einhvern lystir að skoöa! „Við emm að fara í sumarfrí og veröum ekkert starfandi í sumar. Það þýöir þó ekki aö megrunin fari úr böndunum hjá okkur. Þaö verður bara hver og einn aö passa sig, eins og fram að þessu. Við höfum komið saman tvisvar í viku, en höfum ekki veriö í neinum megmnarkúmm," sagöi Bene- dikt. Ný, glæsileg Ey- borg til Hríseyjar Nýtt og glæsilegt frystiskip bættist nýlega í flota Hrísey- inga, er þangaö kom Eyborg EA-59. Skipiö var smíðaö í Portúgal, er 26 feta langt og 8 feta breitt og mælist 264 tonn. Sett veröur vinnslulína fyrir rækjuvinnslu í skipið á Akur- eyri. Mozart og Brahms á tónleikum Sin- fóníunnar Á efnisskrá tónleika Sinfón- íuhljómsveitar íslands í kvöld, 5. maí — en þetta eru síðustu tónleikar í Gulri áskriftarröö á þessu starfsári — eru aöeins tvö verk: Sin- fónía nr. 40 í g-moll eftir Wolfgang Amadeus Mozart og sinfónía nr. 2 eftir Jo- hannes Brahms. Til stóð aö þessum tónleikum stjómaöi hinn þekkti rússneski hljómsveitarstjóri Evgeny Svetlanov, en sökum veik- inda hans getur ekki oröiö af því í þetta sinn. í hans staö kemur Valery Poly- ansky, sem einnig er Rússi. Polyansky stundaði nám í Tónlistarháskólanum í Moskvu, m.a. undir hand- leiðslu Rozhdestvenskys. Að námi loknu geröist hann hljómsveitarstjóri við Bols- hoi-leikhúsiö, auk þess að stjórna helstu hljómsveitum Rússlands og kenna við Tón- listarháskólann í Moskvu. Hin síðari ár hafa kraftar hans aö- allega tengst „The Russian State Symphonic Capella", þar sem hann er nú aðal- stjórnandi. í „The Russian State Symphonic Capella" sameina krafta sína 60 manna Kammerkór rússneska ríkisins og 90 manna Sinfóníuhljóm- sveit menningarmálaráðu- neytis Rússlands, en þennan hóp stofnaöi kennari og fyrir- rennari Polyanskys í starfi, Gennady Rozhdestvensky, ár- iö 1991. Polyansky er í fremstu röð rússneskra hljómsveitarstjóra, en þá röö hafa hingað til ekki skipað neinir aukvisar. Fáar sinfóníur hafa náö eins miklum vinsældum og 40. sinfónía Mozarts. Mozart skrifaði þrjár síöustu sinfóníur sínar sumariö 1788. Talið er Valery Polyansky hljómsveitarstjóri. að Mozart hafi þetta sumar átt í miklum fjárhagserfiðleikum og hafi hann hugsáð sér aö efna til tónleika í ábataskyni, þar sem þessar þrjár sinfóníur væru fluttar á einum tónleik- um, en þær eru mjög ólíkar aö gerð, sú fertugasta tilfinn- ingarík og allt aö því róman- tísk. Það tók Brahms 15 ár aö semja fyrstu sinfóníu sína, en við þær góöu undirtektir, sem sú sinfónía hlaut, efldist hon- um sjálfstraust og liöu ekki nema 13 mánuöir frá því að sú fyrsta var frumflutt þar til önnur sinfónía hans leit dags- ins ljós, en hún var frumflutt í árslok 1877. Sinfónían var samin á fögrum sumarleyfis- staö við Wörthersee í Ölpun- um og það lýsingarorö, sem hæfir henni kannski best, er „sólrík". Fyrir aödáendur klassískrar tónlistar er efnisskrá þessara tónleika hreinasta eyrnakon- fekt. ■ Hafnarfjöröur: Saga verslunar í sex hundruð ár „Heimildavinnan er búin aö vera ansi mikil og víötæk, enda nær verslunarsaga Hafnarfjaröar yfir mjög langt tímabil," segir Lúövík Geirsson, blaöamaöur og höfundur bókarinnar Höf- uðstaður verslunar, saga verslunar og kaupmennsku í Hafharfirði í sex hundruð ár. í tilefni þeirra merku tíma- móta að í ár eru liöin rétt 200 ár frá því aö Bjarni riddari Sí vertsen kaupmaður yfirtók rekstur gömlu konungsversl- unarinnar í Akurgerði viö Hafnarfjörö, hefur Verslunar- mannafélag Hafnarfjaröar gef- iö út ítarlegt rit þar sem fjall- aö er um þróun verslunar og mannlífs á staðnum frá því um 1400 til vorra daga. í bókinni er sagt frá verslun norskra, enskra og þýskra kaupmanna í Firðinum á miö- öldum, tímabili einokunar- verslunarinnar og þenslutím- um í bænum, þegar Bjarni riddari rak þar myndarlega verslun og útgerö. Þaö, sem af er þessari öld, hafa orðið stór- felldar breytingar í verslun og viðskiptum og á þeim tíma hefur Fjöröurinn breyst úr smáþorpi í nærri 17 þúsund manna kaupstað. Vinna við þetta viðamikla verk hefur staðiö yfir á annaö ár, en bókin er um 400 blað- síður aö stærö í stóru broti og ríkulega myndskreytt. Mikil vinna var lögð í að leita uppi gamlar myndir úr verslunar- sögu bæjarins, auk þess sem fjölmargar teikningar, töflur og skýringarmyndir voru sér- unnar í bókina. Mikil áhersla hefur veriö lögð á að gera þessa bók sem best úr garöi og hefur heim- ilda veriö aflað bæði heima og erlendis, auk þess sem fjöldi heimamanna veitti upplýs- ingar og margvíslega aðstoð viö öflun heimilda og mynd- efnis.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.